Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Arngrímur Borgþórsson opnaði á föstudag sýningu á verkinu „Bananakonungsveldi“ í húsakynnum SÍM, í Hafnarstræti 16. Arngrímur útskrifaðist með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og með MFA- gráðu frá Listaháskólanum í Umeå í Svíþjóð í vor. Arngrímur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið einkasýningar á Ís- landi og í Svíþjóð, síðast sem þátttakandi í Malmö Nordic 2013. Hann býr og starfar í Malmö og þar vakti í vor athygli sýning hans „146 forsetar“. Arngrímur sýndi þar myndir sínar af öllum sitjandi forsetum jarðar og fór verð hverrar myndar eftir vergri þjóðarfram- leiðslu viðkomandi þjóðar. Sýning Arngríms er opin milli klukkan 10 og 16 alla virka daga. ARNGRÍMUR SÝNIR HJÁ SÍM BANANAVELDI Hluti verksins Bananakonungsveldi sem Arngrímur Borgþórsson sýnir hjá SÍM. Jónas Ingimundarson og Diddú munu á tónleik- unum flytja lög við ljóð eftir Halldór Laxness. Morgunblaðið/Þorkell Söngkonan Diddú, Sigrún Hjálmtýsdóttir, og Jónas Ingimundarson píanóleikari koma fram á tónleikum í stofunni á Gljúfrasteini á safna- daginn, sunnudaginn 7. júlí, og hefjast þeir klukkan 16. Hyggjast þessir dáðu listamenn flytja saman lög sem samin hafa verið við ljóð Halldórs Laxness. Hægt er að panta miða á tónleikana í safninu. Fyrr um daginn býður Gljúfrasteinn gesti velkomna í safnið í hljóðleiðsögn og ratleik fyrir alla fjölskylduna. Frítt verður inn í safnið frá kl. 9 til 15. Þá er hægt að ganga um ná- grennið, í fótspor Halldórs, en hægt er að fá gönguleiðakort á Gljúfrasteini. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI DIDDÚ OG JÓNAS „Fullkomið, öruggt og hljómfagurt“ var yfirskrift einnar gagnrýninnar sem birtist um söng Hamra- hlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, í tónleikaferð um Þýskaland fyrir skömmu. Kórinn var fulltrúi Íslands á alþjóðlegu kórahátíðinni Inter- nationale Chorbiennale í Aachen og var það í fyrsta sinn sem íslensk- um kór er boðið til hátíðarinnar. Kynnti kór- inn íslenska tónlist á hátíðinni. Alls komu þar fram ellefu kórar. Kórinn hélt einnig tónleika í Stiftskirche í Bonn og söng við messu í hinni frægu gotnesku dómkirkju í Altenberg en þeir voru hljóðritaðir af þýska ríkisútvarpinu. Umfjöllun um söng Hamrahlíðarkórsins hefur birst víða og er öll á eina lund; mikið lof fyrir framúrskarandi frammistöðu og ein- staka útgeislun söngvaranna. HAMRAHLÍÐARKÓR HRÓSAÐ „FULLKOMIÐ …“ Þorgerður Ingólfsdóttir Hin árlega djasshátíð „Jazz undir fjöllum“, verður haldin íSkógum undir Eyjafjöllum laugardaginn 6. júlí. Er það í tí-unda skipti sem hátíðin er haldin í fögru umhverfi fjallanna og er boðið upp á ferna tónleika að þessu sinni. Aðaltónleikar hátíðarinnar fara fram í félagsheimilinu Fossbúð og hefjast klukkan 21. Þá flytur Stórsveit Reykjavíkur dagskrá tileink- aða helstu stórsveitum swing-tímabilsins; Goodman, Ellington, Miller, Basie, Dorsey og fleirum. Sérstakur gestur verður stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson en stjórnandi verður Sigurður Flosason. Fyrr um daginn verður boðið upp á lifandi og fjölbreytilega dag- skrá í Skógakaffi, frá klukkan 14 til 17. Tenórarnir tveir; Stefán S. Stefánsson og Ólafur Jónsson, koma fram ásamt hrynsveit kl 14. Klukkan 15 tekur við Swing sextett Stebba Ó og kl. 16 er komið að Bebop Bræðralaginu. Er þá um óformlegt tónleikahald að ræða og áheyrendum frjálst að koma og fara að vild. Aðstandendur þessarar einstöku djasshátíðar eru Byggðasafnið í Skógum og Sigurður Flosason, en hann er listrænn stjórnandi hátíð- arinnar. Hún nýtur stuðnings Rangárþings eystra, Skógasafns, Hót- els Skóga, Hótels Eddu og Menningarsjóðs Suðurlands. Aðgangur er ókeypis í Skógakaffi, en aðgangseyrir er 2.000 kr. í Fossbúð. DJASSINN DUNAR UNDIR EYJAFJÖLLUM Björgvin með Stórsveitinni Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Sigurðar Flosasonar. Sveitin leikur verk helstu swing-meistara á tónleikum í Fossbúð á laugardagskvöld. Ljósmynd/Jón Svavarsson Björgvin Halldórsson heiðrar tónleikagesti með nærveru sinni á laug- ardagskvöld, er hann verður sérstakur gestur Stórsveitarinnar. Morgunblaðið/Eggert FERNIR TÓNLEIKAR VERÐA Á HÁTÍÐINNI „JAZZ UNDIR FJÖLLUM“ Í SKÓGUM Á LAUGARDAG. Menning E inkasýning Rósu Gísladóttur Come l‘acqua, come l‘oro... (Eins og vatn eins og gull …) í safninu í rústum hins forna Trajanusar- markaðar í Róm í fyrra vakti verðskuldaða athygli. Stórir skúlptúrar hennar sem stóðu úti blöstu við gestum sem fóru um fornminjagarð Keisaratorganna í Róm, auk þess sem aðrir voru auk ljós- mynda innan dyra í safninu. Á fimmtudaginn var opnuð sýning á verkunum í gjörólíku umhverfi, að þessu sinni í Hörpu, og kallar Rósa hana Tilfærsla. Róm / Reykjavík. Flest eru verkin á aðalhæð tónlistarhússins, í sýn- ingarrýmum sem snúa út að höfninni, auk þess að vera á veggjum og í skotum þar á hæðinni, við uppganginn úr bílakjallaranum, og þá er stórt hringlaga spegilverk á fimmtu hæð byggingarinnar. Í texta Ólafs Gíslasonar sýningarstjóra segir að í Róm hafi samtal milli samtímans og fortíðarinnar skipt miklu máli, og sjálf umgjörðin skipti ekki minna máli en verkin á sýningunni. „Samtalið snerist um sögu for- manna og hvernig inntak þeirra og merking hefur tekið breytingum á tvö þúsund árum,“ skrifar hann. Rósa vann flest verkanna sérstaklega fyrir sýninguna í Róm, út frá um 2000 ára göml- um hlutum í safninu. Ólafur segir að þegar sú hugmynd hafi síðan kviknað að setja verkin einnig upp á Íslandi, hafi það í raun kallað á „andhverfu þeirrar klassísku og sögulegu umgjörðar sem Trajanusar- markaðirnir höfðu myndað. Sambærileg um- gjörð er ekki til staðar á Íslandi. Þess vegna leituðum við að þveröfugu mótvægi við verk Rósu í þeim tilgangi að halda áfram samtal- inu um sögu og inntak formanna, en í þetta skipti út frá öfugum forsendum. Við gátum ekki hugsað okkur betri vettvang til þessa en einmitt hin glæstu salarkynni tónlistar- og menningarmiðstöðvarinnar Hörpu, sem í formum sínum og rýmismótun er jafn fjar- læg hinni klassísku hefð og hugsast getur.“ Rósa hélt sýningu í Rómarborg árið 2009 og á hana kom kona sem starfar í safninu í markaði Trajanusar. „Henni þóttu verkin mín passa vel í safnið en þau setja reglulega upp sýningar með skúlptúrum erlendra lista- manna,“ segir Rósa. Henni var í kjölfarið boðið að gera tillögu að sýningu í safnið. „Fyrst var ég bara að vinna með þau form sem ég hafði áður verið með og lék mér að því að koma þeim fyrir. En svo fór ég að vinna meira með staðsetninguna og að skoða safngripina, gamlar lágmyndir, gólf og ýmsa hluti. Á endanum fór ég að vinna verk úr plastefni, jesmóníti, út frá hlutum frá fyrstu öld eftir Krist. Þrátt fyrir að okkur finnist 2000 ár langur tími þá eru þessi form enn í höndunum á okkur í ýmsum myndum. Mér fannst áhuga- vert að gera þau svolítið nútímalegri – og stækka þau upp.“ Og það er ekki ofsagt; þetta eru gríð- arstórir skúlptúrar sem komið hefur verið fyrir í salarkynnum Hörpu. „Það þótti ákjósanlegt að verkin hefðu mikið rúmmál og væru stór. Starfsfólk safns- ins sagði mér að verk undir metra á hæð myndu ekki sjást,“ segir Rósa. Og hún bætir við að það hafi verið afar spennandi áskorun að sýna á þessum forn- fræga stað, sem er á heimsminjaskránni. „Ég fékk eiginlega áfall fyrst þegar ég sá hvað þetta var allt gríðarstórt og opið,“ segir hún og brosir. „En ég vildi líka sýna þau hér heima, ég vann þau líka hérna. Ég fékk vana leikmyndasmiði í lið með mér og við töldum fyrst að þetta yrði gert á stuttum tíma, með léttum leik. En það var tímafrekara en það. Þeir þurftu að búa til sérstakan rennibekk og renndu kjarnann úr stórum frauðplasts- klumpum. Ég þakti þá síðan með jesmeníti. Fyrst hafði ég gert lítil módel af skúlptúr- unum.“ Það tók Rósu tíma að finna út hvar gæti hentað að sýna verkin hér á landi. Svarið kom einn daginn þar sem hún ók hjá Hörpu. „Á sínum tíma var Trajanus-markaðurinn samkomustaður fólksins, rétt eins og Harpa er í dag,“ segir hún og fyrsta stóra skúlptúr- sýningin í Hörpu er orðin að veruleika. SKÚLPTÚRAR RÓSU GÍSLADÓTTUR SÝNDIR Í HÖRPU Samtal samtíma og fortíðar og um sögu formanna „ÞRÁTT FYRIR AÐ OKKUR FINNIST 2000 ÁR LANGUR TÍMI ÞÁ ERU ÞESSI FORM ENN Í HÖNDUNUM Á OKKUR Í ÝMSUM MYNDUM,“ SEGIR RÓSA GÍSLADÓTTIR UM KVEIKJURNAR AÐ SKÚLPTÚRUM SEM HÚN SÝNDI Í RÓM. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ampulla, þriggja metra hátt verk Rósu, glóir í skoti einu á fyrstu hæð Hörpu. Það var unnið út frá litlu keri fyrir ilmolíur sem er í safni í Napólí.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.