Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 BÓK VIKUNNAR Ekki gleyma Börnunum í Dimmuvík eftir Jón Atla Jónasson. Stutt bók en afar innihaldsrík og meðal þess besta á markaðnum nú um stundir. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Í sjónvarpsþætti sem ég sá á dögunumþar sem Stephen Fry fjallaði umskáldskap sagði hann að bækur hins stórskemmtilega enska höfundar P.G. Wodehouse nytu mestra vinsælda með- al fanga og sjúklinga. Fry taldi með réttu að þetta væru mikil meðmæli með hinum frábæra gamansagnahöfundi. Bækur hans létta lund þeirra sem þær lesa og því er ekki skrýtið að fólk sem er inni- lokað í fangaklefa eða bundið við sjúkra- rúm skuli sækja í bækur sem veita því gleði. Sjálfur sagðist Fry, sem glímir við þunglyndi, lesa Wodehouse til að létta skap sitt. Greinilegt var að hann hefur miklar mætur á þessum landa sínum. Við skulum sannarlega ekki vanmeta léttleika heldur lofa þá rithöfunda sem koma okkur til að brosa og hlæja. Wodehouse er þeirrar gerðar. Ég hef fyrir venju að lesa nokkrar bæk- ur hans á hverju ári og gleðjast. Ég les líka reglulega Góða dátann Svejk og mæli með honum við alla. Sú bók er tímalaus snilld, eins og stór hópur Íslendinga veit svo mætavel. Fáar erlendar bækur hafa verið jafn ást- sælar hér á landi og bókin um góða dát- ann. Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf var bók sem sló í gegn hér á landi fyrir örfáum árum, sann- arlega mikil gleðisprengja. Ég hitti reyndar fólk sem sagði að hún væri ekki mikið bókmenntaverk. Mér fannst það fólk vera að þusa. Stundum eigum við bara að njóta án þess að skilgreina um of. Skáldsögunni Maður sem heitir Ove, sem nú er nýkomin út, hefur verið líkt við Gamlingjann. Bækurnar eru reyndar af- ar ólíkar því fæstir hafa örugglega tárast þegar þeir lásu Gamlingjann en Ove framkallar þó nokkur tár. En það er samt áberandi léttleiki í Maður sem heitir Ove og það er eiginlega ómögulegt annað en að skella upp úr nokkrum sinnum við lesturinn. Höfundurinn kann nefnilega að vera fyndinn. Við skulum lofa léttleikann og skáld- verkin sem koma okkur til að brosa og gleðjast. Þau eru mikilvæg og þau eru góð. Þeir sem halda annað eru á miklum villigötum. Við getum óhikað sagt: Lengi lifi léttleikinn! Orðanna hljóðan LENGI LIFI LÉTTLEIKINN! Góði dátinn Svejk er ógleymanlegur. Maður sem heitir Ove. Æ rlegi lærlingurinn, skáld- saga eftir Indverjann Vi- kas Swarup, er nýkomin út í íslenskri þýðingu, en Swarup er, eins og kunn- ugt er, höfundur bókarinnar Viltu vinna milljarð? Swarup hefur verið í utanríkisþjónustunni í 27 ár, nú síðast bjó hann í Japan en er að flytja heim til Indlands. Flutningarnir taka tíma og hann er í fríi frá skriftum en er með hugmynd að næstu bók. Swarup segir að starfið í utanríkisþjónustunni hafi alltaf verið aðalvinna sín og að hann skrifi í frítíma sín- um. „Þess vegna segist ég alltaf vera sendi- ráðsstarfsmaður sem skrifar bækur.“ Aðalpersónan í Ærlega lærlingnum er hin unga Sapna Sinha sem fær tilboð um að verða stjórnarformaður stórfyrirtækis. Í stað- inn þarf hún að leysa sjö þrautir. Sapna er sérlega viðkunnanleg stúlka með sterka réttlætiskennd og Swarup er spurður hvort hún eigi sér fyrirmynd. „Indverskar konur urðu mér innblástur,“ segir hann. „Sapna gæti verið hvaða unga kona sem er sem fer til vinnu sinnar á hverjum degi, sér um fjölskyldu sína og lætur sig dreyma um betra líf. Hún er manneskja sem berst gegn óréttlæti, finnur til með þeim fátæku og und- irokuðu og sýnir hugrekki í andstreymi.“ Hvernig kom hugmyndin að söguþræðinum til þín? „Mér fannst áhugavert að skrifa þroska- sögu stúlku sem þarf að leysa þrautir til að verða stjórnarformaður stórfyrirtækis. Sapna er venjuleg stúlka sem fær óvenjulegt tilboð. Það mætti jafnvel hugsa sér söguna sem 21. aldar tilbrigði við söguna um Öskubusku, en nú fær Öskubuska ekki prinsinn heldur stjórnarformennsku hjá stórfyrirtæki. Það segir sitthvað um efnishyggju okkar tíma að litið er á auðsöfnun sem eftirsótt takmark. Þegar allt kemur til alls fjallar saga mín um það að finna sjálfan sig.“ Ertu hrifinn af ævintýrum? „Sem krakki heyrði ég mikið af ævintýrum: Pétur Pan, Rauðhetta, Öskubuska, Mjallhvít, Litla hafmeyjan … Ég kunni þau öll utan að. Þegar ég eltist hneigðist ég meir til að lesa spennusögur og sakamálasögur. Ætli það sé ekki þess vegna sem mér finnst mikilvægt að bækur mínar séu læsilegar og fái lesandann til að halda áfram að fletta.“ Barnaþrælkun, þvinguð hjónabönd og of- beldi koma við sögu í þessari bók. Líturðu svo á að það sé skylda þín sem rithöfundur að beina sjónum að skelfilegum hlutum sem ger- ast á Indlandi og annars staðar í veröldinni? „Ég skrifa fyrst og fremst til að skemmta lesandanum með sögu sem heldur athygli hans. Ég lít ekki á mig sem þjóðfélags- gagnrýnanda og er ekki að predika í bókum mínum. En um leið vil ég að bækur mínar búi yfir dýpt og í þeim komi fram sterk þjóð- félagsvitund. Þannig að ég legg áherslu á ákveðin málefni og dreg upp mynd af Ind- landi nútímans. Þess vegna kýs ég að kalla bækur mínar félagslegar spennusögur.“ Skáldsaga þín Viltu vinna milljarð? gerði þig frægan og varð að Óskarsverðlaunamynd. Kom velgengnin þér á óvart? „Þegar ég skrifaði bókina lét ég ekki hvarfla að mér að hún yrði lesin um allan heim en hún hefur verið þýdd á 44 tungumál og varð Óskarsverðlaunamynd. Mér fannst bókin mjög indversk og hélt að einungis ind- verskir lesendur myndu skilja hana. En ég held að hún hafi fallið lesendum um allan heim í geð vegna þess að efnið og tilfinning- arnar sem hún lýsir er alþjóðlegt og skila- boðin eru einföld – að maður sé sinnar eigin gæfu smiður, að lítilmagninn geti staðið uppi sem sigurvegari þótt allt hafi virst vera hon- um í óhag.“ VIKAS SWARUP SEGIR AÐ INDVERSKAR KONUR HAFI ORÐIÐ SÉR INNBLÁSTUR Tilbrigði við Öskubusku „Ég legg áherslu á ákveðin málefni og dreg upp mynd af Indlandi nútímans. Þess vegna kýs ég að kalla bækur mínar félagslegar spennusögur,“ segir indverski rithöfundurinn Vikas Swarup. VIKAS SWARUP SEGIST SKRIFA FÉLAGSLEGAR SPENNUSÖGUR. HANN ER HÖFUNDUR VILTU VINNA MILLJARÐ? EN NÝ SKÁLDSAGA EFTIR HANN ER KOMIN ÚT Á ÍSLENSKU. Sú bók sem hefur haft hvað mest áhrif á mig í seinni tíð er Hreinsun eftir Sofie Oksanen. Ég var algjörlega gáttaður eftir lestur þeirrar bókar og eiginlega eftir mig. Við lesturinn rann það upp fyrir mér hvað við Íslendingar eigum erfitt með að skilja þá þjáningu sem fylgir stríði og miskunnarleysinu sem getur einkennt samskipti nágranna. Sagan útskýrði fyrir mér hvers vegna Evrópubúar reyna að þjappa sér saman í friðarbandalagi en að sama skapi hvers vegna við Íslendingar skiljum ekki þá þörf. Sterk saga hjá þessari flottu finnsku skáldkonu. Af íslenskum höfundum og bókum verð ég að nefna Rökkurbýsnir eftir Sjón. Ég hef oft átt erfitt með absúrd skáldskap en þarna tekst Sjón að vefa ótrúlegan vef og draga mann fram og til baka í hon- um. Þetta er að mínu mati einhver merkilegasta skáldsaga síðari tíma á Íslandi. Þá hef ég hrifist af bókum Hallgríms Helgasonar. Höf- undur Íslands og Þetta er allt að koma eru enn í miklu uppá- haldi. Stíllinn er eitthvað svo óhaminn og skemmtilegur en á sama tíma er hann svo gagnrýninn á mannlegt eðli að það jaðrar við mann- fyrirlitningu. En skáldið nær um leið að segja manni eitthvað sem skiptir máli. Þriðji íslenski höfundurinn sem ég vil nefna er Auður Ava Ólafsdóttir. Ég fæ gæsahúð og tísti af hlátri með tárin í aug- unum yfir sögunum hennar. Rigning í nóvember var ekki síðri en Afleggjarinn. Frábær höfundur. Af krimmahöfundum er ég algjör aðdáandi Jo Nesbø. Algjörlega brilljant höfundur og ég verð aldrei glaðari en þegar ég á ólesinn Nesbø á náttborðinu. Í UPPÁHALDI FELIX BERGSSON LEIKARI Felix er aldrei glaðari en þegar hann á ólesinn Nesbø á náttborðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Auður Ava Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.