Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Side 57
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
L.E.Y.N.D. er erótísk skáldsaga
sem vakti talsverða athygli við
útkomu og hefur komið út víða
um lönd. Höfundurinn er kan-
adískur og skrifar undir dul-
nefninu L. Marie Adeline.
Tilvera Cassie Robichaud er
ekki sérlega spennandi. En einn
daginn finnur hún minnisbók
sem hefur verið skilin eftir á
kaffihúsinu þar sem hún vinnur.
Hún gluggar í bókina og þar er
sannarlega margt æsandi og
spennandi að finna. Mikið fjör
færist síðan í líf Cassie þegar
hún kemst í samband við
L.E.Y.N.D, leynisamtök sem
aðstoða konur við að gera
erótískar fantasíur að raun-
veruleika. Þið vitið hverju þið
eigið von á í þessari bók!
Kanadísk
erótík
Glæpasagnahátíð verður haldin í Reykjavík í
lok nóvember. Allnokkrir erlendir rithöfundar
hafa boðað komu sína, þar á meðal Ann
Cleeves sem þekkt er fyrir bækur sínar um
Veru Stanhope sem hafa orðið að sjónvarps-
myndum. Handhafi Glerlykilsins í ár, Jørn Lier
Horst, mætir einnig og sömuleiðis John
Curran, Michael Ridpath og Susan
Moody. Íslenskir glæpasagnahöfundar verða
svo einnig á ráðstefnunni og þar má nefna
Árna Þórarinsson, Stefán Mána, Helga
Ingólfsson, Óttar Norðfjörð, Sigurjón
Pálsson, Viktor Arnar Ingólfsson og Æv-
ar Örn Jósepsson.
Glæpasagnahöfundarnir Quentin Bates,
Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir
áttu hugmyndina að ráðstefnunni og koma vit-
anlega fram á henni. Ráðstefnan verður haldin
í Norræna húsinu, aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir, en þeir sem hafa áhuga á að mæta
og fylgjast með umræðum eru beðnir að skrá
sig. Það má gera á heimasíðu hátíðarinnar, ice-
landnoir.com.
Yrsa Sigurðadóttir er einn af hugmynda-
smiðum glæpasagnahátíðarinnar.
Morgunblaðið/Ernir
ERLENDIR GESTIR Á
GLÆPASAGNAHÁTÍÐ
Ritþing Gerðubergs hafa verið haldin
frá árinu 1999 og eiga nú fastan sess í
menningarlífi borgarinnar. Á þing-
unum er leitast við að veita persónu-
lega innsýn í líf og feril íslenskra rit-
höfunda. Stjórnandi ritþingsins fær til
liðs við sig tvo spyrla og saman spyrja
þeir höfundinn spjörunum úr. Dag-
skráin er brotin upp með upplestri
og tónlistaratriðum
Þingin hafa notið þó nokkurra vin-
sælda og mæting hefur verið góð.
Ákveðið hefur verið að næsta ritþing
verði laugardaginn 12. október og að
þessu sinni verður fjallað um Krist-
ínu Steinsdóttur og verk hennar,
en Kristín hefur um árabil verið afar vinsæll rithöfundur og skáldsaga hennar Ljósa sló til
dæmis rækilega í gegn fyrir örfáum árum, bæði meðal gagnrýnenda og almennra lesenda.
Stjórnandi ritþingsins verður Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og spyrlar með honum
þær Katrín Jakobsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir.
Í tengslum við ritþingið verður haldið bókmenntanámskeið í Gerðubergi mánudagskvöldið
30. september. Þar mun Maríanna Clara Lúthersdóttir fjalla um bókina Ljósu og Kristín
mun svo líta inn og svara fyrirspurnum þátttakenda. Þar verður örugglega af nógu að taka.
Aðdáendur Kristínar geta nú tekið daginn frá.
RITÞING UM KRISTÍNU STEINSDÓTTUR
Ritþing um rithöfundinn Kristínu Steinsdóttur og verk
hennar verður haldið í haust í Gerðubergi.
Popol Vúh (Bók fólksins),
trúarrit Kítse-indíána af kyn-
stofni Maya, er merkileg og
skemmtileg bók sem Guð-
bergur Bergsson hefur þýtt og
Vigdís Finnbogadóttir skrifar
formála að. Verkið er gefið út í
kilju og skemmtilegar mynd-
skreytingar eru úr handritum
Maya. Hér er sköpunarsagan
rakin og er nokkuð ólík því
sem við þekkjum. Bókin er góð
tilbreyting frá spennusögunum
sem streyma á markað.
Merkilegt
trúarrit
Kítse-indíána
Skáldsögur,
trúarrit
og erótík
NÝJAR BÆKUR
ALLTAF BÆTIST VIÐ ERÓTÍKINA OG UNN-
ENDUR SLÍKRA BÓKMENNTA GETA SETT UPP
SÓLSKINSBROS. EF ÞIÐ VILJIÐ GLEÐJA ÚTLEND-
INGA GEFIÐ ÞÁ ÍSLENSKAR DRAUGASÖGUR OG
BÓK UM FORNSÖGURNAR. JAPÖNSK SKÁLD-
SAGA ER NÝKOMIN ÚT OG TRÚARRIT KÍTSE-
INDÍÁNA SEM GUÐBERGUR BERGSSON ÞÝÐIR.
Japanskir bóksalar völdu Ráðskon-
una og prófessorinn bestu bók árs-
ins árið 2004. Bókin fjallar um sam-
band stærðfræðiprófessors við
ráðskonu sína og tíu ára son henn-
ar. Prófessorinn hefur einungis átta-
tíu mínútna skammtímaminni sem
flækir samskiptin óneitanlega. Hann
leggur ýmsar þrautir fyrir mæðg-
inin. Stærðfræði kemur mjög við
sögu í vandaðri skáldsögu.
Skáldskapur
og stærðfræði
Bókaforlagið Veröld hefur sent frá sér tvær bækur á
ensku. Önnur er Icelandic Literature of the Vik-
ings eftir Ármann Jakobsson en þar fjallar hann
um Íslendingasögurnar, eddukvæðin og ýmis önnur
ritverk miðalda. Hin bókin er Icelandic Ghost
Stories en þar er að finna þekktustu og áhrifaríkustu
draugasögurnar úr íslenskum þjóðsagnasöfnum.
Tvær bækur sem útlendingar ættu að eignast.
Fornsögur og
draugasögur
* „Barn er sú skoðun Guðs aðlífið eigi að halda áfram.“Carl Sandburg BÓKSALA 16. - 29. JÚNÍ
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar
1 Maður sem heitir OveFredrik Backman
2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson
3 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon
4 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran
5 Hún er horfinGillian Flynn
6 PartíréttirRósa Guðbjarts
7 Áður en ég sofnaS.j.Watson
8 Grillað með Jóa FelJóhannes Felixson
9 Iceland Small World-large ed.Sigurgeir Sigurjónsson
10 25 gönguleiðir um SnæfellsnesReynir Ingibjartsson
Kiljur
1 Maður sem heitir OveFredrik Backman
2 Hún er horfinGillian Flynn
3 Áður en ég sofnaS.j.Watson
4 25 gönguleiðir um SnæfellsnesReynir Ingibjartsson
5 ElskhuginnKarl Fransson
6 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson
7 Rósablaðaströndin - kiljaDorothy Koomson
8 StúdíóiðPekka Hiltunen
9 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir
10 DauðaengillinnSara Blædel
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Græddur er geymdur eyrir.