Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Page 59
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Það sem sest á sort eða slag. (11)
6. Lipur hverfi til manns sem stjórnar æfingum. (8)
10. Þrjú dönsk komi sorgmædd að hesti. (8)
11. Persóna fær arf áa og lendir í andlegum vandræðum. (11)
14. Heilsaði líkt og að auli sért og bilaður. (10)
15. Anna er alltaf eins, mjög upptekin. (7)
16. Frek fer úr afburðaleik og öskraði. (7)
18. Kló sem er ekki skipuð lendir á salerni. (7)
19. Bátur finnur sína leið að sögn sunnlenskra enda sér-
útbúinn bátur. (9)
21. Sagt er að af list fáist eitthvað. (6)
23. Algeng handjárn úr snæri? (9)
24. Formóðir í framtíðinni sá búð í langtímaleigu. (8)
27. Hópur sem hefur fóstur. (5)
30. Kirkjufaðirinn með dómsvald fann fuglinn. (9)
31. Belti er furðanlega gert og fýlulega. (11)
32. Kona sem er aðeins gift að morgni er eins og blóm. (9)
33. Kýs ferðalag frekar en farsæld. (7)
34. Stórtækar í leigu og alvörugefnar. (12)
35. Hreinsaði einn krakkinn útliminn? (12)
LÓÐRÉTT
2. Ávöxtur sem verður sér til skammar í útför? (9)
3. Fastur í klaustri og tímaviss. (12)
4. Frú var á hreyfingu og sefaði. (7)
5. Kyssi pilt í rugli á bát. (9)
7. Tate fær gráðu lögfræðings auk drykkjar. (7)
8. Tau kasóléttrar birtir ljósfyrirbæri. (7)
9. Tjá hrifningu á Óla á dönskuskotinni íslensku og með
blómi. (8)
12. Fjarstæðukennt að sé nálægt. (5,1,3)
13. Kunnátta með bor svona útbreitt. (7)
17. Laugar gefa okkur einhvers konar set. (6)
20. Handfesta innivið hefur merkingu. (8)
22. Kliður stelur frá þeim að sunnan. (8)
23. Samræmir sorg en róar líka rugl. (10)
24. Stúlkan kennd við ríki sem hafa mörkin. (10)
25. Ummælin hjá íþróttafélagi segir að það sé seint. (9)
26. Rit fyrir Suður-Ameríkubúa um fugl. (8)
28. Höfuðfat fiti ásamt nautgripi. (7)
29. Tá Auðar hrærir í svifdýrum. (7)
Úrslit tveggja stórmóta, í Staf-
angri annarsvegar og á minning-
armótinu um Mikhael Tal í
Moskvu hinsvegar, benda í þá
átt að í heimsmeistaraeinvígi
Anands og Magnúsar Carlsen,
sem hefst 6. nóvember nk. í
heimaborg Anands Chennai á
Indlandi, liggi helsta von An-
ands um titilvörn í þeirri stað-
reynd að hann teflir á heima-
velli. Að FIDE skuli einhliða og
án samráðs við áskorandann hafi
ákveðið þennan keppnisstað hef-
ur verið gagnrýnt en Anand hef-
ur sér til málsbóta að hann tefldi
heimsmeistaraeinvígi sitt við
Venselin Topalov vorið 2010 á
heimavelli Búlgarans.
Á mótinu Stafangri sem lauk
upp úr miðjum maímánuði varð
Magnús í 2.-3. sæti með 5½ vinn-
ing, ½ vinningi á eftir sigurveg-
aranum Sergei Karjakin. Anand
hlaut 5 vinninga og varð í 4.-6.
sæti en á minningarmótinu um
Tal sem lauk í Moskvu á dög-
unum fékk Magnús sömu nið-
urstöðu, varð í 2.-4. sæti með
5½ vinning. Flestum á óvart
sigraði hinn 45 ára gamli Ísr-
aelsmaður Boris Gelfand, en
heimsmeistarinn tók mikla
dýfu, fékk 3½ vinning úr 9
skákum og varð í 8.-9. sæti af
tíu keppendum. Þau skipti í
skáksögunni er heimsmeistari
hefur fengið undir 50% vinn-
ingshlutfall á skákmóti eru
teljandi á fingrum annarrar
handar. Anand lét uppskátt
eftir Tal-mótið að hann myndi
næstu mánuðina einbeita sér
að undirbúningi fyrir einvígið í
nóvember. Hann hefur alltaf
komið vel undirbúinn fyrir þau
einvígi sem hann hefur háð og
ekki vanmeta þann þátt sem
snýr að aðstæðum. Við komu til
Indlands í fyrsta skipti
steypist yfir margan ferðalang-
inn mikið „kúltúrsjokk“. Þeir
munu tefla 12 skákir. Verði
jafnt er gripið til skáka með
styttri umhugsunartíma.
Á minningarmótinu um Tal
töpuðu þeir báðir fyrir Ítal-
anum Fabiano Caruana og
höfðu báðir hvítt! Innbyrðis við-
urreign þeirra fór fram í
fimmtu umferð:
Magnús Carlsen – Wisvanat-
han Anand
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. e3 0-0 5. Rge2
Þetta afbrigði sem kennt er
við Pólverjann Rubinstein hefur
að markmiði að koma í veg fyrir
veikleika eftir línunni og minnir
fremur á vinsæl afbrigði drottn-
ingarbragðs.
5. … d5 6. a3 Be7 7. cxd5
Rxd5 8. Bd2 Rd7 9. g3 b6 10.
Rxd5 exd5 11. Bg2 Bb7 12.
Bb4!? Rf6
Bæði hér og síðar gat svartur
tekið á sig „hangandi peðin“ með
leikvinningi, 12. … c5 13. dxc5
bxc5 14. Bc3. Þetta var senni-
lega besti kostur svarts og ein-
kennilegt að Anand skyldi ekki
hafa valið hann. Lakara er hins-
vegar 12. … Bxb4 13. axb4 með
þrýstingi á drottningarvæng.
13. 0-0 He8 14. Hc1 c6 15.
Bxe7 Hxe7 16. He1 Dd6 17. Rf4
Bc8?
Þessi liðsskipan biskups og
hróks tekur alltof langan tíma.
Sennilega hefur Anandn ekki séð
fyrir eða vanmetið 19. leik hvíts.
18. Da4 Hc7 19. f3! Be6 20. e4
dxe4
Anand veit ekki sitt rjúkandi
ráð, 20. ... c5 með hugmyndinni
21. e5 Dd7 var reynandi en dug-
ar þó skammt, eftir 21. dxc5
Hxc5 22. Hcd1! o.s.frv. er svart-
ur í miklum vandræðum.
21. fxe4 Dd7 22. d5! cxd5 23.
Dxd7 Hxd7 24. Rxe6 fxe6
25. Bh3!
Vinnur. Svarta staðan hrynur
eftir þennan öfluga bisk-
upsleik.
25. … Kh8 26. e5 Rg8 27.
Bxe6 Hdd8 28. Hc7 d4 29. Bd7!
– og Anand lagði niður vopn-
in. Framhaldið gæti orðið 29.
… Re7 30. Hd1 Rg6 31. e6 Re5
32. Kg2 og vinnur létt.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Bjargar heimavöllurinn Anand?
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseð-
ilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegis-
móum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 6. júlí rennur út
miðvikudaginn 10. júlí.
Vinningshafi krossgátunnar
29. júní sl. er Sigríður Frið-
þjófsdóttir, Sóleyjarima 5,
112 Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Flekk-
uð eftir Ceciliu Samartin. JPV gefur út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang