Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gestum á 16. unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í
Hornafirði fjölgaði mjög í gær, en þá hófst
keppni á mótinu. Mótshaldarar áætla að um átta
þúsund gestir hafi verið búnir að koma sér fyrir
á tjaldstæðinu í bænum í gær.
Góð stemning er á mótinu og virðast allir
skemmta sér hið besta í íþróttakeppni og ann-
arri afþreyingu. Formleg mótssetning var á
Sindravelli klukkan 20 í gærkvöld.
Ljósmynd/Inga Birna Albertsdóttir
Þúsundir sækja unglingalandsmótið á Höfn
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Um miðjan mánuðinn verða teknar í
notkun 166 nýjar íbúðir fyrir stúd-
enta. Íbúðirnar eru í tveimur fjög-
urra hæða húsum neðan við Odda-
götu í Reykjavík.
María Rut Kristinsdóttir, formað-
ur Stúdentaráðs Háskóla Íslands
(SHÍ), fagnar því að íbúðirnar séu
teknar í notkun, en segir að biðlistar
eftir íbúðum styttist sennilega lítið
sem ekkert við þetta.
„Biðlistinn hættir aldrei, hann
lengist alltaf,“ sagði María Rut. „Það
virðist ekki sjá fyrir endann á hon-
um, það hrúgast alltaf inn umsókn-
ir.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fé-
lagsstofnun stúdenta (FS), sem á og
rekur stúdentagarðana, eru um
1.100 stúdentar að bíða eftir íbúðum.
María Rut segir að í gær hafi hús-
gögn verið borin inn í nýju íbúðirnar,
sem verða með nokkuð öðru sniði en
eldri stúdentaíbúðir FS.
Eldhúsið á ganginum
„Þarna fá stúdentar fullbúið her-
bergi með rúmi og skrifborði og öllu.
Á ganginum er svo mjög stórt fullbú-
ið eldhús með fjórum ísskápum,
hnífapörum og öllu saman. Svo er
þarna setustofa með sófum og borð-
stofuborði. Hver gangur deilir eld-
húsi, og það eru þrír gangar á hverri
hæð. Eldhúsin snúa öll inn í húsa-
garð, þannig að þú sérð hvað er um
að vera í hinum eldhúsunum.“
Þá verður mögulega grill í garð-
inum, auk þess sem hægt verður að
fara upp á þak hússins.
Maríu Rut grunar að fleiri stúd-
entar séu í húsnæðisvanda en þessi
langi biðlisti gefi til kynna. „Það get-
ur verið að fólk standi ekki í því að
sækja um. Ég veit sjálf um fólk sem
er hikandi, þetta er rosalega mikil
óvissa. Já, ég held að hann gæti verið
lengri,“ sagði María Rut.
Heimilt að framleigja
Hún segir að stúdentum sé heimilt
að framleigja íbúðir sínar öðrum
nemendum við Háskóla Íslands við
ákveðnar aðstæður. „Það er þegar
fólk fer í skiptinám og vill ekki missa
íbúðina sína. Frumleigjandinn þarf
þá sjálfur að finna leigjanda, sem
dvelur þá í íbúðinni á ábyrgð upp-
runalegs leigjanda. Síðan þarf að
koma með staðfestingu á að viðkom-
andi sé að fara í skiptinám.“
Sér ekki högg á vatni á biðlista
166 stúdentaíbúðir verða teknar í notkun um miðjan mánuðinn 1.100 stúdentar eru á biðlista eftir
íbúðum hjá FS Biðlistarnir lengjast ár eftir ár Nýju íbúðirnar frábrugðnar þeim sem fyrir eru
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stúdentagarðar Nýir stúdentagarðar verða teknir í notkun um miðjan mán-
uðinn. 166 íbúðir eru í tveimur húsum við Oddagötu. Fleiri munu senn rísa.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Skaflinn í Gunnlaugsskarði, vestan í
Kistufelli í Esjunni, mun að öllum
líkindum hverfa í haust, að mati Páls
Bergþórssonar, fyrrverandi veð-
urstofustjóra. „Maður er í miklum
vafa á þessum tíma, því það ræðst
ekki fyrr en sumarið er liðið og kom-
ið fram í september, en mér sýnist
að hann muni hverfa núna,“ segir
Páll. „Hann hefur minnkað mikið
undanfarið og er að minnka enn í
hlýja veðrinu,“ segir Páll sem þykir
því líklegra að skaflinn muni hverfa í
haust. Hann bætir við að júlí í ár hafi
verið svipaður og gerðist á árunum
1931-1960 sem var mesta hlýinda-
tímabil sem þá hafði þekkst. Þá hafi
veturinn verið mildur og skaflinn því
minni til þess að byrja með.
Þess má geta að hverfi skaflinn nú
verður það annað árið í röð sem það
gerist, og í tólfta sinn á síðustu 13
árum. Fyrir þann tíma hafði skaflinn
síðast horfið 1998, þá í fyrsta sinn
frá árinu 1964.
Skaflinn mun líklega hverfa
Lifði af sumarið
2011 en hvarf svo
aftur í fyrrasumar
Morgunblaðið/Kristinn
Esjan snjólaus Frá aldamótum hefur skaflinn í Gunnlaugsskarði horfið
nærri því öll sumur. Líklegt má telja að svipað verði uppi á teningnum í ár.
Mikið annríki er að venju hjá flug-
félögum landsins um verslunar-
mannahelgina.
Þannig munu um 3500 farþegar
fljúga með Flugfélagi Íslands inn-
anlands um helgina. Flestir fljúga
á föstudag og á mánudag, en frí-
dagur verslunarmanna er yfirleitt
einn stærsti dagur ársins í innan-
landsflugi Flugfélagsins.
Akureyri er vinsælasti áfanga-
staðurinn en einnig lögðu mjög
margir leið sína á Mýrarboltann á
Ísafirði og til Egilsstaða. Flug-
félagið flýgur einnig til og frá
Vestmannaeyjum um helgina en
félagið er ekki með áætlunarflug
þangað.
Flugfélagið Ernir hafði einnig í
nógu að snúast í gær. Áætlað var
að fara 12 ferðir til Vest-
mannaeyja frá Reykjavík með
rúmlega 200 farþega sem ætla að
skemmta sér á Þjóðhátíð í Eyjum.
Á mánudag áætlar Ernir að
fljúga 17 ferðir frá Eyjum með um
350 farþega.
Þúsundir fara fljúg-
andi á útihátíðar
helgarinnar
Sjaldan er jafnmikið að gera í Vín-
búðum ÁTVR og í vikunni fyrir
verslunarmannahelgi. Samkvæmt
frétt á vefsíðu ÁTVR voru viðskipta-
vinir Vínbúðanna 125 þúsund talsins
í þessari viku í fyrra en þá seldust
um 713 þúsund lítrar af áfengi. Til
samanburðar má nefna að 95 þúsund
viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar
vikuna 16. – 21. júlí en þá seldust 430
þúsund lítrar af áfengi. Á föstudeg-
inum fyrir verslunarmannahelgina í
fyrra seldust í heildina 225 þúsund
lítrar af áfengi.
„Reynslan sýnir að flestir við-
skiptavinir koma í Vínbúðina föstu-
daginn fyrir verslunarmannahelgi
sem er jafnan einn annasamasti dag-
ur ársins. Flestir viðskiptavinir
koma á milli kl. 16 og 18 eða allt að
7.000 viðskiptavinir á klukkustund,“
segir á vefsíðu ÁTVR.
Að sögn Sunnevu Ólafsdóttur,
verslunarstjóra Vínbúðarinnar í
Skeifunni, var mikið að gera þar í
gær. Jafnframt kemur fram á vef-
síðu ÁTVR að flest bendi til þess að
fjöldi viðskiptavina fyrir verslunar-
mannahelgina í ár verði svipaður og í
fyrra. Þá eru þeir viðskiptavinir sem
vilja forðast langar biðraðir hvattir
til að skipuleggja innkaupin vel og
mæta tímanlega í verslanirnar. Vín-
búðirnar verða opnar samkvæmt
venju um verslunarmannahelgina.
Þannig verður opið í búðunum í dag
en lokað bæði á morgun og á mánu-
daginn.
Mikið að gera í
Vínbúðunum