Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 9
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Færeyingar munu bregðast við
fyrirhugðum refsiaðgerðum
Evrópusambandsins vegna aukins
síldarkvóta Færeyja með því að leita
markaða fyrir makríl og síld utan
sambandsins.
Þetta segir
Jacob Vester-
gaard, sjávar-
útvegsráðherra
Færeyja, sem
lýsir vonbrigðum
með það skref
fiskveiðinefndar
ESB að gefa já-
kvæða umsögn
fyrir því að fram-
kvæmdastjórn
ESB haldi áfram
að undirbúa refsiaðgerðir gegn
Færeyjum vegna aukins síldar-
kvóta. Segir á vef nefndarinnar að
aðgerða sé að vænta í þessum mán-
uði og að þar sé m.a. horft til lönd-
unarbanns innan ESB. Færeysk
stjórnvöld hafi hunsað aðvaranir
ESB í maí og því eigi sambandið
enga aðra kosti í stöðunni.
Vonuðust eftir samningum
Vestergaard lítur málið öðrum
augum. „Við bundum vonir við að
Evrópusambandið færi samninga-
leiðina og leitaði sameiginlegra
lausna. Þess í stað hefur sambandið
valið þvinganir. Ég tel að þær hjálpi
ekki til. Við getum hins vegar selt
makríl og síld til annarra heims-
svæða og getum haldið áfram veið-
um á þessum tegundum og flutt út
afurðir til Asíu, Afríku og Rúss-
lands,“ segir Vestergaard sem telur
næga eftirspurn eftir síldar- og mak-
rílafurðum Færeyja utan ESB.
„Ég tel að það sé næg eftirspurn í
þessum heimshlutum. Við gætum þó
gengið í gegnum tímabundna erfið-
leika, enda gæti verðið lækkað til að
byrja með,“ segir Vestergaard um
tímabundin áhrif refsiaðgerða ESB.
„Mörg landanna sem kaupa vörur
af okkur hafa ekki áhuga á refsi-
aðgerðum gegn okkur. Þau munu
halda áfram að kaupa vörur okkar.“
Spurður um aðdraganda hinna
fyrirhuguðu refsiaðgerða nefnir ráð-
herrann makríldeiluna. ESB hafi
brugðist hart við auknum makríl-
veiðum Færeyinga en látið ógert að
refsa Rússum fyrir hið sama.
„Við erum lítið ríki í miðju Norð-
ur-Atlantshafi og það kostar ESB
því ekkert að fara í refsiaðgerðir
gegn okkur. Ég tel að sambandið
myndi ekki gera hið sama gegn
Rússlandi og það hefur gert við okk-
ur eða hyggst gera gegn Íslandi.“
Látið undan þrýstingi
Spurður hvert hann telji að sé
markmið ESB með aðgerðunum
segir Vestergaard að sambandið láti
með þessu undan þrýstingi frá
skoskum og írskum sjómönnum sem
hafi verið háværir í gagnrýni sinni á
aukinn makríl- og síldarkvóta Fær-
eyja. Þar séu á ferð þrýstihópar sem
hafi lengi átt í samskiptum við fram-
kvæmdastjórn ESB.
Vestergaard minnir á að færeyskt
efnahagslíf sé mjög háð útflutningi
sjávarafurða sem séu að baki um
95% útflutnings frá smáríkinu.
Spurður hvort hann telji að síld-
veiðar Færeyja ógni síldarstofninum
í Norður-Atlantshafi svarar ráð-
herrann því til að Færeyjar séu
strandríki sem stundi sjálfbærar
veiðar. Á samráðsvettvangi strand-
ríkjanna sem hagsmuni eigi að gæta
af veiðunum sé rætt um skiptingu
aflans, ekki sjálfbærni veiða. Því fari
fjarri að veiðarnar ógni síldar-
stofninum.
„Það hefur ekki náðst samkomu-
lag um skiptingu aflans og þess
vegna er ástandið eins og það er.
Það er ekki hægt að taka eitt ríki út
og segja við fulltrúa þess að veið-
arnar séu ósjálfbærar.“
Ráðherrann segir að færeysk
stjórnvöld muni á næstu dögum
ákveða viðbrögð við aðgerðunum.
ESB neyti aflsmunar
gegn smáríki í norðri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við bryggjuna Smábátar í höfninni í Þórshöfn, höfuðstað Færeyja.
Sjávarútvegsráðherra Færeyja gagnrýnir refsiaðgerðir
Jacob
Vestergaard
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
MARKMIÐ
FULLKOMIÐ HÁR
SÉRSTAKAR ÞARFIR
EINFALDAR LAUSNIR
Spurðu hárgreiðslumeistara þinn hvernig þú getur
notað REDKEN-hárvörur til að nálgast hið fullkomna hár.
KEYPTU 2, 1 FRÍTT
REDKEN
hárgreiðslustofur:
REDKEN Iceland á
Dreifing:
Hár ehf - s. 568 8305
har@har.is
Keyptu tvær REDKEN-hárvörur í dag og þú færð
REDKEN-sjampó frítt.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Sýning laugardag, sunnudag
og mánudag frá kl. 13-17
Í landi Kílhrauns á Skeiðum,
50 mínútna akstur frá Reykjavík.
Landið er einkar hentugt til
skógræktar, falleg fjallasýn.
Uppl. Hlynur í s. 824 3040.
Festu þér þinn sælureit í dag
TIL SÖLU - EIGNARLÓÐIR
STÓRÚTSALA
ALLT AÐ
70% AFSLÁTTUR
40-70%
afsláttur
SUMARYFIRHAFNIR - SPARIFATNAÐUR -
BUXUR - BOLIR - PEYSUR
Laugavegi 63 • S: 551 4422
www.laxdal.is
Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamn-
ingamaður Íslands í makríldeilunni,
segir „óréttlætanlegt að beita
svona refsiaðgerðum“, en telur að
hentugra hefði verið fyrir Fær-
eyinga að setja fram ákveðna kröfu
og færa rökstuðning fyrir henni.
Hann bætir við: „Okkar afstaða er
sú að refsiaðgerðir Evrópusam-
bandsins, eða þær þvinganir sem
boðaðar eru, eru ekki rétt að-
ferðafræði. Það er ekki réttlæt-
anlegt að Evrópusambandið beiti
slíkum aðgerðum gegn ríki eins og
Færeyjum. Um er að ræða annars
vegar ríkja-
samband sem
telur mörg
hundruð millj-
ónir og hins
vegar 50 þús-
und manna
þjóðfélag. “
Hann segir
að deilur sem
þessar eigi að
leysa við samn-
ingaborðið og sama eigi við taki
ESB upp á því að beita þvingunum
gegn Íslendingum í makríldeilunni.
„Óréttlætanlegt að beita
svona refsiaðgerðum“
SIGURGEIR ÞORGEIRSSON SAMNINGAMAÐUR
Sigurgeir
Þorgeirsson
Aukablað alla
þriðjudaga