Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Áfram er mjög góð laxveiði víða um land. Flestum löxum hefur verið landað í Norðurá, 2.450 á mið- vikudagskvöldið, en í liðinni viku veiddust 235 laxar í ánni. Það er heldur minna en í vikunni þar á undan þegar rúmlega 350 veiddust. Engu að síður afar fín veiði en nú hafa veiðst rúmlega þrisvar sinnum fleiri laxar en voru komnir á land á sama tíma á niðursveiflusumrinu í fyrra. Þá er aflinn um 500 löxum meiri í Norðurá nú en á sama tíma sumrin 2011 og 2010. Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna, fagnar þessum góða gangi og segir útlit fyrir að laxveiðin í sumar verði „gríðarlega góð. Veiðin í sumar er þannig um þriðjungi betri en hún hefur verið að meðaltali á þessum tímapunkti síðustu átta ár.“ Hann segir að á miðvikudag hafi verið bú- ið að veiða um 21.000 laxa í viðmið- unarám Landssambands veiðifélaga en meðaltalið er um 15.500 laxar. Aðeins einu sinni á síðustu átta ár- um hefur veiðin verið betri í þeim 25 ám sem Landssambandið miðar við, en það var metárið 2010. Síðasta vika gaf 250 laxa Ein af þeim mörgu ám þar sem umskiptin eru mikil síðan í fyrra, er Þverá-Kjarrá, þar sem 2.107 laxar höfðu veiðst á miðvikudag og eru það um þrefalt fleiri fiskar en veiddust í allt fyrrasumar. Síðasta vika gaf 250 laxa á veiðisvæðinu og var veiðin víst einkum góð á fjall- inu, í Kjarrá. Þar veiddust hátt í 60 laxar á miðvikudag. Á sama tíma fyrir tveimur árum höfðu veiðst 1.272 laxar í Þverá-Kjarrá en hins- vegar um 2.600 árið 2010, þegar veiðin var frábær og lokatölur 3.760. Ljómandi gott vatn mun enn vera í ánum en það jókst í þrumu- veðrinu á sunnudaginn var. Góður gangur er í Elliðaánum og veiðin jöfn og góð, að sögn Ólafs Jóhannessonar, formanns árnefnd- ar Elliðaánna. „Á miðvikudagskvöld höfðu veiðst 792 og það er um 150 löxum betra en á sama tíma í fyrra. Við erum ánægðir. Nú hefur aðeins dregið úr göngum en flugusvæðið í uppánni er mjög sterkt, það er fisk- ur í hverjum hyl, að heita má. Menn eru mislagnir að fá fisk, eins og gengur, en heilt yfir er þetta gott.“ Morgnarnir eru sterkari en eft- irmiðdagurinn og þegar blaðamaður leit í veiðibókina við Elliðaárnar í vikunni mátti sjá að rúmlega tugur fiska hafði veiðst daglega á morgn- ana en nokkru færri á kvöldin. „Kvótinn er tveir laxar á stöng á vakt og margir eru að fá kvótann. Svo halda menn áfram og veiða og sleppa,“ segir Ólafur. Vöxtur í Húnaþingi Rangárnar hafa verið heldur hægari í gang þetta sumarið en stundum áður en ljóst er að nú sækja þær í sig veðrið, eins og venjulega á þessum tíma. Þannig veiddust yfir 100 laxar í þeim báð- um á miðvikudag, síðasta dag júl- ímánaðar. Og tölurnar munu án efa halda áfram að stíga næstu vikur. Laxar húnvesku ánna voru ekki jafn fljótir úr startblokkunum og þeir á Vesturlandi en dagsveiðin er stígandi í þeim öllum. Veiðin í Blöndu hefur verið framúrskarandi, eins og fram hefur komið und- anfarnar vikur; nálgast 2.000 laxa og langflestir á neðsta svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Þresti Elliðassyni, leigutaka Hrútafjarð- arár, er veiðin þar þegar komin fram úr lokatölum í fyrra, sem voru 180 laxar. „Ef fram fer sem horfir gæti nýtt met orðið í ánni, en það eru 642 laxar árið 2009. Vanir Hrútuveiðimenn tala um að þeir hafi aldrei séð svona mikið af laxi í ánni áður. Nánast fiskur um alla á og vatnið frábært og verður spenn- andi að fylgjast með næstu vikum því ekkert lát er á göngum í ánna,“ skrifar hann í fréttabréf sitt. Á sex dögum í vikunni veiddust 31 lax í Svartá í Húnavatnssýslu, sem er alla jafna góð síðsumarsá, og var einn 20 punda. Er laxinn sagður orðinn dreifður um alla á. Í Víðidalsá hafa þegar veiðst fleiri laxar en allt sumarið í fyrra, eða 370, og eru það fleiri en á sama tíma árið 2011. Í Vatnsdalsá er síð- an frábær gangur, 494 höfðu veiðst á miðvikudag og þar af gaf liðin vika 154. Er það sambærileg veiði og sumrin 2009 og 2010. Útlit fyrir „gríðarlega góða“ laxveiði Morgunblaðið/Kristinn Veitt í Elliðaánum Friðleifur Stefánsson tannlæknir veiðir í Höfuðhyl, efst í Elliðaánum. Flugusvæðið í uppánni hefur verið mjög sterkt. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Norðurá (15) Þverá-Kjarrá (14) Blanda (14) Miðfjarðará (10) Langá (12) Haffjarðará (6) Ytri-Rangá & Hólsá, V. (20) Eystri-Rangá (18) Grímsá og Tunguá (8) Elliðaárnar (6) Selá í Vopnafirði (7) Flókadalsá (3) Laxá á Ásum (2) Laxá í Kjós (10) Laxá í Leirársveit (7) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 715 482 707 715 559 775 1392 1451 274 675 888 133 224 238 168 Staðan 31. júlí 2013 2450 2107 1929 1552 1392 1370 1317 1170 864 792 597 585 561 560 526  Aðeins einu sinni á síðustu átta árum hefur laxveiðin verið betri  Þrefalt fleiri laxar veiddir þegar í Þverá-Kjarrá en allt sumarið í fyrra  Jöfn og góð veiði hefur verið í Elliðaánum 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) • Kópavogi • sími 544 2121 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is Rúmgott er eini aðilinn á Íslandi sem býður upp á legugreiningu. ÍS LE N SK GÆ I60 ÁR ÞÉR ER BOÐIÐ Í FRÍA LEGUGREININGU 20-50% afsl. af öllum heilsurúmum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.