Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 17

Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 17
ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Undirbúningur Ljósanætur er hafinn þó að enn sé um mánuður í hátíðina. Ljósahátíðin hefst fimmtudaginn 5. september og stendur til sunnudagsins 8. sept- ember með hápunkti á sjálfa Ljósa- nótt, laugardaginn 7. september.    Eitt af því sem verið er að undirbúa er hringtorg á þjóðleið, en svo hefur Flugvallarvegur verið kallaður. Hann leiðir m.a. að Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Parísartorg verður vígt á Ljósanótt. Það er á gatnamótum Krossmóa, Flugvall- arvegar og Sunnubrautar. Gatna- mótin hafa lengi verið umdeild, en Íþróttaakademían og Reykjanes- höll standa bæði við Krossmóa sem kallar á mikinn umgang barna á leið á fótbolta- og fimleikaæfingar.    Eins og venja er á hring- torgum þjóðleiðar er þetta nýja einnig kennt við höfuðborg. Par- ísartorg bætist við Reykjavíkur- torg og Lundúnatorg á þjóðleið með viðeigandi kennileitum; Þórs- hamri og rauðum símaklefa. Á Par- ísartorgi verður Eiffel-turn, eitt helsta einkenni borgarinnar og hannaði hinn keflvísk-ættaði lista- maður Stefán Geir Karlsson snúinn Eiffel-turn.    Aðkoman í Reykjanesbæ frá Reykjanesbraut við enda áður- nefndrar þjóðleiðar hefur fengið mikla andlitslyftingu. Af grjóti eig- um við nóg og því hefur risið mynd- arleg grjóthleðsla við þetta hlið bæjarins. Samskonar hlið er nú í smíðum við enda Aðalgötu, sem er önnur aðkomuleið frá Reykjanes- braut.    Undirbúningur hátíðartónleika Ljósanætur er einnig hafinn. Nú á að ljúka tónleikaröðinni Með blik í auga og í ár eru það þriðju tónleik- arnir. Fjallað verður um áratuginn 1980-1990 sem meðal annars ein- kenndist af vídeómenningu og flutt verður tónlist áratugarins í bland við sögu þess tíma. Þema tón- leikanna er hanakambar, hárlakk og herðapúðar. Sem fyrr eru Krist- ján Jóhannsson, Arnór Vilbergsson og Guðbrandur Einarsson höf- undar og stjórnendur.    Bókasafn Reykjanesbæjar flutti í Ráðhús bæjarins í júníbyrj- un og nú er kjarnastarfsemi bæj- arins að komast á einn stað. Fyrir voru bæjarskrifstofur og þjón- ustuver í húsinu og fræðsluskrif- stofan mun flytja úr Gamla barna- skólanum í ráðhúsið á næstu vikum. Ráðhúsið undirgekkst þó nokkrar breytingar og mörgum þykir vel hafa tekist til. Kaffihús er á 1. hæð hússins og verður það opn- að um miðjan þennan mánuð.    Íbúar í Reykjanesbæ hafa ekki látið uppgang makrílsins fara framhjá sér og hafa fjölmennt á bryggjuna með veiðistangir. Þeir sem hafa aðgang að smábátum hafa jafnvel sést í Keflavíkinni við veið- ar. Sitt sýnist hverjum um bragð- gæði makrílsins, sumir líkja honum við lax og finnst góð veiði mikil bú- bót en aðrir fúlsa við honum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kjarnastarfsemi Bóksafnið og bæjarskrifstofur deila rými á fyrstu hæð Ráðhússins, ásamt kaffihúsi. Athafnagleði í Reykjanesbæ FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Smiðjuvegi 4 (Græn gata), 200 Kópavogi, sími 578 3030, gsm 824 0240, laugin.is Erum með allt fyrir Góður endir á góðum degi Nuddpottar Hreinsiefni Síur Viðgerðarþjónusta Varahlutir – –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Pöntunartími Auglýsinga: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. ágúst Skólar & námskeið Þann 16. ágúst gefur Morgun- blaðið út sérblað um skóla og námskeið SÉRBLAÐ „Þetta er algjört einelti. Þetta er í áttunda sinn sem þetta fólk kemur í búðina okkar. Þetta er sóun á pen- ingum skattgreiðenda. Þeim væri betur varið í baráttu gegn sölu á eiturlyfjum en að athuga hvað er í Pringles-kartöfluflögum,“ sagði Jón Gerald Sullenberger, kaupmaður í Kosti, í tilefni af heimsókn starfs- manna Heilbrigðiseftirlitsins í verslunina í gær. Jón Gerald getur sér til um að tilefni heimsóknarinnar sé heilsíðu- auglýsing Kosts í Fréttatímanum í gær þar sem vörur frá Norður- Ameríku í versluninni voru auglýst- ar. „Allt sem kemur frá Ameríku er bannað í augum eftirlitsins. Hvað heldur Heilbrigðiseftirlitið eiginlega að sé í vörum á borð við Skittles, Hershey’s-súkkulaði, Twix eða On the border tortilla chips? Við erum að undirbúa verslunarmannahelgi og það sama gerist og fyrir síðustu jól að hingað mæta tveir fulltrúar frá eftirlitinu með möppu og fylla innkaupakörfu af vörum. Þeir eru að taka sýnishorn af þessu. Sama taktík og fyrir jólin Kannski er eftirlitið að fara í úti- legu? Þetta er sama taktík og fyrir síðustu jól þegar þau mættu á Þor- láksmessu. Hver er tilgangurinn? Það er ekki verið að kanna hvort hitastigið í kælunum sé í lagi – að hreint og fínt sé í kringum kjötið og grænmetið. Það er verið að fylla körfu af snakki og sælgæti. Ég á ekki aukatekið orð yfir þessu. Matvælastofnun fær á hverju ári 1,2 milljarða af fé skattgreiðenda. Er verið að sóa þeim fjármunum í svona vitleysu?“ sagði Jón Gerald. Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mættu í verslun Kosts á Dalvegi í gær, en Matvælastofnun fer einnig með yfirumsjón með matvælaeftir- liti á vegum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Guðmundur H. Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits- ins, sagði alveg rétt hjá Jóni Gerald að eftirlitið hefði komið allt of oft í heimsókn til hans. Hann segir það hins vegar vera vegna skorts á innra eftirliti í versluninni með að matvælalögunum sé fylgt. Guðmundur vísar í fundargerð Heilbrigðiseftirlitsins frá 24. júní. Þar kemur fram að ábending hafi borist eftirlitinu vegna vanmerktra og ólöglegra matvæla. „Fyrirtækið á að skila okkur áætlun um það hvernig þeir ætla að standa að eft- irliti í sinni verslun. Þeir gera það ekki og þá komumst við ekkert lengra nema við gerum okkar eigin athuganir,“ sagði Guðmundur. Kostur ósáttur við mikið eftirlit  Heilbrigðiseftirlitið segir eftirlitið til komið vegna vinnubragða hjá Kosti Ljósmynd/Kostur Eftirlitið Starfsfólk Heilbrigðiseft- irlitsins að störfum í Kosti í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.