Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 18

Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 18
FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Slitastjórn Sparisjóðabankans (SPB), áður Icebank, vinnur nú að undirbún- ingi að nýju nauðasamningsfrumvarpi til að leggja fyrir kröfuhafa sem er tal- ið líklegra til að hljóta samþykki Seðla- banka Íslands. Samningskröfuhöfum Sparisjóða- bankans var tilkynnt fyrir skemmstu að ekki myndi takast að ljúka við fyr- irhugaðan nauðasamning sem var lagður fyrir kröfuhafa í marsmánuði á þessu ári. Ekki tókst að fá samþykki allra kröfuhafa svo nauðasamnings- frumvarpið næði fram að ganga. Seðla- bankinn vildi ennfremur ekki veita samþykki sitt fyrir útgreiðslu gjald- eyris til samningskröfuhafa né heldur samþykkja sjálfan nauðasamninginn. Slitastjórn Sparisjóðabankans vinn- ur nú að gerð rammasamkomulags í tengslum við frumvarp að nýjum nauðasamningi með stærstu kröfuhöf- um, einkum Eignasafni Seðlabanka Ís- lands (ESÍ), en heildarkröfur Seðla- bankans – reistar á veðlánum sem bankinn veitti fyrir fall fjármálakerf- isins 2008 – nema yfir 210 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir því að með nýju nauðasamningsfrumvarpi verði ekki krafist samþykkis allra samnings- kröfuhafa SPB. Jafnframt verður reynt að hanna nauðasamninginn þannig að komið verði til móts við at- hugasemdir Seðlabankans. Að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála þá leggur Seðlabankinn mikla áherslu á að nauðasamningurinn, sem mun þurfa samþykki Seðlabankans vegna undanþágu frá fjármagnshöftum, verði ekki með þeim hætti að skapað sé óheppilegt fordæmi við mögulega nauðsamninga þrotabúa Glitnis og Kaupþings. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins völdu nokkrir erlendir kröfu- hafar SPB að fá greitt í íslenskum krónum og nam sú upphæð hundruð- um milljóna. Samkvæmt áður fyrir- huguðum nauðasamningi gátu erlend- ir kröfuhafar fengið um 13,5 milljarða í gjaldeyri að því gefnu að þeir kysu allir þá leið að fá útgreiðslu í erlendri mynt og kröfu á þrotabú Kaupþings. Líklegt þykir að þeir hafi fremur kosið að fá greitt í krónum en að taka á sig þá áhættu að fá borgað með kröfu á hend- ur Kaupþingi miðað við 16% nafnvirði krafna á búið. Mikil óvissa ríkir um endanlegar heimtur kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna. Gjaldeyrir og Kaupþingskrafa Sú staðreynd að sumir erlendir kröfuhafar kusu fremur að fá greitt í íslenskum krónum heldur en kröfu á Kaupþing var á meðal þeirra atriða sem gerði það að verkum að Seðla- bankinn veitti ekki samþykki sitt fyrir nauðasamningnum. Heimildir Morg- unblaðsins herma að í nýju frumvarpi að nauðasamningi verði samnings- kröfuhöfum aðeins boðið að fá greitt í gjaldeyri og kröfu á hendur Kaup- þingi. Þannig séu auknar líkur á að samþykki fáist frá Seðlabankanum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins gæti frumvarp að nýjum nauðasamningi hugsanlega litið dags- ins ljós á haustmánuðum. Samþykktar almennar kröfur á Sparisjóðabankann, fyrir utan ESÍ, nema um 83 milljörðum króna. Rétt eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í apríl þá gerði nauðasamn- ingsfrumvarp SPB ráð fyrir að samn- ingskröfuhafar myndu fá greitt 22,8% samþykktra krafna sinna, eða sem nemur um 19 milljörðum. Seðlabankinn samþykkti ekki nauðasamning SPB  Slitastjórn Sparisjóðabankans vinnur nú að gerð nýs nauðasamningsfrumvarps Reynt aftur Ekki fékkst samþykki allra samningskröfuhafa SPB að frum- varpi að nauðasamningi og SÍ vildi ekki veita undanþágu frá höftum. 18 INNLENTViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 AF HVERJU EKKI AÐ FÁ MEIRA FYRIR MINNA? Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Pípulagnahreinsir Perfect Jet Síuhreinsihaus Stuðningssæti U.V. Áburður fyrir lok Glasabakki Yfirborðshreinsir fyir skel FituhreinsirFroðueyðir Síuhreinsir 3499,- 1249,- 2899,- 2899,-2999,- 3299,- 3499,- 4499,- 1999,- *Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar Úrval fylgihluta fyrir heita potta STUTTAR FRÉTTIR ● Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú í júlímánuði 7,4% sem er minna at- vinnuleysi en spáð hafði verið. Í júní var atvinnuleysið í landinu 7,6%. Í síðasta mánuði urðu til 162 þúsund ný störf í Bandaríkjunum sem reyndist vera töluvert minna en ráð hafði verið fyrir gert af sérfræðingum, sem höfðu spáð því að störfum í Bandaríkjunum myndi fjölga um 180 þúsund í júní. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því í desember árið 2008 en þá var það 7,3%. Í júlí í fyrra var atvinnuleysið hins vegar orðið 8,2%. Einkaneysla Bandaríkjamanna jókst um 0,5% í júní og verðbólga var 1,3%. 7,4% atvinnuleysi ● Enska knattspyrnufélagið Coventry stefnir í greiðslustöðvun eftir að tilboði um nauðasamninga var hafnað af kröfuhöfum félagsins á fundi í London. Félaginu var skipaður fjárhaldsmaður í mars síðastliðnum. Fram kemur á fréttavef Breska ríkis- útvarpsins, BBC, að félagið muni þó að öllum líkindum hefja keppnistímabil sitt í annarri deild bresku deildarinnar nú á laugardag. Félagið mun þó að öllum lík- indum tapa stigum vegna þessarar stöðu. Knattspyrnufélagið Coventry í þrot Tekjur The New York Times Co. drógust saman um 1% á öðrum árs- fjórðungi þessa árs, samkvæmt upp- gjöri sem kynnt var í gær. Þrátt fyrir að áskriftum af dagblaðinu New York Times hafi fjölgað hafa auglýs- ingatekjur dregist saman með þess- um afleiðingum. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórð- ungi voru 485,4 milljónir dollara, sem jafngildir tæplega 58 milljörð- um íslenskra króna. Auglýsingatekjur hafa dregist saman um 6% miðað við sama tíma- bil í fyrra. New York Times tók þá ákvörðun að selja aðgang að fréttum á vefsíðu sinni til að mæta samdrætti í auglýsingatekjum. Áskriftarsala jókst um 5% á öðrum ársfjórðungi og er þá meðtalin netáskrift að New York Times og Boston Globe. Meðal þess sem fram kom í til- kynningu frá New York Times Co. var að netáskriftum að alþjóðlegu blaði félagsins, sem áður hét Herald Tribune, hafi fjölgað um 35% milli ára og eru áskrifendurnir nú um 699 þúsund. Netáskrift Áskrifendum að alþjóðlegu netútgáfunni, áður Herald Tribune, fjölgaði um 35% og eru þeir nú rétt tæplea 700 þúsund talsins. Fleiri áskrifendur  Tekjur The New York Times dróg- ust saman á 2. ársfjórðungi um 1%                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/.-01 ++0-23 4+-., +,-,15 +5-,+2 +41-,5 +-+,44 +5,-0, +25-40 ++,-31 +/.-, ++0-/5 4+-+24 4.-.41 +5-,15 +45-34 +-+,25 +/.-.4 +25-1/ 4++-3/50 ++,-10 +/+-30 ++2-4+ 4+-4+0 4.-./2 +/-.+, +45-15 +-+,,4 +/.-22 +2/-+4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Samkvæmt frumvarpi að nauða- samningi sem var lagt fyrir samn- ingskröfuhafa í mars síðast- liðnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, átti ESÍ, dóttur- félag sem er að fullu í eigu Seðla- bankans, að fá um 73 milljarða í sinn hlut. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að í nýju frumvarpi að nauðasamningi Sparisjóðabank- ans sé ekki áætlað að miklar breytingar verði á heimtum Seðla- bankans. Gert var ráð fyrir að um 29 millj- arðar króna af óveðsettum eignum SPB kæmu í hlut Seðlabankans ef nauðasamningur næði fram að ganga. Til viðbótar fengi bankinn skuldabréfakröfur á gömlu bank- ana, ríkisskuldabréf og skuldabréf á Íbúðalánasjóð. Eru kröfurnar metnar á 44 milljarða. Heimtur ESÍ verði þær sömu SEÐLABANKINN ÁTTI AÐ FÁ 73 MILLJARÐA KRÓNA Í SINN HLUT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.