Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 23
UMRÆÐAN 23
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
Mér finnst mjög
gaman að fá mér dag-
legan göngutúr frá
heimili mínu sem er á
Bárugötu og labba
Laugaveginn upp á
Hlemm og til baka.
Þetta tekur mig
klukkutíma og ég segi
án þess að roðna að ég
hitti og sjái miklu
skemmtilegri fugla á
þessari leið en þegar ég labba kring-
um Tjörnina og er þó sú leið líka
skemmtileg. Hinn 24. júlí var ég að
koma úr einni slíkri ferð og dáðist þá
að því að búið er að mála og pússa öll
húsin á Laugaveginum svo það er
borginni til sóma að sjá hvað einka-
framtakið hefur staðið sig vel. Svo
kom ég á Ingólfstorg sem ég held
svo mikið upp á. Þar er gosbrunnur
sem líkist hörpu og oft hefur mér
sviðið að sjá sóðaskapinn þar í kring.
Oftar en ekki er bréfarusl í tjörninni
en nú tekur út yfir allan þjófabálk.
Þennan dag voru bekkirnir á þessu
litla hringtorgi aðeins ein fjöl, en
eiga að vera tvær í sætinu og bakið
alveg horfið. Mikið rusl er á staðnum
og er það til skammar
„Hrein torg fögur
borg“. Var einhver að
hlæja. Ekki ég. Mér
finnst grátlegt hve
nokkrir rugludallar
geta skemmt mikið.
Borgin verður að koma
þessu í lag í hvelli og
setja reglur um það að
allir sem rusli út í
Reykjavík skuli um-
svifalaust sendir til
dvalar í einni af þessum
eyjum Reykjavíkur
sem hvort sem er enginn býr í. Þar
megi þeir rífa upp grasið og spýta út
úr sér eins miklu tyggjói og þeir
vilja. Allavega gera eitthvað drama-
tískt til að kenna parti af þjóð vorri
að haga sér eins og siðuðu fólki
sæmir.
Eftir Heiðar Róbert
Ástvaldsson
Heiðar Róbert
Ástvaldsson
»Mikið rusl er á
staðnum og er það
til skammar „Hrein torg
fögur borg“. Var ein-
hver að hlæja.
Höfundur er danskennari.
Gosbrunnur við
Ingólfstorg til
skammar
Þar sem þú, Svavar Gestsson, hefir
ekki svarað bréfum frá mér neyðist
ég til að senda þér bréf í Morg-
unblaðinu. Þú varst ritstjóri Þjóð-
viljans 1983 þegar Ingi R. Helga-
son, lögmaður, gekk frá
arfleiðsluskrá Magnúsar Sigurðs-
sonar, Grettisgötu 76, Reykjavík.
Þess skal getið að undirritaður og
Magnús eru bræðrasynir. Eign
Magnúsar var þriggja herbergja
íbúð á fyrstu hæð og tveggja her-
bergja íbúð í kjallara á Grettisgötu
76. Þessi erfðaskrá var gerð í
Reykjavík 7. febrúar 1983. Magnús
afsalaði í kjölfarið íbúð sinni til
Þjóðviljans og fluttist á Grund.
Hann lést þann 10.9. 1985 og sá út-
gáfufélag Þjóðviljans um greftrun
Magnúsar og þar komu kirkjugarð-
ar Reykjavíkur að. En þeir voru
ekki beðnir um að merkja leiðið
eða setja kross á það með spjaldi
sem nafn hins látna væri grafið á.
Þegar ég hugðist vitja leiðis Magn-
úsar 26 árum síðar þurfti ég að fá
hjálp frá starfsmanni kirkjugarðs-
ins til að finna leiðið, ég bjóst við
að sjá fallegan legstein á leiðinu.
Þar var ekkert að sjá nema númer.
Ég hringdi í Svavar og sagðist vera
ósáttur við að það væri ekki leg-
steinn á leiði Magnúsar. Hann tók
mér ákaflega vel og sagðist ætla að
tala við eldri flokksmenn sína. Það
leið um hálfur mánuður þá kom ég
að leiðinu, þá var kominn trékross
með áletraðri plötu með nafni
Magnúsar, fæðingardegi og dán-
ardegi og hann væri frá Torfgarði,
engin hlýleg kveðja frá þeim.
Ég hringdi í Svavar. Hann sagð-
ist vera búinn að merkja leiðið, nú
voru ekki þægilegheitin hjá honum,
heldur embættismannahrokinn. En
með því að setja trékross á leiðið
viðurkenndu þeir að Magnús átti
skilið að fá gröfina merkta.
Ég get nú ekki annað en dáðst
að Svavari og félögum hvað þeir
voru fljótir að safna peningum fyrir
krossinum og setja hann á leiðið,
en karakterinn hjá þessum mönn-
um, hvar er hann?
BRYNLEIFUR
SIGURJÓNSSON,
Reykjavík.
Bréf til Svavars Gestssonar
Frá Brynleifi Sigurjónssyni:
Valdimar Jóhann-
esson skrifaði gegn
íslam hér í Mogg-
anum um daginn.
Ekki skal ég mót-
mæla því sem hann –
og margir fleiri –
segja um pólitískt ísl-
am, íslamisma. Það er
stjórnmálahreyfing til
hægri við Adolf Hit-
ler, hún berst fyrir
einræði í guðs nafni,
undirokun kvenna, dauðarefsingu
homma og hvers sem yfirgefur ísl-
am. Og sjálfsagt er að berjast
gegn þessari hreyfingu, með vopn-
um, t.d. í Afganistan, því auðvitað
taka þessir menn ekki þátt í rök-
ræðum um trúarbrögð. Það væri
guðlast að mati þeirra.
En það er rangt hjá Valdimari
að leggja alla múslima að jöfnu, og
gera þá ábyrga fyrir þessum of-
stækismönnum, sem eru lítill
minnihluti múslima. Fyrir því eru
a.m.k. þessi rök:
Fólk alið upp í löndum þar sem
íslam er ríkjandi trúarbrögð er
meira en milljarður manns að tölu.
Enginn getur þekkt allt þetta fólk,
sem er af mismundandi mennta-
stigi, mismunandi stéttum og þjóð-
erni. Það er hreinn barnaskapur
að alhæfa um það. Enda er aug-
ljóst að margt af þessu fólki er
umburðarlynt, og margt áhuga-
laust um trúarbrögð. Og margir
múslimar eru andstæðingar ísl-
amista. Það sýnir sig best í
Egyptalandi nú, þegar herinn setti
íslamista frá völdum, fékk hann
mikinn stuðning meðal almennings
í þessu múslímska landi, þar er
sannkölluð fjöldahreyfing gegn ísl-
amistum.
Á þeim tíma sem grimmilegar
ofsóknir gegn „trúvillingum“ og
gyðingum fóru fram í Evrópu,
ríkti trúfrelsi í ísl-
ömskum löndum – og
ríkir enn. Þar búa
bæði kristnir og gyð-
ingar, þeir iðka trú
sína í kirkjum og
sýnagógum. Þeir
þurftu bara að borga
smáskatt sem músl-
imar voru und-
anþegnir, og það var
nóg til að fjöldi manns
gekk af trúnni og að-
hylltist íslam. Ekki
var nú trúarsannfær-
ingin sterkari en svo! Til trúskipta
þurfti engar ofsóknir, líkt og ætla
mætti af grein Valdimars. En les-
endur minnist trúvillingabrenn-
anna í Frakklandi og á Spáni,
m.a., og gyðingaofsókna á fyrri
hluta síðustu aldar. Er það eðli
kristindómsins, eða getur kristið
fólk verið öðruvísi? Hafa Valdimar
og aðrir andstæðingar moskna alls
ekki tekið eftir ofstækisfullum
bókstafstrúarmönnum meðal krist-
inna og gyðinga?
Á miðöldum voru forfeður okkar
Valdimars það sem við nú mynd-
um kalla villimenn, en í íslömskum
löndum voru þá háskólar og bóka-
söfn, og þar voru íslamskir lær-
dómsmenn sem skiluðu forn-
grískum menningararfi til
Vesturlanda. Þetta eru svo al-
kunnar staðreyndir, að ekki verð-
ur hjá þeim litið. Ég hefi einhvers
staðar lesið þá skýringu, að við-
horfsbreyting hafi sigrað í ísl-
ömskum löndum á hámiðöldum,
bókstafstrú hafi náð yfirhöndinni
gegn frálslyndi og lærdóms-
dýrkun. En frálslyndi og lærdóms-
dýrkun ríkti í margar aldir í ísl-
ömskum löndum, svo
bókstafstrúarofstæki er alls ekki
eðlislægt í íslam.
Að banna múslimum að byggja
mosku, það er öruggasta leiðin til
að afla þeirri byggingu fylgis.
„Nú, svo þeir vilja ekki leyfa okk-
ur það?! Þá skulum við gera það!
Sýnum þessum vitleysingjum að
þeir geti ekki ráðskast með okk-
ur!“
Sjálfur er ég trúlaus, en mér
finnst sjálfsagt að virða tilfinn-
ingar fólks, og þá einnig trú
þeirra, sem hana hafa. Einkum og
sér í lagi þegar þeir segja að trú
sé kærleikur. Og það trúaða fólk
sem ég hefi kynnst er í stórum
dráttum þannig, hvort sem um er
að ræða gyðinga, múslima, kristna
eða annað. Þau eiga miklu meira
sameiginlegt en sundrar þeim.
Kreddur einstakra trúarbragða
skipta þetta fólk litlu máli, miðað
við kærleiksríka trú þess. En auð-
vitað réttlætir yfirlýst trú ekki þá
sem reyna að gera guð ábyrgan
fyrir sinni eigin þröngsýni og
heimsku. Það virðist sameiginlegt
öllum trúarbrögðum að segja:
„Náð guðs er alls staðar. Fólk
þarf bara að opna sig fyrir henni,
taka henni.“ Er þetta ekki hið
sama og við guðleysingjar segjum:
Við getum sagt að allt sé að fara
fjandans til, eða hinvegar að bæta
megi ástandið. Veljum við fyrri
kostinn, verðum við aðgerðalaus,
og allt fer fjandans til. En veljum
við bjartsýni, þá getum við gert
okkar besta. Andstæðingar beggja
eru bókstafstrúarmenn, þeir trúa
á bók, og þar af leiðandi á mann
sem túlkar bókina. Þeir eru ósjálf-
stæðir, attaníossar, þ.e. konform-
istar.
Eftir Örn Ólafsson
» Fráleitt er að gera
alla múslima ábyrga
fyrir ofstækisfullum
bókstafstrúarmönnum,
íslamistum.
Örn Ólafsson
Höfundur er bókmenntafræðingur í
Kaupmannahöfn.
Moskur og íslam
Aukablað alla
þriðjudaga
Frábært atvinnutækifæri.
Hesthús, reiðhöll og íbúð.
Til sölu heil hesthúslengja við C-tröð 1 Víðidal Reykjavík,
340 ferm.,ásamt ca. 100 ferm. íbúð á efri hæð. Aðstaða
eins og best verður á kosið. Þrjú sérgerði, stíur fyrir 18
hesta, reiðhöll 10m.x 15 m., þvotta- og þurrkaðstaða, stórt
hlöðu og athafnapláss.
Tilvalið fyrir tamningafólk, hestaleigu eða aðra starfsemi
tengdri ferðamennsku.
Fleiri myndir: http://solu-hestar.weebly.com/
Makaskipti á íbúð kemur til greina.
Jón Egilsson hrl. S: 896-3677, 568-3737