Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 24

Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Hlynur Jónsson, stjórnarformaður Dróma, sendir mér tóninn í aðsendri grein í Morg- unblaðinu, laugardag- inn 27. júlí. Tilefni skrifa hans er grein eftir mig, sem birtist í sama blaði 18. júlí síðastliðinn. Í þeirri grein bendi ég á að túlkun Hlyns á dóma- fordæmi tveggja hæstaréttardóma er viðlíka og Faðirvorinu sé snúið upp á andskotann. Að mati Hlyns verðskulda ég falleinkunn í bæði lögfræði og kristinfræði fyrir vik- ið. Læt ég mér það í léttu rúmi liggja. Framganga Dróma gegn viðskiptavinum ber þess engin merki að yfirgripsmikil þekking á lögfræði ráði för og víst er að kristilegt siðgæði er víðs fjarri. Merkilegt er að Hlynur skuli kjósa að titla sig hæstaréttarlög- mann en ekki stjórnarformann Dróma. Af tvennu illu er víst skárra að kenna sig við lög- mannastéttina en hinn illræmda Dróma. Vestanhafs er gjarnan grínast með það að 80 prósent lög- mannastéttarinnar komi óorði á hana. Ég get alls ekki fallist á slíkan aula- húmor og tek fram að ég þekki fjölda lög- manna, sem eru hið ágætasta fólk. Hlynur Jónsson er raunar ekki í þeim hópi. Það er dapurlegt þegar löglærður mað- ur, sem þar að auki kennir sig sérstaklega við lögmannastéttina til auðkenningar við greinaskrif, klikkar á grundvallaratriðum. Engu skiptir hversu mikið Hlynur Jónsson rembist við að halda öðru fram. Dómar Hæstaréttar í málum nr. 600/2011 og 464/2012 snúast um það hvort réttmætt hafi verið að reikna afturvirka vexti vegna gjalddaga, sem þegar höfðu verið greiddir. Um þetta snerust þau mál og allir, sem einhverja yfir- borðsþekkingu hafa á lögfræði og dómstólum, vita að dómstólar taka einungis afstöðu til þeirra ágrein- ingsefna sem undir þá eru borin. Það er raunar með ólíkindum hve ónákvæmlega hæstaréttar- lögmaðurinn fer með staðreyndir í grein sinni. Á einum stað vísar hann í hæstaréttardóm, sem fjallar um nágrannaágreining um staðsetningu trjáa en ekki geng- istryggð lán og afturvirkan vaxta- útreikning. Úrskurður úrskurð- arnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki nr. 198/2013 virðist ekki vera til þó að lögmað- urinn vísi í hann. Það skiptir kannski litlu máli þar sem úr- skurðarnefndin er ekki dómstóll og úrskurðir hennar hafa tak- markað fordæmisgildi og raunar ekkert frammi fyrir dómstólum. Lögmaðurinn fullyrðir að það eigi við um bæði dóma Hæsta- réttar Íslands og Faðirvorið að þau taki jafnt til allra. Faðirvorið er kristin bæn og tekur því vænt- anlega eitthvað minna til þeirra sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Og, eins og vikið er að hér að of- an, þá er ekki hægt að útvíkka fordæmisgildi hæstaréttardóma út fyrir þau ágreiningsefni sem lögð eru fyrir Hæstarétt hverju sinni. Þess vegna eru dómar Hæsta- réttar, sem vísað er til, ekki eitt allsherjarfordæmi í öllum eign- arréttarlegum ágreiningsmálum. Megininntak greinar minnar virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá hæstaréttarlögmann- inum og hlýt ég að biðjast velvirð- ingar á því að hafa ekki hagað orðum mínum svo að þau séu með- færileg jafnt leikum sem lærðum. Meginatriðið varðandi lög nr. 151/ 2010, hin svonefndu Árna Páls-lög er að með setningu þeirra var lán- takendum tryggður ákveðinn rétt- ur. Síðar kom í ljós tvennt. Annars vegar að afturvirkni vaxtaútreikn- inga, sem fólst í Árna Páls- lögunum braut í bága við stjórn- arskrá – hún braut gegn eign- arrétti lántakenda en ekki fjármálafyrirtækja. Hins vegar, að sum þeirra lána sem Árna Páls- lögin náðu yfir hafa verið dæmd lögleg en ekki ólögleg. Drómi hef- ur túlkað það svo að hann eigi endurkröfu á þá lántakendur, sem reyndust vera með „lögleg“ geng- islán þar sem lög nr. 151/2010 hafi brotið gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Enginn dómur hefur fallið í þessa veru. Með setningu laga nr. 151/2010 varð hins vegar grunda- vallarbreyting á kröfusambandi Dróma og annarra fjármálafyr- irtækja við viðskiptavini sína. Drómi á ekki lengur kröfu á lán- takendur hvað varðar leiðréttingu á höfuðstól. Ef Drómi á einhverja kröfu á einhvern þá er sú krafa á íslenska ríkið. Lög nr. 151/2010 færðu kröfusambandið frá við- skiptavinum Dróma til ríkisins. Drómi getur látið reyna á rétt sinn fyrir dómi en aðeins gagnvart ríkinu en ekki einstökum lántak- endum. Það lýsir átakanlegum skorti á kristilegu siðgæði að ráðast á ein- staklinga, sem eiga erfitt með að verja hendur sínar, en láta ekki reyna á grundvallaratriði gagn- vart þeim aðila, sem er réttur gagnaðili í málinu – ef eitthvert mál er þá til staðar. Ekki ætla ég að reyna að kveða upp úrskurð um það hvort Hlynur Jónsson tilheyrir þessum 80 pró- sentum lögmanna, sem sumir segja að komi óorði á stéttina. Það er hins vegar nokkurt afrek hjá slitastjórn Dróma að hafa náð að koma óorði á skilastjórnir. Er þá langt til jafnað. Eftir Ólaf Arnarson » Framganga Dróma gegn viðskiptavin- um ber þess engin merki að yfirgripsmikil þekking á lögfræði ráði för og víst er kristilegt siðgæði víðs fjarri. Ólafur Arnarson Höfundur er ritstjóri vefmiðilsins Tímarím. Svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum Fulltrúi Dróma og Frjálsa fjárfesting- arbankans birti grein í Morgunblaðinu 27. júlí sl. Taldi hann sig þar kristnari en aðra menn fyrir utan hugsanlega einn lögfræðing Lands- banka Íslands. Hafa báðir þessir að- ilar verið að draga úr fordæmi er felast í dómum Hæstaréttar Íslands sem fallið hafa í tengslum við gengistryggð lán. Hvatning frá fjölmiðlum og spellvirki Í Morgunblaðinu sama dag hvetur leiðarahöfundur blaðsins Lands- banka Íslands, sem og aðrar fjár- málastofnanir á Íslandi, að hraða málum varðandi endurútreikning lána. Liðin eru tæp fimm ár frá hruni og svipaður tími frá því að Hlynur Jónsson og fjöldinn allur af fólki fór á launaskrá hjá slitastjórnum og skila- nefndum. Í atvinnukálfi Morgunblaðsins, einnig sama dag, gefur jafnframt að líta stutta endursögn úr The Wall Street Journal varðandi leiðir sem njósnurum Bandaríkjanna var gert að fara eftir á erlendum vettvangi svo hægja mætti sem mest á hagkerfum óvinaríkja. Mátti þar auka flækjustig heiftarlega og þvæla hagkerfin til að eyðileggja mætti sem allra mest fyrir uppbyggingu og framför. Nokkuð snjöll aðferð gegn andstæðingi. Hvað um Ísland? Ísland ágætt dæmi Eftir þessum sígildu leiðbeiningum njósnara til spellvirkja virðist hold- gervingur skilanefnda og slitastjórna hafa farið og litið á aðra í því efni sem trúlausa afdalamenn tækju þeir ekki þátt. Þannig hljómaði grein þessa kristinboða Dróma með augljósu yf- irlæti gagnvart öðrum í hans eigin landi í drottins nafni. Rétt er að svokölluð Árna Páls-lög, er dugðu reyndar skammt, voru mikil ólög en varla ollu þau meira tjóni en þeir röngu útreikningar sem Drómi og Frjálsi fjárfestingarbankinn o.fl. unnu að um margra ára bil og fóru í bága við gildandi lög sem standa enn vel fyrir sínu, þ.e. lög um vexti og verð- tryggingu nr. 38/2001. Virðast nú fjölmargir lögmenn falla í lögfræði þessa dagana eða var menntunin aðeins til þess gerð að læra þæf- ingar og stunda fjár- hagslega aðför að eigin þjóð? Eru þetta hugs- anlega allt yfirborgaðir spellvirkjar upp til hópa? Ekki má gleyma vel meinandi lög- mönnum og sérfræðingum á því sviði er vilja vel og virðast nú skilja sam- hengið. En hafa þeir allir kjark? Hver metur tjón almennings? Hver mun meta tilsvarandi tjón al- mennings og hagkerfisins í heild sem hefur skapast vegna þess að Drómi o.fl. fóru ekki að lögum nr. 38/2001? Það að Drómi hafi ætlað að gæta hagsmuna kröfuhafa, sem virðist alla tíð hafa verið Seðlabanki Íslands og Hilda ehf., er engin afsökun á því að fara gegn lögum sem Seðlabanki Ís- lands sjálfur mæltist til að yrðu að lögum þegar íslenskri krónu var fleytt árið 2001. Allt var þetta gert eftir ábend- ingum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, áralangar rannsóknir núverandi seðlabankastjóra, aðstoðarseðla- bankastjóra og núverandi yfirhag- fræðings Seðlabanka Íslands. Hvaðan er aðförinni stýrt? Sá sem tók við stól seðla- bankastjóra eftir hrun var fyrst Norðmaður, sérfræðingur í spell- virkjafræðum, og svo Már Guð- mundsson er lagði til ýmsar leiðir fyr- ir Dróma og aðrar fjármálastofnanir svo hafa mætti meira af fólki en lög og reglur á Íslandi heimiluðu, t.a.m. lög nr. 38/2001 og reglur kröfurétt- arlegs eðlis. Mælti hann m.a. með til- komu Árna Páls-laganna frægu ásamt dósent við Háskóla Íslands og þv. ráðherra. Hver mun sæta ábyrgð og rann- sókn vegna veðtökunnar í eignasafni sem var ónýtt? Hver veitti ráðgjöf- ina? Hví má ekki afhenda gjaldeyr- isjöfnunarskýrslur bankanna sem þeir, ásamt endurskoðendum sínum, sendu Seðlabanka Íslands fyrir hrun? Almannatjón Samhliða aðgerðum og aðgerð- arleysi stjórnvalda skapaðst umtals- vert tjón, almannatjón, sem seint verður bætt. Eitt af því er t.a.m. það tjón, sem reyndar margir í blindni mæltu með, er fólst í því að reka úr seðalbankastjórastólum menn sem settu þau lög er síðar stóðust skoðun, lög nr. 38/2001. Hættan á gjaldeyrisáfalli var raun- veruleg 2001 skv. Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, því voru sett lög en þau voru brotin og ollu hruni, eyðilögðu áhrif stýrivaxta og spiluðu stóran þátt í að keyra hagkerfið í þrot. Því vekur furðu þegar menn koma fram með dylgjur og aðdróttanir gegn þeim sem hugsanlega eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja hagsmuni almennings. Lokauppgjör ekki fyrirsjáanlegt Þessu borgarastríði í lögum er greinilega ekki lokið á Íslandi og munu sár seint gróa á meðan sér- menntað fólk í lögum sparkar sífellt í liggjandi samborgara sinn sem berst fyrir velferð sinni og fjölskyldunnar. Þau stjórnvöld sem nú eru við völd hafa nú kjörið tækifæri til að sanna sig í þessum málum og geta nú sýnt hvað í þeim býr. Þetta ferli sýnir svo um munar hve ríkar skyldur löggjafinn hefur við að vernda eignarrétt, gæta að almanna- hagsmunum, vanda til lagasetningar og styrkja neytendarétt á Íslandi. Það er aldrei of varlega farið en hverjum klukkan glymur næstu miss- erin skal ósagt látið. Eftir Svein Óskar Sigurðsson »Hver mun meta til- svarandi tjón al- mennings og hagkerf- isins í heild sem hefur skapast vegna þess að Drómi o.fl. fóru ekki að lögum nr. 38/2001? Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er MSc í fjármálum, MBA, BA í heimspeki og hagfræði. Borgarastríð í lögum Helgar Alvöru Nú er kominn tími á alvöru helgar-brunch brunch Steikt beikon Spælt egg Steiktar pylsur Pönnukaka með sírópi Grillaður tómatur Kartöfluteningar Ristað brauð Ostur Marmelaði Ávextir kr. 1740,- pr. mann Barnabrunch á kr. 870 Ávaxtasafi og kaffi eð a te fylgir. H u g sa sé r! H u g sa sé r! Grillhúsið Sprengisandi og Tryggvagötu Phone + 354 527 5000 www.grillhusid.is Ótrúlega gómsæt byrjun á góðum degi! Alla laugardaga og su nnudaga frá kl. 11.30 til kl. 14 .30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.