Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
✝ Hilmar Sig-urður Jónsson
fæddist í Arn-
ardrangi í Land-
broti 15. ágúst
1943. Hann lést í
Þykkvabæ 24. júlí
2013.
Foreldrar hans
voru Jón Skúlason,
f. 16. ágúst 1904, d.
1985, og Helga Stef-
ánsdóttir, f. 14. jan-
úar 1915, d. 2004. Systkini Hilm-
ars: Stefán, f. 1940, d. 1946,
Skúli, f. 1945, Stefán, f. 1946,
Ragnar, f. 1948, Elín Halla, f.
1950, og Ásta, f. 1955. Sambýlis-
kona Hilmars var Soffía Guðrún
Gunnarsdóttir, f. 5. ágúst 1954.
Börn hennar eru Ásgerður Gróa,
f. 1975, sambýlismaður hennar
er Jóhannes Sig-
geirsson, þau búa á
Snæbýli í Skaft-
ártungu, og Gunnar
Símon, f. 1985,
starfsmaður Álvers-
ins í Straumsvík.
Hilmar flutti með
foreldrum sínum
árið 1944 að
Þykkvabæ í Land-
broti. Sem ungur
maður lagði hann
stund á sjómennsku og almenn
sveitastörf og tók síðan við búi
foreldra sinna sem hann rak til
dauðadags ásamt bræðrum sín-
um, Skúla og Stefáni.
Útför Hilmars fer fram frá
Prestbakkakirkju á Síðu í dag, 3.
ágúst 2013, og hefst athöfnin kl.
14.
Með hlýju og þakklæti í huga
minnumst við þín, kæri Hilmar.
Inn milli fjallanna hér á ég heima,
hér liggja smaladrengsins léttu spor.
Hraun þessi leikföng í hellinum geyma,
hríslan mín blaktir enn í klettaskor.
Við þýðan þrastaklið
og þungan vatnanið
æskan mín leið þar sem indælt vor.
(Guðm. Magnússon)
Við kveðjum þig með sorg í
hjarta.
Elsku Soffía, Skúli, Stefán,
Ragnar, Elín, Ásta og fjölskyldur,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Gunnar, Hildur, Óskar,
Erla og fjölskyldur.
Kvöldið er fagurt, sól er sest
og sefur fugl á grein.
Þessi setning úr söngtexta
minnir mig, umfram annað, á kær-
an vin sem nú hefur kvatt langt
fyrir aldur fram. Það var talsvert
liðið á nótt í júníbyrjun 1984 sem
ég kom fyrst í sveitina hans og þá
mætti mér sjón sem er mér
ógleymanleg. Þessi sjón var í senn
dulúðug og falleg en Landbrotið
var bókstaflega fullt af dalalæðu
en hólarnir stóðu upp úr henni. Ég
hugsaði með mér að svona falleg
sveit hlyti að bjóða upp á mörg æv-
intýri og það gerði hún sannar-
lega. Hilmar var þáttakandi í
mörgum þeirra ævintýra og oft-
sinnis var búið að leita til hans í
annríki daganna. Sérstaklega
minnist ég hans úr fjárragi í Holti,
Heiðarseli og Skaftárrétt, einnig
úr girðingar- og byggingarvinnu í
Holti, einnig var hann ómissandi
við fjárrúning á mörgum bæjum,
þar á meðal í Holti. Hilmar var
kappsamur og ósérhlífinn og gerði
miklar kröfur til sjálfs sín og ann-
arra í sambandi við vinnu. Hann
var einkar fjárglöggur og minnug-
ur á sitt fé (og stundum annarra).
Öllu sínu fé gaf hann nöfn, eftir út-
liti, geðslagi, afdrifum, húsfreyjun-
um í sveitinni eða hverju öðru sem
hann tók eftir í þeirra karakter og
þótt féð væri margt mundi hann
nöfnin vel. Einhverju sinni gauk-
aði ég að honum gömlum ærnafna-
vísum og veit að það þótti honum
vænt um og talsverður fengur að.
Hann var skemmtilegur, gaman-
samur og athugull á umhverfi sitt.
Börn hændust að honum og ekki
var hann fyrr sestur við eldhús-
borðið í Holti en heimasætan litla
var komin í fangið á honum. Hon-
um þótti gott að dreypa á víni og
var þá gjarnan setið á þúfu útí
mildri sumarnótt eða á garðabandi
í fjárhúsi. Horft yfir landið eða
fjárhópinn, málin rædd og stund-
um raulaður lagstúfur.
Kæri vinur, ég vona að við eig-
um einhvern tímann eftir að sitja
saman á garðabandi, dreypa á
koníaki, horfa yfir fjárhóp og
máski raula lítinn lagstúf en núna
er sólin þín sest, fuglinn sefur en
vissulega er kvöldið fagurt.
Hvíldu í friði.
Helga Guðrún
Sigurjónsdóttir.
Hilmar Sigurður
Jónsson
Nú er mín elskulega frænka
og trygga vinkona, Inga Lóa,
fallin frá eftir áralanga baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Á þeirri
þrautagöngu sem nú er lokið, í
birtu sumars, vann hún þó sig-
ur. Til marks um óbilandi kjark
hennar og baráttuvilja náði
hún, í byrjun júlí, að vera við-
stödd giftingu sonar síns, sem
var henni afar mikilvæg stund.
Inga Lóa átti því láni að fagna
að hafa sér við hlið umhyggju-
sama fjölskyldu og einstakan
lífsförunaut, hann Jón sinn.
Þau kynntust í Menntaskólan-
um á Akureyri og giftust ung.
Hjónaband þeirra Ingu Lóu og
Jóns var afar farsælt og í ná-
vist þeirra fannst manni alltaf
ríkja andrúmsloft nýgiftra
hjóna enda mjög samhent í öllu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Jón var þungamiðjan í lífi Ingu
Lóu og var alla tíð hennar stoð
og stytta, sem kom berlega í
ljós í veikindum hennar, en þar
stóð hann sem klettur við hlið
hennar, allt til hinsta dags. Á
kveðjustund lifna í huga mínum
bjartar minningar frá áhyggju-
lausum æskudögum okkar á
Akureyri, um hlýlegt heimili
Ingu Lóu í Goðabyggðinni, þar
sem ég upplifði gleði og ham-
ingju í glaðværu umhverfi. Ég
minnist einnig notalegra sam-
verustunda og gönguferða á
götum og stígum við Pollinn,
þar sem við á lognkyrrum
kvöldum létum okkur dreyma
um framtíðina. Samveru okkar
í sveitinni góðu, í Eyjafirði, þar
sem lagður var grunnur að
þeirri vináttu, sem aldrei bar
skugga á. Heimsóknir á Álfta-
nesið voru sannar gleðistundir,
þar sem börnin okkar, sem
fæddust á svipuðum tíma, léku
sér saman í fallegu umhverfi.
Inga Ólafía
Haraldsdóttir
✝ Inga ÓlafíaHaraldsdóttir
(Inga Lóa) fæddist
á Akureyri 28. nóv-
ember 1943. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 16.
júlí síðastliðinn.
Útför Ingu Lóu
fór fram frá Bessa-
staðakirkju 30. júlí
2013.
Heimili Ingu Lóu
og Jóns stóð vina-
hópnum alltaf opið
og var ætíð gott að
sækja þau hjón
heim. Hin síðari ár
var svo búið að
stofna frænku-
klúbb, sem hittist
einu sinni á ári til
þess að rifja upp
gamla tíma og
gæða sér á góðum
veitingum og var þar alltaf
glatt í góðra vina hópi. Inga
Lóa var góðum gáfum gædd,
sem urðu samferðafólki hennar
til gagns og gleði. Hún hafði
gott tóneyra og hafði mikið
yndi af tónlist. Hún lærði á pí-
anó og söng í mörg ár í kirkju-
kór Bessastaðahrepps. Hún var
einstök vinkona, hógvær, um-
hyggjusöm en viðkvæm. Hún
var ósérhlífin og alltaf gott að
leita til hennar með ráðlegg-
ingar. En það var stutt í hlát-
urinn á gleðistund og oft var
hún í hlutverki sögumannsins
við slík tækifæri. Hún hafði
ríka réttlætiskennd á líðan ann-
arra og sýndi það oft í verki.
Hún var einstaklega náin börn-
um sínum og barnabörnum sem
nutu umönnunar hennar í rík-
um mæli. Ég kveð þig með ást
og þakklæti. Hvíl í friði við hið
eilífa ljós.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Jón og fjölskylda, við
Kolbeinn sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur. Megi
fagrar og góðar minningar
styrkja ykkur í sorginni.
Þín Kristín (Lillagó).
Klökk horfi ég á eftir Ingu
Lóu vinkonu minni yfir móðuna
miklu.
Við áttum samleið frá blautu
barnsbeini, þ.e. í barnaskóla,
tónlistarskóla, íþróttafélagi,
menntaskóla, síðar á sama
vinnustað, í sama sumarbú-
staðahverfi og í lokin í sama
bæjarfélagi. Vinskapurinn þró-
aðist og varð mjög náinn síð-
ustu ár.
Ég lít á það sem forréttindi
að hafa fengið að kynnast svo
vel þessari frábæru fallegu
konu. Hún bar vott um glæsi-
mennsku, smekkvísi og var fal-
leg og heil í gegn. Ég heyrði
hana aldrei segja styggðaryrði
um nokkurn mann og henni
þótti betra að gefa en þiggja.
Augljóst er að hún unni mjög
Jóni sínum og börnum, hélt vel
utan um alla fjölskylduna og
dáði barnabörnin. Alltaf hlakk-
aði hún til að fara norður á
bernskuslóðir, einkum í Vaðla-
heiðina í fallegt sumarhús
þeirra hjóna. Jón var hennar
stoð og stytta gegnum alvarleg
veikindi sem hún bauð birginn.
Hún var algjör hetja í þeirri
baráttu og kepptist við að
þjálfa sig til að ná síðasta
markmiðinu sem var að vera
viðstödd brúðkaup sonar þeirra
og það tókst.
Við ætluðum að halda saman
upp á stórt stúdentsafmæli á
næsta ári en höfðum þó hent
gaman að því að við gætum líka
kallað hópinn saman á öðru til-
verustigi síðar.
Elsku Jón, Halla, Áslaug,
Halli, Ása, Helga og fjölskyld-
ur, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hvíl í friði, elsku vinkona, og
takk fyrir allt.
Kalla Signý Malmquist.
Í Goðabyggð tvö á Akureyri
bjuggu heiðurshjónin Ninna og
Halli, ásamt heimasætunum,
Ingu Lóu, Helgu og Ásu og
Stefaníu langömmu í kjallaran-
um. Á unglingsárunum mynd-
aðist náinn vinskapur með und-
irritaðri og Ingu Lóu og ég
varð daglegur gestur í Goða-
byggðinni. Auk þess að öðlast
vináttu og trúnað Ingu Lóu
hlaut ég umhyggju og vináttu
Ninnu og Halla. Í Goðabyggð-
inni var alltaf veisla, allir vel-
komnir, þar var spjallað og
hlegið fram á nótt, þar voru
spiluð Bítlalög um leið og
fyrsta Bítlaplatan kom til
landsins, Ninna var eins og ein
af stelpunum, en Halli hristi
höfuðið góðlátlega og kímdi.
Vinir og skólasystkini Ingu Lóu
fóru ekki varhluta af gestrisni
og örlæti fjölskyldunnar, ekki
bara meðan Inga Lóa var í föð-
urgarði, heldur líka á stúdent-
safmælum, en þá blésu Ninna
og Halli til veislu.
Inga Lóa og Jón Gunnlaugs-
son urðu par í menntaskóla,
stóðu þétt saman, áttu ham-
ingjuríkt hjónaband og farið að
styttast í gullbrúðkaup. Heimili
þeirra einkenndist af alúð,
smekkvísi og rausn. Þrjú
myndarleg og vel gerð börn
komu til sögunnar og síðar
tengdabörn og barnabörn, fal-
legt og mannvænlegt fólk. Inga
Lóa unni fjölskyldu sinni mjög
og hélt fast utan um hana. Hún
studdi Jón heils hugar í at-
vinnurekstri og lagði þar til
margar góðar hugmyndir. Hún
var afar farsæl í sínu starfi og
vel liðin.
Inga Lóa var glæsileg, aðlað-
andi og falleg kona, skynsöm
og heilbrigð að eðlisfari, hóg-
vær og hófstillt, vönduð, vamm-
laus og vinmörg. Hún var sér-
lega myndarleg til verka, lagin,
harðdugleg og skipulögð og
virtist hrista stórveislur fram
úr erminni. Á skólaárunum
unnum við oft saman hjá pabba
hennar í Kaupfélagi verka-
manna. Hún kunni þar skil á
öllum daglegum rekstri, gekk í
öll störf, var eldsnögg að leggja
saman í huganum og sagaði
kjötskrokka eftir kúnstarinnar
reglum í kjötsöginni eins og
ekkert væri.
Inga Lóa bjó yfir lunkinni
kímnigáfu. Hún varpaði oft
fram meinfyndnum athuga-
semdum um menn og málefni
og átti til að gera skemmtilegt
grín að sjálfri sér.
Inga Lóa bar tilfinningar
sínar ekki á torg. Hún var yf-
irveguð, trygglynd og traust.
Það var enginn einn, sem átti
Ingu Lóu að. Inga Lóa naut
góðs fjölskyldu- og heimilislífs,
hún og Jón undu glöð við sitt
og væntu saman góðrar upp-
skeru af ævistarfinu. Skyndi-
lega læsti vágestur í hana klón-
um. Það var sárt að sjá hve
sjúkdómurinn var Ingu Lóu
óvæginn og lék hana harkalega,
en jafnframt aðdáunarvert að
sjá hana halda innri reisn og
virðingu. Með henni bjó sterkur
lífsvilji og lífslöngun, margt var
ógert og margt sem hún vildi
njóta. Hún barðist af öllum
kröftum gegn meininu en mátti
lúta í lægra haldi fyrir vágest-
inum grimma.
Ingu Lóu verður sárt sakn-
Hún Olla móður-
systir mín dó öllum að óvörum
hinn 11. júlí. Lífgunartilraunir
báru engan árangur. Hennar
tími var líklega kominn, þó við
hefðum viljað að hún hefði get-
að verið hér lengur meðal ást-
vinanna. Þess vegna gafst ekki
tími til að kveðja hana. Ég kveð
þig nú Olla mín og minnist allra
ánægjustunda með þér í gegn-
um árin. Þegar ég var átta ára
bjó ég hjá foreldrum þínum
einn vetur og minnist alltaf
hversu uppátækjasöm þú gast
verið. Einu sinni fórstu á skóla-
ball og varst búin að dressa þig
upp, en settir svo skósvertu í
ljósa hárið þitt. Þetta fannst
þér mjög flott.
Ólafía Sólveig
Jónatansdóttir
✝ Ólafía SólveigJónatansdóttir
fæddist á Bíldudal
29. mars 1940. Hún
lést á heimili sínu á
Eyrarbakka 11. júlí
2013.
Útför Ólafíu var
gerð frá Eyr-
arbakkakirkju 26.
júlí 2013.
Þú varst bara 16
ára, þegar þú réðir
þig sem kaupakonu
í Brautarholti í
Dölum. Bóndason-
urinn á bænum,
Brynjólfur Aðal-
steinsson, varð
strax hugfanginn
af þessari ungu og
fallegu stúlku. Það
fór svo að þið urð-
uð hjón og eignuð-
ust þrjú mannvænleg börn, Að-
alstein, Agnar Bent og Önnu
Díu. Olla hafði verið á hús-
mæðraskóla á Staðarfelli og
hafði þar lært ýmislegt í mat-
reiðslu og öðru er vék að heim-
ilishaldi. Ég naut góðs af þessu,
þegar ég réði mig sem kaupa-
konu og barnfóstru til þeirra
hjóna til að passa Aðalstein
litla, sem var þá á fyrsta ári.
Hún kenndi mér að elda og
baka allt mögulegt. Hún var
góð vinkona mín og fræddi mig
um ýmsa hluti. Seinna kom ég
oft á sumrin í heimsókn og þar
vantaði nú ekki gestrisnina.
Stundum fengu ég og maðurinn
minn líka að fara á hestbak.
Það var alltaf jafngott að heim-
sækja þau.
En leiðir þeirra skildi og
flutti Olla aftur til höfuðborg-
arinnar og bjó sér og börnum
sínum notalegt heimili á Njáls-
götunni. Soninn Sævar Óla
eignaðist hún svo, er hún bjó
þar. Það átti ekki fyrir henni að
liggja að giftast barnsföður-
num, en hún eignaðist annan
mann, Þóri Atla, sem stóð alltaf
eins og klettur við hliðina á
henni og reyndist líka börn-
unum sem besti faðir. Bjuggu
þau lengi vel á Selfossi, en síð-
ustu árin á Eyrarbakka í litlu
húsi, sem þau hjónin tóku fyrst
allt í gegn og létu síðan byggja
nýja stofu við á mjög smekk-
legan hátt. Olla vildi alltaf hafa
fallegt í kringum sig og ræktaði
oft mikið af blómum.
En nú verða blómin bara að
vera í kirkjugarðinum hjá
henni. Ég votta eiginmanni,
börnum og barnabörnum sam-
úð. Ég mun geyma í minning-
unni fallegu myndina af henni í
peysufötunum.
Þín frænka,
Harpa.
Ég fékk hugboð um að ég
ætti að fylgja henni Ólafíu til
grafar, eða Ollu eins og hún var
kölluð, en hún var jarðsungin
frá Eyrarbakkakirkju 26. júlí
sl. og ég fór og mér leið betur á
eftir. Ég varð svo heppin að
kynnast henni er hún kom til
sumarstarfa á Sýsló á Selfossi,
fyrir þó nokkuð mörgum árum,
við vorum líka nágrannar í Út-
haganum, en við náðum vel
saman í vinnunni, enda var hún
yndisleg kona, hrein og bein, í
kaffipásu náðum við að spjalla
um allt mögulegt. Hún fann
upp á því að draga mig með í
Stokkseyrarsundlaug eftir
vinnu en í þá daga var unnið til
kl. 17 á daginn, hún hélt nú að
við hefðum gott af því að
synda, áður en við færum að
elda kvöldmatinm. Olla var allt-
af broshýr og glöð hún kvartaði
aldrei a.m.k. ekki í mín eyru.
Mér finnst leiðinlegt að hafa
ekki heimsótt hana á Eyrar-
bakka, en svona er þetta bara,
maður vann og vann og hugsaði
um heimilið er komið var heim
úr vinnu, þannig var það hjá
okkur báðum. En síðustu ár
varð hún fyrir tveimur áföllum,
sem endaði á einn veg. Ég bið
góðan Guð að styrkja Atla
manninn hennar og börn og
fjölskyldur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Sólrún Guðjónsdóttir.
Sími 551 3485,
svarað allan
sólarhringinn.
Vefsíða www.udo.is
útfararstjóriútfararstjóri
Davíð Jóhanna Óli Pétur
guðfræðingur
útfararþjónusta
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
www.kvedja.is
571 8222
82o 3939 svafar
82o 3938 hermann