Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 ✝ Sólrún ArnaErlingsdóttir fæddist 12. desem- ber 1954. Hún lést á heimili sínu í Mt. Vernon í Washing- tonfylki í Banda- ríkjunum 24. júní 2013. Kjörforeldrar Sólrúnar, eða Lillu eins og hún var kölluð meðal ná- inna ættingja, eru Lofthildur Kristín Hjálmtýsdóttir, f. 22. júní 1933, og Erlingur Theo- dórsson, f. 17. júní 1934, d. 1. janúar 2004. Systir Lillu er Mar- grét Theodorsson Haynes, f. 9. nóvember 1961. Lilla giftist Dani- el Ray Henderson. Þau eignuðust fjög- ur börn sem eru: Jesse Ray, f. 1973, Kristinn Ray, f. 1977, Shauna og Shannon, fæddar 1978. Barnabörnin eru orðin fimm talsins. Lilla og Dan skildu. Lilla var í sambúð með Charles Red- ford (Chuck). Lilla útskrifaðist úr high school þegar hún var 18 ára. Útför Sólrúnar Örnu fór fram í Vesturheimi. Nú er hún Lilla frænka mín horfin á braut af þessu tilveru- stigi. Lilla, eða Sólrún Arna eins og hennar skírnarnöfn var, var búsett á vesturströnd Bandaríkjanna í Washington- fylki. Lilla hafði átt við veikindi að stríða síðustu árin. Það verður að segjast að enginn veit hver örlög manns verða fyrr en yfir lýkur. Það má segja í tilviki Lillu frænku, að hún hafi ekki haft svo mikið um örlögin að segja þegar hún fluttist með foreldrum sínum um fermingaraldurinn vestur til Bandaríkjanna, sem ákváðu að freista gæfunnar í þessu fyr- irheitna landi tækifæranna. Það er erfitt að setja sig í spor Lillu, að allt í einu rífa sig upp og yfirgefa ættingjana, vinina og fósturjörðina. Lilla sýndi fljótt afburðaaðlögunarhæfni í landi hinna miklu andstæðna. Hún fæddi fjögur mannvænleg börn sem öll búa í fæðingar- fylkinu. Eftir því sem sagan segir, þá var ekkert gert nema búið væri að leggja það undir hana þegar mikilvægar ákvarð- anir voru teknar í fjölskyld- unni. Hún var dugnaðarforkur og afar ósérhlífin. Hvort rekja megi það til genatískra áhrifa, ofvirkni eða annarra þátta, þá var hún fram úr hófi hjálpsöm og greiðvikin. Ég man í gamla daga þegar hún hringdi í okkur á Baldursgötunni og spurði hvort ekki væri þörf á að þrífa á heimilinu. Hún var ekkert að hafa fyrir því að bíða eftir svari, heldur geystist af stað. Nokkrum andartökum síðan var hún byrjuð að taka allt skó- tau og henda því út á gangstétt og lét hendur svo sannarlega standa fram úr ermum við þrif- in. Lilla var einstaklega gjaf- mild. Í þau skipti sem hún kom til Íslands var hún klyfjuð gjöf- um til að gefa ættingjunum. Þetta lýsti henni vel. Hún var einnig mjög stolt af sínum upp- runa. Afi hennar, Jón Kr. Lár- usson, gaf út bók um miðja síð- ustu öld (Ævisaga Breiðfirðings). Lilla átti eintak af bókinni. Hún hafði áhuga á að gefa hana út á ensku. Henni entist því miður ekki aldur til að koma því í verk. Á þessum tímamótum er mér efst í huga eftirsjá og söknuður af Lillu, þessari fíngerðu, rösku og hjartahlýju frænku minni sem ekkert aumt mátti sjá. Að lokum vil ég votta öllum hennar nánustu ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Minningin lifir um góða frænku. Hjálmtýr Rúnar Baldursson. Sólrún Arna Erlingsdóttir Ég stóð í Ráðhúsinu við Tjörn- ina á málverkasýningu pabba míns sem ég hafði ekki kynnst. Þú hafðir komið símanúmerinu þínu fyrir á einum veggnum, og á með- an hjartað hamaðist í brjósti mér setti ég númerið í símann minn. Flækjur í fortíðinni höfðu gert það að verkum að ég hafði ekki vitneskju um hvar og hver þú varst fyrr en eftir að ég flutti heim frá Bandaríkjunum. Ég hélt að þú vissir að ég var sonur þinn á þeim tímapunkti, en annað var upp á teningnum þegar ég loks safnaði kjarki og sendi þér skila- boð. Ég þurfti að hitta þig. Þú hringdir í mig, og í kjölfarið upp- lifðum við okkar fyrstu kynni. Við hittumst í fyrstu vikulega á vinnu- stofunni þinni þar sem við borð- uðum banana, kex, osta og súkku- laði á meðan við tækluðum flækjur fortíðarinnar í samein- ingu. Þú tókst mér opnum örmum og sagðir við mig að þú værir Jóhann Georg Jóhannsson ✝ Jóhann GeorgJóhannsson fæddist í Keflavík 22. febrúar 1947. Hann lést á líkn- ardeild LSH 15. júlí 2013. Útför Jóhanns fór fram frá Frí- kirkjunni 25. júlí 2013. ánægður að eiga mig sem son. Mér þótti ólýsanlega vænt um að heyra þig segja þetta við mig, og mun ég ætíð geyma þessa stund í hjarta mér. Við feðgarnir vildum halda áfram að rækta okkar sam- band og vinna upp þann tíma sem við báðir höfðum því miður orðið af. Við fengum þó fjögur dýrmæt ár saman. Þú hafðir gefið mér tón- listargenin í fæðingargjöf þannig að við áttum strax sameiginlegt áhugamál. Þú sendir mér oft texta sem þú varst að vinna með og baðst mig um að gagnrýna þá, og þú gafst mér ráðleggingar um ýmislegt sem tengdist mínum tónlistarstörfum. Þú sýndir mér áhuga, vináttu og kærleika og ég fann að ég var ekki lengur sá týndi sonur sem ég hafði oft upp- lifað mig vera. Mér þótti ómetan- lega vænt um síðbúnu brúðargjöf- ina sem þú gafst mér og konunni minni. Hún var í því fólgin að þú leyfðir mér að velja málverk eftir þig. Þú hafðir haft þennan háttinn á þegar börnin þín giftu sig og þú skildir mig ekki útundan þrátt fyrir það að við hefðum ekki upp- lifað brúðkaupsdaginn minn sam- an – enda langt síðan. Þarna fann ég aftur að ég var velkominn inn í líf þitt. Ég er svo þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast þér, yndislegu konunni þinni, systrum mínum og fjölskyldunni allri. Tíminn okkar saman var stuttur en ég er þakklátur fyrir hverja mínútu sem við áttum saman. Á líknardeildinni eyddum við góð- um tíma saman og einna minnis- stæðust er sú stund þegar við hlustuðum saman á fallega lagið þitt um kærleikann í flutningi Óð- manna. Þér leið ekki of vel lík- amlega á þeirri stundu, en lifnaðir allur við þegar ég spilaði það og vildir láta taka myndir af okkur tveimur og Kötu systur þinni sem var hjá okkur. Þér var mikið í mun að myndirnar væru teknar á meðan lagið hljómaði. Þú gafst mér stóra og dýrmæta gjöf: Mig og þig. Nú ertu farinn, en ekki frá mér, því þú munt alltaf vera hluti af mér. Blóðið og tónlistin tengir okkur saman sterkum böndum sem enginn fær slitið. Takk fyrir allt, pabbi. Ég sakna þín. Við þú málaðir mynd af mér og þér á striga tímans skuggar og skarpir litir stigu dans á fölum grunni mjúkar strokur kysstu baugalínur kærleikans verk þú penslaðir mig inn með léttum strokum fram á hinstu stund (Ívar Jóhann – ort að útför lokinni.) Þinn, Ívar Jóhann. Hinsta kveðja frá skólafélögum úr VÍ-53 Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Birna G. Bjarnleifsdóttir. Elsku amma mín hefur kvatt þennan heim. Amma var alveg einstaklega góð kona og umvafði mig hlýju. Hún var ein af þeim yndislegustu og bestu mann- eskjum sem ég hef kynnst og Lína Lilja Hannesdóttir ✝ Lína LiljaHannesdóttir fæddist í Reykjavík 14. september 1935. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir 18. júlí 2013. Útför Línu fór fram frá Garða- kirkju 29. júlí 2013. betri ömmu var vart hægt að hugsa sér. Enda vildi hún allt fyrir alla gera, sérstaklega okkur barnabörnin. Það var alltaf jafn nota- legt að koma í heimsókn til ömmu og afa á Hagaflöt- ina. Amma vildi auðvitað bjóða okk- ur allt það besta sem til var og hún þreyttist aldrei á að snúast í kringum okkur krakkana. Ef við vorum ekki að gæða okkur á einhverju góðgæti, þá var verið að baka, vökva blómin í gróðurhúsinu, veiða í læknum eða spila „rass- inn úr buxunum“, eins og hún orðaði það. Við spiluðum marías, lönguvitleysu, manna og olsen olsen út í eitt. Og auðvitað pass- aði hún upp á það að láta mig vinna svo litla barnabarnið yrði ánægt og þá fékk ég titilinn ol- sen olsen meistari. Það má segja að amma hafi kennt mér dönsku, við sátum yfir dönsku skólabókunum þar sem við lærð- um og lásum saman. Það er henni að þakka hversu vel mér gekk að læra dönskuna og ég er henni þakklát fyrir það í dag. Fastir punktar í tilverunni hjá okkur krökkunum var pipar- kökubakstur með ömmu fyrir jólin þar sem öll barnabörnin voru í aðalhlutverki. Í seinni tíð hittist öll fjölskyldan í kakói og kökum á aðfangadag kl. 14 til að skiptast á pökkum. Þrátt fyrir að jólamatur biði okkar kl. 18 þá var kaffiborðið hjá ömmu eins og ekki væri nein önnur veisla þann daginn. Fyrir mér var amma Lína ekki bara amma heldur var hún alveg einstakur og traustur vin- ur. Nú kveðjum við þig, elsku amma, með söknuð í hjarta en minningar þínar munu lifa um ókomna tíð. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Elsku amma Lína, mér þykir óendanlega vænt um þig og er þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Þín Lilja Lind. Ég kynntist Alla eins og hann var kallaður í daglegu tali er hann kom hingað til Bíldudals um 1970 sem yfirumsjónarmaður kirkju- garða fyrir þjóðkirkjuna. Þá starf- aði ég hér við kirkjuna og var nýbúinn að taka allan kirkjugarð- inn hér og endurvinna hann. Ég fékk eftir skoðun Aðalsteins á garðinum fyrstu verðlaun fyrir mína vinnu og leiddi það til þess að hann fékk mig til að endurvinna Aðalsteinn Steindórsson ✝ Guðbergur Að-alsteinn Stein- dórsson fæddist í Kálfakoti í Mosfells- sveit 1. október 1921. Hann lést í Hveragerði 18. júlí 2013. Útför Aðalsteins fór fram frá- Hveragerðiskirkju 27. júlí 2013. marga kirkjugarða eftir þetta og vann ég frá 1989 til 1994 öll sumur í þessu starfi með góða menn mér til hjálp- ar. Ég þakka hon- um enn og aftur fyr- ir það traust og virðingu er hann sýndi mér og kveð hann með ljóði Her- dísar Andrésdóttur. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Friður Guðs blessi Aðalstein. Jón Kr. Ólafsson, söngvari. Elsku besti afi minn. Það vakna svo margar góðar minningar þegar ég hugsa til þín að ég veit hreinlega ekki hvar ég á að byrja. Þú, elsku afi, varst alltaf til staðar fyrir mig, veittir mér hjálparhönd við hvert tækifæri og gerðir allt sem þú gast til að gera mig og fjölskylduna hamingju- sama. Hvort sem það var að lána mér bílinn þinn, en ég fékk hann svo oft og þú tókst það sko ekki í mál að ég tæki bensín á hann, Guðmundur Á. Auðbjörnsson ✝ Guðmundur Á.Auðbjörnsson fæddist á Eskifirði 4. október 1928. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 19. júlí 2013. Útför Guð- mundar fór fram frá Eskifjarðarkirkju 27. júlí 2013. bjóða mér í skúffu- köku sem þú fórst sérferð út í búð að kaupa því þú vissir að hún væri uppá- haldið mitt eða þá bara að lauma smá- pening í vasann minn. Í kringum þig ríkti svo mikill kær- leikur og þótt þú haf- ir alltaf verið að gera öðrum gott varstu svo þakklátur þegar eitthvað var gert fyrir þig. Þú varst ekki bara afi minn, heldur einnig vinur og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að njóta nærveru þinnar þessi nítján ár. Þú varst yndislegur í alla staði og ég minnist þess bara að hafa séð þig með bros á vör. Þú verður alltaf til staðar í hjarta mínu – þín verður sárt saknað. Þín, Ester. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR HEIMIS RÖGNVALDSSONAR, Brekkuhvammi 7, Hafnarfirði. Kristín Bjarnadóttir, Sigurlaug Helga Emilsdóttir, John H. Frantz, Birna Guðmundsdóttir, Vignir Guðmundsson, Guðný Á. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts ástkærs föður míns, tengdaföður, bróður okkar, mágs og frænda, BJÖRNS TRYGGVA KARLSSONAR kennara, Ásbraut 5, Kópavogi. Guðmundur Tryggvason, Sanita Osa, Ólöf Hulda Karlsdóttir, Guðrún Karlsdóttir, Leo J.W. Ingason og fjölskyldur þeirra. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát BALDURS FRÍMANNSSONAR, Skálateigi 3, Akureyri. Lilja Hallgrímsdóttir, Geir Baldursson, Svava Hauksdóttir, Valborg Rut Geirsdóttir, Baldur Geirsson, Agnar Geirsson, Gréta Baldursdóttir, Jón Pálmi Magnússon, Lilja Sigurðardóttir, Elísa Ósk Jónsdóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.