Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 30

Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Nú kveð ég ömmu mína, Ragn- heiði Indriðadótt- ur, sem var alltaf kölluð amma Lilla. Ég mun sakna þess að koma ekki oftar í heimsókn til hennar á Skúlagötuna því þar Ragnheiður Indriðadóttir ✝ RagnheiðurIndriðadóttir fæddist í Reykjavík 30. janúar 1930. Hún lést á heimili sínu 16. júlí 2013. Útför Ragnheið- ar fór fram í kyrr- þey 25. júlí 2013. áttum við margar góðar stundir. Nú síðustu ár kom öll fjölskyldan þar saman á hverjum miðvikudegi og þar var gleðin ætíð við völd. Miðvikudag- arnir voru mikið til- hlökkunarefni í viku hverri og það var samveran sjálf sem skipti mestu. Alltaf var ömmu jafn illa við það þegar við stálumst í sjónvarps- fjarstýringarnar. Sjónvarpið var heilagur hlutur á heimilinu og það mátti alls ekki rugla stöðvunum. Það dugði vitanlega lítið til þó hún reyndi að fela fjarstýringarnar, við fundum þær alltaf aftur og héldum upp- teknum hætti, henni til mikils ama. Ég minnist einnig reglulegra leikhúsferða með ömmu og vin- konum hennar, Áslaugu og Þur- íði. Á hverju ári fórum við á sýn- ingar á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ég var nú ekki beinlínis aldursforsetinn í hópn- um því hálf öld skildi okkur að í árum en alltaf voru þær jafn hressar og þvílík unglömb hef ég ekki fyrirhitt. Við áttum bestu sætin í húsinu og skemmt- um okkur konunglega yfir hverri sýningu. Mér er það einna minnisstæðast nú í vetur þegar við hlógum svo mikið að við gátum varla staðið upp í hléinu, slík var gleðin. Hléið var einmitt ómissandi hluti af hverri sýningu því ekki mátti halda sýningunni áfram án þess að fá eitt púrtvínsglas í drottningar- svítunni. Við áttum svo margar dýr- mætar samverustundir saman. Amma passaði mig alltaf þegar ég var lítil og ég man hve oft við keyptum bland í poka og fórum að gefa öndunum brauð – þó ég hafi nú borðað mest af brauðinu sjálf. Við spiluðum líka mikið á spil. Hún kenndi mér að það væri stranglega bannað að svindla og að ekki mætti vera tapsár en ég átti það til að fara í fýlu ef ekki gekk vel í spilinu. Hún varst stórkostleg kona og yndisleg amma. Saman eig- um við hafsjó af minningum sem ég hugsa til með gleði í hjarta. Sólveig. ✝ SteingrímurHjaltalín Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 10.6. 1956. Hann and- aðist á líknardeild LSH 22.7. 2013. Foreldrar hans voru Guðjón Jóns- son, f. 4.11. 1913, d. 5.4. 1992 og Ásdís Steingrímsdóttir, f. 29.1. 1931. Systkini Steingríms: Sigurður Guð- jónsson, f. 7.2. 1952, kvæntur Guðrúnu Björgu Kristmunds- dóttur, f. 19.10. 1953 og Sigrún Guðjónsdóttir, f. 17.7. 1953, gift Ásmundi Kristinssyni, f. 5.12 1951. Steingrímur kvæntist Bríeti Einarsdóttur, f. 12.2. 1957, og áttu þau dótturina Ásdísi, f. 22.11. 1977. Hennar maður er Mark Coleman, f. 7.10. 1975, og eiga þau dæturnar Ísabel Evu, f. Steingrímur lauk gagnfræða- prófi frá Hagaskóla og fór síðar í Iðnskólann í Reykjavík, jafn- framt á samning í vélvirkjun í vélsmiðjunni Héðni og lauk það- an sveinsprófi í iðninni. Eftir nokkurra ára starf í Héðni fluttu Steingrímur og María upp á Akranes og starfaði hann fyrst hjá Krossvík við viðhald fiski- skipa, síðan hóf hann störf hjá Ís- lenska járnblendifélaginu, en þar starfaði hann í rúm tuttugu ár. Síðar stundaði hann vinnu um tíma frá Akranesi og eftir að hann flutti þaðan til Reykjavíkur, vann hann fyrst við Þjóðleik- húsið og eftir það við Borgarleik- húsið, en síðast var hann umsjón- armaður og sviðsstjóri Gamla bíós. Steingrímur var list- hneigður maður og teiknaði og málaði á yngri árum; þá hafði hann næmt auga fyrir ljós- myndun. Hann var mikill bóka- og kvikmyndaunnandi og hafði mikið yndi af tónlist. Á Akranesi tók hann virkan þátt í starfsemi Skagaleikflokksins í um þrjátíu ár, þar af formaður um nokkurra ára skeið. Útför Steingríms fór fram frá Fossvogskapellu í kyrrþey. 20.3. 2007, Natalie Rós, f. 20.3. 2007, og Bríeti Söru, f. 4.2. 2012. Þau skildu. Síðar kvæntist hann Maríu B. Hreins- dóttur, f. 4.4. 1960, og áttu þau börnin; Silju Eyrúnu, f. 7.2. 1982, hún er gift Pálma Þór Sævars- syni, f. 29.6. 1981 og eiga þau börnin Marinó Þór, f. 9.12. 2002, Sævar Alexander, f. 30.11. 2007, Birgi Ívar, f. 23.11. 2009, og Rakel Maríu, f. 9.9. 2012; Davíð Reyni, f. 10.11. 1984, maki er Edit Óm- arsdóttir, f. 28.3. 1988, og eiga þau dæturnar Sögu Dís, f. 24.4. 2008 og Heklu Maríu, f. 25.8. 2011; Sindra Frey, f. 30.5. 1991. Þau skildu. Eftirlifandi unnusta Stein- gríms er Kirsten Ertmann, f. 4.9. 1955, frá Lösning í Danmörku. Elsku hjartans pabbi minn. Þetta líf þetta líf þetta líf – var frasi sem þú sagðir svo oft og hann á svo vel við núna. Þetta líf er svo snúið og skrítið að ekki átti ég von á því í upphafi árs að örfá- um mánuðum síðar værir þú bú- inn að heyja mjög ósanngjarna baráttu við krabbamein og búinn að kveðja þetta líf. Þessi barátta varð aldrei að alvöru baráttu, öll vopn voru slegin úr hendi þér strax í upphafi en þrátt fyrir það hafðirðu alltaf baráttuviljann, þú aktívistinn sjálfur. Við eigum svo margar minn- ingar saman og ég er svo þakklát að hafa fengið að eiga þig að í rúm þrjátíu ár. Helsta sameigin- lega áhugamálið okkar var leik- húsin. Þegar ég var lítil var ég alltaf að skottast með þér þegar þú varst í Skagaleikflokknum og mér fannst það svo gaman. Seinna þegar þú varst starfandi við leikhúsin þá bauðstu mér svo oft með á sýningar og alltaf fékk maður sömu gæsahúðina. Hvað ég vildi óska ég hefði komist oftar með þér. Uppáhalds hljómsveitin þín var Jethro Tull og ég man hvað þú varst glaður þegar ég ákvað að fara í tónlistarnám að læra á þverflautu. Ég held þú hafir gert þér vonir að ég gæti leikið eftir Ian Anderson einn daginn en því miður skorti mig alla þolinmæði til að halda áfram eftir einn vet- ur. En þú hafðir alltaf trú á mér með allt sem ég tók mér fyrir hendur og það er ég svo þakklát fyrir. Við börnin vorum gullin þín, þér fannst þú svo ríkur og þegar barnabörnin fóru að koma, fyrst Marinó og síðar komu átta stykki í viðbót koll af kolli og var afi allt- af jafn stoltur og ánægður eins og kóngur sem sá ríkidæmi sitt stækka og stækka. Ég vildi óska að þessi barátta hefði verið þér í vil en svona er þetta, lífið gefur – lífið tekur. En við sjáumst síðar, ég veit þú bíður eftir okkur. Elska þig alla leið til tunglsins og til baka og lengra ef hægt er. Þín Silja. Elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég elska þig. Þinn, Sindri Freyr. Pabbi, við vorum alltaf svo góðir vinir eða „pallar“ eins og þú myndir segja. Þegar ég var yngri þá áttu vin- ir mínir til að segja „þú átt svo skemmtilegan pabba“ og ég skildi ekkert hvað þeir voru að tala um, ég hélt að pabbar væru bara svona. En seinna skildi ég aðeins meira hvað þeir áttu við, hvaða pabbar raka hausinn á 8 ára stráknum sínum (mömmu til mikillar ánægju) svo hann geti litið meira út eins og Michael Jor- dan, eða gefa honum alvöru sverð, og í vatnsleikjastríðum með hinum krökkunum fékk ég ekki vatnsbyssu heldur gamal- dags slökkvitæki með pumpu. Við áttum góðar stundir sam- an og bjuggum lengi einir saman, þá var maður mótaður tónlistar- lega og kvikmyndalega, og ég tala nú ekki um sögulega því að koma heim var oft eins og að koma á safn, þú varst mikill safn- ari og það er ótrúlegt hvað þú náðir að safna að þér, allar þessar orður, stríðsmunir og allskonar gamlir munir. Við systkinin erum svo heppin að við munum aldrei gleyma æsk- unni því þú varst alltaf á bakvið myndavélina og svo í tvítugs- afmælisgjöf gafstu okkur spólur og DVD með okkar ævi á, og eftir 15-20 ár vona ég að ég geti gert það sama fyrir mín börn. Ég sakna þín, pabbi minn og því miður þurftir þú að fara fyrr en við öll vildum en þú skildir eft- ir þig djúp spor í mínu hjarta og næst þegar ég á í einhverjum vandræðum þá get ég ekki hringt í þig en ég mun hugsa til baka og hugsa, hvað hefði pabbi sagt. Þinn, Davíð Reynir. Ég sagði oft við pabba „ein- hvern tíma ætla ég að skrifa um þig bók“, hugmynd sem honum leist afskaplega vel á. En það þyrfti líka heila bók til að lýsa því hvernig manneskja hann var og hvers virði hann var mér. Fyrst og fremst var hann al- veg yndislegur pabbi. Ég ólst ekki upp hjá honum en ég leið aldrei fyrir það. Alltaf þegar ég kom í heimsókn var mér tekið fagnandi og ég fann svo vel hvað ég var velkomin hjá honum og Maju. Hann byrjaði snemma að reyna að ala mig upp tónlistar- lega. Ég hef verið um 6 eða 7 ára þegar hann lét mig setjast niður og spilaði fyrir mig Jethro Tull og Pink Floyd. Ég var að hlusta á Pílu Pínu á þessum tíma þannig að þessar tilraunir hans gengu hálf brösuglega. Hann gafst samt ekki upp og á unglingsárunum fórum við virki- lega að ná saman á okkar áhuga- sviðum og ég fór að fíla hans tón- list, honum til mikillar gleði. Það var líka sá tími sem samband okkar breyttist frá því að vera uppalandi og barn yfir í einlæga vináttu byggða á jafningjagrund- velli og gagnkvæmri virðingu. Ég elskaði pabbahelgar þar sem ég fór upp á Akranes til hans. Við elduðum saman, töluðum saman út í eitt og gláptum svo á bíó- myndir. Þessi vinátta okkar átti bara eftir að styrkjast og dýpka. Hann studdi mig á allan hátt í því sem ég tók mér fyrir hendur. Heim- sótti mig þegar ég bjó á Írlandi, hélt ræðu í brúðkaupinu mínu og var stressaðri og spenntari en all- ar ömmurnar til samans þegar börnin mín fæddust. Þá er mér minnisstætt þegar hann gaf mér dularfulla videóspólu þegar ég varð tvítug. Í hvítu hulstri með nafninu mínu framan á. Það var ákveðið að horfa á hana í veislunni um kvöldið því allir voru forvitnir hvað væri eiginlega á spólunni. Þá hafði hann tekið saman myndir og myndbönd frá því að ég fæddist og til þessa dags og klippt saman í eina mynd. Öll leikrit, útvarps- þættir, þetta var allt þarna. Hann hafði meira að segja farið og tekið mynd af öllum þeim húsum sem ég hafði búið í um ævina. Hann hafði lagt svo mikla vinnu og ást í þessa gjöf að allir afmælisgestirn- ir voru farnir að tárast. En svona var hann, hann gaf svo ótrúlega mikið af sér. Það er óendanlega sárt að hann þurfti að kveðja svona fljótt. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég á eftir að sakna hans. En þegar sorgin er sem sárust reyni ég að rifja upp allar góðu minn- ingarnar og þær eru svo margar að ég get ekki annað en fyllst þakklæti. Fyrir að hafa átt hann sem pabba, sem vin. Fyrir að hafa fengið svona yndislegan tíma með honum og Kirsten okk- ar í fyrra út í Danmörku. Fyrir allt sem hann kenndi mér. Fyrir allt sem hann var mér. Ég elska þig, pabbi minn. Þín, Ásdís (Dísa). Elsku afi okkar. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakið yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Afaknús og klapp á koll. Þín barnabörn, Marinó Þór, Sævar Alex- ander, Birgir Ívar og Rakel María Pálmabörn. Natalie Rós, Isabel Eva og Bríet Sara Coleman. Saga Dís og Hekla María Davíðsdætur. Sjöundi ágúst, sagði hann ang- urværum rómi og átti þá við áætl- aðan fæðingardag yngri dóttur okkar hjóna. Þetta mundi hann og nefndi á dánarbeðinu, er ég spurði hvort ég gæti ekki gert eitthvað fyrir hann að síðustu. Þannig var hann Steini minn. Alltaf að hugsa um þá sem hann unni. Svo dæmalaust elskulegur og hlýr. Og ævinlega að þakka fyrir sig. Þá sjaldan maður varð fyrri til að segja takk fyrir eitt- hvað, heyrðist jafnan „dittó“ að bragði. Dittó, vinurinn. Vinátta okkar hófst fyrir rúm- lega tveimur áratugum, þegar Skagaleikflokkurinn undirbjó uppsetningu á nýju íslensku leik- verki. Fáheyrt var á þeim tíma að áhugaleikfélag stæði í slíku. Höf- undurinn kynnti mig fyrir fram- sýnum formanninum, Steingrími Guðjónssyni, sem jafnframt var einn af aðalleikurunum. Þessi há- vaxni og myndarlegi maður hafði afar sterka nærveru. Hann kom mér fyrir sjónir eins og heims- kunnur kvikmyndaleikari, svo svipsterkur að honum hefði verið í lófa lagið að bera uppi bíómynd í fullri lengd, án þess að segja orð. Síðri varð hann og ekki við að taka til máls; tungutak og rómur spönnuðu gjörvallt spektrúmið, með ósjálfráðum kúnstpásum sem færustu fagmenn hefðu vart getað leikið eftir. Svo sjarmer- andi var hann og flottur, alltaf hreint; dramatískur bæði og dýnamískur. Til dauðadags. Hann Steini minn varð aldrei atvinnuleikari, þótt sviðsljósið hefði sjálfsagt farið honum betur en flestum. Hlutverk hans voru yfirleitt bakvið tjöldin. Þeim gegndi hann einatt af ósérhlífni og gilti þá einu hvort um launað starf var að ræða eða sjálfboða- vinnu. Steini var ekki aðeins frá- bær sviðsmaður í helstu leikhús- um höfuðborgarinnar, heldur einnig ötull aðstoðarmaður alls- kyns listafólks. Þannig man ég eftir honum á Akranesi; hann var ávallt boðinn og búinn að aðstoða heimamenn jafnt sem gestkom- andi, hvort sem var í leiklist, tón- list eða myndlist. Skjólshúsi skaut hann meira að segja yfir rithöf- unda sem komu í bæinn til að lesa upp úr verkum sínum. Um árabil var hann máttarstólpi í menning- arlífi Akurnesinga; prímusmótor í áðurnefndum Skagaleikflokki, einn af forsprökkum Írskra daga og svo mætti lengi telja. Steini lærði ungur sína iðn og starfaði lengstum við hana. En listagyðjan átti hug hans allan, að fjölskyldunni frátalinni. Hann var afar stoltur af börnunum sín- um og lagði sig fram um að eiga við þau gott vináttusamband. Og mér segir sá hugur að afahlut- verkið hafi farið honum sérstak- lega vel. Árin framundan virtust björt. Börnin komin til manns og minn maður búinn að finna ástina sína, Kirsten. Það var fjarska gleðilegt að fylgjast með þróuninni, síðustu árin, því undangengnir áratugir höfðu á stundum verið honum Steina mínum erfiðir. Maður var farinn að sjá fram á tiltölulega stillt og sólríkt haust í annars óþarflega veðrasömu lífi hans, þegar ótíðindin um krabbameinið bárust. Hann hafði mátt þola nóg. Elsku kallinn. Á lífsleiðinni varð hann ítrekað fyrir áföllum sem bugað hefðu margan. En Steini var svo dæmalaust glaðsinna að ekki kom annað til greina en að halda áfram. Og oftast nær gekk honum giska vel að líta tilveruna jákvæðum augum, þótt vissulega þyrfti hann annað veifið að glíma við eftirköst erfiðrar reynslu. Þá var nærtækt fyrir næmgeðja menn að deyfa sig. Og það gerð- um við stundum, vinirnir. En oft- ar var nú glatt á hjalla, hvort sem kaffið var svart eða blandað. Það gilti í sjálfu sér einu. Samveran var ævinlega góð. Ég verð ávallt þakklátur fyrir allar okkar stundir, í gleði og sorg. Það voru forréttindi að vera vinur Steingríms Guðjónssonar. Minningin lifir um dæmalaust góðan dreng. Orri Harðarson. Steingrímur H. Guðjónsson ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÓSKARS ÓSKARSSONAR. Ragnheiður Baldursdóttir, Sigríður S. Óskarsdóttir, Ólafur M. Ólafsson Óskar B. Óskarsson, Ingibjörg Hjálmfríðardóttir, Baldur Ö. Óskarsson, Kristín J. Kolbeinsdóttir Diego, barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR, fv. yfirkennara, Vesturgötu 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Vesturgötu 7. Björg Sigurðardóttir, Troels Bendtsen, Hanna Sigurðardóttir, Kristinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.