Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Það lagðist lítið fyrir kappana ívinstristjórninni þegar Fær- eyingar áttu í þrengingum. Fær- eyingar stóðu þéttast við bakið á Ís- lendingum þegar á þurfti að halda haustið 2008 og hafa margoft sýnt að þar fer ekki aðeins frændþjóð heldur einnig vinaþjóð.    Steingrímur J.Sigfússon, fyrr- verandi ráðherra sjávarútvegsmála, hefur nú viðurkennt að í óformlegum samskiptum vinstri- stjórnarinnar við færeysk stjórnvöld í fyrra hafi Fær- eyingum verið bent á að reyna ekki að landa makríl í íslenskum höfnum.    Með þessu staðfestir hann þaðsem Jacob Vestergaard, sjáv- arútvegsráðherra Færeyja, sagði nýverið í samtali við færeyska rík- isútvarpið að Færeyingar hefðu fengið „hint“ frá Íslendingum um að ekki væri vilji til að leyfa löndun hér.    Og færeyska útvarpið benti á aðþar með væri Grænland eina Norðurlandaþjóðin sem hefði ekki neitað færeyskum skipum um land- anir.    Athygli vekur að Steingrímur ogfélagar skuli hafa farið þá leið að „hinta“ að þessu við frændur okkar í stað þess að tilkynna þetta formlega.    Sú staðreynd sýnir að samviskanvar ekki góð og að þáverandi stjórnvöld vissu að Íslendingar yrðu ekki sáttir við að þannig væri snúið baki við frændþjóðinni á erf- iðum tímum. Jacob Vestergaard Leynimakk gegn frændþjóðinni STAKSTEINAR Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 2.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skúrir Bolungarvík 7 rigning Akureyri 10 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 15 léttskýjað Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 19 skýjað Glasgow 17 alskýjað London 25 léttskýjað París 23 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 17 skúrir Berlín 16 skýjað Vín 18 skýjað Moskva 16 skýjað Algarve 28 léttskýjað Madríd 32 heiðskírt Barcelona 27 heiðskírt Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 18 heiðskírt Montreal 20 alskýjað New York 27 léttskýjað Chicago 25 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:18 20:38 ÍSAFJÖRÐUR 6:16 20:49 SIGLUFJÖRÐUR 5:59 20:32 DJÚPIVOGUR 5:45 20:09 Skemmtiferðaskip hafa verið áber- andi í Reykjavíkurhöfn í sumar og frá sunnudegi til sunnudags, 1. til 8. september, eru skráðar átta komur til höfuðborgarinnar. Bremen, eitt minnsta skemmti- ferðaskipið sem kemur til landsins í sumar (6.752 brúttótonn), lagðist að miðbakkanum á sunnudag en annars leggjast þau að Skarfabakka þessa viku. Amadea (29.008 bt) og Euro- dam (86.273 bt) voru þar í gær, AIDAluna (69.203 bt) og Adventure of the Seas (137.276 bt) eru vænt- anleg árla dags á morgun, Carib- bean Princess (112.894 bt) á fimmtu- dag og Brilliance of the Seas (90.090 bt) og Crystal Symphony (51.044 bt) á sunnudag. Í stærstu skipunum eru um 3.000 farþegar og yfir 1.000 skip- verjar og ætla má að margir þeirra fari m.a. gullna hringinn. Skemmtiferðaskip nær daglegir gestir Morgunblaðið/RAX Skarfabakki Tvö skemmtiferðaskip, Amadea og Eurodam, voru þar í gær. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup segist rétt tæpur helmingur styðja ríkis- stjórn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks en stuðningur við stjórnina hefur minnkað um 13 pró- sentustig frá kosningum í vor. Fylgi Sjálfstæðisflokksins fer lítillega upp frá kosningum og mælist flokkurinn nú með 28 pró- sentustig. Samfylkingin bætir tölu- verðu við sig og mælist nú með stuðning 17 prósenta kjósenda en Framsóknarflokkur missir átta prósentustig og segjast nú 16 pró- sent myndu styðja flokkinn ef geng- ið yrði til kosninga í dag. Þá segjast tæplega 15 prósent styðja Vinstihreyfinguna – grænt framboð. Píratar mælast með átta prósent og Björt framtíð með rétt rúm níu prósent. Önnur framboð mælast með minna. Helmingur styður ríkisstjórnina Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 23. ágúst til og með 29. ágúst var 101. Þar af voru 84 samningar um eignir í fjöl- býli og 17 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 2.926 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29 milljónir króna. Á síðustu 12 vikum hefur að með- altali 113 kaupsamningum verið þinglýst á viku á höfuðborgarsvæð- inu. Salan í síðustu viku er því held- ur minni en verið hefur. 101 fasteign þing- lýst í síðustu viku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.