Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Karl Blöndal kbl@mbl.is Engin rothögg voru greidd í kapp- ræðum Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Peers Steinbrücks, kanslaraefnis sósíaldemókrata, á sunnudag. Merkel lagði áherslu á að sér hefði tekist að stýra þýsku efna- hagslífi af öryggi í gegnum kreppuna á evrusvæðinu. Steinbrück ítrekaði að hann hygðist auka félagslegt rétt- læti í Þýskalandi og efla samstöðuna í Evrópu. Aðeins þrjár vikur eru í kosning- ar. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Merkel mikið forskot á Stein- brück og munu keppinautarnir ekki leiða saman hesta sína í kappræðum í sjónvarpi aftur fyrir kosningarnar. Merkel vísaði í kappræðunum til hagvaxtar í Þýskalandi og lítils at- vinnuleysis og leitaðist við að sann- færa kjósendur um að Þýskaland yrði áfram í öruggum höndum næði hún endurkjöri. „Þýskaland er aflvaki vaxtar og akkeri stöðugleika,“ sagði hún. „Við höfum sýnt hvers við erum megnug á erfiðum tímum.“ Merkel lagði einnig áherslu á að stjórn sín hefði dregið úr skuldum ríkisins og harðlínustefna hennar um að krefjast umbóta í þeim evrulönd- um, sem fengu neyðarlán, væri nú að skila árangri. Steinbrück gagnrýndi Merkel einkum fyrir aðgerðaleysi, stjórn hennar kysi fremur að bíða og sjá til, en að taka af skarið. Það hefði sést bæði þegar ákveðið var að segja skil- ið við kjarnorku og leggja áherslu á endurnýjanlega orkugjafa og þegar gera átti grein fyrir hneykslinu vegna netnjósna Bandaríkjamanna. Merkel hefði „lamað“ forustu lands- ins. „Ég framkvæmi ekki fyrst og hugsa svo,“ svaraði Merkel og vísaði þar til þess að Steinbrück, sem kveðst tala hreint út, hefur ítrekað talað af sér í kosningabaráttunni. „Ég geri hið gagnstæða: Ég hugsa, síðan ákveð ég mig og svo fram- kvæmi ég.“ Steinbrück sagði að bilið milli ríkra og fátækra hefði breikkað í Þýskalandi og krafðist þess að lág- markslaun yrðu hækkuð í landinu. Sömuleiðis þyrfti að efla aðra hjálp Jafnar kansl- arakappræður  Merkel og Steinbrück tókust á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það var stjórnarher forsetans sýr- lenska, Bashar al-Assad, sem stóð að baki efnavopnaárásinni í höfuð- borginni Damaskus 21. ágúst síðast- liðinn og varð a.m.k. 281 að bana, segir í skjölum frönsku leyniþjón- ustunnar sem birt voru í gær. Fréttastofa AFP hefur eftir heim- ildarmanni að samkvæmt skjölunum hafi umfang árásarinnar verið gríð- arlegt en áætlaður fjöldi látinna talsvert minni en að sögn banda- rísku leyniþjónustunnar, sem telur 1.400 hafa fallið. Assad sagði í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro í gær að hern- aðaraðgerðir vestrænna ríkja gegn Sýrlandi gætu leitt til stríðsástands í Mið-Austurlöndum og hótaði því að Frakkar myndu gjalda fyrir þátt- töku í slíkum aðgerðum. „Allir munu missa stjórn á ástandinu þegar púð- urtunnan springur. Ringulreið og öfgahyggja munu breiðast út. Það er hætta á svæðisbundnu stríði,“ sagði hann meðal annars. Forsætisráðherra Frakka, Jean- Marc Ayrault, sagði í gær að ekki yrði efnt til atkvæðagreiðslu þegar franska þingið kemur saman til að ræða málefni Sýrlands á morgun. Hann sagði engan vafa á því að Ass- ad bæri ábyrgð á árásinni og að Francois Hollande, Frakklandsfor- seti, ynni að því að mynda bandalag um aðgerðir. Öldungadeildin auðveldari John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Chuck Hagel, varnarmálaráðherra, munu sitja fyr- ir svörum hjá utanríkismálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins í dag en forsetinn, Barack Obama, tilkynnti á laugardag að hann myndi leita eftir umboði hjá þinginu til hernaðaraðgerða gegn Sýrlands- stjórn. Víst þykir að auðveldara verði fyrir Obama að safna stuðningi í öld- ungadeildinni, þar sem demókratar eru í meirihluta, en í fulltrúadeild- inni ráða repúblikanar lögum og lof- um og þar sitja margir íhaldssamir þingmenn sem hafa sett sig á móti svo til öllum málum sem forsetinn hefur reynt að koma í gegn. Obama fundaði í gær með öld- ungadeildarþingmönnunum John McCain og Lindsey Graham, sem hafa hvatt forsetann til að grípa til víðtækari aðgerða í Sýrlandi en þeirra takmörkuðu og hnitmiðuðu árása sem stefnt er að. Báðir eru áhrifamiklir repúblikanar og gæti stuðningur þeirra skipt Obama sköpum. Enginn fundur Vina Sýrlands Bresk stjórnvöld sögðu í gær að engar áætlanir væru uppi um aðra atkvæðagreiðslu í breska þinginu um hernaðaríhlutun í Sýrlandi en að sú staða kynni að verða endurskoð- uð ef aðstæður breyttust „umtals- vert“. Aðgerðir aftur á við  Frakkar segja Assad ábyrgan  Obama safnar stuðningi Deilur Sýrlenskir innflytj- endur í Búlgaríu hrópa slag- orð gegn sýrlenskum stjórn- völdum. Rússar tilkynntu í gær að þeir myndu senda sendinefnd til Bandaríkjanna til að ræða við þingmenn um málefni Sýrlands. Hinn litríki Kim Dotcom, stofnandi skráaskiptasíðnanna Megaupload og Mega, tilkynnti í gær að hann hygðist stofna nýtt stjórnmálaafl og bjóða fram í þingkosning- unum á Nýja-Sjálandi á næsta ári. Á stefnuskrá flokks- ins verður m.a. endurbætt netlöggjöf og lægri netkostn- aður en hreyfingin, sem á eftir að hljóta nafn, verður stofnuð formlega hinn 20. janúar næstkomandi, þegar tvö ár verða liðin frá því að lögregla réðst inn á heimili Dotcom í Auckland og netjöfurinn í kjölfarið ákærður fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Í viðtali við vefsíðuna torrentfreak.com sagði Dotcom að einhver þyrfti að leiða Nýja-Sjáland inn í framtíðina en sitjandi forsætisráðherra, John Key, sagði um almannatengslabrellu að ræða og lagði til að Dotcom skýrði stjórnmálahreyfingu sína „Vonlausa flokkinn“. NÝJA-SJÁLAND Stofnandi Megaupload og Mega hyggst bjóða fram í þingkosningum á næsta ári Mál taívanskrar ekkju sem átti yf- ir höfði sér 298 ára fangelsisdóm fyrir að hafa átt í ástarsambandi við giftan mann, hefur vakið deil- ur um taívönsku löggjöfina gegn framhjáhaldi. Konan, sem er 56 ára, var sjálf ógift þegar sambandið stóð yfir en yfirvöld mátu að parið hefði átt 894 ástarfundi og samkvæmt gildandi lögum eru viðurlögin fyrir hvert skipti allt að fjögurra mánaða fangelsi. Konan var á endanum dæmd til að greiða jafnvirði 24.300 Bandaríkjadollara í sekt eða sæta tveggja ára fangelsi en maðurinn slapp án refsingar eftir að kona hans ákvað að fyrirgefa honum og dró til baka ákæruna á hendur honum. Lin Mei-hsun, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Modern Women’s Foundation, segir Taívan eitt fárra Asíulanda þar sem framhjáhald er enn ólöglegt og gagnrýnir að kon- unni hafi verið refsað en manninum ekki. Hún segir að konur eigi að geta valið hvern þær elska og eigi í kynferðissambandi við. Yfirvöld benda hins vegar á að löggjöfin njóti víðtæks stuðnings en kannanir sýna að um 80% taívönsku þjóðarinnar eru á móti því að lögin verði felld úr gildi. TAÍVAN Átti yfir höfði sér 298 ára fangelsi Stjórnvöld á Spáni, undir forystu forsætisráðherrans Mariano Rajoy, hyggjast fella úr gildi löggjöf frá 2010 sem heimilar fóstureyðingar fram á 14. viku og taka aftur upp löggjöf frá 1985, sem leyfði fóstur- eyðingar aðeins í þeim tilfellum þegar um nauðgun var að ræða, fóstrið vanskapað eða líf eða sálar- heill móðurinnar í hættu. Nýja löggjöfin verður lögð fram í október en dómsmálaráðherrann Alberto Ruiz Gallardo segir hana munu verða í takt við skuldbind- ingar ríkisstjórnarinnar og viðmið stjórnarskrárdómstólsins sem hafði fullgilt lögin frá 1985 en ekki þau frá 2010. Ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að það eigi ekki að nota líf móðurinnar sem átyllu til að standa ekki vörð um líf barnsins. SPÁNN Sækja í eldri lög um fóstureyðingar AFP Breytingar Gallardo segir að nýja löggjöfin verði kynnt í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.