Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Hádegistónleikaröð Hafnarborgar hefst að nýju í dag með tónleikum Sólrúnar Bragadóttur. Sólrún kem- ur fram ásamt Antoníu Hevesi pí- anóleikara og flytja þær meðal ann- ars aríur eftir óperutónskáldin Mascagni, Verdi og Bellini. „Ég valdi að syngja þær aríur sem eru í uppáhaldi hjá mér í augnablikinu. Það var úr mörgum að velja,“ segir Sólrún. Hún segir þetta vera miklar dramarullur sem hún túlkar. „Þetta snýst mikið um ástina en aðeins ein endar vel. Ann- ars deyja persónurnar hver af ann- arri,“ segir hún og hlær. Sólrún hefur ekki sungið neitt þessara hlutverka á sviði, „því mið- ur,“ segir hún, en hún hefur hins vegar sungið allar aríurnar á tón- leikum, utan eina, sem er úr Á valdi örlaganna. „Ég komst að því að hún smellpassar mér,“ segir söngkonan sem hefur verið búsett í Danmörku undanfarin fjórtán ár. „Þegar maður er í svona miklu stuði finnst mér skylda mín sem Ís- lendingur að koma heim með listina mína,“ segir hún um mikilvægi þess að koma heim að syngja á tón- leikum. Hún vonar að starfsemi Ís- lensku óperunnar eigi eftir að efl- ast í Hörpu og að fleiri tækifæri muni bjóðast íslenskum söngvurum til að koma fram í Eldborg. Sólrún lauk mastersgráðu í ein- söng og til söngkennara við háskól- ann í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum. Að námi loknu fékk hún starf sem fyrsti lýríski sópraninn við leikhúsið í Kais- erslautern í Þýskalandi og því næst sólistastöðu við Óperuhúsið í Hann- over. Hún hefur komið fram hjá Ís- lensku óperunni, óperunni í Palm Beach í Flórída og fjölmörgum óp- eruhúsum víða um Evrópu. Antonía Hevesi píanóleikari hef- ur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafn- arborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Tónleikarnir hefjast kl. 12 í dag og standa yfir í um hálfa klukku- stund. Þeir eru öllum opnir á með- an húsrúm leyfir. efi@mbl.is Syngur aríurnar sem eru í uppáhaldi núna  Sólrún Bragadóttir á hádegistónleikum í Hafnarborg Söngkonan Sólrún Bragadóttir. Píanóleikarinn Antonía Hevesi. Hross í oss er fyrsta kvik-mynd leikstjóransBenedikts Erlingssonarí fullri lengd. Myndin dregur upp gráglettnar svipmyndir af samlífi manna og hesta í ís- lenskri sveit. Hún er safn nokkurra afmarkaðra sagna sem þó tengjast allar innbyrðis. Þegar þær birtast á tjaldinu hver á eftir annarri skap- ast spenna á milli þeirra, þær bæta hver við aðra og spyrðast saman í sagnasveig. Myndin hefst á ástarbríma í sumarbyrjun. Sólveig (Charlotte) er yfir sig ástfangin af Kolbeini (Ingvar E.), álitlegasta manni sveit- arinnar. Hann lítur hana líka hýru auga en stóra ástin og djásnið hans er verðlaunamerin Grána. Grána girnist hins vegar graðhestinn Brún og öll sveitin sem fylgist spennt með þessu flókna tilhugalífi, veit að þetta getur ekki endað öðruvísi en með ósköpum. Þessi fyrsta saga er sú sterkasta í sveignum og yfirskyggir hinar tölu- vert. Þær sem á eftir koma eru frekar eftirminnilegar svipmyndir en sterkar sögur. Þar kynnast áhorfendur meðal annars Vern- harði (Steinn Ármann) sem hættir öllu fyrir sopann og hestinum hans Jarpi, sem fórnar sér staðfastlega fyrir húsbónda sinn. Háskalegar erjur Gríms (Kjartan) við nágranna sinn um afmarkanir jarða setja svip sinn á framvinduna sem og knýjandi þrá Jóhönnu (Sigríður María) að temja frelsisunnandi merina Rauðku. Aðkomumaðurinn Juan Camillo (Juan Camillo) hrífst heilshugar af Jóhönnu, náttúru landsins og umfram allt íslenska hestinum með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum en mál allra þessara per- sóna og hrossa eru svo til lykta leidd í réttum þegar hausta tekur. Vissulega getur samneyti manna og hesta verið bæði göfugt og fag- urt en jafnframt geta samskiptin orðið hálfkynleg og klaufsk. Mynd- in gerir þessum margbreytileika ágætlega skil og munar þar mest um stórkostlega frammistöðu leik- ara. Ótrúlega lítið er um samtöl í myndinni en leikræn tilþrif felast meira í svipbrigðum, ýmiss konar hljóðum og annarri líkamlegri tján- ingu. Túlkun hrossanna er ekki síð- ur áhrifarík en mannanna enda er hlutur þeirra í sögunum engu minni en mannanna. Tví- og ferfæt- lingar eru einnig einstaklega vel paraðir saman. Í útliti jafnt sem at- ferli líkjast eigendurnir hestunum með sinni frýsandi frygð, upp- brettum efri vörum, atorkusömu tilhugalífi og mistækri valdabar- áttu. Hestarnir eru samt langtum tignarlegri, falslausari og einlægari en mannfólkið svo deila má um hvort séu skynlausari skepnur, menn eða hin eiginlegu dýr. Bergsteinn Björgúlfsson stýrði kvikmyndatöku myndarinnar og sú vinna hans minnir um margt á áður unnin störf hans í Draumalandinu. Stórbrotin landslagsmyndataka og óður til náttúru og dýralífs ein- kennir báðar myndirnar sem og nokkur áfellisdómur yfir sjálfshags- munastefnu, drambi og drottnunar- áráttu mannsins. Römmun mynd- efnis er þó furðuleg á stöku stað. Hestar eru vissulega í burð- arrullum en það fer kannski ekki vel á því að klippa hausa af knöp- um þeirra þótt það sé óneitanlega afar spaugilegt. Betra væri að hafa rammann aðeins víðari og lofa hausunum að tróna efst í jaðri myndflatar eða ramma fákana inn þrengra. Íðilfagrar nærmyndir af stórum augum hrossanna sem spegla manninn og gerðir hans eru eru á hinn bóginn afar vel heppn- aðar. Það sama má segja um tónlist myndarinnar sem magnar áhrif myndefnis hvort heldur sem er í þjóðlegum söng karlakórs eða dynjandi kvikmyndatónlist sem er taktföst líkt og hestar á stökki. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn virðist fara létt með að færa sig af fjölum leikhússins og upp á tjald kvikmyndahússins því Hross í oss er afar frumleg og áhugaverð mynd sem nýtir mátt og megin kvikmyndamiðilsins vel. Af ástum, afbrýði og frýsandi frygð Tignarlegur Ingvar E. Sigurðsson glæsilegur á merinni Gránu í Hross í oss. Ferðamaðurinn Juan Camillo dáist að manni og hrossi á hjólfáki sínum. Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Sambíóin Keflavík og Bíóhöllin, Akranesi. Hross í oss bbbbn Leikstjórn og handrit: Benedikt Erlings- son. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Steinn Ármann Magn- ússon, Kjartan Ragnarsson, Sigríður María Egilsdóttir og Juan Camillo Rom- an Estrada. 85 mín. Ísland, 2013. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 20. sept. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. SÉRBLAÐ Heimili & hönnun –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 16. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.