Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.09.2013, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 ✝ Lilja Guð-mundsdóttir fæddist á Ystu- Görðum í Kolbeins- staðahreppi á Snæ- fellsnesi 10. mars 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 24. ágúst 2013. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Illugason, rann- sóknarlög- reglumaður og síðar hreppstjóri á Seltjarnarnesi, og Halla Guð- rún Markúsdóttir húsfreyja. Systur Lilju eru Guðrún, Laufey, látin, Sveinbjörg og Kristín og fósturbróðir Albert Sævar. Fyrri maður Lilju var Ingi- berg Hermannsson. Þau skildu. Börn þeirra: 1) Hrönn, f. 16.9 1948, maki Skúli Óskarsson, f. 3.9. 1948. Börn: Lilja Björg, Hjal- rún, Heiðrún, Andri. 6) Haukur, f. 22.12. 1956, d. 5.4. 2012. Börn: Jón Þór, Sigurbjörn, Valentínus, fósturbörn Inga Birna og Stefán Orri. 7) Guðmundur, f. 31.5. 1959, maki Brynhildur Björns- dóttir, f. 13.5. 1961. Börn: Páll Ingi, Lilja, Karen. 8) Reynir, f. 13.4. 1961, maki Magndís Guð- mundsdóttir, f. 27.7. 1964. Börn: Harpa Sif, Eyrún. Lilja og Sigurbjörn hófu bú- skap 1954 í Stóru-Býlu í Innri- Akraneshreppi og bjuggu þar til 1970 er þau fluttu á Akranes. Lilja fór kornung út á vinnu- markaðinn og starfaði við versl- unarstörf þar til húsmóður- og uppeldisstörf tóku við. Eftir að uppeldisstörfum lauk starfaði hún við fiskverkun og síðustu starfsárin í Fjöliðjunni á Akra- nesi. Lilja tók virkan þátt í starfi eldri borgara á Akranesi meðan heilsan leyfði. Barnabarnabörn Lilju eru samtals 29 og eitt barnabarnabarnabarn. Lilja verður jarðsungin frá Akraneskirkju í dag, 3. sept- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. tey, Sara. 2) Lárus, f. 1.11. 1949, maki Ísabella Lárus- dóttir, f. 6.8. 1957. Börn: Erla Ösp, Heimir Eir, Hafdís Mjöll. 3) Halla, f. 31.10. 1950, maki Dagnýr Vigfússon, f. 14.1. 1958. Börn: Herdís, Kristín, María, Hermann, Kristján, Lára Björk. Seinni maður Lilju var Sigurbjörn A. Haraldsson, bóndi og verkamaður, f. 7.1. 1919, d. 20.5. 1990, frá Reyni í Innri- Akraneshrepp. Börn þeirra eru: 4) Hafdís, f. 13.6. 1954, maki Karl Arthursson, f. 7.3. 1950. Börn: Sigurbjörg Lilja, Arthur, Hallur, Hrannar. 5) Guðrún, f. 16.10. 1955, maki Marteinn Ein- arsson, f. 3.8. 1953. Börn: Krist- Komið er að kveðjustund elsku mamma mín, sem ég hef kviðið fyrir síðan ég var lítil stelpa. Alltaf fannst mér óhugsandi að ég ætti eftir að sjá á eftir þér. Að verða án þín fannst mér að mikið yrði frá mér tekið, því þú varst alltaf til staðar heima í sveitinni. Minning um góðan mat og ný- bakað brauð þegar komið var heim er góð, mér fannst alltaf það sem þú gerðir best. Við vorum stór fjölskylda í litlu húsi í sveitinni, sem mér þykir enn svo vænt um. Það þarf ekki að vera stórt hús og mörg herbergi með öllum þægindum til að gera lífið ánægjulegt, það þurfti bara þig og góða öryggið sem þú gafst með því að vera alltaf til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég þurfti að tilkynna að ég ætti von á barni, sjálf ennþá lítið eldri en barn. Ég byrjaði á að segja þér tíðindin, hrædd við framtíðina sem í vændum var, að verða móðir svona ung, en eins og þér einni var lagið hafðir þú fulla trú á mér. Og svo bættir þú við: „Fyrst að þú ert nógu fullorðin til að búa til barn þá sýnir þú og sannar að þú getur tekist á við foreldrahlutverkið líka.“ Ekki voru höfð fleiri orð um það. Þið gerðuð ykkar besta í þeim aðstæðum sem við bjugg- um við. Þið tókuð okkur ungu foreldr- unum opnum örmum og plássið í okkar litla húsi var fullnýtt. Allt- af voru allir velkomnir meðan húsrúm leyfði. Ekki var til pláss inni fyrir nýbakaða pabbann, hann svaf því bara í tjaldi bak við litla húsið okkar en ávallt var nóg til af mat og góðgæti handa öllum. Það er margs að minnast á kveðjustund, elsku mamma mín, þú varst mér góð móðir, góð amma barnanna minna og góð vinkona og fyrirmynd. Þú varst sjálfstæð, ákveðin, dugleg, bein- skeytt og örlítið þrjósk ef þú ætlaðir þér eitthvað ákveðið, eins og undir það síðasta með viðhaldið þitt eins og þú orðaðir það sjálf, en viðhaldið var bíllinn þinn. Þú orðin mikið veik og við systkinin farin að hafa af því áhyggjur að þú værir orðin of veik til að vera að keyra um bæ- inn. Þegar við vorum að tala um þetta blést þú á það og sagðir: „Ég er nú mun betri að keyra en labba og vil ekki hafa það að þið séuð að skipta ykkur af þessu, og hana nú.“ Þú vissir alltaf hvað þú vildir og ekki var auð- velt að breyta því, vildir alltaf hafa okkur öll í kringum þig og að við hefðum gott samband hvert við annað. Vona ég að við munum ávallt virða það. Það var alltaf fjör og gaman með þér þegar við hittumst öll. Þegar við spiluðum með þér kí- naskák færðist nú fjör í leikinn, þú hafðir mikið keppnisskap og spilaðir til að vinna. Einnig öll jólin sem við stórfjölskyldan komum saman inni í Miðgarði. Þessu vildir þú alls ekki hætta og sagðir að þetta væri eini tím- inn á árinu sem allir hittust. Þessar stundir eru ógleyman- legar. Í lokin sagðist þú verða orðin þreytt, en ekki tilbúin til að fara frá okkur. Það var eins og þú gætir ekki kvatt lífið fyrr en við börnin þín öll vorum kom- in til þín. Þegar við vorum öll komin kvaddir þú á þinn fallega hátt án allra átaka eins og þú vildir hafa lífið, „án átaka“. Takk, elsku mamma mín, fyr- ir allt það góða sem þú gafst mér og mínum. Ég elska þig fyrir allt sem þú varst mér og okkur. Guð geymi þig. Þín Hafdís. Elsku amma mín. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa átt þig að. Tilveran verður tómleg án þín en sem betur fer á ég safn af frá- bærum minningum sem munu ylja mér alla tíð. Í mínum huga varst þú einstök amma og það mun engin feta í fótspor þín. Ég dáðist að lífsgleði þinni. Þrátt fyrir háan aldur varstu ung í anda og miklaðir ekkert fyrir þér. Þú hafðir alltaf frá svo mörgu að segja enda hafðir þú á lífsleiðinni upplifað meira en margur myndi láta sér detta í hug. Það er því erfitt að minnast þín í fáum orðum. Ævisaga þín er merkileg. Þegar þú komst í þennan heim var þér vart hugað líf þar sem þú varst svo lítil að þú pass- aðir í skókassa. Þú ljómaðir allt- af þegar þú minntist æskuára þinna. Þú gekkst í Austurbæj- arskóla, æfðir sund, lærðir að steppa og elskaðir að skauta á tjörninni. Ung að aldri smitaðist þú af berklum sem varð til þess að þú náðir ekki að mennta þig. Þig hafði alltaf langað í Kvenna- skólann en gerðist þess í stað eiginkona og húsmóðir. Frum- burður þinn kom í heiminn þeg- ar þú varst 22 ára gömul og fáum árum seinna varst þú frá- skilin þriggja barna móðir. Þú komst þér upp nýju heimili í braggahverfinu vestur í bæ en misstir svo það litla sem þú áttir í bruna. Á þeim tíma voru ekki tryggingar eða meðlags- greiðslur eins og tíðkast í dag. Eftir brunann fluttir þú úr borg- inni og gerðist vinnukona í sveit nálægt Akranesi. Í sveitinni kynntist þú ástinni á nýjan leik og eignaðist fimm börn til við- bótar. Þið afi Bjössi óluð barna- skarann ykkar upp á Býlu. Heimili ykkar var ekki stórt í sniðum en snyrtimennskan var allsráðandi og börnin voru gullin ykkar. Engan bíl áttuð þið og fór afi allra sinna ferða á hjólinu sínu en þú fótgangandi ef ekkert far var að fá. Afi var sauðfjárbóndi og vann sem verkamaður myrkranna á milli. Hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að vera viðstaddur fæðingu barna sinna og meira að segja fórst þú ein til að láta skíra yngsta son ykkar. Þið vor- uð ekki sammála um nafn á hann. Þig langaði að skíra hann Ásmund en afi var ekki sáttur við það nafn. Á leiðinni til prestsins fékkst þú þá frábæru hugmynd að skíra hann Reyni, þar sem afi var ættaður frá Reyni. Þú varst viss um að afi yrði glaður með það nafn. Ég er nokkuð viss um að lífið í sveitinni gerði þig að þeirri frá- bæru manneskju sem þú varst. Þú varst alla tíð óvenju sjálf- stæð og alltaf vel til fara. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig. Varst virk í félagi eldri borg- ara, áttir frábærar spilavinkon- ur og nóg af börnum og barna- börnum til að heimsækja. Bílprófið tókstu síðan þegar þú varst 63 ára gömul og eftir það þvældist þú um allt þar til heils- an leyfði það ekki lengur. Elsku amma mín, nú ert þú farin í langferð. Ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið en ég hef trú á því að það verði tek- ið vel á móti þér á nýjum áfanga- stað. Hvíl í friði, þín Kristrún. Amma tók alltaf svo vel á móti mér eða okkur þegar við komum á Skagann á æskuárum mínum, amma og afi stóðu á hlaðinu í „risa“húsinu sínu á Presthús- abrautinni. Svo fluttu þau í rauðu blokkina þar sem ég fékk straum, fiktaði í öllu sem ekki mátti og hún amma Lilja, sem var ýmsu vön, tók öllu þessu af hinni mestu ró. Ég átti það með ömmu að vera fæddur á nánast sama degi og sú gamla, ræddum við oftar en ekki um það í árleg- um afmælissamtölum okkar, við áttum, jú, svo margt sameigin- legt. Tapsár, ég held reyndar að Skagamenn séu upp til hópa tapsárir; amma, Gaui Þórðar, Lalli frændi o.fl. ofl., en við vor- um svo sem einnig kjaftfor, fljótfær og margt fleira í þeim dúr, samt gæðablóð inn við bein- ið. En þær eru ófáar sögurnar sem menn geta sagt af henni ömmu okkar spilandi við hálfsof- andi skyldmenni snemma á morgnana þegar menn ættu að vera löngu farnir í háttinn, væn- andi menn og annan um svindl. Einnig var meira gaman að horfa á kvikmyndir með henni en án hennar, þar sem hún muldraði plottið frá fyrstu stundu þangað til kreditlistinn kom upp, svo þrumaði hún: „Ég sagði ykkur hver drap hann!“ Hún var svo sem búin að nefna alla í myndinni en hafði alltaf rétt fyrir sér að lokum. Ég á eftir að sakna símtal- anna í kringum afmælin okkar en vona að hún muni nú samt eftir okkur, því ég mun ekki gleyma þeim. Hvíldu þig nú vel, amma mín, þú átt það svo sann- arlega skilið. Þinn Arthur. Já, amma er farin og ég hef verið að rifja upp þá góðu tíma sem ég hef átt með henni. Ég hef svo sem ekki verið mikið að heimsækja hana undanfarinn ár vegna þess að ég var í Dan- mörku, en alltaf þegar ég kom til Íslands reyndi ég að renna við hjá ömmu í kaffi, til þess að heyra hana segja mér sögur, maður verður víst aldrei of gam- all til að heyra sögur. En þó að þetta væru gamlar sögur frá því að hún var ung var þetta allt eins og ævintýri, því að það var svo mikill munur á hennar sögu og minnar. En samt náði hún alltaf að tengja sína sögu minni, og ég skildi ekki hvað mikið hafði verið lagt á þetta fólk í gamla daga. Hún hafði nú ekki mikið um þetta allt að segja, fannst þessar raunir bara svo sjálfsagður partur af lífinu, tók þessu bara eins og hverju öðru, var alltaf svo jákvæð og bjartsýn. Kenndi mér að reyna alltaf að sjá allar hliðar málsins og hafa skilning á hlutunum og vera jákvæður, þannig kemst maður í gegnum lífið. Nú er bara að njóta þess sem þú sagðir mér og kenndir. Hallur Karlsson. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur en samt munt þú alltaf vera til staðar í hjarta okkar allra. Ég er yngstur af okkur systkinum og var kannski ekki eins mikið með þér og ég hefði viljað en þær stundir sem við áttum saman munu seint gleym- ast, skemmtilegri og hreinskiln- ari manneskju er ekki auðvelt að finna. Ég man eftir því þegar ég mætti á okkar árlega jólaboð á Skaganum og kom í þessari líka gullfallegu rauðu jólapeysu með alls kyns skrauti og spurði þig hvernig þér þætti nú peysan. Kom þá þetta frábæra svar, sem ég mun seint gleyma: „Þessi blessaða peysa er svo sem fín en hún fer þér alveg óskaplega illa. Rauðhærðir eiga alls ekki að ganga í rauðum fötum.“ Ég skellti upp úr af hlátri. Hrein- skilin að vanda, hún amma mín, það var alltaf hægt að treysta á það. Svo þau skipti sem ég var svo heppinn að fá að spila við þig, ég bara lítill polli sem kunni engin spil, en það skipti engu máli; ef ég var sestur við spilaborðið þá var alvara lífsins tekin við og ekkert of mikil hjálp gefin í því. Sem betur fer kenndi það mér að vinna, en eins og við vitum vilja allir í þessari fjölskyldu vinna. En allar þær stundir sem ég hef átt með þér eru bara skemmtilegar vegna þess að þú hafðir þann kost að koma öllum í gott skap í kringum þig, sem er besti kostur sem hægt er að hafa. Hvíldu í friði, amma mín, Akranes verður ekki eins án þín, það er alveg á kristaltæru. Þín verður sárt saknað, Hrannar. Það er erfitt að lýsa svo vel sé þeim tilfinningum sem sækja á mig nú þegar leiðir okkar ömmu Lilju skilur. Æviskeið okkar tekur auðvitað enda á einhverj- um tímapunkti og amma mín er þar auðvitað engin undantekn- ing. Það er hins vegar erfitt að sætta sig við þá tilveru sem við tekur, tilveru án samferðafólks sem hefur gefið þér fyrirmynd, ást, væntumþykju og ómælda gleði. Amma Lilja var gædd ein- stökum eiginleikum þeirrar kynslóðar sem fæddist um og eftir seinni heimsstyrjöldina, eiginleikum sem því miður hafa illa skilað sér til kynslóða sem á eftir komu. Það virtist þannig engu breyta hvaða hindranir eða erfiðleikar mættu ömmu minni. Hvort sem þeir komu í formi erfiðra veikinda, fjárskorts, missis heimilis í bruna, missis maka af slysförum eða missis sonar tókst hún á við hverja raun með reisn, þolinmæði, já- kvæðu hugarfari og án umkvart- ana. Engin hindrun stöðvaði gleðiríkt og umburðarlynt hjarta hennar og aldrei mátti heyra umkvartanir frá ömmu. Hún er í mínum huga hetja. Ég mun kveðja ömmu Lilju með miklum söknuði, en jafn- framt ómældu þakklæti. Ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem við höfum átt þar sem ég hef fengið að njóta umhyggju hennar, leiðsagnar, hláturmildi, spilaklækja og einstakrar orð- heppni. Ég vona svo sannarlega að mér takist að bera einhverja þá eiginleika sem amma miðlaði til mín. Þrátt fyrir ósk hennar um að fá að lesa (og líklega ritskoða) minningargreinar um sig vona ég að henni líki þessi fáeinu orð, þótt væmin séu. Þar sem amma var lítið gefin fyrir væmni get ég bætt því við að hún var afleitur bílstjóri og flestir signdu sig þegar á leiðarenda var komið í bílferðum hennar. Eftir á að hyggja vildi ég þó óska að þær hefðu verið fleiri ferðirnar. Á þessari stundu er mér aðeins þakklæti í huga. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur, Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði og sjáumst síðar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Amma er komin! Búin að fara sinn daglega rúnt um Skagann, kom við hjá Bellu, svo á verk- stæðinu hjá Reyni og svo síðast til okkar á Bakkatúnið. Við feng- um alltaf að heyra eitthvað skemmtilegt, sumt nýtt en oft- ast var það eitthvað sem við vor- um búin að heyra hjá henni nokkrum sinnum áður. Það verður skrýtið að fá ekki þessar heimsóknir lengur. Amma elskaði að keyra bíl og var komin yfir sextugt þegar hún tók bílpróf. Okkur þótti hún oft keyra heldur hratt svona í seinni tíð, en eins og hún sagði alltaf þá var hún betri að keyra en ganga. Amma átti mörg góð gullkorn, hún var yndisleg og góð kona, skipti aldrei skapi, var alltaf svo fín og vel tilhöfð. Henni fannst gott að hafa fólkið sitt í kringum sig, eins og í jóla- boðunum í Miðgarði, þar var hún í essinu sínu með allan sinn stóra hóp. Elsku besta amma okkar, takk fyrir allar góðu minning- arnar sem við eigum og getum rifjað upp með fjölskyldum okk- ar, við eigum eftir að sakna þín mikið. Páll, Lilja og Karen. Elsku besta amma mín, takk fyrir að vera þú, þú ert frábær, yndisleg, skemmtileg og svo góðhjörtuð, þvílíkir kostir. Þeg- ar ég rifja upp tímana sem ég átti með þér þá koma bara upp góðar tilfinningar og minningar. Fyrst man ég eftir mér niðri á Presthúsabraut hjá þér og afa, kúrði hjá ykkur og svaf alltaf á milli ykkar og leið svo afskap- lega vel, lét að vísu tuðið í afa á nóttunni aðeins pirra mig þegar hann byrjaði að kalla í svefni Lilja mín. Og manstu eitt skiptið tók ég mjólkurglasið hans, hellti því yfir hann og sagði honum að hætta nú. Að sjálfsögðu hlýddi hann prinssessunni og ég var aldrei skömmuð, öllu var tekið með jafnargeði hjá ykkur sama hvað ég gerði. Einnig er mér minnisstætt þegar þið voruð nýbúin að teppaleggja og setja nýtt áklæði á eldhússtólana, ég hafði ekkert sérstakt að gera annað en að strauja þannig að ég hitaði straujárnið vel pressaði svo stig- ann, missti ekki af tröppu og síð- an straujaði ég stólana þannig að allt var vel straujað og merkt þangað til að þið selduð húsið, ekki var sagt orð við litlu dúll- una, þetta var búið og gert og líklega ekki ástæða til að tuða. Elsku amma, mér leið alltaf svo vel hjá ykkur, kom hjólandi til ykkar, fór í kindakofann með afa, fékk lambalæri eða hrygg í hádeginu um helgar og ís í eft- irrétt, svo man ég að mér þótti svo gott að fá hakk í brúnni sósu. Það var svo gott að sitja í eld- húsinu, allir komnir við eldhús- borðið að spjalla og hlæja. Það var bara svo gott að vera hjá ykkur, fylgjast með Gumma og Reyni, hvernig dömuskór voru niðri við innganginn á morgn- ana, maður þurfti jú að máta og prufukeyra þessa hæla, heyra í Reyni að kúgast, háværu tón- listina hjá Gumma og sjá hann dansa við þig þegar hann kom heim að kvöldi léttur, horfa á þig plokka hár af hökunni meðan þú horfðir á mynd í sjónvarpinu og ég hoppaði fyrir framan þig til að ná sambandi, afi sat og skrældi appelsínu og tróð syk- urmolum í hana og át. Nú svo er mér svo minnis- stæður tíminn þegar ég var á unglingsárunum og allt var í flækju hjá mér tilfinningalega og líkamlega, þú svafst upp í hjá mér, þú varst líklega að koma í bæinn til að fara til læknis, við spjölluðum oft lengi frameftir nóttu því við áttum báðar erfitt með svefn, þú sagðir að mér liði örugglega svona af því að ég væri að ganga í gegnum mitt fyrsta breytingarskeið og þú værir á þínu seinna breytingar- skeiði og það væri svo margt að gerast í líkamanum að það væri ekkert skrýtið að maður væri dálítið tættur, mér fannst þetta fín skýring. Það var svo gott að fá þig í bæinn og sitja með okkur í morgunkaffi og spjalla því það var hægt að tala um allt við þig. Þú dæmdir mann aldrei, bara hlustaðir, komst með ráð og sagðir mér frá þér og það hjálp- aði mér svo oft. Elsku amma, ég segi það al- veg satt þetta voru allt saman mínar bestu æskuminningar og ég man þær best og held í þær því mér líður svo vel þegar ég hugsa um þær. Takk fyrir að vera þú og þær yndislegu stundir og minningar sem ég hef átt með þér og mín fjölskylda, nærvera þín er svo góð. Ég elska þig af öllu mínu hjarta, meira en orð fá nokkurn tíma lýst. Sigurbjörg Lilja Furrow. Lilja Guðmundsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.