Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 11
Fegurð Náttúrufegurð er víða mikil á Spáni og hluti af námskeiðunum felst í því að fara í ferðir og skoða. tilvalið fyrir þá sem einhvern tím- ann lærðu spænsku og þurfa að ná í hana á harða diskinn og geta þá bæði þjálfað líkama sinn og heila en síðan er þetta líka fyrir byrjendur. Með svona ferð er hægt að ná mjög miklum árangri á skömmum tíma,“ segir Margrét um haustbúðirnar. Þær eru áætlaðar frá 11.-25. októ- ber og eru enn nokkur laus pláss í þá ferð. Margrét mælir sérstaklega með þessari ferð fyrir þá sem starfa í ferðaþjónustunni til að þeir sjái hvernig Spánverjar markaðs- setja jaðarsvæði og hversu vel þeir hlúa að umgjörðinni um ferða- mennskuna. Hvar eru draumarnir? „Ég ætla líka að fara af stað með vetrarbúðir sem eru fyrir vel þroskaða einstaklinga og þá þarf maður helst að vera orðinn sextug- ur. Í þessum búðum verður lögð áhersla á spænskunám, gönguferðir og persónulega stefnumótun. Það er spennandi hópur fóks sem brátt kemst á eftirlaunaaldur á Íslandi. Þau eru heilsuhraust og forvitin og í standi til að láta marga drauma rætast. Í vetrarbúðunum spyrjum við spurninga eins og: Hvað ætl- arðu að vera marga klukkutíma á dag með fjarstýringuna í hendi? Hvar eru draumarnir sem þú ætl- aðir alltaf að láta rætast?“ Margrét sá annað gat á markaðnum og eru það óhefðbundnar stúdentaferðir þar sem áherslan er ekki á áfengis- drykkju og að það sé samþykkt að þiggja aðeins það ódýrasta og léleg- asta fyrir unga fólkið. „Mig langar að nýta mér reynslu mína af því að kenna bæði í háskóla og mennta- skóla í þessar ferðir og bjóða upp á ævintýraferðir sem eru í takt við þá menntun sem þau hafa hlotið.“ Innri fjársjóðsleit kvenna Margrét nýtir í starfi sínu doktorsnám sitt í spænsku, MBA- nám, kennarareynslu úr HÍ og HR og reynslu sína úr ferðamanna- iðnaðinum frá barnæsku. „Þetta er mín verkfærakista sem ég nota til að byggja þetta fyrirtæki. Ég er líka að fara af stað með skemmti- legar gönguferðir um Pílagríms- stíginn fyrir konur á breytinga- skeiði. Sólarhring eftir að ég aug- lýsti ferðina voru 25 konur búnar að skrá sig og nú eru þær orðnar yfir 30.“ Hugmyndina að þessari ferð fékk Margrét vegna þess að hún var sjálf að byrja á breytinga- skeiðinu og hefur það að markmiði að bjóða fólki upp á það sem henni sjálfri þykir áhugavert og skemmti- legt. „Ég stofnaði umræðulista á Facebook um breytingaskeiðið og gerði það bara fyrst fyrir vinkonur mínar. Nú eru komnar næstum 1.100 konur inn á þennan umræðu- hóp. Þar er allt um breyt- ingaskeiðið rætt af alveg ótrúlegri einlægni. Breytingaskeiðið er á margan hátt innri fjársjóðsleit kvenna og fjallar um svo margt fleira en líkamlegar breytingar.“ Það verður spennandi að fylgj- ast með þróuninni hjá Mundo. Ég flétta saman spænskukennslu, gönguferðum um sveitina, heilnæmum mat úr héraði og jóga. Þeir sem vilja fræðast nánar um ferðaskrifstofuna og alþjóðlegu ráðgjöfina geta farið inn á vefsíð- una: mundo.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Brúarhlaupið á Selfossi verðurhaldið 23. árið í röð umnæstu helgi. Það var fyrst haldið árið 1991 í tilefni hundrað ára afmælis brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Hlaupið hefur frá upphafi verið ræst „hinum megin“ við brúna eins og Sel- fyssingar segja og er hlaupið yfir brúna og inn í bæinn. „Það sem gerir okkar hlaup sérstakt er að hlaupa- leiðin er svo flöt að menn hafa haft á orði að þetta sé ein besta brautin í þessum vegalengdum. Menn sækjast eftir að hlaupa þetta hlaup til að bæta árangur sinn,“ segir Helgi Sig- urður Haraldsson, formaður frjálsíþróttadeildar UMF Selfoss, en hann heldur utan um hlaupið. Nokkrar vegalengdir eru í boði og þeir sem vilja hjóla geta hjólað 5 km hring. Í hlaupi er boðið upp á fjórar vegalengdir; 2,5 km, 5 km, 10 km og 21,1 km. „Hlaupið fer alltaf fram fyrsta laugardaginn í sept- ember og þá er farið að hilla undir lok hlaupavertíðarinnar. Hjá mörg- um er þetta síðasta hlaupið eða enda- takmark sumarsins þegar búið er að æfa vel,“ segir Helgi. Þátttakendur eru yfirleitt 5-600 þó að veðrið sé alltaf áhrifavaldur á fjölda. Þegar Helgi er spurður hvort hann sé ekki duglegur að taka þátt í hlaupinu hlær hann og segir að það sé hans hlutverk að halda utan um hlutina og stýra og stjórna. „Ég segi alltaf að ég hafi bara látið konuna mína um þetta. Mér fer betur að vera hinum megin og láta aðra keppa.“ Helgi er ánægður með þátttöku Selfyssinga í hlaupinu og segir þá duglega að mæta og vera með. „Þetta er mikill hátíðisdagur hjá okkur og það myndast mikil stemn- ing í bænum. Það fyllist allt af fólki, bæði heimafólki og aðkomufólki. Það er flaggað í bænum og margir sem fara út á götu og eru við hlaupaleið- ina og hvetja.“ Hægt er að skrá sig á hlaup.is og í Landsbankanum á Sel- fossi. Morgunblaðið/Eggert Formaðurinn Helgi Sigurður Haraldsson segist frekar láta konuna sína um að hreyfa sig, það fari honum betur að halda utan um íþróttaviðburði. Fólk fer út á götu til að hvetja Brúarhlaupið á Selfossi  Hlaupaleiðin er flöt og bætir tíma Í vetur ætlar Sjúkraþjálfun Reykjavík- ur að bjóða upp á styrktar- og lið- leikaþjálfun sem er sérhæfð fyrir langhlaupara og hefur verið þróuð af Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara. Styrktar- og liðleikaþjálfunin eykur líkamsstyrk hlaupara, bætir hlaupa- lag og er ein leið til að koma í veg fyr- ir álagsmeiðsli og er því ein leið til að bæta hlaupatíma. Námskeiðið hefst á morgun, miðvikudag. Innifalið í nám- skeiðinu er mjólkursýrumæling, kraftmæling, fyrirlestrar og leiðbein- ingar um þjálfun langhlaupara. Einnig mun SR bjóða upp á líkams- greiningar fyrir langhlaupara, en með líkamsgreiningunni sem gerð er með háhraðamyndavél, má sjá veikleika í hlaupatækni og stoðkerfi auk þess sem finna má leiðir til að bæta hlaupatækni. Kine-mælingar eru gerðar með vöðvanemum, en þar er hægt að sjá hvort hlauparar séu að nota stærstu og mikilvægustu vöðvahópa líkam- ans í hlaupunum. Tækni þessi er víða þekkt en hefur verið þróuð hér á landi af sprotafyrirtækinu Kine. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur Styrktar- og liðleikanámskeið fyrir langhlaupara í vetur Hlauparar Þeir vilja margir bæta tíma sinn og koma í veg fyrir álagsmeiðsl. Aðgengi fyrir alla! PI PA R \T BW A • SÍ A • 13 23 05 Stofnanir Skólar Heimili Fyrirtæki Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Lausnir í lyftumálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.