Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 17
þeirra. Spurð að því hvort það sé ekki töluverð vinna að starfrækja gistiheimili sem viðbót við önnur störf segir Kristín það vissulega geta verið, en þær séu fimm til að deila byrðunum. „Samkomulagið hefur alltaf verið gott og það hefur aldrei verið neinn metingur um hvort einhver geri meira eða minna en hinar.“ Kristín segir gott að búa og starfa á Tálknafirði. „Ég held að það verði alltaf betra og betra með hverju árinu. Það eina sem okkur vantar hingað á Tálknafjörð er fleira fólk.“ Ljósmynd/Bjarmaland Samhent Systurnar fimm, bræður þeirra og foreldrar. Byrjað er að slátra laxi úr eld- iskvíum Fjarðalax í Patreksfirði. Eftir tveggja vikna törn eru á land komin um 100 tonn af fiski, sem er unninn og pakkað í vinnsluhúsi á Patreksfirði. Er þaðan fluttur með bíl beint suður og þaðan svo með flugi til Banda- ríkjanna. Sláturfiskur verður tekinn úr kvíunum á Patreksfirði til næsta hausts og er eftirtekjan áætluð 4.000 tonn, segir Jón Örn Páls- son, svæðisstjóri fyrirtækisins á Vestfjörðum. Höfuðstöðvar Fjarðalax vestra eru á Tálknafirði. Þar úti á firð- inum eru eldiskvíar, sem í voru sett laxaseiði í sumar. Þeim fiski verður slátrað í kjölfar þess að fiskurinn klárast í Tálknafirði. Næsta sumar verða sett seiði í kvíar í Fossfirði, sem gengur inn af Arnarfirði. Þar er nú ekki fiskur, meðan fjörðurinn er „í hvíld,“ eins og komist er að orði. Starfsmenn fyrirtækisins eru alls um 40 og sinna þeir fjölbreyttum verkefnum til lands og sjáv- ar. Er Fjarðarlax stór atvinnu- rekandi á sunnanverðum Vest- fjörðum og fiskeldið atvinnulífi þar mikilvæg stoð. sbs@mbl.is Fjarðalax er með mikil umsvif á Tálknafirði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Slátrun Fiskurinn er tekinn úr kvíum og slátrað. Þegar eru komin um 100 tonn á vertíðinni sem hófst fyrir nokkrum dögum og stendur í ár. Fjögur þúsund tonn úr kvíunum Skannaðu kóðann til að skoða myndskeið á mbl.is  Á morgun verður komið við í Bíldudal á 100 daga hring- ferð Morgunblaðsins. Á morgun Jón Örn Pálsson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013 Við erum stolt fyrirtæki á Tálknafirði Heilsudrykkir Nýjasta afurðin úr smiðju Villimeyjar eru heilnæmir drykkir gerðir úr eplaediki og jurtum. bólgu og ákvað að prófa að gera smyrsl sjálf. Það tókst vel og í fram- haldinu fór ég að gera smyrsl fyrir fjölskyldu og vini og það spurðist út. Ég ætlaði bara að hafa þetta fyrir mig, en mágkona mín ýtti mér út í að gera meira og vörur Villimeyjar komu síðan á markað 2005.“ Hér á landi fást vörurnar í apó- tekum og heilsubúðum, ytra hafa þær fyrst og fremst verið seldar til einstaklinga, en einnig eru þær seld- ar í nýrri vefverslun Villimeyjar. „Auðvitað er gaman þegar gengur vel og fólk vill kaupa vöruna mína. En mestu verðlaunin fyrir mig eru hvað þetta hefur hjálpað mörgum.“ Eftir að jurtirnar hafa verið tíndar eru þær hreinsaðar og dag- setning tínslunnar skráð og hvar þær voru tíndar. Síðan eru flestar þeirra þurrkaðar, þó ekki allar því það hentar gerð þeirra misvel. „Þeg- ar við vinnum síðan úr jurtunum þá vitum við nákvæmlega hvaðan þær koma. Þessi rekjanleiki er ein af for- sendunum fyrir lífrænu vottuninni.“ Ný og gömul þekking „Uppskriftirnar eru allar komnar frá mér, en ég byggi þær bæði á gömlum og nýjum grunni. Ég fylgist vel með rannsóknum á þessu sviði, en það má ekki gera lítið úr þeirri þekkingu sem hefur verið til í landinu í aldir. Forfeður mínir bæði í föður- og móðurætt notuðu jurtir.“ Öll framleiðsla og pökkun Villi- meyjar er á Tálknafirði, í skemmu sem afi Aðalbjargar byggði og rak starfsemi í áður fyrr og allir starfs- menn eru börn eða önnur skyld- menni Aðalbjargar. Er gott að reka fyrirtæki eins og Villimey á Tálknafirði? „Já, að mörgu leyti. Við erum á svo hreinu svæði, hér á sunnanverðum Vest- fjörðum er minnsta loftmengunin á öllu landinu. En við erum vissulega líka langt frá markaðnum og flutn- ingskostnaður er mjög mikill,“ segir Aðalbjörg og segir að álíka mikið kosti að flytja vöru frá meginlandi Evrópu til Reykjavíkur og frá Reykjavík til Tálknafjarðar. „Það bara kom,“ segir Aðal- björg spurð um tilurð nafngiftar fyrirtækisins. „Ég er kona og tíni villtar jurtir og fannst þetta henta. Mér finnst þetta fyrst og fremst fal- legt nafn sem útskýrir svo margt.“ Fiskvinnsla er helsti at- vinnuvegurinn Tálknafjörður er þéttbýliskjarni við samnefndan fjörð á vestanverðum Vestfjörðum. Nafn sitt dregur fjörðurinn af landnámsmanninum Þorbirni tálkna. Sjávarútvegur hefur verið meginuppistaða atvinnulífsins, en fjölbreytnin í atvinnulífinu er stöðugt að aukast. Á Tálknafirði eru 275 íbúar. Vörur Villimeyjar bera göldrótt nöfn, t.d. Bossa- galdur, Bumbugaldur, Fótagaldur, Sáragaldur og Ungagaldur. „Það er hægt að nota vörurnar á svo margan annan hátt en nafnið segir til um,“ segir Aðalbjörg. „Til dæmis er Ungagaldurinn, sem er ungbarnanuddolía,vinsælt dag- og næturkrem. Bumbugaldurinn kemur m.a. í veg fyrir slit hjá óléttum konum, en ég fæ reglulega fyrirspurnir frá körlum sem spyrja hvort Bumbugaldurinn geti látið bumbuna hverfa.“ Karlar spyrja um Bumbugaldur GÖLDRÓTT SMYRSL VILLIMEYJAR Galdrar Eins og önnur fram- leiðsla Villimeyjar er Bumbugald- ur unninn úr vestfirskum jurtum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.