Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
✝ Svavar BragiBjarnason
fæddist á Kolla-
fossi í V-
Húnavatnssýslu
25. nóvember
1931. Hann lést á
heimili sínu 23.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Margrét
Ingibjörg Sigfús-
dóttir kennari, f.
29.9. 1891, d. 12.2. 1974 og
Bjarni Björnsson bóndi, f.
21.2. 1890, d. 30.1. 1970.
Systkini Svavars eru: Sigfús
forstjóri, f. 4.5. 1913, d. 19.9.
1967, Ragnheiður Ingibjörg
húsmóðir, f. 26.6. 1917, d.
7.12. 1985, Ásgerður Guðfinna
húsmóðir, f. 1.1. 1920, d. 3.10.
1985, Björn bóndi, f. 3.6. 1921,
d. 13.5. 1997, Elínborg Jó-
hanna húsmóðir, f. 27.12.
1925, Jón Leví Bjarnason f.
27.5. 1929, d. 1.6. 2007 og Ólöf
húsmóðir, f. 30.6. 1934.
Svavar kvæntist fyrri konu
sinni, Guðmundu Lilju Sig-
valdadóttur, árið 1955 f. í
Reykjavík 10.1. 1933, dóttir
Ólafíu Guðmundsdóttur og
Sigvalda Jónassonar. Þau
skildu. Dætur þeirra eru: 1)
Lóa Guðný fatahönnuður, f.
24.11. 1954, gift Robert Man-
Hafdís átti af fyrra sambandi
með Ólafi Garðarssyni, Nadía
Ýr Emilsdóttir, f. 1993 og Leó
Snær Emilsson, f. 1997. Guð-
laug Svava á einn son, Sævar
Óla Guðlaugarson, f. 2007. 3)
Sigfús Bergmann sölumaður,
f. 23.7. 1968, tvíburadætur
hans af fyrra hjónabandi með
Ragnheiði Sigmarsdóttur eru:
Guðlaug Bergmann, f. 1999,
Helga Bergmann, f. 1999 og
sonur hans af seinna sambandi
við Ólöfu Jóhannsdóttur er
Óttar Örn Bergmann, f. 2006.
Svavar fluttist til Reykja-
víkur ásamt foreldrum sínum
18 ára gamall og hóf nám við
rafvirkjun í Iðnskólanum í
Reykjavík og svo síðar Meist-
araskólanum. Um árabil starf-
aði hann hjá bróður sínum
Sigfúsi í Heklu og hafði einnig
umsjón með nýbyggingu
Heklu hf. við Laugaveg og síð-
ar fór hann að vinna hjá
Landsvirkjun í Búrfellsvirkjun
frá 1965-1989. Einnig rak
hann eggjabú með fjölskyldu
sinni í Villingaholti II til árs-
ins 2000. Svavar starfaði mik-
ið að málefnum Villingaholts-
kirkju, að viðhaldi hvers
konar og sinnti þeim störfum
af mikilli alúð. Nokkrum árum
eftir að Svavar hætti búskap
fluttist hann til Reykjavíkur
og bjó þar allt til dánardæg-
urs.
Útför Svavars fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 3. sept-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 15. Jarðsett verður í Vill-
ingaholtskirkjugarði.
iscalco efnaverk-
fræðingi. Synir
þeirra eru: Brian
Svavar, f. 1981, og
Cristopher Sverr-
ir, f. 1989. 2) Mar-
grét Ingibjörg við-
urkenndur bókari,
f. 24.7. 1958, gift
Magnúsi Narfasyni
rafvirkja. Synir
þeirra eru: Brynj-
ar, f. 1986 og Guð-
mundur Narfi, f. 1993.
Svavar kvæntist seinni konu
sinni, Guðlaugu Kristjáns-
dóttur, árið 1968 f. í Vill-
ingaholti 26.6. 1940, d. 4.9.
1990, dóttir hjónanna Ingvars
Kristjáns Jónssonar og Grétu
Svanlaugar Jónsdóttur. Guð-
laug átti fyrir soninn Elvar
Inga Ágústsson bónda, f. 17.7.
1959. Börn Svavars og Guð-
laugar eru: 1) Greta Svanlaug,
matreiðslumeistari, f. 19.9.
1963, d. 12.7. 2007, maki Guð-
mundur Gunnlaugsson bækl-
unar-og handarskurðlæknir.
Börn þeirra eru: Óskar Bragi,
f. 1990, Ingvar Geir, f. 1993
og Oliver Aron, f. 2001. 2)
Hafdís, viðskiptafræðingur, f.
13.7. 1967, maki Emil Hilm-
arsson tölvunarfræðingur,
börn þeirra eru: Guðlaug
Svava Ólafsdóttir, f. 1986, sem
Í dag ertu borinn til grafar
elsku pabbi minn. Mikið hlýtur
að vera notalegt hjá ykkur
mömmu og Gretu systur. Þú
varst mjög góður faðir og mjög
góður við elsku mömmu í bæði
skiptin sem hún veiktist, ég segi
alltaf að þú hafir breytt Vill-
ingaholti II í sjúkrahús þegar
elsku mamma veiktist af heila-
krabbameini árið 1989 svo að
hún gat verið heima nær allan
tímann þar til hún svo lést. Þið
mamma voruð frábærlega góðir
vinir. Þegar ég byggði húsið
mitt fyrir 14 árum varstu
óþreytandi í að hjálpa mér, ég
þakka þér mikið vel fyrir það.
Kærar þakkir fyrir allt, megi
Guð geyma þig.
Þinn sonur,
Sigfús.
Í dag fylgi ég elsku pabba
mínum í hinsta sinn. Mikið sem
ég er nú sorgmædd en get þó
yljað mér við góðar og fallegar
minningar og það að vita að nú
er hann kominn í faðm mömmu
og Gretu systur.
Elsku pabbi minn hefur alltaf
reynst mér vel og má þar fyrst
nefna hvað hann hjálpaði mér
mikið með elstu dótturina Guð-
laugu Svövu en hún átti alltaf
vísan stað hjá afa sínum og
dvaldi hún oft hjá afa sínum í
Villingaholti þegar hún var lítil
stelpa og hefur samband þeirra
alltaf verið mjög gott.
Pabbi var einstakur maður og
finnst mér ég verða að koma því
að þegar mamma veiktist alvar-
lega af heilaæxli árið 1989, þá
hætti pabbi að vinna í Búrfells-
virkjun og helgaði sig algerlega
að mömmu svo hún gæti búið
heima meðan á veikindunum
stóð og stóð hann sig alveg eins
og hetja í þessari baráttu og er
það þakkarvert. Einnig helgaði
pabbi sig alveg að Villingaholts-
kirkju og sá um að rekstur
hennar og umhverfi yrði sem
best yrði á kosið og stóð fyrir
byggingu á skrúðhúsi við kirkj-
una svo þarna er óhætt að segja
að standi fallegur minnisvarði
um ókomna tíð, ég lít að
minnsta kosti þannig á það.
Pabbi var stundum dálítið
stjórnsamur, allavega svona við
mig og elsta dóttir mín segir nú
stundum í gamansömum tón, þú
ert nú alveg eins og afi en þetta
finnst mér bara notalegt.
Pabbi réð til sín frábæra
ráðskonu, Báru Halldórsdóttur
og hefur hún alltaf haldið vin-
áttu við pabba og aðstoðað hann
mikið allar götur síðan og er
það þakkarvert og ómetanlegt.
Ég er svo þakklát fyrir margt
og veit að ég get yljað mér við
þessar góðu minningar sem ég
ætla hiklaust að gera í framtíð-
inni.
Takk fyrir allt og Guð geymi
þig elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Hafdís.
Mig langar með þessum lín-
um að minnast föðurbróður
míns og nafna, Svavars Braga,
sem lést í síðustu viku, rúmlega
áttræður að aldri. Ég hitti hann
af tilviljun í sumar í Fjallakaffi í
Möðrudal, hann var þar á ferða-
lagi ásamt Báru vinkonu sinni.
Við áttum stutt spjall saman,
greinilegt var að líkaminn var
farinn að gefa sig en andinn
ósigraður. Svavar Bragi var
tveimur árum yngri en faðir
minn sem hélt mikið upp á
þennan yngri bróður, þeir bröll-
uðu margt saman í sveitinni í
Miðfirðinum þar sem þeir
eyddu æsku sinni. Þeir hittust
reglulega síðustu árin og maður
sá að kært var á milli þeirra
bræðra. Ég minnist frænda
míns með hlýju, hann kallaði
mig aldrei annað en nafna, ég
man hve stoltur ég var yfir því.
Blessuð sé minning góðs
frænda.
Svavar Bragi Jónsson.
Svavar Bragi
Bjarnason
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, mig langar að
kveðja þig með þessu ljóði.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun
ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Ég mun alltaf sakna þín,
þín
Nadía Ýr.
Til elsku afa míns.
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.
Í gegnum móðu’ og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.
(Davíð Stefánsson)
Guð geymi þig elsku afi
minn,
þín
Guðlaug Svava.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
UNA JÓNMUNDSDÓTTIR,
Furugrund 22,
Akranesi,
lést fimmtudaginn 29. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
mánudaginn 9. september kl. 14.00.
Guðjón Jóhannes Hafliðason,
Guðrún Agnes Sveinsdóttir, Ingólfur Árnason,
Valey Björk Guðjónsdóttir,
Hafliði Páll Guðjónsson, Harpa Hrönn Finnbogadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Bróðir okkar,
GUÐJÓN JÓNSSON
frá Fagurhólsmýri,
lést laugardaginn 31. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir,
Sigurgeir Jónsson,
Sigríður Jónsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
PÁLMEY HJÁLMARSDÓTTIR,
Skálateigi 1,
Akureyri,
lést á heimili sínu sunnudaginn 1. september.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 6. september kl. 13.30.
Hjálmar Hauksson, Gyða Björk Aradóttir,
Lilja Björg Jones-Hauksdóttir, Mark Alan Jones,
Birgir Hauksson, Hlín Garðarsdóttir,
Hólmfríður María Hauksdóttir, Arnar Eyfjörð Helgason
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
ANNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR,
Seljabraut 78,
Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi sunnudaginn 1. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Eiríkur Haraldsson,
Pétur Eiríksson, Amy Schimmelman,
Haraldur Eiríksson, Ingigerður Guðmundsdóttir,
Guðrún Eiríksdóttir, Hreiðar S. Marinósson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞORVARÐUR GUNNARSSON
byggingameistari,
Birkihæð 4,
Garðabæ,
lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi
að kvöldi laugardagsins 31. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Erla Jónsdóttir,
Örn Þorvarðarson,
Sigrún Jóna Þorvarðardóttir, Gísli Eyþórsson,
Ingibjörg Þorvarðardóttir, Thorbjörn Brink,
Kristín Magnúsdóttir, Ingibjartur B. Þórjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
�
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR TORFADÓTTIR,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
1. september.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 11. september kl. 13.00.
Sigurður Kr. Finnsson,
Stefán Torfi Sigurðsson, Sigurey Valdís Eiríksdóttir,
Finnur Sigurðsson, Hildigunnur Friðriksdóttir,
Ármann Viðar Sigurðsson, Elín Sigríður Friðriksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Ánastöðum,
Ránarstíg 4,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 6. september kl. 14.00.
Helga Stefanía Magnúsdóttir, Björn Jóhannesson,
Þórey Birna Björnsdóttir,
Agnes Helga Björnsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
KNÚTUR VALGARÐ BERNDSEN,
Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
laugardaginn 31. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju
föstudaginn 6. september kl. 14.00.
Jón Örn Berndsen, Elín Helga Sæmundsdóttir,
Gunnbjörn Valur Berndsen, Lísa Berndsen,
Stefán Þröstur Berndsen, Sólveig Róarsdóttir,
Haukur Berndsen, Chona Millan,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EDDA PÁLSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Þorlákskirkju fimmtu-
daginn 5. september kl. 11.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Geirlaug Geirdal, Kjartan Friðrik Adólfsson,
Ása Geirdal,
Þóra Geirdal,
Páll Geirdal, Kolbrún Rut Pálmadóttir,
Ævar Geirdal, Súsanna Antonsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARSIBIL ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hólavegi 9,
Sauðárkrók,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst.
Kristín Guðmannsdóttir, Eiríkur Ingi Björnsson,
Guðbjörg Guðmannsdóttir, Böðvar Hreinn Finnbogason,
barnabörn og barnabarnabörn.