Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið/Ómar
Háskóli Íslands Jóni Baldvini Hannibalssyni var boðið að vera gestakenn-
ari á námskeiði um smáþjóðir í alþjóðakerfinu en boðið var dregið til baka.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Ég biðst afsökunar fyrir hönd há-
skólans á að verklagsreglur hafi
ekki verið nægilega skýrar sem
leiddi til sárinda,“ segir Kristín Ing-
ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
Stjórnmálafræðideild háskólans
dró til baka beiðni um að Jón Bald-
vin Hannibalsson flytti fimm gesta-
fyrirlestra á námskeiði um smáþjóð-
ir og í alþjóðakerfinu við HÍ nú í
haust.
Kristín segir að ekki hafi verið
brotið á mannréttindum Jóns Bald-
vins, eins og hann hafi haldið fram
m.a. í grein í Fréttablaðinu. Skólinn
geri 2.000 samninga um stunda-
kennslu á ári og það hendi að beiðni
um framlag stundakennara sé aftur-
kölluð. Kristín mun leita eftir fundi
með Jóni Baldvini á næstunni.
„Þetta er leiðinleg og slæm um-
ræða fyrir háskólann,“ segir Kristín.
Hlustað var m.a. á sjónarmið
kynjafræðinnar
„Farið verður yfir verklagsreglur
um gestakennara í kjölfarið. Málinu
er lokið af okkar hálfu,“ segir Ómar
Kristmundsson, prófessor við
stjórnmálafræðideild. Hann segir
mikilvægt að sátt ríki um þá sem
stunda kennslu við stofnunina.
„Tekið var tillit til ólíkra sjónarmiða
og m.a. hlustað á sjónarmið kynja-
fræðinnar um að skapa þolendavænt
umhverfi,“ segir Ómar.
Nýjar verklagsreglur eru nú boð-
aðar; sömu reglur munu gilda um
gestakennara og stundakennara,
þ.e.a.s. að sameiginleg ákvörðun
verður tekin á deildarfundi innan
hverrar deildar í háskólanum um að
fá tiltekna einstaklinga til kennslu.
Kristín Ingólfsdóttir tekur fram
að deildir innan skólans hafi faglegt
sjálfstæði, þar með talið ákvarðanir
um skipulagningu kennslu.
Í síðustu viku sendi félagsvísinda-
svið Háskóla Íslands frá sér tilkynn-
ingu þar sem sagði m.a.: „Sú ákvörð-
un að Jón Baldvin Hannibalsson
muni ekki halda gestafyrirlestra við
háskólann næsta vetur er fyrst og
fremst tekin til að gera skólanum
kleift að sinna hlutverki sínu og
tryggja nauðsynlegan frið um starf-
semina.“
Lýstu yfir óánægju sinni
„Við ætlum ekki að taka henni
þegjandi,“ skrifuðu femínistarnir
Helga Þórey Jónsdóttir og Hildur
Lilliendahl um ráðningu Jóns Bald-
vins í grein sem birtist á vefritinu
Knúz.is í ágúst.
Þær lýstu yfir óánægju sinni
vegna fyrirhugaðra starfa Jóns
Baldvins við Háskóla Íslands og
sögðu það niðurlægjandi fyrir þol-
endur Jóns og þolendur kynferðis-
ofbeldis um allan heim.
Baldur Þórhallsson prófessor
ákvað í kjölfarið, að sögn Ómars, að
draga til baka þá ákvörðun að fá Jón
Baldvin sem gestakennara.
Jóni Baldvini var tilkynnt þessi
ákvörðun 29. ágúst sl. „Ég fór fram
á að skýrt yrði opinberlega frá
ástæðunni. Þetta er ekki þeirra
einkamál heldur varðar háskóla
þjóðarinnar,“ sagði Jón Baldvin við
Morgunblaðið.
Árið 2005 kærði ung kona Jón
Baldvin til lögreglu fyrir ætluð kyn-
ferðisbrot á árunum 1994-2001, sem
fólust m.a. í bréfum sem Jón sendi
konunni þegar hún var á aldrinum
14-17 ára.
Málið var rakið í tímaritinu Nýju
lífi á síðasta ári. Þar kom fram að
lögregla taldi upphaflega ekki tilefni
til rannsóknar en sú niðurstaða var
kærð til ríkissaksóknara, sem fyr-
irskipaði lögreglurannsókn. Árið
2007 felldi ríkissaksóknari málið nið-
ur og vísaði m.a. til þess að ætluð
brot vegna bréfa sem skrifuð voru
árið 1998 væru talin fyrnd. Tvö bréf
voru skrifuð árið 2001 en konan var í
Venesúela þegar hún fékk þau og
opnaði. Ríkissaksóknari sagði að
ætlað brot væri ekki refsivert í því
landi þar sem ekki var um að ræða
háttsemi viðhafða á almannafæri en
það væri skilyrði samkvæmt lögum í
Venesúela.
Rektor biðst afsökun-
ar á verklagsreglum
Jón Baldvin verður ekki gestakennari á námskeiði við HÍ
Nýnemar við Fjölbrautaskóla
Garðabæjar voru beittir grófu of-
beldi af eldri nemendum skólans eft-
ir að formlegri busavígslu var lokið.
Skólastjórnendum í FG hefur lengi
verið í nöp við busanir og hafa þeir
nú tekið þá ákvörðun að fleiri busa-
vígslur verði ekki haldnar.
Þetta kemur fram í grein sem
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
FG, ritaði í gær í fréttablað skólans
þar sem kemur fram að undanfarin
ár hafi svokallaðar einkabusanir
færst í vöxt eftir að hefðbundinni
busavígslu innan skólans sé lokið.
„Þar taka eldri piltar, sumir
hverjir ekki einu sinni nemendur í
skólanum, nýnema FG og beita þá
ótrúlega grófu ofbeldi,“ segir Krist-
inn.
Þegar skólastjórnendur áttuðu sig
á þessari þróun töldu þau að auðvelt
yrði að koma í veg fyrir það með því
að skipuleggja ferðir að busavígslu
lokinni til að koma nýnemum í
„öruggt skjól“. „Okkur til mikillar
undrunar og vonbrigða hefur tals-
verður hópur nýnema sleppt því að
fara í þessar ferðir til þess eins að
láta beita sig grófu ofbeldi og eru
þannig orðnir viljugir þátttak-
endur,“ segir Kristinn.
Busavígslum hætt
vegna ofbeldis
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Einkabusanir
höfðu færst í vöxt
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Vertu velkomin!
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum
• Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur
• Stærð - engin takmörk
• Áklæði - yfir 3000 tegundir
VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18
Torino
Milano
Mósel
Landsins mesta úrval
af sófum og sófasettum
Endalausir möguleikar í stærðum og áklæðum
Rín Lux Valencia
RomaRín
20-4
0%
AFSL
ÁTTU
R AF
VÖL
DUM
SÝN
INGA
REIN
TÖK
UM