Morgunblaðið - 03.09.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú hefur lagt mikla vinnu í verkefni
þitt og sérð nú fyrir endann á því. Dagurinn í
dag færir þér ábyggilega gæfu, nýttu tæki-
færi sem gefast.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér verður hrósað mikið fyrir árangur
þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið.
Sýndu þolinmæði þótt þú hafir ekki svör við
öllu á reiðum höndum. Einhver fylgist með
þér úr fjarlægð.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vertu bjartsýn/n því takmark þitt
er ekki eins fjarlægt og þú heldur. Ræddu
við þína nánustu um það hvernig þið getið
skipt með ykkur hlutunum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur reynst varsamt að tengja
sig um of við einstaka hluti. Bryddaðu upp á
einhverju nýju svo fólk taki eftir þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stundum pælirðu í hvor er skrýtnari þú
eða fólkið í kringum þig. Einvera er stundum
uppspretta nýrra uppgötvana, það er eins og
þær hafi marað í hálfu kafi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þróað með þér ómeðvitaðan
sjarma sem þú ert tilbúin/n að sleppa laus-
um. Þú ert ástrík/ur, ánægð/ur, ræðin/n,
rausnarleg/ur og manst eftir lífsreglunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Félagar sem eru ósammála geta samt
framkvæmt frábæra hluti. Láttu ekki gylli-
boðin glepja þér sýn heldur haltu þínu striki
og fast um budduna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Veltu fyrir þér möguleikum til
breytinga í lífi þínu og gerðu það sem til
þarf. Hverjir eru mestu hugsuðirnir í lífi
þínu? Fáðu þá til liðs við þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Mikilvægt er fyrir þig að láta
undan lönguninni um ævintýri og frelsi. Nú
er rétti tíminn til að biðja yfirmanninn um
greiða eða launahækkun.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú leysir vandamál þitt snilld-
arlega. Kannaðu alla möguleika sem þér
bjóðast. Mundu bara að tala hreint út svo
aðrir viti hvað þú ert að fara.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Viðamikið samstarfsverkefni sem
þú ert nú að taka þátt í krefst mikils af þér.
Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að
margt er í góðu lagi. Rómantíkin liggur í loft-
inu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er mikil orka í loftinu í dag sem
bæði getur nýst til góðs og ills. Farðu þér
samt í engu óðslega. Fall er fararheill,
mundu það.
Það urðu kaflaskil hjá PétriStefánssyni sem seldi
Elöntruna sína til Eyjafjarðar:
Til söknuðar ég sárrar finn,
(sálar þyngist byrði)
seldi ég besta bílinn minn
bónda í Eyjafirði.
Þar sem Pétur flutti 100 metra
yfir sjávarmál upp í Breiðholt
þótti honum vissara að kaupa
sér jeppa fyrir veturinn. Hann
fékk sér því Toyotu Rav4-
jeppann:
Lukkan við mig dansar dátt,
dafnar í mér kætin,
ek ég jeppabílnum brátt
brosmildur um strætin.
Friðrik Steingrímsson bregður
oft á leik þegar heyrist í Pétri
og það brást ekki núna:
Brosti Pétur breitt í hring
svo bóndann plata kynni,
og prangaði inn á Eyfirðing
Elöntrunni sinni.
Annar bíll er ei til neins
ef ert í snjónum grafinn,
í höndum klaufa eru eins
Elantran og Ravinn.
Þegar gerði síðan vitlaust veð-
ur varð Pétri að orði:
Hvessir og lækkar hitastig,
hvín í öllu og syngur.
Passi nú uppá sjálfan sig
sérhver Íslendingur.
Ármann Þorgrímsson var ekki
lengi að bæta við:
Ýmsir smeykir inn þá læðast
aðrir lenda í skafli á kaf.
Varla þurfum við að hræðast
vinirnir sem eigum RAV.
Þá Jóhann Gunnarsson:
Færir eru flestir vegir
faranda um sveit og bæ.
Undraþýtt sig um þá teygir
eðalvagninn Hyundai.
Ólafur Stefánsson hefur vand-
aðan smekk:
Foraðsveður flátt sig teygir,
flestir verða lens,
en færir eru fjallavegir
fyrir góðan Benz.
Loks Davíð Hjálmar Haralds-
son:
Drossía með drif á öllum
dugar flestum bílum skár.
Subaru hjá Suðurfjöllum
sigrar læki, urð og blár.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af bílum, óveðri
og Íslendingum
Í klípu
„ÉG HELD AÐ HÚN SÉ AÐ VONAST EFTIR
EINHVERJU MINNA HAGNÝTU.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„MAMMA, ER ÞETTA BARNAPÍAN MÍN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að flytja saman í nýtt
heimili.
HEIMILISVÖRUR
SKIL
HORFUMST Í AUGU
VIÐ ÞAÐ, HRÓLFUR …
… AÐ EF ÞÚ KEMUR NÆR, ÞÁ
VERÐURÐU FYRIR AFTAN ÞÁ!!
ÞAÐ ER GOTT AÐ
TALA VIÐ ÞIG, LÍSA.
ÉG GÆTI TALAÐ VIÐ
ÞIG TÍMUNUM SAMAN.
HALLÓ? ÞAÐ ER EKKI
FALLEGT
AÐ HÓTA
FÓLKI, JÓN.SKELL.
Því er stundum haldið fram að Ís-lendingar geti aðeins talað um
eitt, þ.e. veðrið. Allir kannast t.d. við
þá stund í leigubílnum, ef veðrið er
gott, að sagt er við leigubílstjórann:
„Jæja, það er blessuð blíðan!“ nú eða
á hinn veginn: „Þetta er nú meira
skítaveðrið!“ Upphefjast þá umræður
um tíðarfarið í dágóða stund, þar til
báðir þagna og hafa ekkert um meira
að tala.
x x x
Víkverji var í þeirri stöðu í síðustuviku að fylgjast óvenjustíft með
veðurspám, vegna tiltekins viðburðar
sem hann var að undirbúa. Útlitið var
ekki gott, enda fyrstu haustlægðirnar
að skella á landinu með þvílíku offorsi
að bændur voru reknir úr slætti til að
smala fé af fjalli. Þó að ekki hafi orðið
jafn slæmt veður og spáð var, þá var
þetta líklega skynsamleg ráðstöfun
hjá veðurfræðingum og almanna-
vörnum að vara fólk svona hressilega
við. Menn voru brenndir af reynsl-
unni í óveðrinu fyrir ári, þegar tug-
þúsundir fjár drápust á hálendinu.
x x x
Víkverji og hans félagar vorukomnir á fremsta hlunn með að
fresta viðburðinum en ákveðið var að
bíða í um sólarhring, leggjast á bæn
og biðja góðar vættir um hjálp. Það
skilaði sér því veðurspárnar gerðu lít-
ið annað en að batna eftir því sem
nær dró helgi, fyrir tiltekinn stað.
Enginn skyldi vanmeta mátt bæn-
arinnar og vitneskju að handan þó að
ekki ætli Víkverji að draga úr mik-
ilvægi raunvísindanna. Eini þurri
bletturinn á landinu, með sól í kaup-
bæti, var á þeim stað sem viðburður
Víkverja og félaga var haldinn. Vind-
urinn var bara hressandi.
x x x
Í þessu sambandi skal því haldið tilhaga að berdreyminn og athugull
bóndi norður í landi, Páll Jónsson frá
Jaðri, var vikum saman búinn að vara
starfsbræður sína við óveðrinu, sem
skall síðan á á þeim tíma sem hann
hafði spáð, svona nokkurn veginn.
Veðurfræðingar eru alls góðs mak-
legir en það ber líka að hlusta á þá
sem sjá það sem við hin sjáum ekki.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum
misgjörðir þeirra, þá mun og faðir
yðar himneskur fyrirgefa yður.
(Matt. 6, 14.)
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Rétt magn af hreinlætisvörum
sparar pening
– láttu okkur sjá um það
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á
raestivorur@raestivorur.is
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Sjáum um að birgðastaða hreinlætis-
og ræstingarvara sé rétt í þínu fyrirtæki.
Hagræðing og þægindi fyrir stór og lítil
fyrirtæki, skóla og stofnanir.
Hafðu samband og fáðu tilboð