Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 1
 Skipulögð bólusetning gegn ár- legri inflúensu er nú hafin og hægt er að fá sprautu á næstu heilsu- gæslustöð eða heilbrigðisstofnun. Inflúensan er þó ekki komin til landsins að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis. Von er á henni í desember eins og fyrri ár. Tvær tegundir fuglaflensu, H1N1 og H3N2 eru í gangi og er mótefni gegn þeim í bóluefninu sem nú er gefið. Á bilinu fimmtíu til sextíu þúsund manns láta bólusetja sig hér á landi ár hvert og er ákveðnum hópum einkum ráðlagt að láta bólu- setja sig, eins og eldri borgurum og þeim sem þjást af ónæmisbælandi sjúkdómum. »22 Bólusetning hafin og flensan á leiðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg  233. tölublað  101. árgangur  Þ R I Ð J U D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 1 3 FANNST HÚN GETA ANDAÐ Á ÍSLANDI SVART SKAL ÞAÐ VERA HJÓLAÐ Í VILLTA VESTRINU Á BJARGBRÚNINNI BÍLAR BJARTUR OG FÉLAGAR Í MOAB 10CATHY Á VOPNAFIRÐI 16 ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Júlíus  Mikill samdráttur hefur orðið í fataverslun hér á landi þar sem fólk sparar annaðhvort við sig eða kaupir föt erlendis. Raunvirði fata- verslunar er 39% minna nú en 2007. „Það hafa margir lýst því þannig að á góðærisárunum hafi þeir átt þrennar til fernar góðar gallabux- ur. Nú eigi þeir bara einar eða tvennar. Það munar um þetta,“ seg- ir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. »4 Færri gallabuxur í fataskápunum Makríll á Íslandsmiðum » Um 1,5 milljónir tonna í lög- sögunni síðustu sumur. » Makríllinn þyngist um meira en 40% meðan hann er á Ís- landsmiðum og er talinn éta 2-3 milljónir t. af sjávarfangi. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Miklar makrílgöngur vestur og norður með landinu valda mönnum áhyggjum því á þeim slóðum eru uppeldisslóðir ungviðis þorsks og loðnu. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunarinnar benda til þess að uppistaðan í fæðu makríls hér við land sé áta, svifdýr af krabbaættum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, sagði að á meðan makríllinn hélt sig mest fyrir suðaustan og austan land hefðu menn verið rólegir því þar skaraðist hann ekki við nytjastofna á borð við t.d. ungloðnu og þorskseiði. „Nú þegar makríllinn hefur teygt sig vestar og norðar, sérstaklega í ár og í fyrra, þá er komin skörun,“ sagði Jóhann. Ekki liggja fyrir niðurstöð- ur rannsókna þar sem sýnt er fram á skaðleg áhrif makríls á umrætt ung- viði og líklega verður seint hægt að sanna þau, að mati Jóhanns. Hann minnti á að þorskárgangurinn frá 2012 virtist vera vel heppnaður, þrátt fyrir að makríllinn hefði farið vestur og norður fyrir land í fyrra. Frekari rannsókn er að hefjast á því hvað makríllinn étur helst. MÁhyggjur af áhrifum... »6 Makríllinn fer á seiðaslóðir  Skörun makríls við seiði þorsks og loðnu fyrir norðan og vestan veldur mönnum áhyggjum  Þorskárgangur 2012 virðist vel heppnaður þrátt fyrir makrílgönguna Lánsöm Stella Stefánsdóttir. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stella Stefánsdóttir á 90 ára afmæli í dag og á von á 190. afkomanda sín- um í heiminn í nóvember. Stella eignaðist 14 börn, á 52 barnabörn, 106 langömmubörn og 17 langalang- ömmubörn. Hún á því 189 afkom- endur núna eða fleiri en nokkur ann- ar lifandi Íslendingur. „Það er auðvitað alveg dýrlegt og þetta er allt saman besta fólk. Það er held ég það sem vantar í þessa blessuðu ver- öld, það eru einhver gæði og sam- heldni í fólki,“ segir Stella um af- komendafjöldann. Stella hefur alla tíð búið á Akureyri, segist vera heilsuhraust og sér enn um sig sjálf. „Það er alltaf einhver sem lítur inn svo til daglega. Sjö barna minna eru í bænum og ég fer til skiptis til þeirra í mat. Ég reyni svo að bjarga mér að öðru leyti heima.“ Stella eignaðist sitt fyrsta barn 17 ára gömul og bjóst þá ekki við að börnin yrðu svona mörg. „Ætli þetta hafi ekki bara verið hugsunarleysi. Það held ég að megi flokkast undir það,“ segir hún kankvís. Stella vann lengi á Sjúkrahúsinu á Akureyri og skellti sér í sjúkraliða- nám á fimmtugsaldri. Hún segir að það hafi gengið vel að vera útivinn- andi með stóra fjölskyldu. „Það hef- ur nú sjálfsagt eitthvað mátt setja út á uppeldið en við höfum verið mjög heppin með börn.“ Stella á von á flestum sínum af- komendum í veislu í dag. En man hún nöfnin á þeim öllum? „Það stendur nú stundum í mér ef ég er snögglega spurð núorðið en ef ég fæ umhugsunarfrest þá held ég að ég muni þau nú flest.“ »34 Bíður eftir 190. afkomandanum  Á fleiri afkomendur en nokkur annar núlifandi Íslendingur  Níræð í dag Kuldinn beit ekki á þessa götusölukonu sem sat úti og seldi vörur sínar í Austurstræti í gær. Skartið sem hún seldi fangaði athygli sumra vegfarenda sem gengu vel klæddir framhjá. Þó að kalt hafi verið í veðri var bjart og stillt og sól- in náði að ylja. Í dag gæti hins vegar snjóað. Skartið glitrar í haustsólinni í Austurstrætinu Morgunblaðið/Golli Bjart og fallegt haustveður var í höfuðborginni í gær  Ódýrara gæti verið fyrir ríkið að leigja aðra ferju sem ristir grynnra til að sigla til Land- eyjahafnar í vet- ur en að láta Herjólf sigla til Þorlákshafnar þegar hann kemst ekki í Landeyjahöfn. Leiga á ferju til viðbótar við Herjólf er í skoðun hjá innanríkis- ráðuneytinu. Gert er ráð fyrir heimild fyrir leigunni í fjárlaga- frumvarpi næsta árs. »2 Hugsanlega bætt við annarri Eyjaferju Herjólfur við Vestmannaeyjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.