Morgunblaðið - 08.10.2013, Side 29

Morgunblaðið - 08.10.2013, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 og ríkari sem manneskjur. Fyrir allt þetta erum við þakklátar og að hafa fengið að vera honum samferða í lífinu. Við sendum Auði og börnum og barnabörnum svo og öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. F.h. saumaklúbbsins, Guðrún Jónsdóttir og Helga Friðriksdóttir. Fyrirtæki mótast af starfs- mönnum og sumir leggja þar meira af mörkum en aðrir, bæði með trúnaði við fyrirtækið og leiðandi hendi fyrir aðra starfs- menn. Actavis hefur misst einn slíkan við fráfall Ólafs Siemsen og er það mikill missir öllum þeim sem unnið hafa með honum. Starfsemin heldur áfram, en skarðið er vandfyllt, þegar jafn heill og einlægur félagi á í hlut. Óli kom til starfa hjá Pharma- co 1. febrúar 1984 og var einn þeirra starfsmanna Actavis á Ís- landi, sem lengstan starfsaldur hafa, enda 30 ár langur tími á sama vinnustað. Hann starfaði fyrstu árin við framleiðslu í ga- lenískri deild, en þegar þeirri starfsemi var hætt, kom hann til starfa í pökkunardeild Delta í Hafnarfirði og starfaði í tengslum við framleiðsluna upp frá því. Fyrirtækið var fremur lítið á þessum tíma og góð kynni tókust því milli starfsmanna. Óli var fullur þátttakandi í því mikla ævintýri, sem gerðist, þegar fyr- irtækið breyttist úr að vera fá- mennt fyrirtæki, sem framleiddi eingöngu fyrir innanlandsmark- að, í að gerast fyrst og fremst út- flutningsfyrirtæki. Óli stýrði pökkunardeildinni í mörg ár og var lykilmaður í að veita fjöl- mörgum erlendum viðskiptavin- um fyrirtaks þjónustu og að koma lyfjum á markað strax eftir að einkaleyfi rann út erlendis. Hann var dugnaðarforkur og ósérhlífinn með eindæmum, og lagði nótt við dag, ef það var það sem þurfti til að ljúka verkefn- unum á réttum tíma. Óli var ákaflega traustur og góður starfsmaður, sem alltaf var hægt að leita til. Það er ómet- anlegt fyrir fyrirtæki að hafa á að skipa slíkum starfsmönnum, sem geta miðlað til annarra. Óli var mikill lærimeistari, úrræðagóður og laginn við að einfalda hluti og ferla. Hann var líka einstaklega jákvæður einstaklingur og góður félagi, sem fannst alltaf gaman í vinnunni. Alltaf stutt í húmorinn, og hrókur alls fagnaðar, ef starfs- félagar komu saman. Óli var nán- ast æviráðinn í að blanda bollur og glögg á slíkum tyllidögum. Þrátt fyrir að hafa glímt við erfið veikindi undanfarin ár, hef- ur Óli ekki látið deigan síga, held- ur mætt reglulega til vinnu eins og heilsan leyfði. Hann tókst á við veikindin af ótrúlegri elju og já- kvæðni. Þegar einn samstarfs- manna dáðist að jákvæðu viðhorfi hans í erfiðum veikindum, þá svaraði Óli með brosi á vör: „Ég ætla ekki að deyja úr leiðindum,“ og bætti svo við: „Allavegana ekki ef ég kemst hjá því.“ Þetta tilsvar lýsir hugarfari og já- kvæðni Óla einstaklega vel. Við sendum Auði og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góð- an dreng mun lifa. Guðbjörg Edda Eggerts- dóttir, Jón Gunnar Jónsson og Tryggvi Þorvaldsson. Ég kynntist Óla Sím eins og hann var gjarnan kallaður þegar ég byrjaði minn vinnuferil fyrir 15 árum. Mér varð fljótlega ljóst að í vinnunni var hann fagmaður fram í fingurgóma, hann pældi mikið í hlutunum, vandaði sig við allt sem hann gerði og var rosa- lega praktískur. Það sem stendur þó algerlega upp úr er að það var alltaf hægt að leita til hans með öll mál og hann var ávallt boðinn og búinn til að aðstoða, sama hversu flókið það var. Óli var allt- af til í að taka þátt í öllum skemmtilegum viðburðum í vinnunni og fyrir einhverjum ár- um kom það upp að hann komst ekki, en við það tækifæri fór hann að rifja upp að þetta væri nú lík- lega fyrsti eða jafnvel annar við- burðurinn á vegum vinnunnar sem hann hefði ekki mætt á. Þetta fannst okkur mjög merki- legt í ljósi starfsaldurs hans og var þetta rifjað einstaka sinnum upp þegar hann sá sér ekki fært að mæta, að nú væri hann að fara illa með tölfræðina. Þó að vinnu- mál hafi nú venjulega verið mest í umræðunni þá kom það auðvitað fyrir að það var setið og spjallað um daginn og veginn en á þeim stundum sagði hann mér margar skemmtilegar sögur úr lífi sínu sem munu lifa í minningunni. Ég hafði sérstaklega gaman af að fylgjast með því hvernig lífið hjá honum breyttist með tilkomu barnabarnanna og það kom alltaf sérstakur glampi í augun á hon- um þegar hann sagði frá því að þau Auður væru að fara passa um helgina eða von væri á heimsókn, eins og hann orðaði það gjarnan þegar von var á barnabörnunum. Óli Sím var frábær persónuleiki og hans verður sárt saknað. Takk fyrir að vera mér og öðrum góð fyrirmynd, minning þín mun lifa með okkur alla ævi. Við hjónin vottum Auði, börn- um, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Kristín Hrönn Þorbjörnsdóttir. Vinur okkar og samstarfs- félagi Ólafur Siemsen er fallinn frá. Óli var einn af elstu og reynd- ustu starfsmönnum Actavis (áður Delta) með tæplega 30 ára starfs- reynslu. Kom hann víða við innan fyrirtækisins og hafði hann yfir- gripsmikla þekkingu á flestu sem fram fór í fyrirtækinu. Við sem skrifum þessa grein vorum svo heppin að fá að vinna með honum í deild sem kallaðist FED (fram- leiðslueftirlitsdeild) sem var frá- bær hópur sem stóð saman jafnt í leik og starfi. Hann var alltaf miðpunktur bæði í starfi og utan þess, við brosum öll þegar við minnumst orðatiltækis hans „maður lifandi!“ Hann var bros- mildur og kátur og gerði aldrei mannamun. Stress var ekki að þvælast fyrir honum enda hafði hann mikið jafnaðargeð. Óli gaf sér alltaf tíma til að aðstoða sam- starfsfólk sitt og var mikill grúskari, oftar en ekki reddaði hann okkur þegar Concorde-for- ritið var að stríða okkur. Alltaf var hann með fyrstu mönnum út á dansgólfið á skemmtunum og var hinn mesti stuðpinni, sögu- maður góður og gátu sögurnar stundum orðið ansi langar. Óli var yfirblandari í óvissuferðum og jólahittingi og brást honum ekki bogalistin þó svo að komið hafi fyrir að vínandann vantaði í blönduna. Hann var mikill úti- vistar- og náttúruunnandi og nut- um við mörg hver félagsskapar hans á þeim vettvangi. Óli var vanafastur, á hverjum morgni borðaði hann 2 ristaðar brauðsneiðar með osti og marm- elaði nema á föstudögum þegar við vorum með „föstudagskaffið“ þá borðaði hann bara eina. Dæmi um það hvað öllum þótti vænt um hann var að allir á deildinni voru tilbúnir til að fara út í búð fyrir hann ef hann átti að sjá um kaffið. Oftast heyrðum við þegar Óli gekk um ganga fyrirtækisins því hann blístraði alltaf sama lag- ið, sem var mjög grípandi og end- aði með því að við hin rauluðum með. Tveir hjólagarpar voru í deildinni sem hjóluðu yfirleitt í vinnuna og var Óli annar þeirra. Eftir að hann veiktist og þurfti að nota hækjur útbjó hann statíf fyrir hækjurnar á hjólið, en það er lýsandi fyrir þrautseigju hans og hugvit. Þegar Óli sagði okkur frá veikindum sínum, var okkur mjög brugðið, en sjálfur tók hann þessu með einstakri ró, og sem dæmi um það sagði hann: „Af hverju ekki ég?“ Jafnframt bað hann okkur um að hnippa í sig ef hann væri orðinn eitthvað dapur, því þannig vildi hann ekki vera. Meðan á meðferðinni stóð virtist hann geta séð spaugilegu hlið- arnar eins og þegar hann var settur á hormónakúr sem fylgdu mikil svitaköst, þá sagði hann: „Nú er ég orðinn kerling!“ Fjölskylda hans var honum mikilvægust. Auður, börnin fjög- ur og svo ekki sé minnst á „gull- molana“ hans barnabörnin. Það kom fallegt blik í augun á Óla þegar hann talaði um þau. Við sendum fjölskyldunni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við er- um þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum öðlingi og er- um ríkari fyrir vikið. Kæri vinur, hvíl í friði. F.h. FED-ara, Aðalsteinn og Kristbjörg. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, hann Ólaf Siemsen, eða Óla Siemsen eins og við kölluðum hann. Það var um haustið 1996 að leiðir okkar Óla lágu saman er hann hóf að stunda líkamsrækt hjá Líkamsrækt B & Ó í Garða- bæ, á vegum almenningsíþrótta- rdeildar Stjörnunnar. Hann stundaði ræktina af kappi og sýndi fljótlega hversu manni verður ágengt ef áhuginn og áræðið er fyrir hendi. Óli sýndi frá upphafi hversu félagslyndur hann var og skemmtilegur félagi, alltaf jákvæður og tilbúinn að að- stoða og hjálpa. Það hefur tíðkast hjá líkamsræktinni að vera með vorfagnað og man ég sérstaklega eftir tveimur slíkum þar sem Óli kom virkilega sterkur inn eins og honum var einum lagið, en það var í Hveragerði 9́7 og úti í Viðey 9́8. Óli var í sjötímanum í líkams- ræktinni en það er hópurinn kall- aður. Það er margt sem við gerð- um annað en að sprikla og stunda líkamsrækt, félagslegi þátturinn spilar þar mikið inn í og er ekki síður mikilvægur en hreyfingin. Þar má nefna jeppaferðirnar sem farnar eru á haustin inn í óbyggð- ir. Í þeirri fyrstu sem farin var 2001 var stefnan tekin í Þórs- mörk, en menn voru hálftregir að leggja af stað sökum hvassviðris, en af stað fórum við á 11 jeppum. Þegar hópurinn var kominn á Sandskeið gerðist það að farang- ursbox sem ég hafði á toppnum á jeppanum brotnaði, þá þurftum við að stoppa og leggja á ráðin. Það vildi til að Óli Siemsen var í næsta jeppa á eftir en hann kom með nokkrar strekkingsólar til að óla niður boxið. Í þessum tveimur jeppum vorum við sam- an komnir fjórir Ólar og stofn- uðum við þá Ólavinafélagið, sem nú hefur stórt skarð verið höggv- ið í. Á hverju ári er valinn íþrótta- maður líkamsræktarinnar hjá al- menningsíþróttadeild Stjörnunn- ar og fékk Óli þann titil 2009, en í tilnefningunni stóð m.a.: „Hann hefur tekið þátt í ræktinni, verið duglegur að mæta og ekki síður í hinum félagslega geira. Ólafur er alltaf hress í bragði, jákvæður og drengur góður.“ Óli þurfti á undanförnum árum að fara í aðgerðir á báðum hnjám. Hann var varla búinn að sleppa hækjunum þegar hann var mætt- ur í ræktina til að ná upp fyrri styrk. Hann var orðinn ansi góð- ur er hann greindist með sjúk- dóm þann fyrir þremur árum sem varð honum að lokum að ald- urtila 28. september. Óli var harðákveðinn í því að láta ekki sjúkdóminn buga sig. Þó að hann hafi ekki verið með okkur í tím- um á sl. ári þá mætti hann ávallt upp á gang og út í sundlaug þessa sömu daga og líkamsræktin til að halda sambandinu Í huga okkar félaganna, stelpna og stráka í líkamsrækt- inni, er Óli okkar fyrirmynd hvað varðar viljastyrk og það að gefast aldrei upp þótt á móti blási. Hann verður ekki bara íþróttamaður ræktarinnar 2009 heldur um ókomin ár í okkar huga. Kæri vinur, við félagar þínir úr líkams- ræktinni þökkum þér samveruna og fylgdina í gegnum árin, þín er strax sárt saknað úr sjötímanum. Innilegustu samúðarkveðjur viljum við flytja Auði og fjöl- skyldu og vonum að góður Guð styrki þau við þeirra mikla missi. F.h. Líkamsræktar B & Ó, Ólafur Ág. Gíslason. Kær vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Á kveðjustund er margs að minnast og margs að sakna. En einnig margt að þakka og áratuga löng vinátta að gleðj- ast yfir. Það voru mikil forrétt- indi að eiga Óla að vini. Hann bjó yfir einstökum mannkostum eins og lífshlaup hans ber merki um. Hann var traustur félagi og reyndist vinum sínum vel. Óli var með sérstaklega góða nærveru og sýndi samferðafólki sínu væntumþykju og áhuga. Á vina- fundum var hann hrókur alls fagnaðar og ávallt stutt í húm- orinn. Í baráttunni við illvígan sjúkdóm sl. þrjú ár komu mann- kostir Óla skýrt fram. Hann hélt ávallt fullri reisn, tók virkan þátt í lífinu og kappkostaði að láta hvern dag skipta máli. Mínar fyrstu minningar um Óla má rekja til ákaflega vel heppnaðrar kvöldstundar þegar við saumaklúbbssystur, þá flest- ar á öðru ári í Menntaskólanum í Reykjavík, buðum nokkrum álit- legum piltum úr skólanum til kaffisamsætis heima hjá einni okkar í Bústaðahverfinu í páskafríinu. Þetta kvöld var grunnurinn lagður að sterkum vinahópi, MR-klíkunni, sem stækkaði og hélt þétt saman öll menntaskólaárin. Þau vináttu- bönd styrktust með árunum og margt hefur verið brallað. Í þess- um vinahópi kynntust þau Óli og æskuvinkona mín Auður og fóru að draga sig saman. Það reyndist mikið hamingjuskref fyrir þau bæði og afkomendur þeirra. Óli og Auður voru mjög sam- hent hjón og miklir vinir. Þau lögðu áherslu á að skapa börnum sínum og síðar barnabörnum kærleiksríkt heimili þar sem hver og einn fékk að njóta sín. Ofar- lega er í huga framtakssemi og drifkraftur þeirra hjóna á öllum sviðum. Heimili þeirra, sumarbú- staðurinn í Grafningi, ferðalögin og fjölmörgu samverustundirnar bera þess glöggt merki. Á erfiðri kveðjustund sem þessari er gott að ylja sér við all- ar góðu minningarnar bæði frá því að við vorum ung og frá ýms- um tímamótum sem fjölskyldur okkar hafa átt saman meðan börnin voru að alast upp. Þar minnist ég sérstaklega yndis- legra stunda sem við höfum deilt í sumarbústöðum okkar í Grafn- ingi. Þar naut Óli sín vel og féll yfirleitt ekki verk úr hendi. Einn- ig minnist ég margra skemmti- legra ferðalaga innlands og utan. Óli og Auður voru bæði miklir náttúruunnendur og fróð um land og sögu. Ferðalögin með þeim og samvera öll var því mjög gefandi og lærdómsrík. Efst í huga mér nú er ferð sauma- klúbbsins til Spánar í mars sl. og nestisferðin okkar þriggja í Hval- fjörðinn í sumar þar sem við slóg- um upp veisluborði við Meðal- fellsvatn. Allt eru þetta mér dýrmætar minningar um góðan dreng sem ég er svo heppin að hafa átt að vini og er full þakk- lætis fyrir að hafa átt þessa löngu samfylgd með honum. Það er mikill sjónarsviptir að manni eins og Ólafi Siemsen. Manni sem hafði svo mikið að gefa umhverfi sínu. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum hann með miklum söknuði og þökkum alla vináttuna og ómetanlegan stuðn- ing í gegnum árin. Við sendum Auði, börnum, barnabörnum og systkinum hans innilegar samúð- arkveðjur. Vilborg Jóhannsdóttir og fjölskylda. Okkar ástkæra SIGURBJÖRG K. INGVARSDÓTTIR. áður til heimilis Möðrufelli 13, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Grétar Bæring Ingvarsson, Mundhildur Birna Guðmundsdóttir og fjölskylda, Júlíus Már Baldursson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PAULA ANDREA JÓNSDÓTTIR, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 2. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. október kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Bergþór Pálsson, Guðríður Tómasdóttir, Þór Elís Pálsson, Jóhanna Bernharðsdóttir, Lísa Pálsdóttir, Björgúlfur Egilsson, Rannveig Pálsdóttir, Juan Pardo Pardo, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA DAGMAR PÁLSDÓTTIR frá Brúarholti Miðfirði, Miðgarði 14, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstu- daginn 4. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 11. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán E. Pétursson, Páll Björgvin Hilmarsson, Signý Eggertsdóttir, Pétur Skarphéðinn Stefánsson, Sæbjörg Þórarinsdóttir, Lovísa Guðlaug Stefánsdóttir, Indriði Þórður Ólafsson, Ásta Pálína Stefánsdóttir, Gunnar Már Yngvason, Hrönn Stefánsdóttir, Jósef Hólmgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir minn, sonur okkar, bróðir og mágur, BRYNJAR BJÖRNSSON múrarameistari frá Egilsstöðum í Vopnafirði, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 27. september. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Helga Björk Brynjarsdóttir, Björn M. Sæmundsson, Ingigerður Jóhannsdóttir, Þorkell Björnsson, Súsanna Ó. Sims, Sæmundur Egill Björnsson, Hanna Jóna Björnsdóttir, Helga Björnsdóttir, Aðalsteinn A. Halldórsson. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT SIGRÚN VIGGÓSDÓTTIR, Forsæti 6a, Sauðárkróki, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki fimmtudaginn 3. október, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Búi Vilhjálmsson, Sigurður Viggó Gunnarsson, Guðvarður Brynjar Gunnarsson, Sigrún Marta Gunnarsdóttir, Guðrún Þórey Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurlaug Gunnarsdóttir, Gunnar Búason, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.