Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 31

Morgunblaðið - 08.10.2013, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 ✝ Hörður Garð-arsson fæddist á Rifkelsstöðum í Öngulst.hr. 24. maí 1928. Hann andaðist á Hjúkr- unar- og dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri, 23. sept- ember 2013. Foreldrar hans voru Garðar Hall- dórsson,, f. 30.12. 1900 á Sigtúnum í sömu sveit, d. 11.4. 1961 í Reykjavík, bóndi á Rifkelsstöðum, oddviti og alþ.maður, og k.h. Hulda Davíðsdóttir, f. 13.6. 1900, einnig á Sigtúnum, d. 22.11. 1986 á FSA, húsfreyja á Rif- kelsstöðum. Bróðir Harðar var Halldór Garðarsson, f. 1929, d. 2009, búsettur lengst af í Reykjavík. Hörður kvæntist 11. febrúar 1951 eftirlifandi maka sínum, Rósfríði Kristínu Vilhjálms- dóttur, f. 3.4. 1930 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Vil- hjálmur Guðjónsson, f. 1892, d. 1947, verkamaður á Akureyri, og k.h. Katrín Aðalheiður Hallgrímsdóttir, f. 1892, d. 1950, húsmóðir þar. Hörður og Rósfríð eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Hulda, f. 17.8. 1951, gift Áslaugi Haddssyni, Rifkelsstöðum, eða frá 1954- 60, en þau bjuggu þá á helm- ingi jarðarinnar í tvíbýli við Jónas bróður Garðars. Þau hjón tóku alfarið við búi 1960 og bjuggu þar myndarbúi til 1974, og áfram félagsbúi við dóttur þeirra Aðalheiði og fjöl- skyldu hennar fram til ársins 1983. Rifkelsstaðir eru enn í ábúð fjölskyldu Harðar, því nafni hans Atli Hörður býr þar nú. Við búskaparlok fóru þau hjón að stunda vinnu utan bús- ins, hún á Kristnesspítala og hann sem starfsmaður hjá KEA í fullu starfi til 1995, að meginstarfi á sláturhúsi fé- lagsins, en einnig við af- greiðslu áburðar að vori og móttöku kartaflna á hausti, en áður hafði hann verið við störf í sláturtíð margra hausta. Hörður sinnti félagsmálum sveitar sinnar og búsins vel og árið 1970 var hann kominn í hreppsnefnd, oddviti hennar 1978-83 og í sýslunefnd 1983- 86. Þessum störfum gegndi hann meðfram bústörfum, auk margra nefndarstarfa bæði fyrir hrepp, sýslu og fjórð- ungssamband. Hann starfaði einnig í hinum ýmsum bænda- klúbbum og þar oft valinn til embætta. Eftir að þau hjón fluttust til Akureyrar 1987 bjuggu þau lengst af í Álfa- byggð 13, en hin síðari ár í Kjarnagötu 14. Fyrir tveimur árum fór Hörður inn á Hjúkr- unar- og dvalarheimilið Hlíð. Útför Harðar fór fram í kyrrþey. þau eiga þrjú börn: Dröfn, Hadd og Rósfríði Krist- ínu, 2) Sigrún, f. 31.5. 1953, gift Birni Jóhannssyni, þau eiga þrjú börn: Jóhönnu Mjöll, Óðin Snæ og Björn Torfa, 3) Aðalheiður, f. 21.3. 1958, frá- skilin Bjarna Kristinssyni, þau eiga fjóra syni: Atla Hörð, Jóhann Birki, Sindra Pál og Bjarna Snævar, 4) Vala Björk, f. 12.12. 1965, gift Jóhanni Jóni Eiríkssyni, þau eiga þrjú börn: Berglindi Petru, Aron Má og Andreu Dögg og 5) Hörður Kristinn, f. 15.12. 1969, ókvæntur, hann á eina dóttur með Írisi Rut Jak- obsdóttur: Evu Jónu. Barna- barnabörnin eru 21. Hörður ólst upp hjá for- eldrum og hlaut sína skóla- göngu í farskóla sveitarinnar, sem m.a. var starfandi á Rif- kelsstöðum, jafnframt því sem hann starfaði að búi þeirra. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri haustið 1946 og út- skrifaðist þaðan sem búfræð- ingur vorið 1948. Stuttu síðar hóf hann formlega félags- búskap með foreldrum sínum á Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt okkur og ert kominn á æðra stig. Það var fallegur morgunn þegar þú kvaddir, stillt veður, haustlitirnir skört- uðu sínu fegursta og fé komið af fjalli í sveitinni þinni sem þér þótti svo vænt um. Þú varst fyrst og fremst bóndi og þar var dugnaður og kraftur í fyrirrúmi. Fljótt kenndir þú okkur systkinunum að vinna og þar þýddi ekkert slór eða undankoma, allt skyldi vera vel unnið og snyrtilegt. Þetta tók ég með mér út í lífið og þakka þér það. Með bústörf- unum starfaðir þú í ótal nefnd- um og ráðum fyrir sveitarfélag- ið og má segja að oft hafi verið gestkvæmt hjá ykkur mömmu og allir velkomnir hvenær sem var á sólarhringnum. Yndi hafðir þú af því að lesa bækur, fræðast og ferðast þó ekki væru nú margar frístund- irnar á meðan þú varst við bú- skap. Þó var farið í sunnudags- ferðir á milli mjalta. Best man ég ferð austur í Fnjóskadal á vörubílnum „gamla rauð“ þar sem við vorum sex í bílnum og þótti okkur elstu systrunum tveimur nú ekkert athugavert við það að þurfa að standa við mælaborðið mestalla ferðina og ekki var nú verra ef stoppað var í sjoppunni við gömlu Fnjóskárbrúna. Þegar þú fluttir til Akureyr- ar urðu frístundirnar fleiri og nutum við hjónin þess að fá að fara með ykkur mömmu í ferða- lög. Það var sama hvert við fór- um um landið, þú varst fullur af fróðleik, þekktir hvert kenni- leiti, jafnvel landamerki á milli bæja og að sjálfsögðu öll bæj- arnöfnin. Betri leiðsögumann var ekki hægt að hugsa sér. Það er gott til þess að hugsa að þú ert laus við sársauka og heim gleymskunnar sem þú varst smátt og smátt að hverfa inn í. Við munum geyma sög- urnar þínar og segja frá og ekki síst sögunni sem þú sagðir svo oft og var síðasta sagan sem þú náðir að segja mér. Sagan um það þegar þú fórst í göngur með Jónasi vini þínum, komuð seint heim og féð vildi ekki inn í réttina og endaði með því að þið rákuð það inn í kirkjugarðinn til geymslu yfir nótt. Ég kveð ég þig, pabbi minn, og þakka þér fyrir að hafa allt- af verið til staðar þegar við leit- uðum til þín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Þín dóttir, Sigrún. Á afar fallegum og kyrrum haustdegi lagði tengdafaðir minn óvænt af stað í sína hinstu för. Ljúft veðrið lýsir vel lífs- viðhorfi hans á margan hátt og viðeigandi að ferðbúast, þegar Eyjafjörður skartaði fegurð sinni. Kynni okkar hófust fyrir nærri 45 árum, ég nálægt 17 vetra, hafði hug á að fanga dóttur hans unga. Allt frá þeirri stundu hef ég mætt ljúfum föð- ur, manni orða sinna, hjálpleg- um öllum, miklum vini og góðri fyrirmynd í flestu. Hann var höfðingi og um þetta leyti val- inn til forystu í sinni sveit, jafn- framt því að búa myndarbúi á Rifkelsstöðum, bæði sjálfur og einnig í félagi við fyrri og seinni kynslóðir. Af fjölskyldu er honum þann- ig lýst að hann ósérhlífinn hafi ýtt af ákafa verkum áfram, sem ungum dugandi bændum er tamt, þannig að allir legðu sitt besta af mörkum, við fjölbreytt störf búsins, enda sýnilegur myndarskapur og snyrti- mennska í fyrirrúmi. Honum búnaðist vel og fengu börn hans fljótt að ganga til flestra verka og þeim treyst ungum fyrir hlutverkum með ábyrgð. Þegar við Sigrún dóttir hans hófum svo okkar búskap hér á Ak- ureyri var hann ætíð tilbúinn, sæi hann minnsta tækifæri til að aðstoða okkur með þeim orð- um að „hún er löngu búin að vinna fyrir þessu“ og þannig launaði hann dugnað hennar og vildi „ýta vel úr vör“. Hann var algjör reglumaður og þau hjón- in bæði og gantaðist ég með það að það sterkasta sem hann hafi neytt væri „Vallash“. Hann var framsýnn við bú- skapinn og var ætíð vel verk- færum búinn, þannig að forði vetrar var ætíð nægur og oftar var hann aflögufær með hey að vori og gat hann orðið öðrum að liði. Þó búverkin væru mest fjölskyldunnar, þá var ætíð ungt fólk hjá þeim hjónum, sumrungar og stundum fleiri en einn og vistin það góð að þau sóttust eftir að koma aftur. Hörður aðhylltist sjónarmið samvinnu og tók þátt í þeirri hreyfingu, þó svo að hann hafi ekki verið bundinn í báða skó, þannig var hann lengi með þjónustu fyrir BP, með sölu- tank við þjóðveg. Hann hafði yndi af bókum og átti þær margar og las sér til fróðleiks, ekki minnst um bú- hætti í öðrum sveitum og var afar fróður og því unun að ferðast með honum vegna þess. Ekki gáfust þó margar stundir til slíks í búskapartíð, en hann ræktaði samband við skóla- bræður sína frá Hvanneyri og heimsóknir þeirra á milli þótti honum góðar. Þau hjón gátu síðar einnig ferðast erlendis í kosti félagsbúskapar. Rétt eins og faðir hans var hann félagslega sinnaður og gaf af sér ríkulega til samfélagsins, með oddvitastarfi í sveit sinni. Þá var skrifstofa oddvitans ekki með neinn sérstakan afgreiðslu- tíma og gat verið erill á heim- ilinu á flestum tímum sólar- hrings og vinnudagar oft lengri vegna fundarhalda. Hann var einnig þess utan hjálplegur mörgum, t.d. með skýrslugerð o.fl. og það var því undarlegt en jafnframt ljúft að geta að- stoðað þau hjón með sömu mál, þegar minni hans lét undan og saga fortíðar dofnaði í huga hans. Hann var ætíð ljúfur, farsæll og átti góða dugnaðarfjöl- skyldu. Það er því fátt sem lífið launar betur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Björn Jóhannsson. Elsku afi minn. Það er alveg ólýsanlegt hvað ég sakna þín mikið. Við vorum svo miklir vinir, gerðum svo margt saman og áttum alveg einstakt samband okkar á milli. Ég á svo margar minningar um þig, það var svo margt sem við gerðum saman. Það var yndislegt að heim- sækja ykkur ömmu í Álfa- byggðina og þar eyddi ég mörgum stundum. Oftar en ekki sat ég inni á skrifstofu hjá þér og dundaði mér við að lita meðan þú varst að vinna og svo var kíkt í skrifborðið því þar leyndist alltaf dós full af nammisnuddum þar sem boðið var upp á þrjú stykki á mann í einu. Þegar ég var lítil þótti mér svo gaman að fara með þér í bíltúra. Þú varst alltaf tilbúinn í smábíltúr þegar við systkinin báðum um það og oftar en ekki tókum við hring í hesthúsa- hverfinu og enduðum svo á því að kíkja í Garðshorn til að fá „smágott“. Á hverju sumri fórum við fjölskyldan með ykkur ömmu í sumarbústað. Mikið voru það skemmtilegar vikur. Við skoð- uðum allt í nágrenni bústað- arins og alltaf vildi ég vera í bílnum hjá þér og ömmu því þú þekktir alla staðina sem við heimsóttum og allar sögur sem tilheyrðu þeim stað og þreytt- ist aldrei á að segja mér þær og fræða mig um landið okkar. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á bókum. Við fórum saman á alla bóka- markaði sem við komumst á og keyptum okkur bækur og ég var ekki orðin gömul þegar ég var farin að safna bókum því ég ætlaði mér að eiga margar bækur alveg eins og þú varst með á skrifstofunni þinni og í dag á ég nokkuð gott safn og átt þú mestan þátt í því safni. Þegar ég var lítil átti ég það oftar en ekki til að setjast í fangið á þér og strjúka yfir skallann þinn og alltaf hlóstu og sagðir að ekki væri nú mikið hárið á hausnum á afa gamla. Þessar stundir átti ég fram eft- ir öllum aldri með þér og þótt ég væri orðin fullorðin átti ég það til að strjúka yfir skallann og alltaf fékk ég sama svarið frá þér elsku afi. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo mikið en ég á allar góðu minningarnar um þig sem ég mun geyma og segja stelp- unum mínum frá því hvað þú varst góður afi, besti afi sem nokkur gæti hugsað sér. Þín afastelpa, Berglind. Hörður Garðarsson VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Ástkær konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR, Sólvallagötu 64, Reykjavík, lést mánudaginn 30. september. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 10. október kl. 13.00. Gunnar Magnússon, Ása Hauksdóttir, Halldór Arnar Guðmundsson, Sigurjón Starri Hauksson, Sólveig Johnsen, Guðrún Hauksdóttir, Gísli Baldur Sveinsson, Hreggviður Vopni Hauksson, Hekla Sif Hreggviðsdóttir, Áslaug Ingileif Halldórsdóttir, Þorgrímur Starri Halldórsson, Malena Níní Starradóttir og systkini hinnar látnu. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MELSTAÐ SIGURÐSSON bifreiðarstjóri, Smárabraut 6, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi föstudaginn 4. október. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 12. október kl. 14.00. Lára Bogey Finnbogadóttir, Svanur Líndal Hauksson, Rúna Líndal Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Líndal Hauksdóttir,Brynjólfur Dan, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR TRYGGVI GUÐBJÖRNSSON, Víðilundi 20, Akureyri, sem lést á Öldrunarheimili Akureyrar föstu- daginn 27. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 11. október kl. 13.00. Rannveig Friðriksdóttir, Halla Margrét Tryggvadóttir, Elías Bj. Gíslason, Ingólfur Tryggvi og Friðrik Valur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN INGVARSDÓTTIR, Rauðalæk 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 6. október. Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurjón Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, SVERRIR STEFÁNSSON, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 4. október. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu- daginn 11. október kl. 13.00. Laufey Sverrisdóttir, Hugi Freyr Einarsson, Stella Sverrisdóttir, Örnólfur Kristinn Bergþórsson, Alexander Nökkvi, Gabríel Ómar, Stefán Máni, Sesselja, Viktor Freyr, Hekla Sif og Óðinn Freyr. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og amma, JÓHANNA ELÍN KJÆRNESTED, Kleppsvegi 118, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn 28. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Garðar Árnason, Ebbe, Frank, Sven, Esther og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.