Morgunblaðið - 08.10.2013, Qupperneq 35
En þrátt fyrir stóran barnahóp var
Stella vökukona við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri frá 1956.
Hún hóf sjúkraliðanám 1966 og var
síðan sjúkraliði við FSA á árunum
1967-90.
Stella og eiginmaður hennar
fluttu í Lækjargötu 22 á Akureyri
árið 1948 og þar var hún búsett til
2006. Þá flutti hún að Mýrarvegi 117
þar sem hún er enn búsett.
Stella sinnti ýmsum félagsstörfum
með heimilisstörfunum. Hún starf-
aði lengi með kvenfélaginu Hlíf og
starfar með Mæðrastyrksnefnd.
Einnig sat hún um skeið í stjórn
Sjúkraliðafélagsins á Akureyri.
Sonarsonur Stellu og alnafni afa
síns, Gunnar Konráðsson kvik-
myndagerðarmaður, gerði stutt-
mynd um ömmu sína, Ömmu Stellu,
fyrir þremur árum. Myndin var
frumsýnd fyrir fjölskylduna í lok árs
2010, var sýnd á stuttmyndahátíð í
Regnboganum og hefur nú verið
keypt af RÚV.
Fjölskylda
Stella giftist 15.5. 1943 Gunnari
Konráðssyni, f. 26.6. 1920, d. 26.5.
2004, verkamanni á Akureyri. For-
eldrar hans voru Konráð Jóhanns-
son, f. 1895, d. 1981, gullsmiður á
Akureyri, og Svava Jósteinsdóttir, f.
1895, d. 1986, húsfreyja.
Börn Stellu og Gunnars eru Hjör-
dís Ingunn, f. 1940, búsett í Dan-
mörku en maður hennar er Helgi
Sörensen; Svava, f. 1942, búsett á
Akureyri en maður hennar er Bjarni
Jónasson; Guðrún Jóna, f. 1943, bú-
sett á Akureyri en maður hennar er
Finnur Marinósson; Stefanía Erla, f.
1945, búsett í Kópavogi en maður
hennar er Kristleifur Kolbeinsson;
Elín Stella, f. 1947, búsett í Reykja-
vík en maður hennar var Ólafur
Arnars sem er látinn; Gylfi Þorgeir,
f. 1948, búsettur í Grímsey en kona
hans er Sigrún Þorláksdóttir; Kon-
ráð Stefán, f. 1950, d. 1955; Ragna, f.
1952, búsett í Grímsey en maður
hennar er Gunnar Hannesson; Fríð-
ur, f. 1954, búsett á Akureyri en
maður hennar er Bjarni Bjarnason;
Konráð Stefán, f. 1956, búsettur á
Akureyri en kona hans er Guðfinna
Sölvadóttir; Ingibjörg Margrét, f.
1957, búsett á Akureyri en maður
hennar var Þorleifur Ólason sem
lést 1981 og seinni maður Peter Jon-
es sem lést 2008; Bessi, f. 1960, bú-
settur á Akureyri en kona hans er
Indíana Ásmundsdóttir; Sigrún, f.
1961, búsett á Akureyri en maður
hennar er Gunnar Jónsson; Hanna
Dröfn, f. 1964, búsett í Kanada en
maður hennar er Ólafur Þor-
steinsson.
Hálfsystir Stellu, samfeðra, var
Greta Sólveig Hansen, f. 1922, d.
1995.
Hálfbræður Stellu, sammæðra,
voru Pétur Ágúst Þorgeirsson, f.
1928, d. 2003; Einar Grétar Þor-
geirsson, f. 1930, d. 2002, og Stefán
Þorgeirsson, f. 1931, d. 2001.
Foreldrar Stellu voru Stefán Hin-
riksson, f. á Reyðarfirði 1898, en
hann fórst með Dettifossi árið 1945,
vélstjóri, og Guðrún Einarsdóttir, f.
á Hæringsstöðum í Svarfaðardal
1899, d. 1985, húsfreyja.
Stella verður með opið hús á veit-
ingahúsinu Bryggjunni á Akureyri,
á afmælisdaginn milli kl. 16.00 og
20.00. Í stað gjafa og blóma óskar
Stella eftir því að kvenfélagið Hlíf
njóti gjafmildi gesta.
Úr frændgarði Stellu Stefánsdóttur
Stella
Stefánsdóttir
Kristín Jónsdóttir
húsfr. á Hóli
Björn Björnsson
b. á Hóli í Svarfaðardal
Margrét Björnsdóttir
húsfr. á Skeiði, Dalvík og Siglufirði
Einar Jónsson
b. á hluta af Skeiði, var á
Dalvík og loks á Siglufirði
Guðrún Einarsdóttir
húsfr. á Akureyri
Hallfríður Ólafsdóttir
húsfr. í Brekkukoti
Jón Þorvaldsson
b. á hluta af Brekkukoti í Svarfaðardal
Gróa Sveinsdóttir
húsfr. á Borðeyri og veitingakona
Stefán Jónsson
b. á Barkarstöðum
í Húnavatnssýslu
Guðríður Stefanía Stefánsdóttir
húsfr. á Akureyri
Hinrik Benedikt Pétursson Concile
smiður á Akureyri
Stefán Hinriksson
vélstjóri, fórst með
Dettifossi 1945
Málfríður Jónsdóttir
vinnukona í Eskifjarðar-
seli á Eskifirði
Pierre Concile
franskur skipstjóri
Afmælisbarnið Stella Stefánsdóttir.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Björn Jónsson, ritstjóri og ráð-herra, fæddist í Djúpadal íGufudalssveit 8.10. 1846.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson,
bóndi í Djúpadal, og Sigríður Jóns-
dóttir húsfreyja.
Eiginkona Björns var Elísabet
Sveinsdóttir, systir Hallgríms bisk-
ups, og Sigríðar, móður Haraldar
Níelssonar prófessors. Elísabet var
dóttir Sveins, prófasts á Staðarstað
Níelssonar, en meðal barna hennar
og Björns voru Sveinn, fyrsti forseti
lýðveldisins, og Ólafur, stofnandi og
ritstjóri Morgunblaðsins.
Björn lauk stúdentsprófi og
stundaði laganám en lauk ekki prófi.
Hann stofnaði blaðið Ísafold 1874,
fékk konungsgleyfi fyrir prent-
smiðjurekstri hér á landi og pantaði
prentsmiðju frá Danmörku. Blaðið
Ísafold var fyrst prentað í þessari
prentsmiðju 16.6. 1877 og er stofnun
Ísafoldarprentsmiðju miðuð við
þann dag.
Björn var ritstjóri Ísafoldar til
1909 og starfrækti jafnframt prent-
smiðjuna, frá 1886, í húsi sínu við
Austurstræti, Ísafoldarhúsinu, sem
nú stendur við Aðalstræti.
Á heimastjórnarárunum var
Björn forsprakki Landvarnar-
manna, síðar sjálfstæðismanna eldri,
og því helsti andstæðingur Hann-
esar Hafstein. Eftir stórsigur Upp-
kastsandstæðinga í kosningunum
1908 varð Björn annar ráðherra Ís-
lands 1909. Sem ráðherra stenst
hann ekki samanburð við Hannes
Hafstein. Björn gerði m.a. þau póli-
tísku mistök að reka bankastjóra
Landsbankans, Tryggva Gunnars-
son, móðurbróður Hannesar, og í
mars 1911 hrökklaðist Björn frá
völdum.
Björn var alþm. 1878-80 og 1908-
1912 og bæjarfulltrúi í Reykjavík
1885-91. Hann var áhrifamikill rit-
stjóri, eindreginn góðtemplari og
stuðingsmaður Einars H. Kvaran í
umdeildum sálarrannsóknum Til-
raunafélagsins á fyrstu árum aldar-
innar. Hann var beittur penni en
ákafamaður og líklega stundum
heldur tilfinningaríkur.
Björn lést 24.11. 1912.
Merkir Íslendingar
Björn
Jónsson
95 ára
Guðbjartur Eiríksson
90 ára
Ragnheiður Árnadóttir
85 ára
Auðunn Haraldsson
Gunnar Guðjónsson
Sveinbjörn Þ. Egilson
Una Gísladóttir
80 ára
Guðmundur Jóhannes
Guðmundsson
Magnús Guðmundsson
Ottó Ragnarsson
Sveinn Guðjónsson
75 ára
Elín Arnoldsdóttir
Helga Benediktsdóttir
Pálmi Jónsson
70 ára
Guðmundur Garðarsson
Guðrún Helga Hauksdóttir
Gyða Þorgeirsdóttir
Kolbrún Jóna Hilmisdóttir
Sigríður G. Kristjánsdóttir
Sigríður H. Einarsdóttir
Úrsúla E. Sonnenfeld
Þorgerður Sigurvinsdóttir
60 ára
Bjarni Brands Matthíasson
Eiríkur Jónsson
Guðbjörg Astrid Skúladóttir
Guðbjörg S. Sveinsdóttir
Kristín Una Sæmundsdóttir
Magnea Sveinsdóttir
Matthildur Hafsteinsdóttir
Þórólfur Ágústsson
50 ára
Bjarni Sigurður Bergsson
Drífa Óskarsdóttir
Guðmundur G. Gunnarsson
Gunnlaugur Stefánsson
Hafþór Ólafsson
Ingibjörg Helga
Ágústsdóttir
Ingibjörg R. Sigurðardóttir
Jóhannes Sigurðsson
Karl Thorberg Birgisson
Lucille Helen Terry
Maria Sztrunga
Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Reyr Sigurjónsdóttir
40 ára
Aðalheiður Ævarsdóttir
Anna Gísladóttir
Ásdís Björk Jónsdóttir
Erling Friðrik Hafþórsson
Friðfinnur Magnússon
Garðar Már Newman
Gísli Gunnar Oddgeirsson
Henrik Erlendsson
Hilmar Brjánn Sigurðsson
Ingunn Hjördís
Kristjánsdóttir
Íris Hrafnkelsdóttir
Lilja María Norðfjörð
María Lovella
Guðmundsdóttir
Páll Liljar Guðmundsson
Þórir Sigmundur Þórisson
30 ára
Arnþór Stefánsson
Kamila Slawinska
Magna Magdalena
Baldursdóttir
Patrizia Angela Sanmann
Ragnheiður Ásta
Birgisdóttir
Sigurgeir Þór Helgason
Stefnir Stefnisson
Sverrir Snær Ingimarsson
Til hamingju með daginn
30 ára Rafn ólst upp í
Garðinum, lauk BSc-prófi
í íþróttafræði frá HR, KSÍ
A þjálfaragráðu, stundar
MEd-nám og er kennari
og þjálfari.
Maki: Hildigunnur Krist-
insdóttir, f. 1983, tal-
meinafræðingur.
Dóttir: Helena, f. 2003.
Foreldrar: Vilberg Jó-
hann Þorvaldsson, f.
1962, húsasmiður, og Hel-
ena Rafnsdóttir, f. 1964,
grunnskólakennari.
Rafn Markús
Vilbergsson
30 ára Egill ólst upp í
Reykjavík, lauk BSc-prófi í
sálfræði frá HÍ, er búsett-
ur í Reykjavík og starfar
við geðdeild Landspít-
alans.
Maki: Kolbrún Tómas-
dóttir, f. 1988, há-
skólanemi.
Foreldrar: Einar Guð-
mundsson, f. 1956, bíla-
málari, og Þóra Kristín
Jónsdóttir, f. 1957, skrif-
stofumaður hjá Lögregl-
unni í Reykjavík.
Egill
Einarsson
30 ára Hildur ólst upp í
Reykjavík, er bygginga-
fræðingur, í MA-námi í
mannauðsstjórnun við HÍ.
Maki: Elmar Andri Svein-
björnsson, f. 1979, verk-
efnastjóri hjá Marel.
Synir: Sævar Þór, f.
2010, og Andri Berg, f.
2012.
Foreldrar: Sævar
Tryggvason, f. 1947, d.
2005, málarameistari, og
Ásta Sigurðardóttir, f.
1950, húsfreyja.
Hildur Lind
Sævarsdóttir
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp