Morgunblaðið - 08.10.2013, Page 36

Morgunblaðið - 08.10.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vegna hæfileika þinna er leitað til þín með sérstakt verkefni. Hittu vini þína og njóttu þess að tala við þá í trúnaði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur aðeins sjálfum þér um kennt ef verkefnin eru að vaxa þér yfir höfuð. Reyndu að láta sem ekkert sé og sjá hvað þarna býr undir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú gætir þurft að ræða málefni tengd sameiginlegum eignum við einhvern í dag, líkega konu. Hafðu það í huga og vertu í þínu besta pússi til vonar og vara. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú á tímum er hægur vandi að bæta við þekkingu sína svo þú hefur enga afsökun fyrir því að láta ekki undan þessari löngun þinni. Hikaðu ekki við að sýna örlæti þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki lítilfjörlegar deilur reita þig til reiði því reiðin gerir bara illt verra. Hver er sinnar gæfu smiður, og það á við þig eins og alla aðra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er bara spurning um að horfa nógu lengi á hlutina til þess að sjá fegurðina sem þeir búa yfir. Margar hendur vinna létt verk og einnig sjá augu betur en auga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert klár og sérð hlutina í ljósi heims- borgarans. Það er ekki eftir neinu að bíða með að kynna hugmynd þína fyrir áhrifafólki og lyfta starfsframanum á æðra plan. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að láta ekki tala þig til hluta, sem þú innst inni vilt ekki og munt bara iðrast, ef af verður. Við getum ekki alltaf sinnt þörfum allra í kringum okkur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hugur þinn þarfnast aukaað- stoðar til þess að koma sér af stað. Finndu hvað það er sem veldur þessu og gerðu eitt- hvað í því. Ef vin þinn vantar peninga skaltu gefa honum þá ef þú getur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur óaðfinnanlegan smekk og vilt endilega veita fólki ráð. Gefðu þér tíma til þess að kanna mál ofan í kjölinn og þá muntu finna bestu lausnirnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gerðu það upp við þig hvaða markmiðum þú vilt ná og hvernig þú ætlar að fara að því. Bíddu ekki þar til á morgun eða hinn. Leggðu þinn skerf til mannúðarmála. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þegar þú hefur eitthvað sérstakt fyrir stafni, líkt og nú, finnst þér heimurinn töfrandi staður enn á ný. Hikaðu ekki við að segja ástvinum þínum hve mikils virði þeir eru þér. Við Ásdís Kvaran hittumst ánámskeiði um Landnámabók, sem Magnús Jónsson BA í sagn- fræði stendur fyrir og er bráð- skemmtilegt. Í Sturlubók segir frá norskum manni, Sigurði svín- höfða, er var kappi mikill, – „Herjólfur son hans var þá átta vetra, er hann drap skógbjörn fyrir það, er hann hafði bitið geit fyrir honum; þar um er þetta kveðið: Bersi brunninrazi beit geit fyrir Herjólfi, en Herjólfur holkinrazi hefndi geitur á bersa.“ Herjólfur fór til Íslands í elli sinni og nam land milli Búlands- höfða og Kirkjufjarðar. Af honum er kominn Brandur hinn örvi. Í Landnámutíma á þriðjudaginn skaut Ásdís þessari vísu að mér: Þú leitar gulls, en gull ei fundið getur, um gull er þig á hverri nóttu’ að dreyma. En lát þér hægar, líttu eftir betur; það liggur undir fótum þínum heima. Vísan er eftir Þorskabít, en í „Nokkrum ljóðmælum“, sem Borgfirðingafélagið í Winnipeg gaf út árið 1914, standa þessi orð: „Hinu ljóðelska íslenzka alþýðu- fólki eru ljóð þessi virðingarfylst tileinkuð af höfundinum, sem er alþýðumaður.“ Þorbjörn Bjarnarson tók sér skáldaheitið Þorskabítur. Hann var fæddur á Írafelli í Kjós árið 1859, bóndi á Breiðabólsstað í Reykholtsdal 1885-1891, en flutt- ist vestur um haf tveim árum síð- ar. Hann bjó fyrst í Winnipeg en fluttist síðan til Pembina í Norð- ur-Dakota og lést þar 1933. Þorskabítur var gott skáld og skemmtilegt, – „Heldur leirugt gef mér gull“: Virt skyldi meira vit í stirðu máli en vansköpuð hugsun í málfræðisprjáli. Eg heldur kýs viskuna í húðstakknum lúða en heimskuna í forgylltum rósamáls- -skrúða. Faðir minn hafði gaman af þessari stöku og kenndi mér hana en Þorskabítur velur henni „tví- rætt“ fyrir yfirskrift: Kerling eitt sinn kát á rúmið sest, við karl sinn tér hún: „Heyrðu, góði minn! Veistu, hvaða bein mér þykir best að bíta? Það er hryggjarliðurinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Frá Landnámu vestur til Norður-Dakota Í klípu „HLJÓMAR EINS OG FÓTAÓEIRÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TILBOÐIÐ GILDIR BARA UM EITT STYKKI FYRIR HVERN VIÐSKIPTAVIN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir KASSI EF ÞÚ SPYRÐ EINU SINNI ENN HVAÐ SÉ AÐ FRÉTTA ... ... MUN ÉG MEIÐA ÞIG! 198 199 200 HRINGINGAR! HELDURÐU AÐ HÚN SÉ KANNSKI EKKI HEIMA? ... að vona að þér líki við mig. Gömlu stórveldin Arsenal og Liv-erpool hafa farið vel af stað í ensku knattspyrnunni á þessu hausti. Aldrei þessu vant. Eftir sjö umferðir eru þau efst og jöfn með 16 stig í úrvalsdeildinni. Bæði með sex mörk í plús en Arsenal telst vera á toppnum á fleiri skoruðum mörkum. Alveg eins og vorið 1989. Eina skiptið sem efsta deild í Eng- landi hefur unnist á fleiri skoruðum mörkum en markamunur var þá, eins og nú, sá sami. Enda þótt aðdáendur þessara ágætu liða gleðjist yfir þessari góðu byrjun gera þeir sér án efa fulla grein fyrir því að langur vegur er framundan í vetur og mörg sterk lið um hituna. En er á meðan er! x x x Fyrir áhugamenn um tölfræði eraugljós vendipunktur á gengi Arsenal á þessu almanaksári. Eftir tap gegn erkifjendunum í Totten- ham Hotspur í byrjun mars hefur liðið leikið 23 leiki í öllum keppnum. Unnið 19, gert 3 jafntefli og tapað aðeins 1 leik. Þessi hrina hófst með 2:0-sigri á Evrópumeisturnum Bay- ern München á Allianz-vellinum. Eftir téðan Tottenham-leik tók Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þá ákvörðun að setja fyrir- liðann, Thomas Vermaelen, út úr liðinu en hann hafði átt misjafna leiki um veturinn í stöðu miðvarðar. Í Tottenham-leiknum kastaði eig- inlega tólfunum. Eflaust réð sá gjörningur ekki einn og sér úrslit- um en það blasir hins vegar við öll- um að Laurent Koscielny og Per Mertesacker finna sig mjög vel saman. Erfitt gæti orðið fyrir Ver- maelen að komast í Arsenal-liðið á ný, alltént meðan tölfræðin heldur áfram að vera honum í óhag. x x x Liverpool hefur líka átt við vörnsína en Brendan Rodgers hefur verið að stilla upp þremur mið- vörðum í síðustu leikjum. Kerfi sem ekki hefur sést lengi í úrvalsdeild- inni. Árangurinn hefur á hinn bóg- inn verið ágætur og allt bendir til þess að Rodgers haldi sig við það áfram. Annars er fótboltinn eins og lífið, hlutirnir eru fljótir að breyt- ast. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trú- ir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.) bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.