Morgunblaðið - 10.12.2013, Side 1

Morgunblaðið - 10.12.2013, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 1 3  287. tölublað  101. árgangur  GUÐBJÖRG SAMDI VIÐ POTSDAM VALDI SÝNIR KOPPASAFNIÐ VIÐ GEITHÁLS Á LJÚFU KVÖLDI NÝ SKÍFA MEÐ ÞÓR BREIÐFJÖRÐ BÍLAR KONFEKTKASSI 32ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 Morgunblaðið/Rósa Braga Margháttuð starfsemi Egilshöll í Graf- arvogi er afþreyingar- og íþróttamiðstöð.  Fasteignafélagið Reginn á í við- ræðum við Reykjavíkurborg um að stækka Egilshöll í Grafarvogi til að bæta aðstöðu íþróttafélagsins Fjölnis. Hugmyndin er að reisa við- byggingu fyrir fimleikaaðstöðu og almennan íþróttasal fyrir félagið sem ÍTR myndi leigja fyrir 110 milljónir króna á ári. Fram kemur í greinargerð að mikill uppgangur hafi verið í íþróttastarfinu síðustu ár og nokkr- ar deildir sprengt utan af sér að- stöðuna. Helgi S. Gunnarsson, for- stjóri Regins, segir að stækkun Egilshallar gæti numið um 10%. Samkvæmt kynningarefni er hún um 34 þúsund fermetrar. »18 Vilja viðræður um stækkun Egilshallar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin að leita ann- arra leiða en krónutöluhækkana til að koma sér- staklega til móts við tekjulægstu hópana í yfir- standandi kjaraviðræðum. Í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum ASÍ og SA þegar SA hafnaði kröfu um hækkun lægstu launa um ákveðna krónutölu samhliða samningum um prósentuhækkanir. „Við höfum sagt að við erum tilbúin til þess að skoða ýmsar leiðir til að koma til móts við lægst launuðu hópana, án þess að það valdi miklu launaskriði,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. „Við teljum að þessi krónutöluleið hafi um margt reynst mjög vel til þess að lyfta undir kaupmátt lægstu launanna á undanförnum árum, en að núna séu komnar fram ótvíræðar vísbendingar um að við séum komin að ákveðnum endamörkum þar. Við þurfum því að horfa til þess með hvaða öðrum hætti við getum tekið sérstaklega undir með tekjulægstu hópunum,“ segir Þorsteinn ennfremur. Starfsgreinasambandið og Flóafélögin hafa vís- að kjaradeilunum til ríkissáttasemjara. Allt eins er búist við að verslunarmenn geri slíkt hið sama í dag. »4 Lyfta tekjulægstu hópunum  SA reiðubúin að leita leiða til að koma sérstaklega til móts við þá lægstlaunuðu Það var mikið um dýrðir á jólatónleikum Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu í gærkvöldi en þar kom fram Gospelkór Fíladelfíu ásamt Páli Rós- inkranz og Regínu Ósk. Í fyrstu stóð til að halda þrenna tónleika en vegna mikillar eftirspurnar var þeim fjórðu bætt við, að sögn Helga Guðnasonar, aðstoð- arforstöðumanns Fíladelfíu. Tvennir tónleikar fóru fram í gærkvöldi en hinir fara fram í kvöld. Ágóði af sölu miðanna rennur til bágstaddra en upptaka af fyrstu tónleikunum verður sýnd á RÚV um jólin. Syngja og spila til hjálpar þeim sem minna mega sín Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu teknir upp í gærkvöldi  Í heild hefur sala á skyri auk- ist um 56% á Norðurlöndun- um á þessu ári miðað við síðasta ár og er markað- urinn þar orðinn tvisvar sinnum stærri en á Ís- landi í magnsölu. Ýmist er skyrið flutt út tilbúið eða framleitt ytra með sérleyfi. Útflutningur er að hefjast til Sviss og verður skyr komið í átta lúxusverslanir þar eftir um þrjá mánuði. Þá er hafinn út- flutningur á skyri til Færeyja. »6 Skyrmarkaður er- lendis tvöfalt stærri dagar til jóla 14 Sendu jólakveðjur á www.jolamjolk.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir breytingartillögur við frum- varp til fjáraukalaga fyrir árið 2013 sem nema lækkun gjalda samtals upp á rúmlega 1,9 milljarða og hækkun tekna upp á rúmlega 3,9 milljarða á rekstrargrunni. Áætlað er nú að innheimta tekna skili meiri tekjum en gert var ráð fyrir í frumvarpinu sjálfu og nemur hækkunin 5,3 milljörðum króna. Þetta skýrist aðallega af heldur betri innheimtu á síðari hluta ársins en gert var ráð fyrir. „Þannig hækkar tekjuáætlun vegna fjármagnstekju- skatts, virðisaukaskatts og tekju- skatts lögaðila samtals um 5,9 millj- arða kr.,“ segir í nefndarálitinu. Þar á móti kemur minni innheimta vöru- gjalda og lækkun vaxtatekna ríkis- sjóðs. „Á heildina litið gera breyting- artillögur nefndarinnar ráð fyrir um 5,8 milljörðum kr. hagstæðari heild- arjöfnuði en gert er ráð fyrir í frum- varpinu sjálfu,“ segir í álitinu. Meirihluti fjárlaganefndar vekur sérstaka athygli á tillögu í frumvarp- inu um hækkun fjárheimilda tveggja rannsóknarnefnda Alþingis upp á rúmlega 321 milljón kr. Með því verði heildarkostnaður nefndar um Íbúðalánasjóð og nefndar um spari- sjóðina áætlaður um 802 milljónir kr. Meirihlutinn telur brýnt að af- marka betur markmið og umfang rannsóknarnefnda af þessu tagi, verði framhald á því að Alþingi skipi slíkar nefndir. Auk þess þurfi að skýra betur fjárhagslega ábyrgð og kostnaðareftirlit en nú er gert. 5,3 milljörðum meiri tekjur  Meirihluti fjárlaganefndar með breytingar á frumvarpi til fjáraukalaga 2013  Lækkun gjalda og hækkun tekna  5,8 milljörðum hagstæðari heildarjöfnuður Tillaga meirihlutans » Nefndin leggur til að ekki verði fallist á tillögu í frum- varpinu um 46,7 m.kr. framlag til sendiráðsins í Vín vegna fjárdráttar heldur er miðað við að ráðuneytið beri sjálft þann kostnað þar sem ljóst þykir að fjárhagseftirlit ráðuneytisins hafi verið óviðunandi. MKomugjald í stað legugjalds »2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.