Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Miele ryksugur Rómantíkin var allsráðandi hjá þessu unga pari á Reykjavíkurtjörn í gær, þar sem þau stóðu á hólmanum og létu vel hvort að öðru. Ekki voru þau að koma af dansleik heldur á rölti yfir Tjörnina, sem enn var ísilögð þrátt fyrir smá þíðu um tíma í gær. Rómantík á Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Ómar Ástin sveif yfir vötnunum í miðbænum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lagt er til að tekið verði upp komu- gjald vegna innlagna á sjúkrahús í stað þess að innheimta gjald fyrir legudaga á sjúkrahúsum eins og áformað er í fjárlagafrumvarpi 2014. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis um frumvarp til laga um ýmsar forsendur fjárlaga- frumvarps fyrir næsta ár. Tillagan gengur út á að gerð verði breyting á lögum um sjúkratrygg- ingar sem heimili upptöku komu- gjalds við innlögn á sjúkrahús. Það nái m.a. til kostnaðar við innritun og aðstöðu. Ekki er þó gert ráð fyrir því að innheimta gjald vegna innlagnar á fæðingardeildir. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að legugjaldið verði 1.200 krónur fyrir nóttina en lægra fyrir aldraða og öryrkja. Lagt er til að aldraðir, öryrkjar og börn fái afslátt af komugjaldinu. Komugjaldið verði aðeins innheimt einu sinni vegna hverrar innlagnar og legu á sjúkrahúsi. Önnur gjald- taka af inniliggjandi sjúklingi verði ekki heimil. Ráðherra mun fá heimild til að kveða nánar á um gjaldið í reglu- gerð, þar á meðal fjárhæð þess. Ráð- herra mun geta kveðið á um hámark komugjalds fyrir þá sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús oft á ári. Einnig kemur fram að með töku komugjalds skapist „meira samræmi og jafnræði í gjaldtöku, enda er tekið komugjald vegna komu á slysadeild, bráðamóttöku og göngudeild, auk gjalds vegna rannsókna hjá þeim sem ekki eru inniliggjandi. Þess má geta að gjöld vegna innlagnar eru innheimt á sjúkrahúsum í Svíþjóð, Finnlandi og Þýskalandi“. Pétur H. Blöndal, alþingismaður og framsögumaður málsins, sagði að komugjaldið ætti að verða hluti af sjúkratryggingakerfinu. Því mun það falla undir afsláttarkerfi sjúkra- trygginga og reglur um afslátt til aldraðra, öryrkja og barna. Pétur kvaðst ekki hafa séð útreikninga um hvað komugjaldið á að vera hátt en það yrði ákveðið í reglugerð. „Við vinnum að því að reyna að ná hallalausum fjárlögum og að beina fjármagni til heilbrigðiskerfisins,“ sagði Pétur. Hann er formaður nefndar um eitt greiðsluþátttökukerfi. Starf hennar gengur út á að allur kostnaður sjúk- linga vegna viðskipta við heilbrigð- iskerfið verði metinn eins og að tekið verði tillit til heildarkostnaðar hvers notanda. Komugjald í stað legugjalds  Sjúklingar greiði gjald við innlögn á sjúkrahús vegna innritunar og aðstöðu  Fallið frá áformum um legugjald  Komugjald hluti af sjúkratryggingakerfinu Morgunblaðið/Ómar Spítali Sjúklingar munu greiða gjald þegar þeir leggjast inn. Búið er að leggja fram beiðni til ríkissaksóknara og sér- staks saksóknara um rannsókn á málefnum hjúkrunar- heimilisins Eirar. Þetta kom fram á stofnfundi Hags- munafélags íbúðaréttarhafa á Eir í gærkvöldi. Þar kom einnig fram að tilboð hefði verið lagt fram í allar eignir Eirar en að stjórn Eirar hefði hafnað því. Um 90 manns sóttu fundinn, sem samþykkti að afþakka frekari þjón- ustu lögmanns sem stjórn Eirar réð til að gæta hags- muna íbúðaréttarhafa og ráða Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann til að vinna fyrir hið nýstofnaða fé- lag. Margir fundarmenn lýstu áhyggjum af stöðu mála og sögðust þurfa að taka ákvörðun fyrir jól um hvort þeir ættu að skrifa undir nauðasamninga eða ekki. Ef tilboð um nauðasamninga verður ekki samþykkt blasir við gjaldþrot. Ragnar sagði á fundinum að stjórn Hagsmunafélags- ins myndi fara yfir málið á næstu dögum og gefa íbúum í kjölfarið ráð um það hvað væri best að gera í sambandi við nauðasamninga. Hann sagði mikilvægt að íbúarétt- arhafar lýstu kröfum á hendur Eir, stofnaðilum Eirar, Reykjavíkurborg, ríkinu og stjórnarmönnum í Eir og fylgdu þeim eftir með rökstuðningi. egol@mbl.is Hafa óskað eftir lögreglu- rannsókn á málefnum Eirar Morgunblaðið/Árni Sæberg Stofnfundur Fundarmenn lýstu yfir áhyggjum af stöðu mála, sérstaklega varðandi nauðasamningana.  Stofnfundur Hagsmuna- félags íbúðaréttarhafa Eirar Hafísinn hefur fjarlægst landið og var ísröndin um 50 sjómílur (93 km) vestur af Vestfjörðum í gær. Ísinn var aðeins 20 sjómíl- ur (37 km) frá landi á föstudag. Ingibjörg Jónsdóttir, dós- ent við Jarðvísindastofnun HÍ, sagði að austanátt hefði verið á þessum slóðum undanfarið og rekið ísinn í áttina til Grænlands. Þótt hafísröndin sé komin þetta langt frá Íslandi þá getur vel verið hafíshrafl og stakir jakar nær landi. gudni@mbl.is Hafísinn hefur fjarlægst landið Ingibjörg Jónsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 830 ökumenn í sérstöku umferðareftirliti um helgina. Fimm ökumenn reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfissvipt- ingu yfir höfði sér. Tveimur til við- bótar var gert að hætta akstri sök- um þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum. Við umferðareftirlitið um helgina naut lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu aðstoðar félaga sinna frá embætti ríkislög- reglustjóra. 830 ökumenn stöðvaðir í eftirliti Meirihluti efnahags- og við- skiptanefndar leggur til breyt- ingar sem stuðla að starfs- öryggi fiskvinnslufólks sem nýtur kauptryggingar á grund- velli kjarasamninga þegar vinna liggur niðri vegna hráefn- isskorts. Um leið er stuðlað að lækkun útgjalda Atvinnuleys- istryggingasjóðs. Meirihlutinn leggur til breyt- ingar sem byggjast á tillögum velferðarráðuneytis, SGS og SF og ganga út á að fækka vinnu- dögum sem fiskvinnslufyrirtæki eiga rétt á greiðslum úr At- vinnuleysistryggingasjóði. Sam- tals verði ekki greitt fyrir tíu vinnudaga á almanaksárinu í stað sex eins og nú er. Tíu styrk- lausir dagar MINNI ÚTGJÖLD ATVINNU- LEYSISTRYGGINGASJÓÐS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.