Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Keppni Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum fór fram í sumar og þar varð Elvar Örn í fjórtánda sæti. og þar má sjá nákvæmlega hvaða leiðir hann hjólar daglega, hversu hratt, hversu langan tíma það tekur, hve mikill bratti verður á vegi hans og hversu mikla orku hann notar í það. Hugmyndin að síðunni kviknaði fyrir fáeinum mánuðum þegar hann hafði deilt hjólreiðasögum sínum og árangrinum gegnum facebooksíðu sína og með öðrum hætti. „Ég á mjög góðan vin sem er líka gamall hjólafélagi og hann býr núna í Danmörku. Við vorum að skrifast á og ég sendi honum alltaf vikulega pistla og hann sendi mér líka því hann er í kajakróðri úti. Hann var mesta hvatningin í þessu. Fyrst ég var alltaf að skrifa honum fréttir af því hvað ég var að gera fór ég að skrifa svona keppnissögur á Facebook. Svo var það bara núna í vetur sem ég ákvað að skella upp þessari heimasíðu,“ seg- ir Elvar og í gegnum síðuna fylgjast margir með honum. Undraverður árangur Það er óhætt að segja að Elvar hafi náð stórkostlegum árangri frá því hann keypti hjólið, 146 kílóa þungur, hinn 1. mars 2011. Hann hef- ur tekið þátt í fjölda hjólreiðakeppna, bæði hér á landi og erlendis. Hann var til að byrja með þokkalegur hjól- reiðamaður en er nú orðinn mjög góður. Það góður að hann tók þátt í Íslandsmeistaramótinu í sumar og náði góðum árangri. Það eru sögur af slíkum mótum sem hann hefur deilt með fólki á netinu. „Það er gaman fyrir fólk sem er að byrja í þessu að geta skyggnst inn í þennan heim og lesið um hvernig þetta fer allt fram því það er mun flóknara en fólk heldur að fara í hjól- reiðakeppni,“ segir Elvar. Hann varð fimmtándi í Bláalóns- mótinu af 530 keppendum og kom þar sjálfum sér á óvart. Á Íslandsmeist- aramótinu varð hann fjórtándi og hann heldur áfram að koma sér og öðrum á óvart. „Markmiðið er að halda áfram og hafa gaman af þessu,“ segir mat- reiðslu- og hjólreiðamaðurinn Elvar Örn Reynisson sem ætlar að leggja mikla áherslu á hjólreiðakeppnir á næsta ári og hlakkar til þeirrar næstu. Næsta sunnudag, 15. des. kl. 13, verð- ur Kaldárhlaupið haldið í fjórða sinn í tilefni hátíðar Hamarskotslækjar. Hlaupið er tæplega 10 km langt frá Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð og niður í miðbæ Hafnarfjarðar. Hlaupa- leiðin er hugsuð sem vatnaleið Ham- arskotslækjar frá Kaldárbotnum til sjávar. Hátíð Hamarskotslækjar var haldin í fyrsta skipti 12. des. 2010, en hún er haldin til heiðurs Jóhannesi Reykdal. Þáttaskil urðu í sögu þjóð- arinnar þegar Hamarskotslækur var virkjaður og vatnsaflið nýtt til að knýja trésmíðavélar og raflýsa 16 hús í Hafnarfirði. Fyrir því stóð frum- kvöðullinn Jóhannes Reykdal. Hátíð Hamarskotslækjar minnir á mikil- vægi lækjarins og ljóssins. Rásmark er við Kaldársel, hlaupið eftir Kaldárselsvegi með tveimur lykkjum út frá honum. Beygt út af ak- vegi fyrir neðan fremstu hesthús við Kaldárselsveg, efri byggð. Hlaupið eftir stígum að Lækjarbotnum og áfram að læknum við leikskólann Hlíðarenda efst í Setbergshverfi, meðfram Hamarskotslæk eftir göngustígum að Strandgötu, enda- sprettur eftir Strandgötu. Lokamark við Þórsplan, þar sem jólaþorpið er. Skráning á hlaup.is og rútuferð verð- ur frá bílastæði við Hafnarfjarðar- kirkju kl. 12.15. Frítt er fyrir hlaupara í sund í Suðurbæjarlaug að hlaupi loknu. Líka hægt að skrá sig á staðn- um. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti karla og kvenna og einnig verða útdráttarverðlaun. Verðlaunaafhend- ing er á sviði í jólaþorpsins kl. 14. Vatnaleið Hamarskotslækjar frá Kaldárbotnum til sjávar Morgunblaðið/Árni Sæberg Vetur Væntanlega verður svalt í Kaldárhlaupinu en það stoppar ekki hlaupara. Kaldárhlaupið verður hressandi Að fara á skauta er skemmtilegt, bæði fyrir börn og fullorðna. Nú þeg- ar Vetur konungur er genginn í garð er um að gera að nýta sér frostið úti og skella sér á skauta undir berum himni, en ef hlánar þá er um að gera að nýta sér innisvellin. Skautasvellið í Egilshöll er opið virka daga frá kl. 13 til 14.45 og miðvikudaga og föstu- daga frá kl. 17-19 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-16. Sannarlega ættu foreldrar að eiga gæðastundir með börnum sínum með því að renna sér saman á skautum, því það er bæði skemmtilegt og hressandi. Frábært fjölskyldusport Morgunblaðið/G.Rúnar Skautafjör Gaman fyrir alla. Gaman að skauta inni og úti Skeifunni 10, Reykjavík Hafnarstræti 91-93, Akureyri Hafnarstræti 2, Ísafirði Sími 540 2330 husgogn@penninn.is www.penninn.isHúsgögn DSW Vefsíða Elvars átti að heita Leiðin til betra lífs. Það er nú fulllangt heiti fyrir lén og velti Elvar þessu dálítið fyrir sér í sumar. Þegar hann fór til Danmerkur til að hitta vin sinn var hann duglegur að taka myndir og setja inn á Facebook. „Svo tók ég mynd af sjálfum mér þar sem ég var að hjóla með ís og tók myndir nán- ast í hverjum einasta hjólatúr í Danmörku af mér að borða ís,“ segir Elvar og úr varð www.ismadurinn.is. Hann er enn duglegur að taka myndir í hjólatúrunum en það fer eitthvað minna fyrir ísátinu í fimbulkuld- anum þó svo að hann hjóli í hvaða veðri sem er. Ísmaðurinn á myndum SÆLKERINN Á HJÓLINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.