Morgunblaðið - 10.12.2013, Page 16

Morgunblaðið - 10.12.2013, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir um endurnýjun á að- veituhæð hitaveitunnar á Akranesi sem bilað hefur í þrígang í kulda- kastinu undanfarna daga. Hins veg- ar hefur Orkuveita Reykjavíkur, eig- andi hitaveitunnar, ákveðið að flýta byggingu nýs miðlunartanks á Akra- nesi til að draga úr áhrifum bilana. Aðveituæðin frá Deildartungu- hver og út á Akranes er 64 kílómetra löng og með tengingum í Borgarnes og á aðra staði á leiðinni er veitan 74 km. Pípurnar eru úr asbestefni og hafa verið að gefa sig, sérstaklega í mýrlendi. Þá er ekki hægt að auka þrýsting á lögninni til að hún geti flutt meira vatn sem eftirspurn er eftir. Mest bilað í Leirársveit Orkuveitan hefur unnið að endur- bótum á lögninni frá árinu 2004. Teknir hafa verið fyrir þeir staðir þar sem lögnin er talin veikust, mest í Andakíl. Lítið hefur þokast síðustu ár vegna fjárhagserfiðleika OR. Búið er að leggja stálpípur á 20 kílómetr- um af þeim 74 sem þarf að endur- nýja. Þrátt fyrir endurbætur hefur bilanatíðni ekki minnkað síðustu ár. Bilanirnar þrjár síðustu daga voru allar í Leirársveit. Leiðslur fóru að leka og þrýstingur fór þar með af lögninni. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi Orkuveitunnar, segir að eng- ar ákvarðanir hafi verið teknar um það hvenær ráðist verði í að ljúka endurnýjun aðveituæðarinnar. Hann segir að það sé talsvert verk, kosti 2-3 milljarða króna. Þá bendir hann á að vinna þurfi verkið í áföngum svo ekki þurfi að taka vatnið af stórum svæðum vegna viðgerða. Eftir bilanirnar síðustu daga ákváðu stjórnendur Orkuveitunnar að breyta áætlunum um endurnýjun hitaveitunnar. Flýtt verður bygg- ingu nýs miðlunargeymis fyrir heitt vatn á Akranesi. Geyminn á að gera næsta sumar. Hann verður mikið mannvirki, rúmar 5-6 þúsund tonn sem er meira en heitavatnsgeymarn- ir á Öskjuhlíð ráða við, hver fyrir sig. Kostnaðarmat bendir til að fram- kvæmdin kosti um 300 milljónir. Eiríkur segir að þegar geymirinn verður kominn í gagnið muni bilanir hafa minni áhrif á notendur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hverinn Þótt nægur hiti sé í Deildartunguhver getur verið kalt í húsum á Akranesi. Lögnin þoldi ekki frosthörkuna í síðustu viku. Ekki sér fyrir endann á endurnýj- un aðveituæðar  Þrjár bilanir á hitaveitu fyrir Akranes Hitaveita í rúm 30 ár » Hitaveita Akraness og Borg- arfjarðar var stofnuð 1979. Deildartunguhver var virkjaður til húshitunar í héraðinu og út á Akranes. » Sveitarfélögin lögðu eign- arhluti sína inn í OR á árinu 2002 og rekstur sameinaður. » Orkuveitan boðar til opins íbúafundar á Akranesi nk. fimmtudagskvöld til að fara yf- ir hitaveitumálin í bænum. Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Heilsurækt fyrir konur Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Settu h eilsuna í fyrsta sæti! Við erum í frábæru jólaskapi Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Því langar okkur að bjóða konum árskort í Curves með 20% afslætti! 5 tímar í trimform fylgja frítt með. Algjört jóladúndur! Gildir til 16. desember 2013 HEITT & KALT Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is | www.heittogkalt.is Hátíðarstemning að þínu vali: Þægileg jólaveisla Heimilisleg jólaveisla Klassísk jólaveisla Jólasmáréttir Jólaveisla sælkerans Verð á mann frá: 4.890 kr. Allar upplýsingar og matseðlar á www.heittogkalt.is Jólaveisla Fyrirtækja- og veisluþjónusta Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að leysa upp samkvæmi ung- menna í Sogamýri í Reykjavík um helgina. Tveir piltar voru færðir á Stuðla, þar á meðal húsráðandi sem er 13 ára. Einn 16 ára piltur var færður í fangaklefa en hann hafði m.a. hrækt í andlit lögreglumanns. Áður en hann var vistaður í fanga- klefa var fullreynt að koma honum í hendur foreldra og/eða barnavernd- ar. Mikil ölvun var í samkvæminu og sóttu ungmennin að lögreglu- mönnum og hræktu meðal annars á þá. Þurfti að kalla eftir liðsauka. Að sögn lögreglu er ekki óalgengt að henni sé sýnd óvirðing þegar hún stendur frammi fyrir því að leysa upp partí. Viðbrögð þessara ein- staklinga eru ekki einsdæmi. Hins vegar gat lögreglan ekki tjáð sig um hvort vaxandi óvirðingu gagnvart henni gætti. Eins og fyrr segir voru tveir einstaklingar vistaðir á Stuðl- um. Ákveðnar forsendur þurfa að vera fyrir hendi svo gripið sé til slíkra aðgerða. Lögreglan getur í samráði við barnaverndarnefnd vistað ungling á lokaðri deild á Stuðlum. Fimm neyðarpláss eru þar. „Það er algjört neyðarúrræði að vista börn á Stuðlum. Annaðhvort hefur ekki náðst í foreldra og/eða hegðun verið með þeim hætti að for- eldrar/forsjáraðilar hafa ekki treyst sér til að taka við barninu vegna ástands þess,“ segir Steinunn Berg- mann, félagsráðgjafi hjá Barna- verndarstofu. Steinunn segir að allt- af sé miðað við að barn geti verið annars staðar áður en það er vistað á Stuðlum. „Unglingapartí eru orðin fátíðari. Mikill árangur hefur náðst í forvarnarstarfi og foreldrar eru orðnir mun meðvitaðari um að leyfa ekki eftirlitslaus unglingapartí,“ segir Steinunn. thorunn@mbl.is Neyðarúrræði að vista á Stuðlum  Ekki óalgengt að sýna óvirðingu Fern náttúruverndarsamtök; Hraunavinir, Náttúruverndar- samtök Íslands, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvest- urlands, hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kvörtun vegna innleið- ingar á skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Um er að ræða tilskipanir ESB sem snúa að mati á umhverfisáhrifum og réttlátri málsmeðferð í umhverf- ismálum. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá lögmannsstofunni Málþingi. Skuldbindingar þessar hafa m.a. tilvísun til svonefnds Árósasamn- ings sem Ísland fullgilti á árinu 2011. Umræddar tilskipanir, önnur svonefnd Árósatilskipun og hin sem er heildarendurskoðun á eldri til- skipun um mat á umhverfisáhrif- um, voru teknar upp í EES- samninginn á árinu 2012 og mæla skýrt fyrir um rétt umhverfis- verndarsamtaka til réttlátrar máls- meðferðar. Í fréttatilkynningunni er bent á að nú sé til meðferðar fyrir dóm- stólum dómsmál sem samtökin höfðuðu vegna framkvæmdaleyfis og umhverfismats vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. Þá er lögbannsmáli ekki lokið. Krafist hefur verið frávísunar í báðum mál- um á þeim grundvelli að umhverf- isverndarsamtökin hafi ekki lög- varða hagsmuni. Hafa sent kvörtun til ESA Morgunblaðið/Júlíus Náttúra Mótmælt í Gálgahrauni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.