Morgunblaðið - 10.12.2013, Page 18

Morgunblaðið - 10.12.2013, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 F A S TU S _E _0 4. 01 .1 3 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 Hágæða stálpottar og pönnur fyrir þá sem eru metnaðarfullir í eldhúsinu. Má nota á allar gerðir af hellum, þ.m.t. spanhellur. Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum. Potturinn og pannan í góðu eldhúsi Veit á vandaða lausn STUTTAR FRÉTTIR ● Fjársýsla ríkisins hefur tekið í notkun nýjan vef. Við hönnun hans var haft að leiðarljósi að bæta þjónustu stofnunar- innar og gera vef hennar aðgengilegri fyrir viðskiptavini. Nýi vefurinn uppfyllir reglur um op- invera vefi og aðlagar sig að ólíkum skjástærðum notenda. Allt efni hefur meira og minna verið endurbætt og töluvert af nýju efni er komið á vefinn. Meðal nýjunga má nefna að hægt er að sækja um námskeið á vegum Fjár- sýslunnar í gegnum vefinn, sem jafn- framt skráist inn í fræðslukerfi Orra, að því er fram kemur í frétt á vef Fjársýsl- unnar. Nýr vefur Fjársýslunnar ● Skuldatillögurnar sem miða að því að minnka skuldir heimilanna í gegnum lækkun höfuðstóls húsnæðislána og með skattaívilnun vegna séreignarlíf- eyrissparnaðar virðast vera í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda um aðhalds- semi í ríkisfjármálum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá matsfyrirtækinu Fitch Ratings. „Með því að minnka skuldir heim- ilanna kunna áform stjórnvalda að hafa jákvæð áhrif á efnahagslífið á Íslandi,“ segir m.a. í fréttatilkynningunni. Tillögurnar hafa ekki áhrif á ríkisfjármálin Tekjuafkoma hins opinbera hefur batnað það sem af er þessu ári. Hún var neikvæð um 2,4 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2013 sem er hagstæðari niðurstaða en á sama tíma 2012 er hún var neikvæð um 6,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Tekjuhallinn nam 0,5% af lands- framleiðslu ársfjórðungsins og 1,2% af tekjum hins opinbera. Fyrstu níu mánuði ársins reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 18,1 milljarð króna eða 1,4% af lands- framleiðslu þess tímabils, en til samanburðar var tekjuafkoman nei- kvæð um 29,2 milljarða króna á sama tíma 2012 eða 2,3% af lands- framleiðslu. Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.933 milljörðum króna í lok 3. árs- fjórðungs 2013 sem samsvarar 108,5% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign rík- issjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, var neikvæð um 878 milljarða króna í lok ársfjórð- ungsins, en það samsvarar 49,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs dróst saman um 55 milljarða króna milli 3. ársfjórðungs 2012 og 2013. Morgunblaðið/Kristinn Afkoma hins opinbera Fyrstu níu mánuði ársins reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 18,1 milljarð króna, 1,4% af landsframleiðslu tímabilsins. Skuldir ríkissjóðs 1.933 milljarðar  Tekjuhallinn 0,5% af landsframleiðslu BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fasteignafélagið Reginn, sem skráð er í Kauphöll, á í viðræðum við Reykjavíkurborg um að stækka af- þreyingar- og íþróttamiðstöðina Eg- ilshöll í Grafarvogi. Hugmyndin er að reisa viðbyggingu fyrir fimleika- aðstöðu og almennan íþróttasal fyrir Fjölni sem ÍTR myndi leigja. Sam- tals myndi ársleiga fyrir nýja íþróttaaðstöðu handa Fjölni nema 110 milljónum króna á ári. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir í samtali við Morgun- blaðið að stækkun Egilshallar gæti numið um 10%. Samkvæmt kynning- arefni er hún um 34 þúsund fermetr- ar að stærð. Hann segir að hug- myndirnar hafi verið kynntar fyrir borgarráði í nóvember, þeim hafi verið vísað til embættismanna og nú standi yfir viðræður um næstu skref. World Class flytur um áramótin Í Egilshöll er knattspyrnusalur, skautahöll, skotæfingasvæði, kvik- myndahús og keiluhöll, ásamt ýmsu fleiru. World Class í Spönginni mun að sögn Helga flytja starfsemi sína yfir í Egilshöll um áramótin. Á fyrstu níu mánuðum ársins námu tekjur Regins af Egilshöll um fimm hundruð milljónum króna og jukust um 8% milli ára. Egilhöll var reist fyrir um áratug. Fjölnir hefur áhuga á frekari upp- byggingu á aðstöðu fimleikadeildar félagsins. Fram kemur í kynningu til borgarráðs að færri komast að en vilja hjá deildinni. Handbolta- og körfuboltadeild Fjölnis býr jafn- framt við aðstöðuleysi sem háir fé- laginu mikið. Hugmyndir eru uppi um að leysa þessa húsnæðiseklu með einni, tví- skiptri byggingu og með samnýtingu við Egilshöllina. Bygging íþrótta- mannvirkja fyrir íþróttafélög í borg- inni er alla jafnan unnin í samráði við borgaryfirvöld og kemur ÍTR að málum fyrir þeirra hönd. Samtals 110 milljónir Áætluð leiga fyrir nýtt fimleika- hús er 70 milljónir króna á ári og áætluð leiga fyrir íþróttahús er 40 milljónir króna á ári, samtals 110 milljónir króna. Með því að fella úr gildi leigusamning um gamla fim- leikasalinn mætti spara allt að 25 milljónir króna á ári, segir í kynn- ingu til borgarráðs. Fram kemur í þarfagreiningu að um 320 iðkendur séu í Fimleikadeild Fjölnis. Komi ekki til frekari stækk- unar á aðstöðu hennar á næstu tveimur til þremur árum séu tveir valkostir: Hægja á inntöku nýrra barna í deildina næsta haust eða senda þau börn sem hvað lengst séu komin annað þar sem aðstaðan sé betri. Í lok árs 2009 fékk deildin 470 fer- metra sal í Egilshöllinni til umráða til viðbótar við þann eldri. Deildin hefur vaxið jafnt og þétt án þess að ná að anna eftirspurn. Fram kemur í greiningunni að jafnan séu um 80- 100 börn á biðlista eftir að komast að í fimleikum hjá Fjölni. Markmiðið sé að halda áfram uppbyggingu deild- arinnar næstu árin þannig að innan tíu ára verði iðkendur orðnir á bilinu 800-1.000 sem stjórn deildarinnar telur að sé ákjósanleg stærð fyrir deildina miðað við starfssvæði henn- ar og eftirspurn. Umfang Regins vex Umfang Regins hefur vaxið þó- nokkuð á milli ára en félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í lok nóvember. Leigutekjur félagsins hækkuðu um 33% milli ára og námu 1.066 milljónum króna í lok fjórð- ungsins. Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að vænta megi áhrifa á reikninga félagsins á næsta fjórð- ungi af nýkeyptum eignum. Reginn keypti nýlega fasteignafélagið Vist, sem á húsnæði t.d. í Ármúla, á Egils- stöðum og Ísafirði, og fasteign í mið- bænum sem oft er kennd við Reykja- víkurapótek. Í byrjun næsta árs verður fasteignafélagið Klasi, sem meðal annars leigir Árvakri og Vodafone, væntanlega hluti af Reg- in. Rætt við Reykjavíkurborg um stækkun Egilshallar  Íþróttafélagið Fjölnir er áhugasamt um að bæta aðstöðu fyrir fimleika Fjölbreytt Í Egilshöll er kvikmyndahús, knattspyrnusalur og skautahöll. Morgunblaðið/Rósa Braga Hækkað um 33% » Markaðsvirði Regins er 19 milljarðar króna en gengið hef- ur hækkað um 33% það sem af er ári. » Umfang Regins hefur vaxið nokkuð hratt. Félagið birti upp- gjör fyrir þriðja ársfjórðung fyrir skömmu og höfðu tekj- urnar aukist um 33% á milli ára. Þær námu um einum millj- arði króna á einum fjórðungi. » Í Egilshöll er knatt- spyrnusalur, skautahöll, skot- æfingasvæði, kvikmyndahús og keiluhöll, ásamt ýmsu fleiru. World Class í Spönginni mun flytja starfsemi sína yfir í Egilshöll um áramótin.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +/0 ++1-23 4+-355 +/-+52 +.-13. +0+-/4 +-+50+ +.+-45 +3+-5/ ++.-1. +/0-5, ++1-.. 4+-,1, +/-41+ +.-+4+ +04-4/ +-+535 +.+-,. +3+-/5 4+5-35,/ ++.-03 +/0-/5 +++-4 4+-,, +/-42, +.-+,5 +04-33 +-+5/, +.4-04 +34-0/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.