Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 10.12.2013, Síða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu RENNIHURÐIR Á KYNNINGARVERÐI Sparar pláss Öruggt og traust Einfalt í uppsetningu Tilbúnar til afgreiðslu vegghengdar agila 50 rennihurðabrautir með hertu 8mm sýruþveignu gleri og fingurgróp á frábæru verði, 99.500 kr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu það ekki draga þig niður, þótt þér finnist aðrir ekki skilja þjáningar þínar. Skoðaðu hlutina því vandlega áður en þú ákveður framhaldið. 20. apríl - 20. maí  Naut Óvenjulegar persónur gætu komið róti á hug þinn í dag og vinir þínir munu sýna á sér nýja hlið. Skemmtileg neyð gæti komið upp í líki óvæntra og svangra gesta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu ekki að streða ein/n í þínu horni því nú er það hópstarfið sem gildir. Láttu smátíma líða og þá verða allir tilbúnir til að heyra hvað þú hefur fram að færa. Farðu varlega í umferðinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér sé ekki mikið gefið um mannamót, kemstu ekki hjá því að sækja sum þeirra. Léttúð er lykillinn að árangri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Lífið er ævintýri, kúnstin er bara að kunna að lifa því með réttu hugarfari. Fólk segir þér hluti sem þú vissir ekki. Ekki draga úr heimsóknum í ræktina þó það sé desem- ber. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hæfni þín til að meta fegurð, ævintýri, rómantík og gáskafullan leik með börnum er mikil í dag. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu sanngjarnari við sjálfa/n þig, en þú ert. Taktu þátt í glensi og gamni þegar tæki- færi gefast til þess. Einhver trúir þér fyrir leyndarmáli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samræður við vini eru mjög mik- ilvægar í dag. Haltu áfram að lesa og ræða það sem þú lærir, þannig síast þekkingin inn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött. Misstu ekki móðinn, brátt styttir upp og þá ert þú í góðum málum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er töluvert álag á þér núna bæði í einkalífi og starfi. Drífðu þig út og lyftu glasi ef þú hefur tök á. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Yfirmenn þínir munu hugsanlega gera auknar kröfur til þín í dag. Ef þú stefnir á langtímamarkmið, er gott að skammta orkuna, og einbeita sér að því sem lætur verkið rúlla og þróast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hafðu augun hjá þér þegar nýir mögu- leikar opnast á starfssviði þínu. Ef þú veist að einhver býst við einhverju af þér notarðu það oft til þess að gera að gamni þínu. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir íhinu kalda tíðarfari: Læðist um með léttan mal, langar nætur sefur. Grimmt er frost á Glerárdal, gamli holtarefur. Georg Tryggvason segir veðurfar í nóvember um margt óvenjulegt og þá sérstaklega hinir tíðu og sterku vest- anvindar, samfara því að daginn stytt- ir enn. Það blæs honum anda í brjóst: Bálhvassir vindar skörðin skríða skefur af fjöllum rjúkandi mjöll. Birtast í skammdegisskímunni víða skrautlegir álfar og dansandi tröll. Vættir og draugar í þjóðsögum þrífast þraukar svo landinn og bætir í eldinn. Snarkillir Glámur og Grettir þar rífast gripið enn traust og heldur í feldinn. Þessi slitra eftir Elías Mar er aldrei of oft kveðin: Anta- jafnan etur -bus, einnig Pega- ríður -sus, spíri- því ei teygar -tus Thorla- kappinn snjall -cius. Andsvar Jóseps var svohljóðandi: Danskt brennivín drekkur sem svín. Dyggðin er gengin, svo far! Elías Mar á kvennafar ætlar – ef Guð lofar. Björgvin Leifsson rifjar upp slitru eftir Stefán Jónsson á tréfæt- inum, en tilefnið er Íslands- heimsókn Filippusar hennar Betu fyrir löngu. Björgvin segir Stefán hafa ætlað að yrkja níðvísu en sam- starfsfólk hans á RÚV hafi beðið hann um að sleppa því; það væri gustuk að hlífa karlræflinum: Tuk það ekki tel ég gus, tölu þó að langi vert, Filip um að yrkja pus, ó því læt ég þetta gert. Það er forvitnilegt að detta inn á bragfræðivef Halls Reynissonar á slóðinni http://www.ismennt.is/ not/hbr/. Þar má til dæmis finna nokkur afbrigði af afhendingum eða afhendum: Fyrirmyndar fagrar bollur fylltar rjóma, ljúfar fita lýð með sóma. Magar fyllast, mikið éta, magnast raunir saltað kjöt og soðnar baunir. Búningum í búðir rölta, börnin syngja sætindin oft sekki þyngja. Vikur sjö svo við hér taka, vesæll tími svangt þá fólk við föstu glími. Eftir það svo aftur borða, átið magna upprisunni ákaft fagna. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af tíðarfari, Glerárdal, slitrum og afhendum Í klípu „NÚ ÞARFT ÞÚ AÐ SLAKA AÐEINS Á Í NÁTTÚRULYFJUNUM - ÞÚ ERT BYRJUÐ AÐ GERJAST!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LÆKNIRINN SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ SOFA Á MAGANUM Í NÓTT, OG KOMA SVO Í FYRRAMÁLIÐ OG HITTA HANN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... góðar minningar og góðar stundir. UM HVAÐ ERTU AÐ HUGSA, GRETTIR? AF HVERJU ER EKKI TIL ÍS MEÐ TÚNFISKS- BRAGÐI? EKKERT RÓMANTÍSKT? MYNDIR ÞÚ EKKI ELSKA ÞANNIG ÍS? ÞÁ ER ÉG FARINN AÐ RÆNA VÍGGIRTA OG VEL VARÐA KASTALA KONUNGSINS! VIÐ VERÐUM TÍU SINNUM FÆRRI EN ÓVINURINN! ÉG MUN MÆTA SVERÐUM, ÖRVUM OG SJÓÐANDI OLÍU! EIGÐU GÓÐAN DAG. Víkverji átti þess kost nýverið aðheimsækja dvalar- og hjúkrunar- heimilið Grund og eiga þar góða stund með heimilisfólki og starfsmönnum. Jólaandinn er farinn að svífa um sali og viðmótið afskaplega hlýlegt og þægi- legt sem mætir gestum Grundar. Starfsfólkið vinnur sín verk af mikilli alúð en líklega er á engan hallað þegar sagt er að með þeim allra skemmtileg- ustu sé æskulýðsfulltrúi Grundar, séra Pétur Þorsteinsson í Óháða söfn- uðinum. Pétur vinnur að félagsmál- unum og mætir m.a. reglulega í morg- unstund á Grund, þar sem lesið er upp úr blöðunum, sungið og leikið á hljóð- færi og hlustað á upplestur. x x x Í heimsókn sinni fékk Víkverji í hend-ur Heimilispóstinn, sem er frétta- bréf Grundar, Áss og Markar. Þar er ritstjóri annar góður og skemmtilegur starfsmaður, hún Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir, betur þekkt sem Bogga. Auk þess að ritstýra vinnur hún einnig í félagsmálunum líkt og Pétur, og ber þann formlega titil samskiptafulltrúi. Í nýjasta Heimilispóstinum er skemmti- legt viðtal hjá Boggu við Hafliða Jóns- son, 95 ára, píanóleikara og fv. banka- gjaldkera, sem flutti nýlega í Mörk eftir að hafa búið í fjölskylduhúsi sínu frá átta ára aldri, eða í 87 ár. Geri aðrir betur. x x x Hafliði hefur alla tíð verið bindind-ismaður en gerir þó eina und- antekningu þar á: „Konan mín kom mér á bragðið með það í einni utan- landsferð okkar. Þá fékk ég matar- eitrun og var að fara í skoðunarferð. Hún gat einhvern veginn fengið mig til að taka inn tvær matskeiðar af koníaki og við það lagaðist ég í maganum. Ég á því alltaf til koníak og fæ mér eitt staup ef ég fæ ónot í maga,“ segir Haf- liði. Við þessi orð mundi Víkverji eftir svari hins fjárglögga Marka-Leifa úr Skagafirði, sem þótti sopinn góður. Marka-Leifi komst yfir nírætt og var spurður hvað hann hefði gert til að vernda heilsuna: „Ekkert, auðvitað, nema hvað ég hef drukkið mikið brennivín um dagana og brúkað tóbak. Sumir telja slíkt óhollt, en mér hefur ekki orðið hótið meint af.“ víkverji@mbl.is Víkverji Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hvert annað. Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. (Jóhannesarguðspjall 13:34)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.