Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Síða 24
*Heimili og hönnunÁramótin eiga að einkennast af gleði og hamingju hvort sem er í borðskreytingum eða öðru É g sá fyrir mér skemmtilegan hóp sitja við borð, drekka mikið kampavín og hlæja alla nóttina. Af því að ég er svo mikil stelpa þá valdi ég bleikt og silfur,“ segir Rósa Birgitta og hlær en hún hannaði borðskreytingarnar með sín draumaáramót í huga. Rósa hefur undanfarið sungið með hljómsveitunum Somtime og Feld- berg, ásamt því að starfa á auglýsingastofunni Jónsson & Le’macks. „Ég vildi ekki hafa of jólalegt og sleppti þar af leiðandi gulli, grænu og rauðu. Ég ákvað stúta jólaskrautinu og gera eitthvað alveg nýtt um áramótin.“ Rósa segir áramótin iðulega einkennast af gleði og hamingju. „Ég er alltaf spennt fyrir nýju ári því það markar nýtt upphaf. Gamla árið kveður og nýtt tekur við. Ég held upp á þessi augnablik þegar maður er að telja niður, þá horfast allir í augu og það skiptir engu máli hvað hefur gerst á síðasta ári, það er alltaf bara hamingja sem stendur upp- úr.“ Borðskreytingin sem Rósa hannaði var mjög lífleg og skemmtileg. „Ég stráði bæði hvítum og silfurlituðum pallíettum yfir borðið. Ég hef oft notast við pallíettur til dæmis í barnaboðum og fleiri veislum. Mér finnst konfettí-pokar sem hægt að kaupa í föndurbúðum skemmtileg viðbót við borðhaldið. Það má strá því yfir borð og diska en núna leyfði ég því að fara ofan í glös og út um allt.“ Fallegt og fjölbreytt konfettí á borðinu. Að strá silfurlituðum pallíettum yfir borðið, diska og glös gerir borðið einstaklega skemmtilegt. Könglar fengu að hanga í ljósakrónunni. Rósa Birgitta fór alla leið í skreytingum með bleiku og silfurlituðu þema. LAGT Á BORÐ UM ÁRAMÓTIN Nýtt upphaf RÓSA BIRGITTA ÍSFELD SÖNGKONA ER MIKILL FAGURKERI. RÓSA HANNAÐI SKEMMTILEGA BORÐSKREYTINGU ÞAR SEM HÚN VANN AÐALLEGA MEÐ BLEIKT OG SILFUR. Texti: Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Rósa vafði bleikum borða utan um krúttlegar kertaluktir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.