Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Qupperneq 39
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
2013 var dásamlegt tískuár með stórum glitrandi hálsmenum, neon-
litum, tvílitu hári, ökklaskóm, bundnum ELLU-kjólum, rauðum vara-
lit, augnháralengingum og Marc Jacobs-töskum.
Ég var pínulítið með Marc Jacobs á heilanum á árinu enda áttum
við fund í Lundúnum í byrjun ársins. Ég iðaði af spenningi að hitta
kauða og var mikið að væflast með í hverju ég ætti að vera. Eftir að
hafa skoðað málið frá öllum sjónarhornum valdi ég öruggu leiðina og
fór í svartan kjól með ermum og setti á mig neon-litað belti. Ég hefði
líklega átt að pæla minna í þessu því hann mætti í röndóttum nátt-
fötum …
Þótt ég hafi verið með Marc Jacobs á heilanum fór það í taugarnar
á mér á árinu (og gerir reyndar enn) hvað töskurnar eru seldar dýru
verði hérlendis.
Ég minntist á það í einum tískupistli að töskurnar fengjust í
massavís í bandarískum „department“-verslunum og það væri hægt
að fá þær fyrir slikk.
Á árinu var engin kona með konum nema að eiga stórt glitrandi
hálsmen. Það voru náttúrlega bara auðkonur eins og Dorrit og konur
Útrásarvíkinganna sem höfðu efni á að kaupa sér svoleiðis úr ekta
gimsteinum. Við hinar létum spænska móðurskipið Zöru sjá um þetta
fyrir okkur eða aðrar ódýrari verslanir. Ég lenti þó í smá veseni þeg-
ar ég var stimpluð sem „ódýr“ af gömlum séns. Sénsinn, sem hefur
aðallega búið á meginlandi Evrópu og er með einstaklega fágaðan
fatastíl, tók strax eftir því að hálsmenið væri ekki ekta og fannst ég
pínulítið taka niður fyrir mig með því að bera það. Hann hafði sér-
staklega orð á því að hálsmenið færi alls ekki vel við skyrtuna, bux-
urnar og hælaskóna. Af því að maðurinn er með nánast löggildan
smekk gaf ég hálsmenið á árinu sem er að líða …
Kjóll ársins er án efa bundinn kjóll frá ELLU
– hann er svona eins og Chanel-útgáfan af Hag-
kaupssloppnum. Vinsældir kjólsins eru án efa
ekki bara hvað hann er klæðilegur heldur
hvað konan er snögg að skutla sér úr hon-
um … Á vissum augnablikum getur það
verið kostur.
Nú svo var það rauði varaliturinn sem
sló öll heimsmet í smekklegheitum. Á
tímabili voru allar píur bæjarins (og
ömmur þeirra) komnar með rauðar varir.
Þessi tískustraumur er ekki á
útleið og mæli ég með því að
sem flestar fari inn í nýja
árið með eldrauðar varir.
Þær sem setja á sig rauð-
an varalit þora. Og hvað
er meira sjarmerandi en
kjarkur og þor. Á nýja
árinu ættir þú ekki að
þurfa mikið meira ef þú
hefur þetta
tvennt … eða svona
þangað til það kemur
útsala!
martamaria@mbl.is
Ég og Marc Jacobs í Lundúnum í byrjun þessa árs.
Svona var 2013
Jólatúlípanar
CRONUT
Frá Bandaríkjunum til Evrópu og nú
hjá Reyni Bakara í Kópavoginum!
CRONUT er snilldar blanda af Crossant og Donut.
Nýbakaður og fylltur með vanillufyllingu.
Opnunartími Dalvegi:
Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00
laugardaga frá 6:00 til 17:00
sunnudaga frá 7:00 til 17:00
Dalvegi 4 - 201 Kópavogur
Hamraborg 14 - 200 Kópavogur
Sími: 564 4700
Bundinn kjóll
frá ELLU er án
efa kjóll ársins.
Neonbleik taska frá
Marc Jacobs.
Rússneskar
rauðar varir
frá MAC.
Rauður varalit-
ur gerði allt
vitlaust á árinu.