Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Side 57
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sem ég lá fyrir dauðanum eftir nóbelsskáldið William Faulk- ner er heimsfræg saga um ör- lagaríkt ferðalag sem allir bók- menntaunnendur verða að lesa. Margradda og margbrotið verk. Fræg saga Í Rannsóknum segir Heró- dótus frá Persastríðunum og aðdraganda þeirra. Krassandi og spennandi sögur á hverri síðu í elsta varðveitta sagn- fræðiriti heimsins. Heródótus segir frá Skáldverk og merk fræði BESTU ÞÝDDU BÆKURNAR FJÖLDI ÞÝDDRA BÓK KOM ÚT Á SÍÐASTA ÁRI. HÉR ER TALIÐ UPP ÞAÐ SEM STANDA ÞÓTTI UPP ÚR Á ÞEIM VETTVANGI OG ER ÞÁ BÆÐI HUGAÐ AÐ SKÁLDVERKUM OG FRÆÐIBÓKUM. Ungfrú Einmana eftir Nathaniel West er ein af áhrifamestu skáld- sögum bandarískra bókmennta á 20. öld. Blaðamaður svarar les- endabréfum óhamingjusams fólks í hinum daglega dálki Ungfrú Ein- mana og sogast inn í nöturlegt líf lesenda sinna. Unnendur góðra bókmennta eiga ekki að láta þessa frægu bók framhjá sér fara. Hún er stutt, snörp og eft- irminnileg. Áhrifamikil skáldsaga *Hið liðna er aðeins byrjunin áupphafi. H.G. Wells Kiljur 1 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson 2 PabbinnBjarni Haukur Þórsson 3 My pussy is hungryHugleikur Dagsson 4 Gröfin á fjallinuHjort Rosenfeldt 5 Týndu árinMary Higgins Clark 6 ÓgæfaHugleikur Dagsson/Rán Flygenring 7 Maður sem heitir OveFredrik Beckman 8 VeiðihundarnirJørn Lier Horst 9 Konungar kljástGeorge R.R. Martin 10 ÚlfshjartaStefán Máni BÓKSALA 16.-22. DESEMBER Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda Íslenskar barnabækur 1 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 2 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 3 TímakistanAndri Snær Magnason 4 StrákarBjarni Fritzson/Kristín Tómasdóttir 5 LokkarTheodóra Mjöll Skúladóttir Jack/Saga Sig. 6 MúrinnSif Sigmarsdóttir 7 Strokubörnin á SkuggaskeriSigrún Eldjárn 8 Stuðbók SveppaSverrir Þór Sverrisson 9 13 þrautir jólasveinannaHuginn Þór Grétarsson 10 Spurningabókin 2013Bjarni Þór Guðjónsson/Guðjón Ingi Þýdd skáldverk 1 Ólæsinginn sem kunni að reikna(innbundin) Jonas Jonasson 2 Og fjöllin endurómuðuKhaled Hosseini 3 Ólæsinginn sem kunni að reikna(kilja) Jonas Jonasson 4 Maður sem heitir Ove (innb.)Fredrik Beckman 5 Gröfin á fjallinuHjorth Rosenfeldt 6 Týndu árin (innbundin)Mary Higgins Clark 7 Týndu árin (kilja)Mary Higgins Clark 8 Maður sem heitir Ove (kilja)Fredrik Beckman 9 VeiðihundarnirJørn Lier Horst 10 Konungar kljástGeorge R.R. Martin MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Í Heimspekibókinni eru helstu kenningum og heimspekingum heims gerð skil á afar aðgengi- legan og skemmtilegan hátt. Bók fyrir unga sem aldna sem spyrja sig spurninga um lífið og tilveruna. Bók fyrir þá sem spyrja spurninga Finnski snillingurinn Arto Paasilinna, höfundur Árs hérans, bregst ekki í Heimsins besti bær, sem er frábærlega skemmtileg bók, hugmyndarík og full af kaldhæðni. Í heiminum er órói og heimsstyrjöld brýst út en í litlum finnskum bæ eiga litríkir bæjarbúar meira en nóg með sitt. Hugmyndaríkur Paasilinna Sumar án karlmanna eftir Siri Hustvedt er snjöll, beitt og kaldhæðin skáldsaga sem fjallar um Míu sem endurmetur líf sitt eftir að eiginmaður hennar fer frá henni. Snjöll og beitt kvennasaga Hin klassíska bók Ferðin að miðju jarðar eftir Jules Verne er stór- skemmtileg og spennandi saga um neðanjarðarleiðangur þriggja manna sem mæta alls kyns ógnum og lenda í lífshættu. Ísland kemur nokkuð við sögu í bók sem svíkur ekki. Klassískur Verne Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman sló í gegn hér á landi, enda hrein dásemd. Ove virðist vera sér- fræðingur í nöldri en smám saman kynnist lesandinn lífi hans og getur ekki annað en staðið staðfastlega með honum. Hér er á ferð bók sem er í senn hrífandi og verulega fyndin. Skemmtisaga ársins Hinn danski Jussi Adler-Olsen sannar enn snilli sína í spennubók- inni Skýrsla 64 sem er fjórða bók hans um Carl Mørck og félaga í Deild Q. Árið 1987 hurfu nokkrar manneskjur í Kaupmannahöfn og rúmum tuttugu árum síðar vekja þessi mannshvörf athygli Carls Mørck og félaga. Þetta er hörku- spennandi bók og þar sýnir Adler- Olsen enn á ný hversu gott hann á með að skapa eftirminnilegar kven- persónur. Spennubók af bestu gerð. Spennubók ársins Bókin Frásagnir af Íslandi eftir Johann Anderson ásamt óhróðri Göries Peerse og Dithmars Blefkens um land og þjóð er bráðskemmtileg lesning fyrir þá sem eru ekki of hörundsárir þegar heiður Íslands á í hlut. Þetta eru gamlar Íslandslýsingar frá 16. og 18. öld og þeir fjölmörgu sem hafa gaman af sögu og sagnfræði ættu að lesa þessa bók. Það fór lítið fyrir þessari bók í jólabókaflóðinu en óhætt er að fullyrða að hún mun skemmta flestum lesendum. Kostulegar og stórskemmtilegar Íslandslýsingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.