Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Qupperneq 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2013, Qupperneq 59
29.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Deili 5 í 2*500 til að fá innanmál. (4) 3. Haldið á skinni af tignum. (8) 9. Skrítin fá svar fyrir málmsáldur. (8) 10. Sjá huldumann ásamt fugli garga næstum á málmkubba. (11) 11. Fá hermann í lautina með Nýja testamentið. (9) 13. Sjá hest en við það skipti birtast bragðefnið. (9) 14. Klórar fyrir hjón á háalofti. (6) 15. Fyrsta ílátið hirðið og það með hornefninu. (9) 16. Tekst mjólkurafurð að taka hálfvegis yfir klæðnað? (9) 19. Kræst! Að þurfa að hreinsa. (5) 21. Kyrrð rifjar upp hundur sem er of upptekinn af óraunhæfum hugsunum. (10) 25. Peningar bæta vini. (7) 27. Mannúð í starfi byggist á launum, ekki áhuga. (14) 28. Maí þing í Færeyjum er sagt þarfnast fundarsóknar. (6) 29. Stell Ingunnar er í stöðu. (8) 31. Eining í anatómíu. (4) 32. Engin fura flokkast sem kraftur. (7) 34. Erfiðleikar í lottói sem við ráðum við. (9) 35. Sagði á og afréð. (5) 36. Það er sagt að nýlega talað um sé næstum aldargamalt. (6) 37. Mannleg ljósmeti hjá ómerkingi. (9) LÓÐRÉTT 1. Fimm tré spili á vanmætti. (9) 2. Dó og saup á bílastæði við að taka hálfan risa með sérstöku áhald. (13) 3. Hæ, spil á mörkum hluta fótar. (9) 4. Berist til Lárus einhvern veginn með andvara. (7) 5. Eftir guð koma flestir í farartækjum. (9) 6. Snýr enn með tveimur að vaknaðri. (7) 7. Rut og agnið búa til dýrkaðan. (8) 8. Varla not andspænis. (8) 12. Fiðringur hefur áhrif á innyflin. (5) 17. Fugl fær skel og egg frá ákveðnari. (10) 18. Hefur náð til Fram en er örmagna. (12) 20. Brjálaður draugur er dynjandi. (6) 22. Klukkan þrjú að nóttu lamin af hræddri. (10) 23. Tunga nær næstum að festast hjá brjáluðustu. (10) 24. Iðja fær mas til að speglast í eðlisfræðihugtaki. (10) 26. Ei fangaður verður auðveldari. (10) 30. Lestar geta orðið langlífastar. (6) 33. Flæmir skóflur. (5) Talið er að nálega milljarður manns hafi fylgst með eða haft einhverja vitneskju um heims- meistaraeinvígi Magnúsar Carl- sens og Wisvanathans Anands í Indlandi á dögunum. Þetta er býsna stór hluti mannkyns en töl- urnar eru m.a. fengnar með upp- söfnuðu áhorfi frá viðburðinum í Chennai. Norska þjóðin sat sem límd fyrir framan skjáinn og hafi einhverjir haft áhyggjur af hægu tempói skáklistarinnar er vert að minnast þess að þessi sama þjóð lét sér vel líka fremur tilbreytinga- snauðar sjónvarpsútsendingar frá stafni skips sem sigldi á sex dög- um um firði Noregs sumarið 2011. Ólíklegasta fólk fylgdist með út- sendingum einvígisins sem voru matreiddar með snilldarlegum hætti þannig að allir gátu skilið hvar vinningsmöguleikar lágu, hversu öflugir leikirnir væru, hverjir væru helstu möguleikar o.s.frv. Skákin hefur fyrir löngu markað sér ákveðna stöðu innan hugbún- aðargeirans og hefur þá sérstöðu fram yfir langflestar keppn- isgreinar að hægt er að stunda hana á netinu. Í dag, sunnudaginn 29. desember, fer fram á ICC Ís- landsmótið í netskák en þar hefur hinn nýráðni hótelstjóri á Nesja- völlum, Davíð Kjartansson, titil að verja. Mótið var haldið fyrst árið 1996. Tímamörk verða 4-2. Skákklúbbarnir á netinu eru býsna margir en ég hygg að ICC, sem stendur fyrir Internet chess club, hljóti að teljast vinsælasta vefsvæðið. Þangað hafa annað veif- ið vanið komur sínar allir sterk- ustu skákmenn heims. Vinsælustu tímamörkin eru sennilega 3-0 og „bullet“ sem er 1-0 sem þýðir ein mínúta og enginn aukatími. Það skemmtilega við taflmennsku á netinu er að heimskunnir stór- meistarar og afar öflugir skák- menn gefa oft kost á því að taka eina „bröndótta“ við ýmsa aðra spámenn. Nýlega barst mér skák þar sem „skákmeistari Rússlands 2012“, landsliðsmaður sem háði úr- slitaeinvígið við Vladimir Kramnik í heimsbikarkeppni FIDE sl. sum- ar, tefldi við Hilmar Viggósson, kunnan skákmeistara sem átti fast sæti í sigursælli sveit Landsbanka Íslands þegar vinsældir Skák- keppni stofnana risu sem hæst. ICC 2009: Hilmar Viggósson – Dmitry Andreikin Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. g3 Bb4 6. Bg2 Bxc3+ 7. bxc3 d6 8. 0-0 h6 9. d5 exd5 10. Rd4 c5 11. Rf5 Dd7 12. g4! Vinnur h5-reitinn fyrir riddar- ann. 12. … Rxg4?! Hæpið. Betra er 12. … O-O 13. cxd5 og ef 13. … Rxg4 þá kemur 14. e4 Rf6 15. Bf4 með góðum fær- um fyrir peðið. 13. Rxg7+ Kf8 14. Rh5 Hg8 15. Kh1 dxc4 16. e4 Rc6 17. h3 Rge5 18. Rf6 De6. 19. Rxg8 Kxg8 20. Hg1 Kh7 21. f4 Rd3 22. Be3 Hg8 23. Dh5 Re7 24. f5 Df6 25. Haf1 Hxg2? Lítur ágætlega út en ýmsir ró- legir leikir voru betri þar sem svarta staðan er býsna traust. 26. Kxg2 Bxe4+ 27. Kh2 Rxf5 - Stöðumynd - Svartur hefur fjögur peð fyrir annan liðsmun. Kóngsstaðan er viðsjárverð og riddarar svarts eru hættulegir. Nú eru góð ráð dýr. 28. Bxh6! Ekki eins dýr og þér haldið! Þessi biskupfórn splundrar kóngs- stöðu svarts. En Hilmar varð að hafa séð fyrir 30. leikinn. 28. … Dxh6 29. Dxf7+ Rg7 30. Hxg7+! Dxg7 31. Dh5+ Dh6 32. Hf7+ Kg8 33. Dxh6 Kxf7 34. Dxd6 b5 35. Dd7+ Kf6 36. Dd8+ Ke5 37. Kg3 b4 38. Dh8+ – og svartur gafst upp. Eftir 38. … Kd5 kemur 39. Dg8+ og 40. Dxc4. Skemmtilega skák en tíma- mörk voru 3-0. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Teflt á netinu Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádeg- ismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 29. desember rennur út á hádegi föstu- daginn 4. janúar. Vinnings- hafi krossgátunnar 22. des- ember sl. er Sigmundur Stefánsson, Logafold 163, 112 Reykjavík. Hlýtur hann bókina Látið síga piltar eftir Óskar Magnússon. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.