Morgunblaðið - 21.01.2014, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 1. J A N Ú A R 2 0 1 4
Stofnað 1913 17. tölublað 102. árgangur
VERÐBÓLGAN ER DÝRKEYPT
ÞÁ GETUR FÓLK
ANDAÐ AÐ SÉR
HÁLENDINU
TOYOTA
KYNNIR NÝJAN
OFURSPORTBÍL
GAF SÉR ÚTGÁFU
NÝRRAR PLÖTU Í
AFMÆLISGJÖF
BÍLAR SIGURÐUR FLOSASON 41GUÐNI OLGEIRSSON 10
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við ræddum mjög opinskátt hver
staðan er. Ég minnti að sjálfsögðu á
að makríllinn er í miklu magni í ís-
lenskri lögsögu og hefur verið það í
nokkur ár,“ sagði Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra um
fund sinn með Elisabeth Aspaker,
sjávarútvegsráðherra Noregs, en
ráðherrarnir hittust á ráðstefnu um
norðurslóðir í Tromsø í gær.
„Ég sagði að umgangast þyrfti
makrílstofninn af ábyrgð. Ég sagði
líka að það væri sérstök staða að
Norðmenn virtust vera að einangr-
ast í málinu og að það væri ekki gott
fyrir málið í heild og síst fyrir Norð-
menn,“ sagði Gunnar Bragi.
Ólíklegt að samningar náist
Samninganefndir Íslands, Fær-
eyja, Noregs og ESB hefja þriggja
daga fundalotu í London á morgun,
þar sem reynt verður til þrautar að
ná samningi í deilunni. Gunnar Bragi
á ekki von á að samningar takist.
„Ég er ekki mjög bjartsýnn, enda
kom fram að Norðmenn eru mjög
harðir í afstöðu sinni.“
Samkvæmt heimildum blaðsins
var fundi samninganefnda Íslands,
Færeyja, Noregs og ESB í London
sl. föstudag frestað þannig að norsku
samningamennirnir gætu leitað eftir
nýju baklandi, eins og það var orðað.
Norðmenn að einangrast
Utanríkisráðherra er svartsýnn um lausn makríldeilunnar í London í vikunni
Fundaði með sjávarútvegsráðherra Noregs ESB telur Noreg hindra lausn
MKröfur Norðmanna »14
Einleikur Norðmanna
» Norðmenn þykja hafa leikið
einleik í makríldeilunni að
undanförnu.
» Heimildarmenn Morgun-
blaðsins hjá ESB herma að ná
mætti samningum, ef ekki
væri fyrir kröfur Norðmanna.
„Við gerum allt það sem við get-
um til þess að búa okkur undir erf-
iðan leik við Dani fyrir framan 14
þúsund stuðningsmenn þeirra. Auð-
vitað förum við í hann til þess að
vinna, annað kemur ekki til greina.
Við munum leggja allt í sölurnar,“
sagði Aron Kristjánsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik karla.
Strax að loknum sigurleiknum
við Makedóníu hóf hann undirbún-
ing fyrir viðureignina við Dani sem
hafa ekki tapað leik til þessa á Evr-
ópumeistaramótinu. » Íþróttir
„Munum leggja
allt í sölurnar“
Morgunblaðið/Eva Björk
Unnu Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin
Páll Gústavsson og Rúnar Kárason fagna
sigrinum á Makedóníu í gær.
Margt forvitnilegt er að sjá í Kolaportinu þar sem ýmis varningur skiptir
um hendur, nýr eða notaður. Í augum margra er þar falinn fjársjóður.
Sjónarhornið sem þar er að finna er oft ótrúlegt þar sem vart þarf að
hreyfa sig úr stað til að sjá inn í hin ýmsu skúmaskot með hjálp spegla.
Skemmtilegur speglaleikur í Kolaportinu
Morgunblaðið/Golli
Þjónusta við börn sem stríða við
svo alvarlegar geð- og þroskarask-
anir að þau geta ekki búið í for-
eldrahúsum verður felld undir
þjónustu við fatlaða, verði farið að
tillögum nefndar á vegum velferð-
arráðuneytisins.
Í skýrslu nefndarinnar kemur
fram að í Noregi búi börn, sem eiga
í þessum vanda, í búsetukjarna sem
rekinn er innan kerfis fyrir fatlað
fólk. Þar er lögð áhersla á samfellu
í aðstoð frá barnsaldri og fram á
fullorðinsár.
Í skýrslunni kemur m.a. fram að
þjónusta á vegum barnaverndar-
nefnda geti komið í veg fyrir að
börnin fái faglega og sérhæfða
þjónustu sem þau eiga rétt á. »16
Fái aðstoð innan
kerfis fyrir fatlaða
Fjórar fjölskyldur búa nú í nýjum hesthúsum í Almanna-
dal ofan við Reykjavík. Félag hesthúsaeigenda í Al-
mannadal hefur sótt um það hjá skipulagsyfirvöldum í
Reykjavík að leyft verði að skrá lögheimili á efri hæðum
hesthúsanna. Stjórn hestamannafélagsins Fáks hefur
lýst yfir stuðningi við umsóknina en Almannadalur er á
starfssvæði Fáks.
Bjarni Jónsson húsasmíðameistari er formaður Fé-
lags hesthúsaeigenda í Almannadal. Hann sagði að hest-
húsin væru byggð samkvæmt nútímakröfum og bygg-
ingarreglugerð. Þau eru steinsteypt, ýmist staðsteypt
eða úr forsteyptum einingum og mjög vönduð. »6
Fluttu heimilin í hesthús
Hesthúsaeigendur vilja
skrá lögheimili í Almannadal
Morgunblaðið/Kristinn
Almannadalur Fjórar fjölskyldur hafa flutt í hesthúsin.