Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
Fáðu þetta heyrnartæki
lánað í 7 daga
- án skuldbindinga
Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu
ogfáðuAltatilprufu ívikutíma
Sími5686880
PrófaðuALTAfráOticon
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880
| www.heyrnartækni.is |
Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný
hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift
aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum.
ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter
að fáþau ímörgumútfærslum.
Haraldur Sverr-
isson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í próf-
kjöri sjálfstæð-
ismanna í Mos-
fellsbæ þann 8.
febrúar. Hann býður sig fram í 1.
sæti listans.
Haraldur hefur verið bæjarstjóri
síðan haustið 2007 og leiddi lista
sjálfstæðismanna í síðustu bæj-
arstjórnarkosningum. Haraldur er
viðskiptafræðingur að mennt. Áður
en hann varð bæjarstjóri í Mos-
fellsbæ var hann skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu. Í tilkynningu
segir Haraldur m.a. að hann hafi
fullan áhuga á að halda áfram
starfi bæjarstjóra.
Framboð í 1. sæti
Reynir Sigur-
björnsson rafvirki
býður sig fram í
1.-4. sæti í forvali
Samfylkingar-
innar í Reykjavík
7. og 8. febrúar.
„Þétting byggð-
ar og notkun á innlendum orkugjöf-
um í almannasamgöngum eru liðir í
að bæta lífsgæði borganna, um-
hverfisvernd og loftgæði eru það
einnig. Því er það brýnt að OR
minnki losun á gróðurhúsaloftteg-
undum og fari ekki í ágengar fram-
kvæmdir sem eingöngu eru fyrir
stóriðju,“ segir m.a. í tilkynningu
frá Reyni.
Einnig vill hann að sett verði upp
þeytivinda til að þurrka sundföt í
Sundhöll Reykjavíkur.
Framboð í 1.-4. sæti
Elín Oddný Sig-
urðardóttir gefur
kost á sér í 2.-3.
sæti á valfundi
Vinstri grænna í
Reykjavík sem fer
fram 15. febrúar
n.k.
Elín er 34 ára gömul og er búsett
í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni
sínum, Haraldi Vigni Sveinbjörns-
syni tónlistarmanni, og tveimur
börnum þeirra. Elín starfar sem
verkefnastjóri atvinnu- og mennta-
mála hjá Klúbbnum Geysi. Hún hef-
ur lengi verið virk í starfi VG, bæði
í Reykjavík og á landsvísu.
Hún leggur áherslu á velferð,
kvenfrelsi, félagslegt réttlæti,
mannréttindi, friðarmál og nátt-
úruvernd.
Framboð í 2.-3. sæti
Dóra Lind Pálm-
arsdóttir hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 4.sæti í
prófkjöri sjálf-
stæðismanna í
Mosfellsbæ.
Dóra Lind er 29
ára gömul og hefur búið í Mos-
fellsbæ frá 16 ára aldri. Sambýlis-
maður hennar er Maríus Þór Har-
aldsson. Í lok árs 2010 útskrifaðist
hún sem byggingatæknifræðingur
frá Háskólanum í Reykjavík og
starfar hjá Eflu verkfræðistofu.
Dóra Lind óskar eftir stuðningi
Mosfellinga í 4. sætið til þess að
leggja sitt af mörkum til að gera
Mosfellsbæ að enn öflugra sam-
félagi en það nú þegar er.
Sækist eftir 4. sæti
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vegagerðin skoðar nú breytingar á
útfærslu gatnamóta austarlega á
nýjum Álftanesvegi sem nú er verið
að leggja. Vænst er að botn komist í
málið á næstu dögum en sú biðstaða
sem málið er í nú hefur valdið töf-
um á framkvæmdinni. „Okkur mið-
ar vel áfram því alveg frá áramót-
um hefur viðrað vel fyrir alla
jarðvinnu. Hugmyndir um breyting-
ar á þessum gatnamótum setja hins
vegar strik í reikninginn og hafa
haft óhagræði í för með sér,“ segir
Sigurður Ragnarsson framkvæmda-
stjóri mannvirkjasviðs ÍAV.
Með bíla og búkollur
Nýi Álftanesvegurinn, það er frá
Engidal í Garðabæ út að gatnamót-
unum að Bessastöðum, verður alls
um fjórir kílómetrar. Þar af eru 1,5
km. í Garðahrauni, sem aðrir kalla
raunar Gálgahraun. Starfsmenn
ÍAV eru nú að vinna sig í gegnum
hraunið með sprengingum, en síðan
er efninu ýtt til og jarðvegur flutt
til innan svæðis og á brott með
vörubílum og búkollum. Þá er verið
að slá upp mótum vegna undir-
ganga, en þrenn slík verða á leið-
inni.
Um tuttugu manns vinna við gerð
hins nýja Álftanesvegar. Í hverju
rúmi er valinn maður og margir
þaulvanir í verkum sem þessum.
Framkvæmdum á að ljúka í sept-
ember á næsta ári og fyrir verkið
tekur ÍAV um 750 millj. kr. sam-
kvæmt tilboði sem gengið var að.
Tafir á verkinu vegna breytinga á torgi
Grafið í Garðahrauni Ágætlega hefur miðað við gerð nýja Álftanesvegarins frá áramótum Um
20 manns frá ÍAV sinna framkvæmdum Slá upp fyrir fyrstu undirgöngunum af þrennum á leiðinni
Morgunblaðið/Kristinn
Framkvæmdir Vinnuvélar við gerð nýs Álftanesvegar í gær. Nú eru ÍAV-menn að sprengja sig í gegnum hraunið.
Gunnsteinn Ólafsson, formaður
Hraunavina, hefur verið kall-
aður fyrir héraðsdóm á þriðju-
dag í næstu viku. Hann var tví-
vegis handtekinn í aðgerðum í
Gálgahrauni 21. október. Er nú
ákærður vegna þess en sjálfur
segir hann kæruefnin að hluta
til staðlausa stafi.
„Lögreglan og ákæruvaldið
ætla greinilega að ganga hér
fram af fyllstu hörku. Það er
engu líkara en ætlunin sé að
fæla fólk frá því að láta sig nátt-
úruvernd skipta. Þetta hins veg-
ar eflir okkur í baráttunni,“ seg-
ir Gunnsteinn. Bætir við að
Hraunvinir ætli að koma saman
í kvöld til skrafs og ráðagerða
vegna dómskvaðningarinnar.
Fyllsta harka
HRAUNAVINIR FYRIR DÓM
Theódór Krist-
jánsson, aðstoð-
aryfirlög-
regluþjónn og
varabæjarfulltrúi,
sækist eftir 5. sæti
í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í
Mosfellsbæ.
„Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að starfa að bæj-
armálum í Mosfellsbæ undanfarin
tvö kjörtímabil. Það er óhætt að
segja að þetta hafi verið bæði
skemmtilegur og ekki síður lær-
dómsríkur tími. Mig langar til að
taka áfram þátt í uppbyggingu í ört
vaxandi sveitarfélagi og óska eftir
stuðningi Mosfellinga til þess,“ seg-
ir Theódór m.a. í tilkynningu.
Sækist eftir 5. sæti
Hafsteinn Pálsson,
bæjarfulltrúi, gef-
ur kost á sér í 2. til
3. sæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna í
Mosfellsbæ.
Hafsteinn er
bæjarfulltrúi og er
jafnframt í bæjarráði og fræðslu-
nefnd. Á kjörtímabilinu hefur hann
meðal annars verið forseti bæj-
arstjórnar, formaður bæjarráðs og
formaður fræðslunefndar. Þá er
hann í stjórn Íþrótta- og ólympíu-
sambands Íslands.
Hafsteinn er byggingarverk-
fræðingur að mennt og starfar í
umhverfis- og auðlindaráðuneyt-
inu. Hann er kvæntur Láru Torfa-
dóttur, kennara,og eiga þau þrjú
börn.
Framboð í 2.-3. sæti