Morgunblaðið - 21.01.2014, Side 16

Morgunblaðið - 21.01.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Meðal þess sem nefnd á vegum vel- ferðarráðuneytisins lagði til í vetur var að þjónusta við börn með alvar- legar þroska- eða geðraskanir, sem fullreynt er að geti búið í foreldra- húsum, verði felld undir þjónustu við fatlaða. Þá tryggi sveitarfélögin að þessum „örfáu börnum“ standi til boða langtímabúseta, helst nærri for- eldrahúsum. Á undanförnum árum hefur marg- oft verið fjallað um vanda barna sem eiga við alvarlegar þroska- eða geð- raskanir að stríða. Sum leiðast að auki út í fíkniefnaneyslu. Í viðtölum hafa foreldrar jafnan sagt að kerfið virki ekki, foreldrar verði að berjast með kjafti og klóm til að fá aðstoð, úr- ræðin séu fá og að innan kerfisins vísi oft hver á annan. Slík lýsing kom til dæmis fram í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag við móð- ur drengs sem glímir við þennan vanda. Í skýrslu sem velferðarráðuneytið gaf út í nóvember í fyrra er þessi lýs- ing foreldranna staðfest að ýmsu leyti. Skýrslan er skrifuð af nefnd um „samhæfða þjónustu fyrir börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir“ og var skipuð í kjölfar þess að nokkur sveitarfélög töldu nauðsynlegt að tryggja betur samfellda þjónustu rík- is og sveitarfélaga við börnin og fjöl- skyldur þeirra. Erfitt að fá þjónustu Í skýrslunni segir m.a. að úrlausn þessara flóknu mála hafi legið hjá mörgum aðilum og ekki virðist hafa verið ljóst hver beri meginábyrgð á því að börnin njóti nauðsynlegrar þjónustu og umönnunar og að for- eldrunum standi aðstoð til boða. Í skýrslunni er vitnað til bréfs frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá því í mars 2013 þar sem bent sé á að starfsmenn sveitarfélaga telji að bæði Barnaverndarstofa og barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans (BUGL) „skilgreini sig frá verkefninu“ sem þýði að sveitarfélögin sitji ein að því að byggja upp viðeigandi úrræði. Til þess séu sveitarfélögin misvel búin og vandséð út frá ríkjandi lagaumhverfi að slíkt sé alfarið á þeirra ábyrgð. Úrræðin taka ekki á vandanum Samband sveitarfélaga lagði í bréf- inu áherslu á að börn með alvarlega þroskaskerðingu nytu barnaverndar og ættu rétt á úrræðum Barnavernd- arstofu. Þá hafi um „þó nokkuð langt skeið“ reynst erfitt að fá þjónustu frá BUGL þegar málefni barna væru í vinnslu hjá barnaverndarnefndum. Þá væru börn með fjölþættan vanda ekki endilega fötluð. Í skýrslunni segir að börnin sem glími við alvarlegasta vandann og geti bersýnilega ekki búið með fjöl- skyldum sínum geti talist um átta til tólf að jafnaði. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að þjónusta við þessi börn eigi í meginatriðum heima innan þjón- ustukerfis fatlaðs fólks þar sem til staðar sé þekking og reynsla af mis- munandi fötlunum og aðgengi að mikilvægri þjónustu sveitarfélaga, hvort sem um er að ræða almenna fé- lagsþjónustu, sérhæfða þjónustu vegna fötlunar eða barnavernd. Einnig leggur nefndin áherslu á að aðgengi að sérfræðiþekkingu og þjónustu á sviði geðraskana sé tryggt. Engin langtímaúrræði eru til eða hafa verið til fyrir börn sem eiga í þeim vanda sem hér um ræðir. Mörg lenda einfaldlega á götunni. Úrræðin í barnaverndarkerfinu eru tímabundin, bæði hvað varðar dvöl og þjónustu, og í skýrslunni seg- ir að hugsanlegt sé að þessi tíma- bundnu úrræði hafi skyggt á þörf fyr- ir varanleg úrræði fyrir börnin sem þau þurfi á að halda til að stöðugleiki verði í lífi þeirra. Úrræði Barna- verndarstofu séu „hvorki hönnuð né taka til þeirrar þekkingar sem þarf í þjálfun og langvarandi þjónustu við börn þar sem hegðunarvandi stafar af alvarlegum gagntækum þroska- röskunum eða alvarlegum geðrænum erfiðleikum,“ eins og segir í skýrsl- unni. Í skýrslunni segir að forsenda þess að sveitarfélögin geti tekið að sér þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra sé að af hálfu ríkisins verði tekið sérstakt tillit til þeirra við mat á kostnaði sveitarfélaganna við þjón- ustu við fatlað fólk. Þjónusta við fatlaða var færð frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 en í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið tekið tillit til kostnaðar við umönnun þessara barna. Nefndin leggur til að þjónusta við börnin verði tekin til sérstakrar umfjöllunar við endurskoðun á yfirfærslunni sem á að vera lokið árið 2014. Þjónusta við börn með erfiðar rask- anir fari undir þjónustu við fatlaða  Telja Barnaverndarstofu og BUGL hafa skilgreint sig frá verkefninu  Þörf fyrir varanleg úrræði Morgunblaðið/Kristinn Flakk Börn með miklar geð- og þroskaraskanir fara á milli margra úrræða á fáum árum, löngum tíma í lífi barns. Í starfi nefndarinnar var fjallað um mál nokkurra barna sem eiga við alvarlegar þroska- eða geðraskanir að stríða. Samtals voru mál tíu barna kynnt, barna sem eru fædd á árunum 1993-2005. Átta af þessum tíu voru 16 ára og stutt í að þau yrðu fullorðin. Ekkert þeirra gat búið heima hjá foreldrum sínum og margs konar úrræði höfðu verið reynd gagnvart hverju og einu þeirra. Fulltrúi geðsviðs Landspítalans fjallaði um fullorðna sem fá þjón- ustu sviðsins en tilheyrðu þessum hópi sem börn. Um var að ræða um 15 manna hóp ungs fólks sem er fætt á tímabilinu 1982-1994 „og dvelur reglubundið á geðdeildum án viðeigandi úrræða við útskrift,“ eins og segir í skýrslunni. Dæmi eru um einstaklinga sem eiga 80-90 innlagnir að baki á sl. árum. „Bú- setuvandi, fátækt og flakk milli úr- ræða er rauður þráður í lífi þessa unga fólks,“ segir um þau. Þjónar ekki lengur tilgangi Í skýrslunni segir að börnin sem hér um ræðir hafi fengið ýmiskonar þjónustu. Á hinn bóginn er bent á að barnaverndarafskipti séu í eðli sínu tímabundin sem hefur leitt til þess að börn með mikla og langvar- andi þjónustuþörf fara á milli margra og mismunandi úrræða á fárum árum sem séu langur tími í lífi barns. Viðkomustaðirnir geta verið endurteknar bráðainnlagnir á BUGL, á Stuðla eða á meðferð- arheimili á vegum Barnavernd- arstofu. „Þannig eru dæmi um að endurteknar vistanir á stofnunum þjóni ekki lengur tilgangi sínum heldur óstöðugleika í lífi barnsins þegar umönnunin á að snúa að stöð- ugleika í búsetu og viðeigandi sér- fræðiþjónustu,“ segir í skýrslunni. Engin kraftaverk á 18 ára afmælinu Bæti ástandið » Meðal helstu tillagna nefnd- arinnar voru: » Sveitarfélögin útvegi börn- um með svo alvarlegar þroska- og geðraskanir að þau geta ekki búið hjá foreldrum lang- tímabúsetu. » Börnum verði skipaður málsstjóri. » Samfella í geðheilbrigð- isþjónustu verði tryggð. » Brugðist verði hratt við. Sjónarhornið verði flutt frá barnavernd yfir á fötlun. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, kom fyrir nefndina. Hún sagði að stefnumörkunar væri þörf um tengsl málefna barna með fötlun og barnaverndar. Í lögum um fatlaða væri með skýrum hætti gert ráð fyrir að fatlað fólk ætti kost á þjónustu og húsnæði í sam- ræmi við þarfir þess. Þetta næði til barna með fötlun, eins og annarra. Skilgreiningar á hvað væri fötlun og hvað væri barnavernd réðu ekki úrslitum, heldur yrði að meta þarfir hvers barns, æskilega sérhæfingu og samfellu í þjónustu við börn fram á fullorðinsár. Þegar um 15-17 ára börn væri að ræða, sem augljóslega mundu njóta þjónustu á grundvelli laga um málefni fatlaðra eftir að 18 ára aldri væri náð, hlyti að henta þeim best að búa í úrræði sem þau þurfa ekki að yfirgefa við 18 ára ald- ur. Niðurstaða Hrefnu var að í mörgum málum sem varða börn með mikl- ar og sértækar þjónustuþarfir ætti hvorki að vista þau á vegum Barna- verndarstofu né barnaverndarnefnda, heldur innan þjónustukerfis fyrir fatlað fólk. Með því skapaðist samfella í þjónustu við börnin. Skilgreiningar skipta ekki máli SAMFELLA FRÁ UNGLINGSÁRUM FRAM Á FULLORÐINSÁR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.