Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
● Hlutabréf í tölvuleikjarisanum Nin-
tendo tóku dýfu á mörkuðum í Tókýó í
gærmorgun og lækkuðu um 19% á
tímabili. Þau tóku hins vegar aðeins við
sér er leið á daginn og nam lækkunin
við lok viðskipta 6,14%. Skýringin á lé-
legri afkomu er m.a. lítil sala á leikja-
tölvunni Wii U. Nánar á mbl.is
Nintendo féll um 6,14%
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+01-,+
+1,-2+
3+-144
+.-2/+
+2-../
+32-32
+-+++3
+22-4.
+,5-0.
++5-+3
+01-02
+15-13
3+-10,
+.-205
+2-0-5
+32-54
+-++//
+22-0+
+,2-/3
310-53/3
++5-/
+0+-/4
+15-44
3+-+,2
+.-.,+
+2-0..
+32-00
+-++25
+2.-//
+,2-.5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Heldur hefur hægt á hagvexti í
Kína og hefur hann ekki verið jafn
lítill í fjórtán ár. Hagvöxtur þessa
næststærsta hagkerfis heims mæld-
ist 7,7% á fjórða ársfjórðungi í fyrra
en var 7,8% á sama tímabili árið á
undan. Þrátt fyrir minni hagvöxt þá
er hann meiri en spá stjórnvalda
hljóðaði upp á, en hún gerði ráð fyr-
ir 7,5% hagvexti á síðasta fjórðungi
ársins 2013.
Kínversk stjórnvöld hafa gefið út
þá yfirlýsingu, að þau vilji breyta
hagvaxtarstefnu sinni á þann veg að
hagvöxtur verði ekki lengur ein-
vörðungu knúinn áfram af fjárfest-
ingum, heldur af aukinni neyslu inn-
anlands.
David Wilder, sem stýrir skrif-
stofu Market News International
upplýsingaveitunnar í Peking, segir
í samtali við Breska ríkisútvarpið,
BBC, að þetta sé í takt við vænt-
ingar stjórnvalda í Kína. Kínverska
hagkerfið geti ekki vaxið endalaust
og megi ekki vaxa jafn hratt og það
hefur gert. Minni hagvöxtur í Kína
sé af hinu góða.
Li Huiyong, hagfræðingur hjá
Shenyin & Wanguo Securities í
Shanghaí, sagði í samtali við BBC:
„Við höldum hagvaxtarspá okkar
fyrir árið 2014 óbreyttri og spáum
7,5% hagvexti í ár.“
Ýmsir sérfræðingar efast um að
þær tölur sem gerðar voru opinber-
ar í Kína í gær, séu réttar. Þannig
sagði Euan Sterling, fjárfestingar-
stjóri hjá UK equities hjá Standard
Life Investment við BBC: „Það er
útbreidd skoðun meðal sérfræðinga
að þessar opinberu tölur fái ekki
staðist og að hagvöxtur í Kína á síð-
asta ársfjórðungi 2013 hafi líklega
verið 4 til 5%.“
Innlendir bankar hafa lánað háar
fjárhæðir til þess að koma í veg fyr-
ir niðursveiflu í Kína á sama tíma og
samdráttur hefur ríkt í Evrópu og
víðar. Gagnrýnendur telja að kín-
verskir bankar, einkum þeir fjórir
stærstu, hafi ekki beitt nægjanlegri
varfærni við útlánin og að ekki fáist
lánin öll endurgreidd.
Minnsti hagvöxtur
í Kína í fjórtán ár
Óvissa um endurheimtur lána kínverskra banka
AFP
Kína Kínverskir hafnarverkamenn að störfum við kínverskt gámaskip í
höfninni í Qingdao, í Liaoning héraði í Norðaustur-Kína í gær.
Hagvöxtur í Kína
» Lengi vel mældist hagvöxtur
í Kína í tveggja stafa tölu, en
nú er öldin önnur, þar sem
hagvöxtur á síðasta ársfjórð-
ungi í fyrra er sagður hafa ver-
ið 7,7%.
» Ýmsir efast um að hinar op-
inberu tölur stjórnvalda í Pek-
íng séu réttar og telja að hag-
vöxtur í fyrra hafi ekki verið
meiri en 4 til 5%.
Hluthafafundur Eikar fasteigna-
félags hf. samþykkti sl. föstudag
kaup félagsins á ákveðnum eignum
SMI ehf. og öllu hlutafé í Landfest-
um hf.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar
frá Eik í gær kemur fram að fund-
urinn samþykkti tillögu um kaupin
og breytingar á samþykktum þar að
lútandi.
Annars vegar er veitt heimild til
að auka hlutafé félagsins um allt að
580.000.000 hluti með útgáfu nýrra
hluta, þar sem forgangsréttur ein-
skorðast við núverandi hluthafa.
Hins vegar er stjórn veitt heimild
til að auka hlutafé félagins um allt að
1.300.000.000 hluti gegn kaupum á
öllu hlutafé í Landfestum hf. Stjórn
er einungis heimilt að nýta aukn-
inguna í skiptum fyrir alla hluti í
Landfestum og njóta hluthafar fé-
lagsins því ekki forgangsréttar að
aukningunni.
Á fundinum lá fyrir skýrsla stjórn-
ar um hlutafélög. Þar lýsti stjórn því
yfir að engar verulegar breytingar
hefðu orðið á efnahag félagsins frá
birtum árshlutareikningi 30. júní
2013, utan að félagið hefur selt kaup-
rétt að hlutafé eins leigutaka og
fengið endurgreiðslu frá bankastofn-
un vegna endurútreiknings á ólög-
legu erlendu láni. Áhrif þessara
tveggja þátta á rekstur félagsins eru
jákvæð sem nemur 117 milljónum
króna fyrir skatta. Jafnframt hefur
félagið fjárfest í fasteignum fyrir 207
milljónir króna.
Eykur hlutafé um 1,9 ma
Morgunblaðið/Golli
Í eignasafni Borgartún 21 er meðal
fasteigna í eignasafni Eikar.
Eik kaupir Land-
festar og hluta SMI
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Tökum að okkur trjáklippingar,
trjáfellingar og stubbatætingu.
Vandvirk og snögg þjónusta.
Sími 571 2000
www.hreinirgardar.is