Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 21

Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Veit á vandaða lausn F A S TU S _E _0 1. 01 .1 4 ÚTSALA 20-40%AFSLÁTTUR Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Íranir eru hættir að auðga úran í sam- ræmi við samkomulag sem þarlend stjórnvöld skrifuðu undir við stór- veldin í Genf í nóvember, að því er kom fram í ríkisfjölmiðli landsins í gær. Ennfremur kom fram að fulltrúar frá kjarnorkueftirliti Sameinuðu þjóðanna hefðu verið viðstaddir þegar framleiðslunni á 20% úrani var hætt. Mohammad Amiri, yfirmaður ör- yggismála hjá kjarnorkustofnun Ír- ans, varaði stórveldin við því að fram- leiðslan yrði hafin á nýjan leik ef þau stæðu ekki við sinn hluta samkomu- lagsins um að létta viðskiptaþvingun- um af landinu. Samkomulagið kveður meðal ann- ars á um að Íranir takmarki úran- auðgun sína í sex mánuði og að þeir þrói ekki kjarnorkuverksmiðjur sínar frekar. Á meðan á þeim tíma stendur ætla Bandaríkjamenn, Kínverjar, Rússar, Frakkar, Bretar og Þjóðverj- ar að reyna að komast að samkomu- lagi til lengri tíma við Írani sem á að binda enda á deilur um kjarnorku- áætlun landsins. Samningsaðilar geta framlengt sex mánaða tímabilið með samkomulagi. EPA Fréttir Dagblöð blaðasala í Teheran. Íranskir fjölmiðlar fjölluði ítarlega um fyrstu skrefin í samkomulaginu við risaveldin sem tekin voru í gær. Fyrstu skrefin í samkomulaginu  Takmarka vinnslu auðgaðs úrans BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Allt virðist hafa farið að óskum þeg- ar geimvísindamenn við Geimvís- indastofnun Evrópu (ESA) vöktu könnunfarið Rosettu af værum blundi í gær. Geimfarinu er ætlað að rannsaka halastjörnu og lenda fari á yfirborði slíks fyrirbæris í fyrsta skipti. Til þess að spara orku hefur Ro- setta legið í dvala frá því sumarið 2011, alls í 31 mánuð, þar sem farið gengur á braut um sólina. Rosettu var skotið á loft í mars árið 2004 og er ætlað að rannsaka halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko. Gangi áætlanir eftir fer það á braut um halastjörnuna í ágúst á þessu ári. Átta klukkustunda bið Það var í gærmorgun sem nokk- urs konar sjálfvirk vekjaraklukka geimfarsins sem er í um 800 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, nærri braut Júpíters, vakti það af dvala til þess að halda för sinni til halastjörnunnar áfram. Eftir að boðin voru send til Ro- settu tók við um átta klukkustunda bið eftir merki frá geimfarinu sem gæfi til kynna að því hefði tekist að hita upp tæki og tól, snúa loftneti sínu til jarðar og senda loks mót- tökumerki til eftirvæntingarfullra vísindamannanna. Lendir í nóvember Sem stendur er Rosetta í níu millj- ón kílómetra fjarlægð frá halastjörn- unni. Til samanburðar má nefna að 38 milljón kílómetrar eru á milli jarð- arinnar og Venusar, næsta nágranna okkar í sólkerfinu, þegar reikistjörn- urnar eru hvað næstar hvor annarri. Um borð í Rosettu er lendingar- farið Philae sem áætlað er að festi sig við yfirborð halastjörnunnar 11. nóvember. Þyngdartog stjörnunnar er svo veikt að njörva þarf farið nið- ur með sérstökum búnaði. Philae á að endast í að minnsta kosti viku en að því er kemur fram á Stjörnu- fræðivefnum standa vonir til þess að það geti haldið rannsóknum áfram í nokkra mánuði. Leifar frá upphafinu Leiðangurinn er einstakur þar sem mönnum hefur aldrei áður gef- ist færi á að kanna halastjörnur svo gaumgæfilega. Þær eru leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist og hefur efnasamsetning þeirra nán- ast ekkert breyst á þeim 4,6 millj- örðum ára sem síðan eru liðin. Því geta þessi tilkomumiklu fyrir- bæri varpað ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist og efnivið þess. Ro- setta verður á braut um halastjörn- una í að minnsta kosti eitt og hálft ár og mun á þeim tíma kortleggja kjarna hennar, rannsaka efnasam- setningu hans og fylgjast með þróun hans og virkni. Halastjörnur eru að mestu leyti úr vatni en þær innihalda líka lífræn efnasambönd. Vísindamenn telja mögulegt að vatnið á jörðinni og jafnvel lífið sjálft hafi borist hingað með halastjörnum sem rigndi yfir jörðina í frumbernsku hennar. Rosetta til stefnu- móts við halastjörnu  Könnunarfarið vakið eftir tæplega þriggja ára dvala AFP Sporbraut Mynd listamanns Evrópsku geimvísindastofnunarinnar af Ro- setta-geimfarinu við halastjörnuna 67P/Churyumov-Gerasimenko. Ferðalagið » Rosetta hefur verið í tíu ár í geimnum. Þar sem ekki er til nógu öflug eldflaug til að skjóta farinu alla leið til hala- stjörnunnar hefur það þurft að fara fjórum sinnum í kringum sólina. » Með því að fljúga fram hjá jörðinni í þrígang og einu sinni fram hjá Mars fékk farið þyngdarhjálp til að komast á áfangastað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.