Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014 ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Stíflisdal í Þing- vallasveit 17.7. 1924. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ í Reykjavík 12. jan- úar 2014. Foreldrar henn- ar voru Jón Sig- urðsson, fæddur að Sandi í Kjós, 11.8. 1896, d. 27.9. 1978 og Ingibjörg Eyvindsdóttir, fædd að Ásólfs- skála, V-Eyjafjöllum, 13.3. 1899, d. 31.1. 1980. Systkini Sigríðar eru: Kristín sem er lát- in, Ósk, Einar sem er látinn, Haraldur, Jenný, Ása og Ingi- björg. Sigríður giftist 18.11. 1944, Þorgilsi Bjarnasyni, fæddum að og 1 barnabarn, Guðrún, maki Einar Helgason, þau eiga 2 börn og 2 barnabörn, og Ey- vindur. Þorgils átti eina dóttur áður, Jóhönnu Erlu. Sigríður og Þorgils hófu búskap í Reykjavík 1944 og bjuggu við Skólavörðu- stíg til 1951 þegar þau fluttu vestur á Snæfellsnes að Kirkju- hóli í Staðarsveit og bjuggu þar í eitt ár og fluttu aftur á Skóla- vörðustíginn í Reykjavík og bjuggu þar uns þau byggðu sér íbúð árið 1958 í Ásgarði 133 í Reykjavík, þar sem þau bjuggu til dánardags. Sigríður var saumakona af lífi og sál og vann við saumaskap hjá ýmsum aðilum, svo sem Andrési Andr- éssyni, Fötum hf., Sportveri og Saumastofu Ríkisspítalanna, einnig vann hún við ræstingar. Sigríður hætti að vinna úti 1995. Sigríður flutti í hjúkr- unarheimilið Skógarbæ í júní 2013 og lést þar 12. janúar sl. Útför Sigríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 21. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13.00. Hraunsmúla í Stað- arsveit 5.9. 1914, d. 11.8. 1971, for- eldrar hans voru Bjarni Jónsson og Kristbjörg Jóns- dóttir. Börn Sigríð- ar og Þorgils eru: Ingibjörg, maki Þorvaldur Guðna- son, þau eiga 2 börn og 3 barna- börn, Ragnar, maki Eva Garðarsdóttir, þau eiga 3 börn og 6 barnabörn, Björg, maki Magnús Ólafsson, þau eiga 4 börn og 8 barnabörn, Jón, maki Ásdís Ólafsdóttir, þau eiga 5 börn og 4 barnabörn, Anna, maki Gunnar Stefánsson, þau eiga 3 börn og 4 barna- börn, Árni, maki Sigrún Mar- grét Jónsdóttir, þau eiga 1 barn Þegar þú ert farin, kæra mamma, eru margar minningar sem á hugann reika. Það var alltaf svo gott að eiga þig að. Það var mér mikils virði að geta hitt þig daginn áður en þú kvaddir þennan heim. Í huganum reika ég heim til þín móðir og hugsa um forna og liðna tíð. Þá finnst mér sem áður þú faðminn mér bjóðir og fagnandi kyssir mig ástrík og blíð. Þó hverfi mér æska og alvara lífsins um eirðarlaust sjávardjúp hreki mitt fley þó hljóti ég mæðu í mótgangi lífsins móðir mín kæra ég gleymi þér ei. (Svafar Þjóðbjörnsson) Takk fyrir alla hjálpina í gegnum lífið. Það var alltaf hægt að treysta á þig, elsku mamma. Ég veit að pabbi hefur beðið þín lengi og tekur vel á móti þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson) Þín dóttir, Björg. Ég kynntist henni Sigríði fyrir hátt í 40 árum þegar ég náði í dóttur hennar. Það var aðdáunarvert hvernig hún hafði höndlað lífið. Hún átti átta börn og kom þeim öllum til manns. Oft hefur það verið erf- itt í ljósi þess að maður hennar veiktist þegar yngsti sonurinn var aðeins fjögurra ára gamall og dó þegar hann var níu ára. Þau hjón höfðu flutt í nýja íbúð fáum árum fyrr og með útsjón- arsemi og mikilli vinnu tókst Sigríði að halda íbúðinni og ala börnin upp. Fólk sem talar um erfiðleika dagsins í dag gæti margt lært af slíku fólki og hvernig spara mætti og komast af með lítið. Það var ekki bruðlað um efni fram við bygginguna og mér er nær að halda að þau hjón hafi getað komið henni upp án þess að steypa sér í miklar skuldir. Þau voru samhent og hann vann hörðum höndum við að reisa húsið og smíða inn í það. Þar var útsjónarsemi og nægjusemi í fyrirrúmi. Ekki var íbúðin stór fyrir þetta mannmarga fjölskyldu, margir sváfu í hverju herbergi og hvert pláss nýtt. Þannig var það oft áður fyrr þótt ekki þyki slíkt boðlegt í dag. Já, það var oft þröngt í Ás- garðinum en þangað var alltaf gott og hlýlegt að koma. Þar var allt í föstum skorðum. Gestum var boðið að eldhús- borðinu upp á kaffi og bita. Oft var þröngt setinn bekkurinn. Sigríður var ekki margmál, en hún hafði fastar skoðanir og fylgdi sínu eftir ef á þurfti að halda. Hún vildi vita hvernig allir hefðu það og fylgdist náið með sínum afkomendum og hvernig þeim gengi að takast á við lífið. Sigríður er fallin frá frábær móðir, amma. Hafði reglu öllu á engan var að skamma. Efnin nýtti afar vel á öllu hafði gætur. Sýslaði oft með saumavél sína fram á nætur. Megi friður fylgja þér í ferð á nýjar slóðir. Minningar í brjósti ber um blíða tengdamóðir. Hafðu þökk fyrir allt. Magnús frá Sveinsstöðum. Elsku amma mín, kletturinn minn í lífsins ólgusjó, er fallin frá. Ég skal segja þér eina litla sögu. Amma var kletturinn minn, hún var alltaf til staðar fyrir mig, hún hughreysti mig þegar ég þurfti á því að halda og gladdist með mér þegar það átti við og allt þar á milli. Ég er skírð í höfuðið á henni, en hún bað mömmu og pabba í guðanna bænum að láta ekki kalla mig Sigríði því þá færi örugglega einhver að kalla mig Siggu og það fannst henni hræðilegt, enda hafði hún sínar skoðanir og sagði þær. Allir vissu að það sem hún sagði meinti hún, það var ekkert sem hét smjaður hjá henni, maður vissi hvar maður hafði hana. Þegar hún hrósaði manni þá átti maður það fyllilega skilið og maður lyftist upp, þú ert svo dugleg, Helga mín, sagði hún eitt sinn þegar ég var með börnin lítil. Ég ljómaði, þessi orð voru aukakraftur fyrir mig í marga mánuði. Hún nefndi það ekki hvað hún var mikil kraftakona, afi féll frá þegar yngsta barnið var níu ára og sex börn enn heima og hún að- eins 47 ára orðin ekkja og ekki mikla aðstoð að fá. Þegar ég var að alast upp man ég eftir því að hún prjónaði peysur til að selja og peysurnar þurftu að passa upp á millimetra í ein- hverja staðla. Þar var amma á heimavelli því að millimetra- kona var hún. Hún saumaði lengi á saumastofum, nú síðast saumastofu Ríkisspítala. Saumaskapurinn var ekki ein- göngu í vinnunni heldur saum- aði hún á börnin sín, barnabörn og fleiri þegar þurfti eða þegar beðið var um. Átti hún það til að skoða jakkaföt hjá körlunum í fjölskyldunni til að athuga hvort þau væru nógu vel saum- uð og gengið frá þeim. Ég var svo heppin að amma saumaði á mig fínar flíkur, prjónaði á mig peysur, sokka og vettlinga, einnig voru börnin mín svo heppin að fá frá henni sokka, vettlinga og peysur, og það er ekki langt síðan síðustu sokk- arnir komu á heimilið. Meðan amma vann úti þá kom hún heim klukkan fimm og það var hægt að treysta því, einnig að cheeriosið, greiðan, naglaklipp- urnar og allt annað var á sama stað hvort heldur það var árið 1976 eða 2013. Í hvert sinn sem ég fór til Reykjavíkur heimsótti ég ömmu, ég gat ekki hugsað mér neitt annað, meðal annars til að sýna henni börnin mín, hvað þau hefðu stækkað og einnig til að sjá hana og fá kaffispjall við eldhúsborðið. Á hverju ári komu amma og Eyvi í heimsókn til okkar hingað norður, það var alltaf mikið til- hlökkunarefni, sama á hvaða aldri maður var. Það var alltaf svo mikil hátíð, spjallað var fram á rauða nótt, og camel- sígarettureykinn lagði um hús- ið sem vottorð um að amma væri komin í heimsókn. Hún amma mín, amma camel eins og ég kallaði hana í góðra vina hópi, reykti camel, filterslausar sígarettur, alvöru fullorðins sígarettur. Þegar ég hugsa til ömmu þá sé ég hana fyrir mér drekka kaffi, reykja, leggja kapal eða lesa Moggann og dýfa mjólkurkexi í bollann sinn. Fyrir mér var amma hetja, kannski hvunndagshetja, en hetjan mín. Ég mun ætíð sakna hennar, en minningin lifir. Elsku amma mín, farðu vel með þig og þá skal ég vera þæg og góð stúlka. Þín Helga litla. Meira: mbl.is/minningar Minningarnar eru svo margar að það væri efni í heila bók. Ég sakna ömmu óskaplega mikið en það er gaman að hugsa til baka og rifja upp allar minn- ingarnar frá heimsóknum í Ás- garðinn. Þegar ég var krakki gengum við mamma og Óli yfir hæðina til að fara í heimsókn. Alltaf var tekið á móti manni með kossum og knúsi, kökum og mjólk en mér fannst alltaf mest spennandi að fá að gista því ég mátti vaka eins lengi og ég gat. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til henn- ar er hún sitjandi í eldhúsinu með kaffi og spil eða prjóna í hendi. Hún kenndi mér marga kapla og líka að það væri bann- að að svindla. Ef ég svindlaði myndi hún taka spilin. Þessi varnaðarorð hljóma í eyrum mínum enn í dag ef ég svo mikið sem hugsa um að hagræða kapli. Þegar árin liðu og ég full- orðnaðist fannst mér líka gott að koma í heimsókn til að spjalla og fá mér kaffi með ömmu og Eyva. Takk, kæra amma, fyrir allar stundirnar sem ég átti með þér, minning þín mun lifa í hjarta mínu og fjölskyldu minnar að ei- lífu. Haraldur Már Gunnarsson. Sigríður Jónsdóttir Enginn veit hvar við dönsum um næstu jól. Þetta gamla máltæki hefur leitað á hugann undanfar- ið. Þegar ég leit ofan í vöggu ný- fædds frænda míns á fæðing- ardeild Landspítalans vöknaði mér um augu, svo fallegur og myndarlegur sem hann var og með þennan fallega húðlit. Móð- ir hans stolt kvað ástæðuna vera þá hversu dugleg hún var að borða gulrætur á meðgöng- unni, því hlaut ég að vera sam- mála. Hún fékk hann í afmæl- isgjöf, hinn 28. júlí 1972. Fyrsta árið áttir þú heima Georg Þór Steindórsson ✝ Georg ÞórSteindórsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1972. Hann lést af slysförum 26. desember 2013. Útför Georgs Þórs fór fram frá Vídal- ínskirkju í Garða- bæ 9. janúar 2014. með pabba og mömmu á Holts- götunni, hjá ömmu Steinu og Georg afa, síðan fluttuð þið í húsið til ömmu og afa á Reynimel 24 þar sem þið átt- uð heima næstu fimm árin. Auðvit- að varst þú sólar- geislinn og nýtt líf færðist í fjölskyldu- hópinn. Þegar kom að skóla- göngu í Melaskólanum þurftir þú að ganga yfir Hagamel, sem í þá daga var ekki lokuð gata. Þá hringdi Guðríður amma í ráðamenn hjá bænum og benti á að þar vantaði göngubraut svo börnin gætu verið öruggari að komast til og frá skóla. Það var strax framkvæmt og fannst Georg þetta mikið afrek hjá ömmu sinni og gleymdi þessu aldrei og rifjaði þetta upp í sinni síðustu heimsókn til mín og við brostum að minningunni. Árin liðu. Georg var ekki langskólagenginn, hafði efnin til þess en það var ekki hans stíll að sitja kyrr á skólabekk um- fram skyldu. Hann vildi út í líf- ið. Hann vann við húsamálun, sjálfstæður oftast, og var af- bragðs verkmaður, vandaður og duglegur. Eftirfarandi lýsir hans hugarfari einkar vel. Ef ég bað hann að vinna verk, þá sagði hann hressilega: „Já, við drífum bara í þessu við fyrsta tækifæri og ég held að ég eigi meira að segja málninguna í þetta.“ Ekki var minnst á reikn- inginn að fyrra bragði, það var seinni tíðar mál sem rætt var yfir kaffibolla. Hann gerði litlar kröfur til þess sem við hin velflest sækj- umst eftir í hinum veraldlega heimi. Hann trúði á líf sitt, fólk- ið sitt og samferðamennina sem urðu á leið hans og naut áhuga- málanna; að ferðast um á jepp- anum um hálendið og gera upp bíla, en bílar og mótorhjól voru meðal helstu áhugamála. Fram- koma hans var nærgætin og ljúf. Sjarmör var hann og brosti oft, einlægu og fallegu brosi, það var og hans aðalsmerki og heillaði frænku upp úr skónum. Hans verður sárt saknað. Það hvarflaði aldrei að mér annað en að Georg frændi myndi fylgja mér síðasta spöl- inn og þótt ég hefði þá ósk að geta stillt tímavélina til baka og þess megnug að breyta atburða- rásinni þá koma þær hugsanir ekki að gagni. Eitt augnablik varð að stórslysi sem tók líf bróðursonar míns. Ótímabært fráfall þitt setur stórt skarð í litlu fjölskylduna, hugur minn er hjá elsku Tinnu, Denna bróð- ur, Önnu mágkonu, Möggu, Björgvini og litlu drengjunum, þeim Bjarka Frey og Breka Þór, sem Georg var svo stoltur af, og ömmu Steinu. Minningarnar eiga eftir að hlýja um ókomin ár. Ég kveð elsku frænda minn og þakka af öllu hjarta það sem hann var mér í gegnum lífið og megi Guð varðveita hann og blessa á nýj- um vegum. Elín E. Steinþórsdóttir. Þessi hinsta kveðja er skrifuð allt of snemma á tímalínunni. Við kveðjum Georg með miklum söknuði. Hann Georg er fyrr- verandi tengdasonur og mágur. Á þeim tíma kom Tinna í heim- inn en hún er ástæðan til þess að við sáum ekki sólina í langan tíma. Hann var okkur mikill vin- ur á þessum fjölmörgu árum sem við áttum samleið. Hann og Katrín bjuggu lengi saman og áttum við oft skemmtilegar stundir. Á erfiðu tímabili í lífi okkar mæðgna bjuggu þau þrjú með okkur og hann átti alltaf auðvelt með að koma með bjarta punkta og ná fram brosi og sýndi samkennd og hlustaði á okkur. Það er svo minnistætt þegar Georg var að byrja að koma heim til okkar, mamma bauð honum upp á hamborgara sem hann auðvitað neitaði ekki. Nema hann kunni ekki við að segja nei þegar mamma var að bjóða honum meira og hann endaði með að borga allavega 4 hamborgara og gat síðan ekki hreyft sig. Allt fyrir kurteisina að vilja ekki segja nei. Hann kynnti mig fyrir tónlist sem mér hafði aldrei dottið í hug að hlusta á og lét mig oft heyra það á bróðurlegum nót- um. Enda þjálfaður í því hlut- verki. Einhvern veginn finnst mér ógleymanlegt þegar ég heyrði Tinnu segja við mig „Passaðu þig á bílastæðalögg- unni“. Hver annar en Georg hafði getað fundið upp á þessu orði og kennt barninu fyrir fjög- urra ára aldur? Það má ef til vill láta ýmis orð falla um prakkarastrikin hans Georgs en kostir hans voru svo margir. Náungakær- leikurinn og væntumþykjan sem hann sýndi vinum og fjölskyldu og orðin eru ekki til sem gætu lýst væntumþykju hans til Tinnu. Þrátt fyrir að það séu nokkur ár síðan leiðir okkur skildu þá var faðmurinn alltaf jafn opinn þegar við mættum honum. Lífið heldur áfram en það mun alltaf vanta Georg í það, þó það hafði ekki verið nema bara að eiga möguleikann á að geta hitt á hann, einhvern tímann, eitt- hvers staðar. Okkar hugur er hjá Tinnu, dóttur hans, og þeim sem hann syrgja. Okkar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald.Brim.) Helga Herlufsen og Hrönn Jónsdóttir það er mars, seint um kvöld, snjór yfir öllu, slabb á Hellis- heiðinni, sést varla út á veginn, hríðarbylur og rok, við á leið til Hveragerðis. Örlítið rautt ljós fyrir framan mig, ég hægi ferð og sé mótorhjól á ferð með tveim farþegum, fer framhjá og við hjónaleysin segjum bæði í einu „þvíumlíkir ævintýramenn“ og það í svona veðri. Komumst sjálf klakklaust yfir heiðina og í hlýtt kotið, komum hafurtaskinu fyrir og setjum upp ketilinn. Í því heyrist skrjáfur á útidyr- unum, minnir á músaklór, og ör- lítið þrusk, við hendumst til dyra og vitum ekki okkar rjúk- andi ráð. Er ekki Georg Þór mættur með vini sínum, freðnir eftir ferð yfir Hellisheiðina á mótorfák í ballfötum, gegn- freðnir, hrímaðir og minna helst á Amundsen á norðurpólnum. Eftir fataskipti og heitt kaffi halda þeir áfram á bíl og koma aftur um morguninn og er þá hlegið að ævintýrum næturinn- ar og hefur oft síðan verið haft gaman af þessu. Þannig lifði frændi minn, ævintýrin voru á hverju strái, það var eins og þau eltu hann og hann tók þátt í þeim öllum. Þegar við höfum skroppið á fjöll hefur oftar en ekki verið tekin lengri, óljósari og torveldari leið til baka og oft hefur annar endað í spotta í bæ- inn og eftir á hlegið að öllu sam- an og frekar spáð í hvernig hægt sé að klára leiðina seinna. Maður á ógleymanlegar minn- ingar með Georg Þór úr ferða- lögum, útilegum, fjölskyldu- uppákomum, úr vinnunni og víðar. Hér ríkir söknuður, tóm- leiki og missir við brotthvarf hans. Við vottum dóttur hans, henni Tinnu, foreldrum og öll- um vinum og vandamönnum okkar dýpstu samúð. Elsku Goggi, bæbæ. Steinþór og Maria Michelsen. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.