Morgunblaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
Ef ég skyldi nokkru nenna
næ ég slitnum aulapenna.
Utan dáðra mikilmenna
mér finnst gott að tala um Jenna.
Alúðlegur prúður piltur
pasturssmár, í orðum stilltur.
Þó margur sé af hamstri hylltur,
hann var aldrei stefnuvilltur.
Oft í verki höndin hög
hamri beitti, nagla, sög.
Verkin smá, en vönduð mjög.
Vinur minn um láð og lög.
Jens Ragnar
Nikulásson
✝ Jens RagnarNikulásson
fæddist í Reykjavík
10. júní 1955. Hann
lést á heimili sínu
Engelbrektsgatan
137, Borås í Svíþjóð,
9. desember 2013.
Útför Jens Ragnars
fór fram frá kapell-
unni í St. Sigfrids
griftegård í Borås
8. janúar 2014.
Austan hafs er veröld
víð,
vinna næg hjá sænskum
lýð.
Hjá þeim laus við nagg
og níð
nam og vann að
rennismíð.
Nú við heimsins
darradans
dreifir sitthvað gleði
manns.
Mér finnst gott að minnast hans,
manns er hvarf í heimsins fans.
Þegar Jens í Sviðnum afi hans
og nafni dó orti Jón frá Skáleyj-
um um hann. Ég vil að endingu
gera orð hans að mínum af þessu
tilefni:
Sigla enn um sundin blá
signd af þrenningunni
skip. En Jenni er fallinn frá
feyskja í menningunni.
Jóhannes Geir Gíslason
(Jói í Skáleyjum).
Það var alltaf
gaman að fara á Blönduós og
heimsækja ömmu Ingibjörgu og
afa Jósafat. Pétursborgin þeirra
var eins og ævintýraland sem var
umvafið hinni stórhættulegu
Blöndu og úfnum sjónum. Þarna
var kjallarinn hans afa og til að
fara í hann var farið í gegnum búr-
ið hennar ömmu. Afi borðaði skyr-
hæring og amma sagði að maður
mætti sleppa honum og borða
Ingibjörg Kristín
Pétursdóttir
✝ IngibjörgKristín Péturs-
dóttir fæddist á
Skagaströnd 1.
september 1921.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
29. desember 2013.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 9. jan-
úar 2014.
kókókúlur í staðinn
því skyrhræringur-
inn var svo hræði-
lega vondur. Afi
sagði að maður yrði
hraustur af skyrhær-
ingnum svo auðvitað
fékk maður pínulítið
hjá honum. Hjá þeim
var líka mjólk í pok-
um og maður labbaði
með ömmu út í
„útibú“ að kaupa í
matinn. „Útibúið“ var líka ævin-
týraheimur því þar var hægt að
kaupa allt á milli himins og jarðar.
Ferðirnar með ömmu í „útibúið“
voru ævintýri. Þá gat maður
spjallað við ömmu um alla heima
og geima og hún sagði manni sög-
ur af fólkinu sem bjó í húsunum
sem við löbbuðum framhjá.
Amma og afi fóru líka stundum
með mann í bíltúr. Þá var
skemmtilegast að keyra að Þúfna-
læk og vaða og reyna að príla upp
á Gullstein. Afi sagði manni sögur
af steininum og amma tók til nest-
ið. Afi var mikið í kjallaranum, ég
veit ekki alveg hvað hann gerði þar
en það var alltaf einhver ævintýra-
ljómi yfir honum þegar hann var
þar. Einu sinni gerði hann þó rólur
sem hægt var að hengja upp úti en
það var líka hægt að hengja þær
upp inni og róla í þeim í kjallaran-
um. Það var skemmtilegast að róla
í kjallaranum því þá gat maður ról-
að alveg upp í loft.
Þegar afi dó flutti amma á Mýr-
arbrautina. Þá labbaði maður með
henni í Kaupfélagið og keypti grill-
aðan kjúkling. Amma keypti líka
stundum lax, það var nú ekki eins
gaman. Verst var þegar hún borð-
aði roðið og saug hausinn. Það
fannst henni best og hló að svipn-
um sem við krakkarnir settum upp
við þessa tilburði hennar. En best
þótti ömmu að vinna í garðinum
sínum og var þar öllum stundum.
Þegar aldurinn fór að færast yfir
hana velti hún fyrir sér hvort hún
ætti nú ekki að fara að koma sér á
elliheimili. En svo fannst henni
það óþarfi og keypti sér gróður-
hús í staðinn. Gróðurhúsið var því
alltaf kallað „elliheimilið“. Þar
ræktaði amma eitt og annað og
naut sín vel. Amma var vinmörg
og iðulega kom einhver í heim-
sókn þegar maður var hjá henni.
Það þótti mér gott því það var svo
vont að vita af henni aleinni á
Blönduósi, sérstaklega þegar vet-
urinn var snjóþungur. Alltaf mátti
treysta á að vinkonur hennar
heimsæktu hana og héldu henni
félagsskap. Amma var hörð á því
að búa á Blönduósi. Hún hafði jú
alltaf vinkonurnar, garðinn og
föndrið. Amma kom þó suður á
Eir þegar elli kelling var farin að
leika hana grátt. Þá var gott að
vita af henni á Eir og að mamma
hitti hana á hverjum degi og gat
passað upp á hana.
Amma mín var hörkukona sem
hafði dug og elju. Hún var hetjan
mín og fyrirmynd. Elsku hjartans
amma mín, minnig þín lifir í sög-
unum sem ég segi börnunum mín-
um, kysstu afa frá mér og hvíldu í
friði.
Þín
Ragnheiður Dagný.
Elsku mamma, þá er lífshlaup-
ið á enda og þú komin hinumegin.
Við trúum að þar sé glatt á
hjalla hjá þér og pabba og hinum
ættingjunum. Þú fæddist í faðmi
Snæfellsness sem þú unnir alla
tíð, og var þér kærkomið.
Þú komst okkur börnunum
þínum tíu á legg og hægt er að
gera sér í hugarlund að það hafi
ekki verið einfalt. En þú skilaðir
okkur til samfélagsins sem nýt-
um þjóðfélagsþegnum.
Okkur rekur ekki minni til að
þið pabbi hafið nokkurn tímann
Anna Ólína Unnur
Annelsdóttir
✝ Anna ÓlínaUnnur Annels-
dóttir fæddist í
Helludal í Bervík á
Snæfellsnesi 31.
október 1931. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 21. desem-
ber 2013 og fór
útför hennar fram í
kyrrþey.
skammað okkur,
sama hvað gekk á.
Þegar þú varst
spurð hvort ekki
hefði verið erfitt að
ala upp allan þennan
skara af börnum
svaraðirðu: „Nei,
þau voru svo þæg og
góð, betri börn er
ekki hægt að hugsa
sér.“
Mörg áföll sem á
þér dundu á lífsleiðinni voru þér
þungbær. Veikindi sem hrjáðu
þig og pabba sem þú studdir og
hjálpaðir í veikindum hans, en þú
barst ekki tilfinningarnar á torg
heldur tókst á við þær í einrúmi.
Minnisstætt er þegar þú og
systurnar, Ásgerður og Huldís,
hittust, þá var glatt á hjalla og
sögurnar sagðar með miklum til-
þrifum, þó þú hafir yfirleitt látið
þær um að tala.
Hárið varð að vera í lagi hjá
ykkur og lífsnauðsynlegt að fara
reglulega í greiðslu. Pabbi var
ástin í lífi þínu enda glæsilegur
maður. Þú varst mikil húsmóðir,
þrifin og gerðir störfin átaka-
laust. Maturinn hjá þér var í
miklu uppáhaldi hjá okkur. T.d,
fiskibollur og kjötsúpa.
Svo spáðir þú í bolla, þá reynd-
ir þú að tala um jákvæða hluti við
þann sem spáð var fyrir. Þú hélst
alltaf með lítilmagnanum í þjóð-
félaginu. Þú kenndir okkur að
fara ekki í manngreinarálit held-
ur bera virðingu fyrir náungan-
um.
Þú kaust alla tíð Framsóknar-
flokkinn og varst stolt af því og
mjög þjóðrækin.
Þú varst alla tíð vinmörg, eins
og þegar þú fluttir á Framnes-
veginn og kynntist þeim mætu
hjónum Erlu og Hauki, Jónu og
Gunnari (sem öll eru fallin frá).
Þetta var þér dýrmætt, að hittast
kaffi og kannski smá „gluss“, eins
og þau Benný og Jón sem hjálp-
uðu þér síðustu árin í veikindum
þínum, buðu þér í mat, keyrðu þig
og pössuðu kisuna þegar þú varst
á spítala, það er ómetanlegt. Hafa
þau okkar bestu þakkir fyrir.
Alltaf var tónlist í kringum þig
og voru Vilhjálmur Vilhjálmsson
og Ragnar Bjarnason í mestu
uppáhaldi. Allar kisurnar sem
hafa fylgt þér í gegnum tíðina eru
fjölmargar, stundum fleiri en ein
og tvær og sú síðasta, Lísa, fylgdi
þér til lokadags.
En nú er ferðin á enda og við
vitum að þú átt eftir að fylgjast
með hópnum þínum, passa upp á
okkur. Við þökkum þér, elsku
mamma, fyrir allt sem þú kenndir
okkur, við munum hafa það að
leiðarljósi fyrir okkur og aðra af-
komendur þína.
Með þessari hinstu kveðju lát-
um við fylgja ljóð sem heitir
Haustvísur sem afi þinn, Jón
Ólafsson frá Einarslóni, samdi.
Hallar sumri, hausta fer,
hreyfast skuggatjöldin.
Hvarvetna um ættland er
orðið dimmt á kvöldin.
Gustar vindur, harla hár,
hrekur yndi lýða.
Á fjallatinda fellur snjár,
frjósa lindir víða.
(Jón Ólafsson)
Hvíl í friði, elsku mamma, þín
verður sárt saknað.
Minning þín mun aldrei gleym-
ast.
Þín
Agnar Breiðfjörð, Halldór
Rúnar, Aðalsteinn, Jón Ás-
geir, Hansborg, Annel, Guð-
laug, Steinunn, og Björg.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
EYGERÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
Lækjargötu 34 B,
Hafnarfirði.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
ástkærrar eiginkonu, móður og tengdamóður,
GUÐBJARGAR JÓHÖNNU BACHMANN,
sem lést föstudaginn 3. janúar á Hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks heimahjúkrunar sem og
starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Eir, deild 3.S, fyrir góða
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Björgúlfur Bachmann,
Helga S.L. Bachmann, Hallgrímur S. Hallgrímsson.
Kæri frændi, það er sárt að
þurfa að kveðja þig í blóma lífsins.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Eiríkur Ómar
Sveinsson
✝ Eiríkur ÓmarSveinsson
fæddist í Reykja-
vík 13. febrúar
1955. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 25.
desember 2013.
Útför Ómars
fór fram frá Dóm-
kirkjunni 14. jan-
úar 2014.
Biðjum við góðan
Guð að styrkja fjöl-
skyldu þína í sorg sinni.
Ólafur, Lárus,
Helga, Erla og
fjölskyldur.
Þegar ég var á þriðja
ári fór ég í fylgd móður
minnar til læknis.
Hann spurði mig hvað
ég héti, um aldur og
hvort ég ætti einhver systkin. Ég
sagði til nafns, að ég væri tveggja
ára og jú ég ætti bæði bróður og
systur. Bróðir minn héti Ómi og
systir mín Lóa. Þessi systkini móð-
ur minnar hafa alla tíð verið mér
sem eldri systkin frekar en frændi
og frænka, enda bjuggum við undir
sama þaki fyrstu ár ævi minnar.
Ómi tók mikið af myndum af
mér lítilli. Þær framkallaði hann
sjálfur og stækkaði og ég á þær enn
í dag. Hann hafði mikinn áhuga á
að kenna mér að ganga enda fór
svo að ég tók mín fyrstu skref með
honum.
Þegar mamma hélt utan til náms
fékk ég að dvelja vetrarlangt í góðu
yfirlæti hjá Óma og fjölskyldunni
hans. Eva heitin var þá tveggja ára
og Svenni var varla mánaðar gam-
all. Það var mikil upplifun fyrir mig
að fá að vera eins og stóra systir
þeirra þennan vetur.
Þegar ég flutti að heiman tvítug
var ég afar lukkuleg með að fá
leigt herbergi í kjallaranum hjá
þeim Imbu og Óma á Flókagöt-
unni. Oft gekk mikið á þarna í
kjallaranum þar sem við vinkon-
urnar leigðum sitt herbergið hvor.
Stundum kom Ómi niður og við
spiluðum CCR og sungum hástöf-
um með. Mér þótti ósköp vænt um
þær stundir.
Veikindi og andlát Evu voru
okkur fjölskyldunni mikill harmur
og tóku verulega á Óma. Stuttu
eftir að hún lést bauð ég honum
með mér til New York. Þar áttum
við frábærar stundir saman, fór-
um á tónleika með Crosby, Stills
Nash and Young í Atlantic City,
fengum okkur steik og lentum í
ævintýrum. Hann hafði alltaf mik-
inn áhuga á starfinu mínu og við
skiptumst á skoðunum um eitt og
annað varðandi flugvöllinn, hann
út frá sjónarmiði stjórnandans en
ég flugmannsins.
Í gegnum árin hefur alltaf verið
gott og kærleiksríkt samband á
milli okkar Óma. Eftir að þau fjöl-
skyldan fluttu svo hingað í Garða-
bæinn hefur Imba verið dugleg að
bjóða okkur í mat og þær stundir
eru nú ómetanlegar í mínum huga.
Aldrei datt mér í hug að ég ætti
eftir að þurfa að kveðja hann Óma
minn svona snemma á lífsleiðinni.
Ekki bjóst ég heldur við því að
samtalið sem við áttum uppi á
spítala nokkrum dögum fyrir jól
yrði okkar síðasta. Ég þurfti
starfs míns vegna að dvelja er-
lendis um jólin og fór því og
kvaddi Óma daginn sem ég fór af
landi brott. Hann var sofandi þeg-
ar ég læddist inn til hans en opn-
aði augun og tók á móti kveðjunni
minni: „Bless Ómi minn, við
sjáumst þegar ég kem heim.“
Elsku Imba mín. Mikill er þinn
missir. Þið voruð svo samhent og
flott hjón. Það var svo augljóst
hvað hann var ástfanginn og stolt-
ur af þér alla tíð. Elsku Svenni,
Egill og Þóra, innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar elsku frændur
mínir og frænka. Elsku mamma
og Lóa, hugur minn er hjá ykkur.
Á himnum sameinast nú ástvin-
ir. Ómi er laus við þjáningar þessa
heims og á endurfundi við Evu
sína og foreldra. Hann er komin
heim. Eftir sitjum við hér og
syrgjum góðan dreng. Ég endur-
tek hinstu orðaskipti okkar og
segi: Bless Ómi minn, við sjáumst
þegar ég kem heim.
Þín,
Sigrún.
HINSTA KVEÐJA
Það er þungbært að
þessi flinki og skemmtilegi
félagi skuli genginn, langt
um aldur fram, frá fjöl-
skyldu sinni og óloknum
verkefnum.
Blessuð sé minning hins
ljúfa og góða drengs Ómars
Sveinssonar.
Halldór Guðmundsson.
Elsku amma, það er svo
margt sem flýgur í gegnum
huga minn þegar ég hugsa til
þín. Ég var svo heppin að fá að
vera heimagangur hjá ykkur
afa hvort sem var á Flateyri eða
Gerðhömrum og þegar við vor-
um öll komin hingað á Ísafjörð
þá var mikið farið í heimsóknir.
Þegar við Sigurður eignuðumst
Sigrúnu Jónínu fannst mér ekki
koma annað til greina en að láta
hana heita í höfuðið á ykkur afa.
Allt sem þú saumaðir, hvort
sem það var á þig, mig eða aðra,
var vandað og allir bútar nýttir
enda varst þú mikill saumasnill-
ingur, og ég tala nú ekki um
Guðmunda Jónína
Guðmundsdóttir
✝ GuðmundaJónína Guð-
mundsdóttir fædd-
ist á Brekku á Ingj-
aldssandi 10.6.
1926. Hún lést á
öldrunardeild
Fjórðungssjúkra-
hússins á Ísafirði
31.12. 2013. Útför
Guðmundu fór
fram frá Ísafjarð-
arkirkju 11. janúar
2014.
kleinurnar og
hveitikökurnar, ég
var svo lánsöm að
læra að gera hveiti-
kökur (ömmukökur
eins og ég kallaði
þær) með þér. Þeg-
ar þú komst til
okkar Sigurðar í
skötuna núna fyrir
jólin sagðir þú að
þetta væru bestu
hveitikökur sem þú
hefðir fengið. Þú varst alltaf svo
stolt af öllum afkomendum þín-
um og varst alltaf að spyrja
hvað þeir væru orðnir margir,
eins og þú sagðir; „eru stelp-
urnar búnar að telja saman?“
og nefndir það líka hve margar
stelpurnar væru og strákarnir
fáir. Það var svo gaman hvað þú
varst dugleg að koma til okkar
meðan þú mögulega gast, þegar
börnin áttu afmæli, matarboð
eða bara koma í heimsókn og
spjalla saman um gamla tímann
og þann nýja. Minningarnar eru
margar um ykkur afa og ylja
okkur um hjartarætur um
ókomin ár. Elsku amma okkar,
takk fyrir allt.
Árný og fjölskylda.