Morgunblaðið - 21.01.2014, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
Síðasta árið hafa orðið kaflaskil og í raun er ég önnur mann-eskja. Ég sat í nokkur ár á rúmstokk veikrar dóttur minnarog var að brenna út á líkama og sál, en svo tók ég mér tak.
Fór í ræktina og æfi grimmt. Er búin að ná af mér 40 kg og stefni á
keppni í fitness í haust,“ segir Ragna Erlendsdóttir, sem er 34 ára í
dag.
Ragna, sem er einstæð móðir þriggja dætra, er mörgum kunn
sakir baráttu hennar fyrir lífi og heilsu dóttur sinnar, Ellu Dísar.
Hún veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum af ástæðum sem ekki
voru ljósar. Ragna neitaði að gefast upp þótt á brattann væri að
sækja. Ekki er langt síðan ljóst varð að orsök veikindanna var skort-
ur á B-vítamíni. Nú er Ellu Dís fenginn réttur skammtur þess svo
hún er öll að braggast. „Ella hefur verið bundin hjólastól og með
öndunarvél. En batamerkin sjást hvarvetna. Nú er bara að sjá
hvernig tekst að vinna úr þeim skaða sem orðið hefur,“ segir Ragna.
„Svona í tilefni dagsins ætla ég út að borða með vinkonum mínum.
Það er svo margt til að gleðjast yfir um þessa mundir,“ segir Ragna
sem kveðst eiga fjölmörg áhugamál. Sér finnist til dæmis gaman að
lesa, dansa og ekki síst að stunda útivist með dætrum sínum. Þá sé
ljómandi gott að búa í Norðlingaholtinu í Reykjavík – þar sem nátt-
úruperlur og fallegar gönguleiðir séu allt um kring. sbs@mbl.is
Ragna Erlendsdóttir er 34 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Móðurást Ragna Erlendsdóttir og dóttirin Ella Dís saman nýverið.
Sú stutta er öll að braggast og móðirin kveðst sem ný manneskja.
Það er svo margt
til að gleðjast yfir
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Vinkonurnar Sóley Eva Magn-
úsdóttir og Katla Snædís Sig-
urðardóttir (báðar 9 ára) héldu
tombólu við verslun 10-11 í Kaup-
angi á Akureyri.
Þær söfnuðu 2.313 krónum sem
þær styrktu Rauða krossinn
með.
Hlutavelta
Sauðárkrókur Margrét Katrín fædd-
ist 18. apríl kl. 0.00. Hún vó 4.080 g
og var 55 cm löng. Foreldrar hennar
eru Linda Jónsdóttir og Pétur Grét-
arsson.
Nýir borgarar
Reykjavík Kara Lilja fæddist 27. mars
kl. 5.51. Hún vó 3.440 g og var 49 cm
löng. Foreldrar hennar eru Elsa A. Ser-
renho og Daði Freyr Guðmundsson.
S
vavar Guðni fæddist við
Bergþórugötuna í
Reykjavík 21.1. 1934 og
ólst þar upp. Hann var í
Barnaskóla Austurbæjar,
lauk sveinsprófi í múrverki frá Iðn-
skólanum í Reykjavík 1967 en meist-
ari hans var Páll Melsteð Ólafsson
múrarameistari og stjúpfaðir hans.
Svavar stundaði síðan nám við
Meistaraskólann og lauk meist-
araprófi í múrverki. Þá lauk hann
prófi sem tækniteiknari frá Teikn-
araskóla Iðnskólans. Hann stundaði
nám við Listaskóla Finns Jónssonar
og Jóhanns Briem og lauk prófum til
kennsluréttinda frá HÍ. Þá var hann
við nám í Virginíuháskóla í matsgerð
og áætlunargerð vegna viðhalds og
viðgerða húsa 1980-81 og lauk námi
sem meðferðarfulltrúi fyrir áfengis-
og eiturlyfjasjúklinga við Kaliforn-
íuháskóla í Los Angeles 1985.
Svavar var húsvörður í Fram-
heimilinu á unglingsárunum en fór
síðan að vinna við múrverk hjá Páli,
stjúpföður sínum, en það varð hans
meginstarf yfir starfsævina. Hann
Svavar Guðni Svavarsson múrarameistari – 80 ára
Með þremur barnabörnum Svavar Guðni með barnabörnunum Brynhildi Evu, Halldóri Hilmi og Axel Harry.
Múrverk og myndlist
Glæsilegur hópur Öll barnabörn Svavars Guðna fyrir u.þ.b. tveimur árum.
20-50%
Vaxtalausar
greiðslur
í boði
afsláttur
af völdum v
örum
ÚTSALA!
Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is