Morgunblaðið - 21.01.2014, Page 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 2014
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
12YEARSASLAVE KL.5:20-8-10:40
12YEARSASLAVEVIP KL.5:20-8
AMERICANHUSTLE KL.5:30-8:30-10:20
AMERICANHUSTLEVIP KL.10:40
WOLFOFWALLSTREET KL.8:20-10:20
HOBBIT:DESOLATIONOFSMAUG2DKL.7:20
ANCHORMAN2 KL.8
SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL3DKL.6
SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL2DKL.5:20
FROSINN ÍSLTAL2D KL.5:40
KRINGLUNNI
12YEARSASLAVE KL. 6 -9
AMERICANHUSTLE KL. 6 -9
WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10
12 YEARSASLAVE KL. 8
LONESURVIVOR KL. 10:45
47RONIN KL. 8
AMERICANHUSTLE KL. 10:25
SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL3DKL.5:50
FROSINNÍSLTAL2D KL.5:40
12 YEARS A SLAVE KL. 5:10 - 8 - 10:50
AMERICAN HUSTLE KL. 5:10 - 8 - 10:50
WOLF OFWALL STREET KL.5-8:30-10:20
ANCHORMAN 2 KL. 8
SKÝJAÐMEÐKJÖTBOLLUMÁKÖFLUM2 ÍSLTAL2DKL.5:50
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
ÞRIÐJUDAGS
TILBOÐ Í DAG
AKUREYRI
12 YEARS A SLAVE KL. 7:15 - 10
AMERICAN HUSTLE KL. 10
WOLF OFWALL STREET KL. 6:30
FROSINN ÍSLTAL3D KL. 5
SÝND Í 2D OG 3DMEÐ
ÍSLENSKUTALI
USA TODAY
EMPIRE
THE TIMES
THE GUARDIAN
THE NEW YORK TIMES
T.V. - BÍÓVEFURINN/SÉÐ OG HEYRT
ROLLING STONE
EMPIRE
THE GUARDIAN
óskarstilnefningar
m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri,
Besti Leikari, Besti Leikari í aukahlutverki9
FRÁ LEIKSTJÓRA SILVER LININGS PLAYBOOK OG THE FIGHTER
CHICAGO SUN-TIMES
ENTERTAINMENT WEEKLY
TIME
WALL STREET JOURNAL
SAN FRANCISCO CHRONICLE
óskarstilnefningar
m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri,
Besti Leikari, Besta Leikkona, Besta Handrit10
óskarstilnefningar
m.a. Besta Mynd, Besti Leikstjóri,
Besti Leikari, Besti Aukaleikari, Besta Handrit5
Sigurvegarinn á
Golden Globe
m.a.
BESTA MYND ÁRSINS
(COMEDY OR MUSICAL)
3
Golden Globe
BESTA MYND ÁRSINS
(DRAMA)
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞRIÐ
JUDA
GSTI
LBOÐ
ÞR
IÐJ
UD
AG
ST
ILB
OÐ
Ævintýrið heldur áfram
Sýnd í 3D 48
ramma 12
12
L
7
16
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
ÍSL TAL
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
ÞriðjudagstilboðÞriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
47 RONIN 3D Sýnd kl. 8 - 10:30
SKÝJAÐ M. KJÖTBOLLUM 2 2D Sýnd kl. 6
LONE SURVIVOR Sýnd kl. 8 - 10:30
THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 5:30 - 9
LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30
Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa.
Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins.
Mynd sem allir eru að tala um!
28.000 GESTIR Á 2 VIKUM
„Ég hef sl. 15 ár unnið mikið með of-
beldi og yfirvald í verkum mínum. Ég
er mjög hrifinn af fagurfræðinni á
bak við morð- og pyntingartól,“ segir
Þórarinn Ingi Jónsson, en hann er
listamaður vikunnar hjá Kunstschla-
ger að Rauðarárstíg 1 til og með nk.
föstudags. Hjá Kunstschlager sýnir
Þórarinn á annan tug heimagerðra
vopna skorinna út í tré. „Ég vinn sem
trésmiður og því hef ég endalausan
aðgang að efnivið. Þarna eru m.a.
sprengjur, handsprengjur, hnífar,
byssur og haglabyssur,“ segir Þór-
arinn og tekur fram að með því að
hafa vopnin heimasmíðuð og naíf vilji
hann leggja áherslu á þráhyggju
mannsins gagnvart ofbeldi.
„Með verkinu er ég að bera saman
opinbert ofbeldi og óopinbert ofbeldi
og rétt annars vegar lögreglunnar
eða hersins og hins vegar glæpa-
mannsins eða hryðjuverkamannsins
til ofbeldis,“ segir Þórarinn. Spurður
hvort hann hafi komist að einhverri
niðurstöðu í þeim samanburði sínum
segist Þórarinn í auknum mæli draga
í efa réttmæti ofbeldis.
Þórarinn lauk fyrir ári mast-
ersnámi sínu frá listaskólanum Aca-
demy of Arts, Architecture and De-
sign (AAAD) í Prag í Tékklandi.
Áður hafði hann lokið BA-námi frá
LHÍ eftir að hafa verið vísað úr námi
við listaháskóla í Kanada. Ástæðan
er sú að hann bjó til tréskúlptúr af
sprengju, setti hana í plastpoka og
skildi eftir á listasafni í Toronto með
miða sem á stóð: „Þetta er ekki
sprengja“, en gjörningurinn var liður
í skólaverkefni. „Ég var dæmdur til
að greiða sekt, en fékk að gegna sam-
félagsþjónustu í staðinn,“ segir Þór-
arinn og tekur fram að hann hafi
sloppið með skrekkinn enda hafi
hann verið ákærður fyrir óspektir og
fyrir að raska allsherjarreglu, en við
því getur legið allt að fjögurra ára
fangelsisvist. Spurður hvað nú taki
við hjá honum í sinni listsköpun svar-
ar listamaðurinn stutt og laggott:
„Heimsyfirráð!“ silja@mbl.is
Þráhyggja Þórarinn Ingi Jónsson sýnir heimagerð vopn í Kunstschlager.
Vinnur með of-
beldi og yfirvald
Þórarinn Ingi listamaður vikunnar
Sigurður Flosason saxófónleikari heldur afmælis- og
útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld,
miðvikudag, klukkan 20. Sigurður verður fimmtugur á
morgun og þá kemur einnig út nýr geisladiskur með
verkum eftir hann og nefnist Blátt líf.
Á tónleikunum kemur Sigurður fram ásamt hljóm-
sveitinni sem leikur með honum á diskinum en hana
skipa Hammond-leikarinn Þórir Baldursson, trommu-
leikarinn Einar Scheving og einn af fremstu djassmús-
íköntum Dana, gítarleikarinn Jacob Fischer.
„Þetta er tónlist á mörkum djass og blús, í framhaldi
af sumu sem ég hef gert áður í „bláu seríunni“, sem svo
má kalla, diskunum Bláir skuggar og Blátt ljós, og að
vissu leyti með hljómsveitinni Sálgæslunni,“ segir Sig-
urður. „Þetta er af þeim meiði, lög sem hafa bæst í þann
flokk hjá mér. Ég gef sjálfum mér það í afmælisgjöf að
gefa þessa plötu út, í litlu upplagi, mér til skemmtunar.
Ég er nýbúinn að gefa út aðra plötu sem ég setti tals-
vert púður í, með Kaupmannahafnarkvartetti mínum.“
Sigurður segir að platan hafi að hluta til orðið að
veruleika vegna þess að hinn kunni danski gítarleikari
Jacob Fischer var hér í sumar og þeir spiluðu þá svolít-
ið saman. „Mér datt í hug að við færum líka í stúdíó að
prófa að taka upp nokkur lög sem gætu orðið innlegg í
litla plötu að vinna seinna. Síðan var svo gaman og það
gekk svo vel að á fimm tímum var þessi plata komin. Ég
ákvað að kýla á að gefa hana út og gefa mér síðan líka í
afmælisgjöf að hafa Jacob með okkur á tónleikunum.“
Sérstakir gestir verða söngkonurnar Andrea Gylfa-
dóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal
en þær hafa allar sungið á diskum með Sigurði.
„Þetta verða stuttir og snarpir tónleikar og svo verð-
ur öllum viðstöddum boðið að skála við afmælisbarnið,“
segir Sigurður.
Hann gefur ört út um þessa mundir og virðist stadd-
ur á afar frjóu og gefandi tímabili á sínum ferli.
„Já, það er margt skemmtilegt að gerast. Ég er ekki
alltaf að semja, það kemur í törnum, en alltaf verður til
lager þegar verksmiðjan fer í gang og það ýtir á fram-
hald. Ég get alveg skrifað undir að ég sé staddur á frjó-
um stað í tilverunni, þrátt fyrir háan aldur,“ segir hann
og hlær. efi@mbl.is
Gaf sér útgáfu nýrrar
plötu í afmælisgjöf
Morgunblaðið/Einar Falur
Blásarinn „Ég get alveg skrifað undir að ég sé staddur
á frjóum stað í tilverunni,“ segir Sigurður Flosason.
Sigurður Flosason heldur afmælis- og útgáfutónleika