Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 2

Morgunblaðið - 29.01.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hafn- ar þeim rökum Illuga Gunnarssonar, menningar- og menntamálaráð- herra, að eðlilegt sé að námsmenn sýni fram á 75% námsárangur frá og með næsta hausti til að eiga rétt á námslánum, enda sé það í samræmi við kröfur annars staðar á Norður- löndum. „Við tókum bara saman nákvæm- lega hvernig þetta er annars staðar á Norðurlöndum og setjum þetta bara upp svart á hvítu. Fólk getur síðan dæmt um það hvort þetta er sambærilegt en okkur finnst það alls ekki,“ segir María Rut. Ekki náðist í Illuga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en málið varðar Lánasjóð íslenskra námsmanna. Telja samanburð ráðherra rangan Morgunblaðið/Styrmir Kári Stúdentar Auglýsingarnar eru m.a. komnar á strætóskýlin.  SHÍ gagnrýnir kröfur um námslán Tillaga fulltrúa minnihlutans í bæj- arstjórn Kópavogs um viðauka við fjárhagsáætlun bæjarins, til að fjár- magna byggingu félagslegra íbúða, var ekki tekin fyrir á bæjarstjórnar- fundi í gær. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gagn- rýnir forseta bæjarstjórnar harð- lega fyrir fundarstjórn hans. Gunnar Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem studdi tillög- una um byggingu íbúðanna, var ekki á fundinum. Ómar Stefánsson, forseti bæjar- stjórnar, sagði tillöguna ekki á dag- skrá bæjarstjórnar og því voru greidd atkvæði um afbrigði við dag- skrá svo hægt væri að taka hana fyr- ir. Það var fellt með sex atkvæðum gegn fimm. Engin fordæmi Þetta segir Guðríður vera „for- dæmalausan gjörning“. Tillagan hafi sannanlega verið á dagskrá bæjar- stjórnar þar sem hún hafi verið lögð fram í bæjarráði í síðustu viku. „Þó að bæjarráð hafi frestað til- lögum þá hefur það verið venja að menn geti borið þær aftur upp í bæj- arstjórn og það hefur ekki þurft af- brigði til þess,“ segir Guðríður sem segir þetta í fyrsta skipti á bæjar- stjórnarferli hennar sem þessi hátt- ur sé hafður á við fundarstjórn. Hún segir það algerlega ljóst að enginn pólitískur vilji sé hjá meiri- hlutanum að klára málið. Hún ætlar þó að fylgja málinu eftir eins og kostur sé. Ljóst sé að það fái engan framgang í bæjarráði þar sem ekki sé meirihluti fyrir því og eina leiðin til að þoka því áfram sé að bera til- löguna upp í bæjarstjórn þegar meirihluti sé fyrir henni þar. Hún segist þó ekki vita hvenær það gæti verið. „Ég mun bera þessa tillögu upp á hverjum einasta bæjarstjórn- arfundi þar til ég yfirgef bæjar- stjórn Kópavogsbæjar,“ segir Guð- ríður. kjartan@mbl.is Ekki fjallað um viðaukatillögu  Tekist á í bæjarstjórn Kópavogs- bæjar um byggingu félagslegra íbúða Morgunblaðið/Eggert Kópavogur Bæjarstjórnarfundur. „Við munum reyna að búa svo um hnútana að við þurfum ekki að leggja Bjarna Sæmundssyni til langframa því sannarlega er þörf á tveimur rannsóknaskip- um,“ segir Jóhann. „Að draga úr þessari starfsemi er bæði sér- kennileg og varhugaverð ráð- stöfun fyrir þjóð sem lifir á hafsins gæðum.“ Þörf á tveim- ur skipum EKKI TIL LANGFRAMA Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrirsjáanlegt er að rannsóknaskip- inu Bjarna Sæmundssyni verður lagt síðari hluta ársins vegna rekstrarvanda Hafrannsóknastofn- unar og ársverkum fækkað á skip- unum. Dregið verður úr rannsókna- verkefnum og að svo stöddu verður ekki ráðið í stöður hjá stofnuninni sem losna í ár og losnuðu á síðasta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi Jóhanns Sigurjónsson- ar forstjóra með starfsfólki Haf- rannsóknastofnunar á mánudag. Jó- hann segir að í ár verði líklega ekki farið í stofnmælingu á hausti, svo- kallað haustrall, en það hefur verið meðal árlegra verkefna í 18 ár. Hugsanlega verður þessu mikil- væga verkefni sinnt með skipum úr fiskiskipaflotanum. Dregið verður úr loðnurannsóknum og ekki verður farið í árlegan leiðangur til að rann- saka úthafsrækju. Alþjóðleg verkefni Meðal verkefna í ár eru árlegar makrílrannsóknir, án þess að sér- stakar fjárveitingar hafi fengist í það verkefni, segir Jóhann. Á næsta ári bætast við nokkur alþjóðleg rannsóknaverkefni samkvæmt samningum við aðrar þjóðir. Jóhann nefnir rannsóknir á karfastofnum og víðtækar hvalarannsóknir á Norður-Atlantshafi. Jóhann segir að á síðustu árum hafi framlög til stofnunarinnar á fjárlögum minnkað sambærilegt við það sem verið hafi hjá öðrum stofn- unum. Hafrannsóknastofnun hafi hins vegar haft aðgang að Verk- efnasjóði sjávarútvegsins, en fjár- munir í honum hafa stórminnkað og fyrirsjáanlegt sé að fjárveitingar muni dragast enn frekar saman á þessu ári. Magn og verðmæti rann- sóknaafla hafi einnig dregist saman svo nokkrir þættir séu nefndir. 4-500 milljónir í viðbót Jóhann segir að Hafrannsókna- stofnun fái um 1,4 milljarða á fjár- lögum, en rekstrarumfangið sé rúm- lega 2,4 milljarðar. „Til að geta rekið Hafrannsóknastofnun af svip- uðum krafti og í fyrra hefðum við þurft 4-500 milljónir til viðbótar. Stofnunin mun að sjálfsögðu sníða sér stakk eftir vexti, en það er mjög mikilvægt að stjórnvöld tryggi rekstrarumhverfi Hafrannsókna- stofnunar á næstu árum. Meðal annars þegar stefna verður mótuð um framtíð veiðigjalda, sem tryggja ættu undirstöðu sjálfbærra veiða,“ segir Jóhann. Morgunblaðið/Styrmir Kári Hafrannsóknir Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar, við bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær. Leggja öðru skipinu síðari hluta ársins  Rekstrarvandi Hafrannsóknastofnunar  Færri ársverk Arion banki vinnur að því að meta fordæmisgildi dóms sem féll í máli Haga gegn bankanum í desember og fleiri málum fyrir um 200 fyrirtækja- lán sem voru uppgreidd fyrir endur- reikning. Landsbankinn hefur þegar gefið það út að hann muni endur- reikna slík fyrirtækjalán, m.a. í kjöl- far Hagadómsins. Í skriflegu svari Arion banka við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að bankinn hafi ákveðið að bíða niðurstöðu í Hagamálinu varðandi fyrirtækjalánin 200. Dómurinn féll bankanum í hag en forsendur hans byggðust að miklu leyti á að ekki hefði verið um aðstöðumun að ræða í því máli. Fleiri dómar hafi fallið á undanförnum mánuðum sem varða endurreikning á uppgreiddum lánum sem skýra enn frekar stöðu slíkra lána. Gerir bankinn ráð fyrir að ljúka yfirferð sinni yfir dómana á næstu vikum að því er segir í svarinu. Í tilkynningu Landsbankans frá því í byrjun janúar kom fram að hann myndi endurreikna lán einstaklinga og smærri fyrirtækja sem voru greidd upp fyrir fyrri endurreikning. Það hefði áhrif á um 15.000 bíla-, hús- næðis- og fyrirtækjalán. kjartan@mbl.is Arion banki metur fordæmisgildið  Varðar um 200 fyrirtækjalán Hafró Jóhann Sigurjónsson. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir skýringum og leiðréttingum Reykjavíkurborg- ar á tilteknum at- riðum í aðalskipu- lagi borgarinnar, sem samþykkt var í vetur, áður en stofnunin get- ur afgreitt það. Það eru fyrst og fremst áform um uppbyggingu í Vatnsmýri og sam- ræmi aðalskipulags við svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins hvað varð- ar íbúðauppbyggingu og stofn- brautakerfi sem stofnunin vill frekari upplýsingar um. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, for- stjóri Skipulagsstofnunar, segir stofnunina telja að í aðalskipulaginu þurfi að vera áfram í gildi fyrirvari í núgildandi aðalskipulagi um að áform borgaryfirvalda í Vatnsmýri séu háð því að fyrir liggi ákvörðun samgöngu- yfirvalda um flutning flugvallarins. Að sögn Hjálmars Sveinssonar, varaformanns umhverfis- og skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, koma athugasemdir Skipulagsstofnunar ekki á óvart. Embættismenn borgar- innar séu nú að lesa þær gaumgæfi- lega yfir. Þær verði ennfremur tekn- ar fyrir bæði í umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði í næstu viku. „Við teljum ekki að þetta kalli á meiriháttar breytingar [á aðalskipu- laginu],“ segir Hjálmar. kjartan@mbl.is Athugasemdir við aðalskipulagið  Vantaði fyrirvara um flugvöllinn Hjálmar Sveinsson Ökumaður fólks- bifreiðar, sem lenti í árekstri við flutninga- bifreið hjá Fornahvammi í Norðurárdal í Borgarfirði 12. janúar sl., lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Hann hét Skarphéðinn Andri Kristjánsson og var á 19. aldursári, fæddur 1. mars 1995. Skarphéðinn var með lögheimili í Reykjavík en bjó á Sauðárkróki þar sem hann stund- aði nám við fjölbrautaskólann þar. Unnusta hans, Anna Jóna Sigur- björnsdóttir, 16 ára, frá Sauð́ár- króki, lést í sama bílslysi. Ökumaður- inn látinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.