Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Við getum selt myrkrið, ég hef tal-
að fyrir því í mörg ár og myrkrið
vekur athygli útlendinga sem hafa
jafnvel aldrei séð það áður. Við get-
um líka selt það sem sést í myrkrinu
eins og norðurljósin og stjörnurnar
og það er það sem koma skal,“ segir
Friðrik Pálsson, eigandi Hótels
Rangár.
Friðrik stefnir á það að taka í
notkun um næstu helgi tvo full-
komna stjörnusjónauka sem hefur
verið komið fyrir í sérstöku stjörnu-
skoðunarhúsi sem stendur um
hundrað metra frá hótelinu.
„Við þurftum að byggja sérstakt
25 fermetra hús undir sjónaukana,
það má hvorki vera vottur af ljós-
mengun né hitamengun nálægt
þeim. Þakið er svo dregið af húsinu
til að horfa á stjörnurnar. Við verð-
um með tvo mjög góða stjörnusjón-
auka, hvorn um 30 cm í þvermál, og
er annar sérútbúinn til að taka
myndir. Svo verður líka hægt að
horfa á tunglið og sólina í gegnum
sólarfilter,“ segir Friðrik en hann
fékk Sævar Helga Bragason, for-
mann Stjörnuskoðunarfélagsins, í lið
með sér við að koma búnaðinum upp.
Friðrik segir að mikið af hans við-
skiptavinum komi gagngert til
landsins út af norðurljósunum, sem
stundum sýni sig og stundum ekki,
og því sé tilvalið að hafa upp á meira
að bjóða. „Það kunna margir vel að
meta þessar fallegu stjörnubjörtu
nætur okkar. Ferðamenn hafa verið
að nefna að þeim þætti gaman að
geta skoðað stjörnurnar betur og í
framhaldinu gerði ég smákönnun á
meðal okkar viðskiptavina og fékk
mjög góð viðbrögð svo við ákváðum
að skella upp stjörnusjónaukum.“
Áhugi á himingeimnum er að
aukast og segir Friðrik að hann hafi
orðið var við mikinn áhuga erlendra
ferðamanna á því sem í honum býr,
það séu til dæmis til alþjóðleg sam-
tök, Dark-Sky Association, sem taki
að sér að votta svæði víða um heim
með litla ljósmengun svo ferðamenn
geti verið öruggir um að sjá til him-
ins á þeim svæðum.
Eins og áður segir er stefnt á að
opna stjörnuskoðunarhúsið um
helgina og mun það líklega standa
fleirum en gestum hótelsins til boða.
„Það hefur borist töluvert af fyrir-
spurnum um hvort hægt verði að
kaupa aðgang að húsinu fyrir aðra
en hótelgesti sem geta nýtt sér að-
stöðuna endurgjaldslaust. Það eru
margir áhugasamir um að komast í
betri græjur en við eigum eftir að út-
færa hvernig við höfum þetta,“ segir
Friðrik.
Stjörnurnar í myrkrinu
Morgunblaðið/hag
Norðurljós og stjörnuhiminn Síbreytileg fegurð sem laðar að ferðamenn.
Tveimur stjörnusjónaukum komið fyrir í sérútbúnu húsi
við Hótel Rangá Selja það sem sést í myrkrinu
Annir í flug-
stjórnarmiðstöð-
inni í Reykjavík á
fimmtudag voru
sambærilegar við
þær sem voru í
eldgosinu í Eyja-
fjallajökli þegar
þurfti að beina
allri flugumferð
yfir hafið norður
fyrir gosstöðv-
arnar. Ástæðan er hagstæðir há-
loftavindar sem hafa verið ríkjandi
undanfarna mánuði og hafa leitt til
þess að umferð um íslenska flug-
stjórnarsvæðið hefur aukist um allt
að 30%.
Friðþór Eydal, talsmaður Isavia,
segir að annirnar hafi ekki kostn-
aðarauka í för með sér. Notendur
þjónustunnar greiði fyrir hana sam-
kvæmt útreikningum Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar. Hún innheimtir
gjöld af notendum sem miðast við
kílómetrafjöldann sem floginn er á
hverju svæði um sig. kjartan@mbl.is
Þyngri
flugumferð
við Ísland
Isavia hagnast
á meiri umferð
Frá flugumferðar-
miðstöðinni.
Einbýlishús eða raðhús í Fossvogi óskast
– staðgreiðsla
Er með kaupanda að einbýlis eða raðhúsi í Fossvogi. Traustur kaupandi
– staðgreiðsla. Upplýsingar gefur Kjartan Hallgeirsson s. 824-9093.
Sérhæð í vesturborginni óskast – staðgreiðsla
Höfum kaupanda að 150-200 fm hæð á Högum, Melum, Ægissíðu eða
Skjólunum. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í vesturborginni óskast – staðgreiðsla
Höfum kaupanda að 250-350 fm einbýlishúsi í vesturborginni. Gjarnan
við Ægisíðu eða í Skjólunum og með sjávarútsýni. Staðgreiðsla í boði.
Upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson.
Einbýlishús í Vesturborginni eða
Þingholtunum óskast – staðgreiðsla
Höfum kaupanda að 300-400 fm einbýlishúsi í Þingholtunum eða
Vesturborginni. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar veitir Sverrir
Kristinsson.
Sérhæð í nágrenni Kjarvalsstaða
eða landsspítala óskast – staðgreiðsla
Höfum kaupanda að 130-180 fm sérhæð eða sérbýli í nágrenni
Kjarvalsstaða eða Landsspítala. Staðgreiðsla í boði. Upplýsingar veitir
Þórarinn M. Friðgeirsson.
Reykjavík
Sími 588 9090 • Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • www.eignamidlun.is
Óskum eftir eignum
fyrir viðskiptavini okkar
Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, ekkja
Jonathans Motzfeldt, fv. formanns landsstjórnar
Grænlands, tók við bók ljósmyndarans RAX,
„Veiðimenn norðursins“ í höfuðstöðvum Arion
banka í gær en þar stendur nú yfir sýning á
Grænlandsmyndum hans. Það var Klara Steph-
ensen, umsjónarmaður listaverka og sýningar-
halds Arion banka, sem átti frumkvæðið að sýn-
ingu RAX en hún lætur senn af störfum.
Ljósmyndasýning RAX í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni
Morgunblaðið/Golli
Mætti með ljósmyndabókina af norðurslóðum
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Í dómi yfir pilti, sem í fyrradag var
dæmdur til að sæta öryggisgæslu á
viðeigandi stofnun fyrir tilraun til að
bana níu ára gamalli stúlku í Hafnar-
firði, kemur fram að móðir hans hafði
allnokkru áður gert sér grein fyrir að
„eitthvað væri í vændum“. Móðirin lét
heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu
vita að hún gæti ekki tryggt að pilt-
urinn ylli ekki einhverjum gríðarlegu
líkamstjóni eða yrði jafnvel einhverj-
um að bana. Daginn áður en hann
réðst að stúlkunni með hníf og reyndi
að skera hana á háls hafði drengurinn
verið útskrifaður af barna- og ung-
lingageðdeild Landspítalans, BUGL,
gegn mótmælum starfsmanna barna-
verndar Hafnarfjarðarbæjar sem
töldu enn fulla ástæðu til að halda að
hann gæti verið hættulegur sjálfum
sér og umhverfi sínu.
Dómurinn er ítarlegur, um 16 blað-
síður að lengd, og í honum eru m.a.
ástandið verra en ella og leitt til inn-
lagnar á BUGL.
Mánuði áður en hann réðst á stúlk-
una, 27. apríl 2013, braust pilturinn
inn til skólasystur sinnar, með það í
huga að ráða henni bana, en hún var
ekki heima. Hann var í kjölfarið vist-
aður á BUGL í um þrjá daga en fór
þaðan á Stuðla. Þaðan útskrifaðist
hann 10. apríl en leggja þurfti hann
inn á BUGL strax daginn eftir. Þaðan
var hann síðan útskrifaður 26. apríl.
Árásina framdi hann daginn eftir.
Móðir varaði við hættu af syni sínum
Pilturinn var mjög veikur Óttaðist að hann ylli einhverjum gríðarlegu líkamstjóni eða yrði ein-
hverjum að bana Hrakaði eftir að starfsmaður fór í leyfi Útskrifaður af BUGL daginn fyrir árásina
Djúpstæður vandi
» Pilturinn sem um ræðir á við
djúpstæðan og langvarandi
geðrænan vanda að etja.
» Taldi Héraðsdómur Reykja-
ness hann ósakhæfan og hann
var því ekki dæmdur í fangelsi
heldur til að sæta öryggis-
gæslu á viðeigandi stofnun.
raktar umsagnir geðlækna og sál-
fræðinga.
„Á skjön félagslega“
Tveir geðlæknar benda á að pilt-
urinn hafi haft stuðning af þroska-
eða iðjuþjálfa í skólanum en þegar
hann fór í leyfi haustið 2012 hafi eng-
inn komið í hans stað. Í kjölfarið hafi
piltinum hrakað og verið fluttur á
deild fyrir börn sem væru „að lenda á
skjön félagslega“ og verið farinn að
reykja og drekka. Það hefði gert