Morgunblaðið - 29.01.2014, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Betri hafnaraðstaða gæti skapað
ýmis tækifæri hér í Borgarnesi. Þar
horfum við meðal annars til ferða-
þjónustunnar og
að menn geti róið
héðan og sótt sér
í soðið. Möguleik-
arnir gætu raun-
ar verið miklu
fleiri,“ segir Páll
S. Brynjarsson,
bæjarstjóri í
Borgarbyggð.
Á fundi bæjar-
ráðs í Borgar-
byggð á dögunum
kynnti bæjarstjórinn hugmyndir
Faxaflóahafna hf. um framkvæmdir
við Borgarneshöfn í Brákarey. Þar á
bæ hafa um 60 millj. króna verið
eyrnamerktar verkefninu og er ætl-
unin að fara í undirbúningsvinnu á
þessu ári. Á næsta ári yrði höfnin
svo dýpkuð og þar komið fyrir flot-
bryggju, en það er aðstaða sem þyk-
ir henta vel fyrir smærri báta. End-
ur fyrir löngu sigldi Akraborgin alla
leið í Borgarnes, en áratugir eru síð-
an það lagðist af. Höfnin er þó alltaf
til staðar og síðan Borgfirðingar
gerðust aðilar að Faxaflóahöfnum
árið 2005 hefur verið rætt um að
bæta aðstöðuna. Sandburður er þó
meðal þess sem setur strik í reikn-
inginn.
Krabbaveiðar og skútur
Síðasta árið hefur úr Borgarnesi
verið gerður út bátur til tilrauna-
veiða á krabba. Þá eiga nokkir karl-
ar skektur og henda út færum á firði
ef sá gállinn er á þeim.
„Útgerð hér hefur verið að eflast
og það er ekki langt síðan smábáta-
félagið Þormóður í Borgarnesi var
endurvakið. Þá sjáum við fyrir okk-
ur tækifæri við höfnina, ef til dæmis
skútufólk myndi vilja renna hér inn.
Væntanlega verður þetta þó alltaf
frekar í smærri stíl,“ segir Páll S.
Brynjarsson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Borgarfjörður Styrkja á möguleika til sjósóknar og siglinga úr Borgarnesi
með endurbótum á höfninni í Brákarey, sem er fremst á myndinni.
Verja 60 millj. kr.
í Borgarneshöfn
Ferðaþjónusta og fiskur í soðið
Páll Snævar
Brynjarsson
Allar vörur á HÁLFVIRÐI
Engjateigur 5•
Sími 581 2141•
www.hjahrafnhildi.is•
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Vertu
vinurokkará
facebook
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Verslunin í
Spönginni
LOKAR
– allt á að seljast
SILFUR
50% afsláttur
GULL
30% afsláttur
ÚR
50% af
sláttur
DKNY
- Casio
- Fossil
- Diese
l
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Þú minnkar um
eitt númer
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
Perfect fit
Ný sending
Vertu
vinur
á
ÚTSÖLU
VÖRUR
40-60%
AFSL.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Skrúfur, múrboltar og
festingavörur
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Río Tungusófi 3+t verð 149.900 áður 33
6.200
AFSLÁTTUR AF
VÖLDUM VÖRUM70%
Allt a
ð
ÚTSALA
Rúm
frá 99.000
Tungusófar frá 125.900 kr
Hornsófar frá 129.900 kr
Sófasett frá 199.900 kr
Havana bogasófi verð 199.900 áður 30
2.166
Sjónvarpskápur
55.900
Skenkur
77.000
Sjónvarpsskápar
frá 33.500
Barskápur
89.000
Blaðamannafélag Íslands (BÍ) hefur
undirritað nýja kjarasamninga við
útgáfufélagið Birting og Fréttatím-
ann, samkvæmt tilkynningu frá fé-
laginu. Áður hafði verið gerður
kjarasamningur við DV. Félagið
segir viðræður við aðra fjölmiðla,
sem standa utan Samtaka atvinnu-
lífsins (SA), ganga vel. Samning-
arnir verða bornir undir atkvæði á
viðkomandi vinnustöðum í dag.
Fyrsta fundinum í kjaradeilu BÍ við
SA hjá ríkissáttasemjara lauk síð-
degis í gær og segir í tilkynningu BÍ
að fundurinn hafi verið árangurs-
laus. Nýr fundur hefur verið boð-
aður að viku liðinni. SA fara með
samningsumboð fyrir Árvakur, út-
gefanda Morgunblaðsins og mbl.is,
365, útgefanda Fréttablaðsins, Vís-
is og Stöðvar 2 og Ríkisútvarpið. Í
Morgunblaðinu í gær var vitnað
ranglega í tilkynningu BÍ um samn-
ing félagsins við útgefendur DV og
dv.is. Í tilkynningunni stóð hvergi
að viðræðum BÍ við SA gengju vel,
líkt og var í fréttinni, en fram kom
að viðræðum við fjölmiðla, sem
standa utan SA, miðaði vel. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
Blaðamannafélagið semur við Birting og Fréttatímann